Líkir aðgerðum Seðlabankans við það að „fara á skriðdreka til rjúpnaveiða“

Stefán Ólafsson gagnrýnir vaxtahækkun Seðlabankans og segir aðgerðir hans á húsnæðismarkaði bæði ómarkvissar, óskynsamlegar og óréttlátar. Hann segir vaxtahækkanir á alla skuldara til að hemja markaðinn vera eins og að fara á skriðdreka til rjúpnaveiða.

Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu.
Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu.
Auglýsing

Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ingur í vinnu­mark­aðs- og lífs­kjara­rann­sóknum hjá Efl­ingu, segir að vaxta­hækkun Seðla­bank­ans á alla með vaxta­ber­andi skuldir sé ein­stak­lega ómark­viss aðgerð, ef mark­miðið sé að fækka kaup­endum íbúða og létta þar með þrýst­ingi af verð­hækk­unum á hús­næð­is­mark­aði.

„Það er ómark­visst vegna þess að ein­ungis lít­ill hluti íbúð­ar­eig­enda á hverjum tíma er að fara í íbúða­skipti. Vaxta­hækkun á þá er ein­ungis aukin greiðslu­byrði eða kjara­skerð­ing, sem hefur engin áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn. Þetta er svo­lítið eins og að fara á skrið­dreka til rjúpna­veiða. Heilu svæðin eru sprengd upp til að ná til nokk­urra rjúpna!“ skrifar Stefán í færslu á Face­book í dag.

Hann segir aðgerðir Seðla­bank­ans auk þess engin áhrif hafa á inn­flutta verð­bólgu, sem sé ásamt mis­heppn­aðri hag­stjórn hús­næð­is­mála inn­an­lands helsti verð­bólgu­vald­ur­inn á Íslandi. Aðgerð­irnar telur hann að komi frekar til með að auka á vand­ann sem fylgir inn­fluttri verð­bólgu, með auk­inni greiðslu­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja.

Segir að við munum sjá spreng­ingu í leigu­verði

Einnig segir Stefán þá leið sem Seðla­bank­inn hefur valið vera órétt­láta, því hún bitni „fyrst og fremst á ungu og tekju­lágu fólki“ sem sé sér­stak­lega háð skuld­setn­ingu til að geta keypt sér íbúð, en í þessu sam­hengi er hann einnig að ræða um þær aðgerðir sem kynntar voru af fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd í síð­ustu viku, um aukin skil­yrði greiðslu­mats og lægri hámarks­skuld­setn­ingu fyrstu kaup­enda.

„En fólk með mikla kaup­getu finnur ekki mikið fyrir þessum aðgerðum og mun ekki láta þær stoppa sig í að skipta um íbúð­ar­hús­næði, sem er senni­lega það sem hefur mest áhrif til að þrýsta verði upp,“ skrifar Stef­án.

Hann segir að með því „loka ungu og tekju­lágu fólki leið inn á íbúða­mark­að­inn“ sé þessum hópi „þrýst út á leigu­mark­að­inn, þar sem greiðslu­byrðin er meiri en af kaupum á hóf­legri íbúð“ og full­yrðir að í fram­hald­inu munum við sjá „spreng­ingu í leigu­verð­i“.

Auglýsing

„Seðla­banka­stjóri nefnir þetta reyndar í nýlegu við­tali og við­ur­kennir tak­mörkuð áhrif vaxta­hækk­un­ar­innar og hinna sér­stöku úrræða - um leið og hann full­yrðir dig­ur­barka­lega að tæki Seðla­bank­ans virki og að þeim verði beitt af enn meiri hörku ef verð­bólgan eykst enn meira.

Þannig að ef afleið­ingar inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu verða enn meiri fyrir heims­hag­kerfið en orðið er þá mun Seðla­banki Íslands bæta við þær þreng­ingar með enn meiri skulda­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja á Ísland­i!“ skrifar Stef­án, sem segir þetta í senn ómark­vis­st, óskyn­sam­legt og órétt­látt.

„Væri ekki nær­tækara að hamla kaupum fjár­festa á mörgum íbúðum til að leigja út og braska með? Ætti ekki frekar að hægja á íbúða­skiptum tekju­hærri hópa? Tak­marka fé í umferð?

Auð­vitað þarf aukið fram­boð íbúða til að leysa vand­ann end­an­lega, en það tekur tíma. Fleira mætti þó gera á fram­boðs­hlið hús­næð­is­mál­anna til að flýta fyrir auknum bygg­ing­um. Ástandið á senni­lega eftir að versna enn frekar áður en það batn­ar,“ skrifar Stefán Ólafs­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent