Mynd: Anton Brink

Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn

Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið. Haldist það áfram hátt verður slíkt þó óhjákvæmilegt, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu.

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­verði hér­lendis er nú 307,1 krónur á lítra og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Það hefur hækkað um 58 pró­sent á tveimur árum og um 15 pró­sent frá því í jan­úar síð­ast­liðn­um. Upp­reiknað miðað við þróun vísi­tölu neyslu­verðs á bens­ín­lítr­inn þó nokkuð í land með að ná sínu hæsta verði, en í apríl 2012 kost­aði hann um 360 krónur á núvirði. Bens­ín­lítr­inn hækk­aði um 8,3 krónur í síð­asta mán­uð­i. 

Þetta má lesa út úr nýj­ustu bens­ín­vakt Kjarn­ans.

Hlutur rík­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra, sem sam­anstendur af virð­is­auka­skatti, almennu og sér­stöku bens­ín­gjaldi og kolefn­is­gjaldi er nú 148,84 krónur á hvern lítra af seldu bens­íni. Það þýðir að 48,5 pró­sent af hverjum lítra fer í rík­is­sjóð. Hlutur rík­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra hefur aldrei verið hærri í krónum talið. 

Mik­il­vægt er að hafa í huga að við­mið­un­­ar­verðið miðar við næst­lægstu verð­­­­­­tölu í yfir­­­­­­lit­i síð­­­­­unnar Bens­ín­verð.is, sem hug­­bún­­að­­ar­­fyr­ir­tækið Seiður heldur úti, til að forð­­­­­­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­­­­­­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­­­­­­ar­verðið er þó ætið með lægstu verð­­­­­um. Hæstu verð á bens­íni í dag er nú 313,9 krónur á bens­ín­lítra, á ýmsum bens­ín­­stöðvum N1, en lægsta verðið er 274,8 krónur á lítra, á bens­ín­­stöð Costco. Því munar sem stendur 14,2 pró­­sent á hæsta og lægsta verð­i. 

Olíu­fé­lögin eiga eftir að velta hækk­unum að fullu út í verð­lagið

Hækkun síð­ustu tveggja ára má rekja ann­ars vegar til hækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu á meðan að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­aði og orsak­aði hökkt í öllum aðflutn­ings­keðjum í heim­inum og hins vegar til inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu í febr­ú­ar, sem gerði það að verkum að heims­mark­aðs­verðið rauk enn frekar upp.

Lík­legt inn­kaupa­verð olíu­fé­laga er nú 127 krónur á lítra og hækk­aði um 21,4 pró­sent milli mán­aða. Til sam­an­burðar var inn­kaupa­verðið 69,1 krónur á lítra í des­em­ber og hefur hækkað um 84 pró­sent síðan þá. 

Hlutur olíu­fé­laga í hverjum seldum lítra hefur ekki fylgt þessum hækk­unum á inn­kaupa­verði. Hann er nú 31,2 krónur eða um tíu pró­sent af hverjum seldum lítra. 

Sam­an­lagt fer því 158,2 krónur af hverjum seldum lítra til ann­arra en rík­is­ins, þ.e. þeirra sem selja smá­sölum á elds­neyti vör­una og til smá­sal­anna sjálfra. Hlut­fall íslensku olíu­fé­lag­anna af þeirri köku hefur aldrei verið minna síðan að mæl­ingar bens­ín­vakt­ar­innar hófust í ágúst 2007. Þeir taka nú undir 20 pró­sent af þeirri tölu til sín en til sam­an­burðar fór 46 pró­sent af henni til þeirra í des­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Þetta bendir til þess að ef heims­mark­aðs­verðið á elds­neyti helst áfram hátt verði óhjá­kvæmi­legt fyrir íslensku olíu­fé­lögin að velta þeim hækk­unum enn frekar út í verð­lag­ið, með til­heyr­andi hækk­un­ar­á­hrifum á verð­bólgu sem þegar mælist 7,2 pró­sent. Upp­færðar spár Seðla­banka Íslands gera ráð fyrir að verð­bólgan fari yfir átta pró­sent í nán­ustu fram­tíð og til að reyna að hemja hana hefur bank­inn hækkað stýri­vexti sína skarpt, síð­ast upp í 3,75 pró­sentu­stig. 

Yfir 100 þús­und í við­bót­ar­kostnað á ári

Ísland fram­­­­­leiðir vit­an­­­­­lega ekk­ert jarð­efna­elds­­­­­neyti heldur flytur það allt inn. Bíl­­ar sem nota jarð­efna­elds­­­­­neyti er enn í miklum meiri­hluta hér­­­­­lend­­­is. Sam­­­­­kvæmt tölum Hag­­­­­stofu Íslands voru bensín og dísil­bíl­­arnir um 292 þús­und í lok árs 2021.

Því hafa skarpar hækk­­­anir á elds­­neyt­is­verði mikil áhrif á rekstr­­ar­­kostnað heim­ila. Ef horft er til þeirrar hækk­­unar sem orðið hefur á við­mið­un­­ar­verði frá því í maí 2020 þarf sá sem eyddi að jafn­­aði 15 þús­und krónum á mán­uði í bensín þá þarf nú að borga 23.700 krónur fyrir sama magn af bens­íni. Á árs­grund­velli er það auk­inn kostn­aður um 104.400 krón­­ur. 

Góðu frétt­irnar eru þær að mikil aukn­ing er á eign á bílum sem ganga fyrir raf­magni eða eru með raf­tengi. Fjöldi þeirra tvö­fald­að­ist frá lokum árs 2019 fram að síð­ustu ára­mót­um, þegar þeir voru 21.143 tals­ins. 

Gögn og aðferða­fræði

Hér að ofan er birt nið­ur­staða útreikn­inga og áætl­unar á því hvernig verð á lítra af bens­íni skipt­ist milli aðila í fram­setn­ingu GRID.

  • Við­mið­un­ar­verð er fengið frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Seið ehf. sem meðal ann­ars heldur úti síð­unni Bens­ín­verð.is og fylgst hefur með bens­ín­verði á flestum bens­ín­stöðum lands­ins dag­lega síðan 2007. Miðað er við næst­lægstu verð­tölu í yfir­lit­inu til að forð­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.
  • Hlutur rík­is­ins liggur ljós fyrir út frá sköttum sem eru ýmist fastir og hlut­falls­leg­ir. Upp­lýs­ingar um breyt­ingar á skatta­lögum eru fengnar frá Við­skipta­ráði sem fylgst hefur með slíkum breyt­ingum um ára­bil.
  • Lík­legt inn­kaupa­verð er reiknað útfrá verði á bens­íni til afhend­ingar í New York-höfn í upp­hafi mán­aðar frá banda­rísku orku­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­stand­andi mán­uði frá Seðla­banka Íslands. Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­punkti vegna lag­er­stöðu, skamm­tíma­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­upp­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­um. Mis­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­leitt mjög lít­ill.
  • Hlutur olíu­fé­lags er loks reikn­aður sem afgangs­stærð enda hald­góðar upp­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­ar­liði olíu­fé­lag­anna ekki opin­ber­ar. Hafa ber í huga að þar sem við­mið­un­ar­verð er með lægstu verðum á hverjum tíma er þessi liður ef til vill ein­hverju hærri sé litið til heild­ar­við­skipta með bensín á Íslandi.

Verð­upp­lýs­ingar mið­ast við verð­lag hvers tíma. Gögnin eru upp­færð mán­að­ar­lega í kringum 15. hvers mán­að­ar. Fyr­ir­vari er gerður um skekkju­mörk sem þó ættu í mesta lagi að nema fáeinum krónum á útreikn­aða liði. Ábend­ingar um vill­ur, lag­fær­ingar og betrumbætur skal senda á gogn@kjarn­inn.is og er tekið fagn­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar