Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári

Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.

Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Auglýsing

Inn­rás Rússa í Úkra­ínu er helsti drif­kraftur hækk­unar á korn­verði í heim­inum en verð á inn­fluttu korni hefur hækkað um um það bil 40 pró­sent síð­asta hálfa árið. Þetta segir Þórir Har­alds­son for­stjóri Líf­lands í sam­tali við Kjarn­ann. Fyr­ir­tækið starf­rækir einu korn­myllu lands­ins í Korn­görðum í Reykja­vík þar sem það fram­leiðir hveiti úr inn­fluttu hveitikorni undir merkjum Kornax. Líf­land fram­leiðir einnig fóður

„Ef þú ferð svona ríf­lega hálft ár aftur í tím­ann þá er þetta allt upp undir 40 pró­sent hækk­un. Stóra hækk­unin kom nátt­úr­lega rétt upp úr því að stríðið byrj­aði í Úkra­ínu, það var búin að vera smá hækkun fyrir þann tíma en stærsta hækk­unin kom þar,“ segir Þórir um þróun korn­verðs á und­an­förnum mán­uð­um.

Verð­hækkun á inn­fluttu korni skilar sér eðli máls­ins sam­kvæmt út í verðið á hveiti á inn­an­lands­mark­aði. „Það er bara þannig að okkar álagn­ing hefur minnkað í gegnum árin og við höfum ekk­ert svig­rúm til að taka á okkur þessar hækk­an­ir, þær fara nán­ast beint út í verð­ið,“ segir Þór­ir.

Auglýsing

Korn til hveiti­gerðar þarf að stand­ast ákveðnar kröfur

Að hans sögn eru litlar líkur á því að skortur verði á inn­fluttu korni á kom­andi miss­erum, hvorki til hveiti- eða fóð­ur­gerð­ar. Hann bendir þó á að það hafi reynst örlítið þyngra að fá gott hrá­efni til hveitifram­leiðslu upp á síðkast­ið. Ólíkar kröfur eru gerðar til korns­ins sem notað er til að fram­leiða fóður ann­ars vegar og hveiti hins veg­ar. Þannig séu mun meiri kröfur gerðar til korns­ins sem er malað í hveiti. „Hveitikornið sem býr til hveitið sem maður bakar úr, það þarf að stand­ast staðla sem snúa að vatns­bind­ingu, glút­en­inni­haldi og öðrum þáttum þannig að deigið hefi sig rétt.“

Þórir á ekki von á því að verðið á korni lækki í bráð, það geti þó breyst á skömmum tíma. „Bara ef upp­skeran lítur út fyrir að vera betri á þeim svæðum sem fram­leiða hveiti þá getur það haft ein­hverja þýð­ing­u,“ segir hann og bætir því við að það sé mat birgja Líf­lands að verðið á hveiti muni ekki lækka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári ef stríðs­á­tökum í Úkra­ínu munni linna fljót­lega.

Verð­bólga og stýri­vextir hafa hækkað hratt

Verð á mat­vöru hefur hækkað nokkuð skarpt að und­an­förnu. Síð­asta verð­könnun ASÍ sem fram­kvæmd var í fyrri hluta þessa mán­aðar leiddi í ljós að frá síð­ustu könnun þar á undan sem fram­kvæmd var í októ­ber í fyrra hefur mat­vöru­verð hækkað um fimm til 16,6 pró­sent í þeim versl­unum sem könn­unin nær til en þær eru átta tals­ins. Verð hækk­aði í öllum versl­un­unum átta.

Þá hefur verð­bólga ekki mælst hærri hér á landi í tólf ár, frá því í apríl árið 2010. Í maí mæld­ist árs­verð­bólga 7,9 pró­sent en vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,77 pró­sent á milli apríl og maí. Hag­stofan birtir upp­lýs­ingar um þróun vísi­tölu neyslu­verðs í júní á mið­viku­dag í næstu viku. Til þess að stemma stigu við verð­bólg­unni hefur Seðla­bank­inn svo hækkað stýri­vexti hressi­lega, nú síð­ast um heilt pró­sentu­stig. Þeir eru nú 4,75 pró­sent og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar frá því á mið­viku­dag var sterk­lega gefið til kynna að frek­ari vaxta­hækk­anir kunni að vera fram undan ef þurfa þykir til að hemja verð­bólg­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent