Verðbólgan mælist nú 7,6 prósent – Ekki verið meiri í meira en tólf ár

Húsnæðiskostnaður, matur og drykkur, nýir bílar og bensín hækkuðu í verði í síðasta mánuði. Verð á flugfargjöldum dróst hins vegar saman. Verðbólga hefur ekki mælst jafn mikil á Íslandi frá því í apríl 2010.

Verð á flugfargjöldum lækkaði um 6,9 prósent milli mánaða. Aðrar hækkanir gerðu það hins vegar að verkum að verðbólgan hélt áfram að rísa.
Verð á flugfargjöldum lækkaði um 6,9 prósent milli mánaða. Aðrar hækkanir gerðu það hins vegar að verkum að verðbólgan hélt áfram að rísa.
Auglýsing

Vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hækk­aði um 0,77 pró­sent í maí. Tólf mán­aða hækkun hennar mælist nú 7,6 pró­sent en árs­verð­bólgan mæld­ist 7,2 pró­sent í síð­asta mán­uð­i. Án hús­næð­islið­ar­ins væri verð­bólgan 5,5 pró­sent.

Í til­kynn­ingu á vef Hag­stofu Íslands segir að verð á mat og drykk hafi hækkað um 0,9 pró­sent í síð­asta mán­uði, kostn­aður vegna búsetu í eigin hús­næði hafi hækkað um 2,3 pró­sent og verð á nýjum bílum um 2,1 pró­sent. Þá hafi verð á bens­íni og olíu hækkað um 2,9 pró­sent en verð á flug­far­gjöldum lækk­aði um 6,9 pró­sent. 

Í þjóð­hags­spá Grein­ingar Íslands­banka, sem birt var fyrr í mán­uð­in­um, var því spáð að verð­bólgan myndi fara í 8,4 pró­sent í lok sum­ars en fara svo lækk­and­i. 

Auglýsing
Til að takast á við verð­bólg­una hefur Seðla­banki Íslands hækkað stýri­vexti nokkuð skarpt. Þeir voru 0,75 pró­sent í fyrra­vor en eru nú 3,75 pró­sent. Búist er við því að vext­irnir verði hækk­aðir enn meira á næsta stýri­vaxt­ar­fundi sem fram fer snemma í júní.

Gylfi Zoega, hag­fræð­i­­pró­­fessor og ytri með­­­limur í pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­bank­ans, skrif­aði grein í Vís­bend­ingu fyrr í maí­mán­uði þar sem hann sagði að á næstu mán­uðum væri „nauð­­syn­­legt að virkir vextir Seðla­­bank­ans hækki næg­i­­lega mikið til þess að raun­vextir hans verði jákvæðir að nýju“, sem þýðir að stýri­vextir bank­ans þyrftu að verða hærri en mæld verð­­bólga í land­inu.

Í grein­inni benti hann á að raun­vextir væru nei­kvæðir og þótt afborg­anir af lánum hækki sam­hliða hærra vaxta­stigi þá sé raun­virði óverð­tryggðra lána að lækka um rúm­lega sjö pró­sent á ári við þessar aðstæð­ur. „Hækk­­andi verð­­bólg­u­vænt­ingar gætu valdið því að kraf­ist verði hærri launa í haust til þess að bæta launa­­fólki upp bæði verð­­bólgu þessa árs og vænt­an­­lega verð­­bólgu á næsta ári. Þessar launa­hækk­­­anir fara síðan út í verð­lag sem kallar á enn aðrar launa­hækk­­an­­ir. Slík víxl­verkun launa og verð­lags getur varað í árar­að­­ir. Þegar svo seðla­­bankar reyna ná tökum á verð­­bólg­unni þá krefst slíkt atvinn­u­­leysis með til­­heyr­andi hör­m­ungum fyrir þá sem fyrir því verða.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent