Verðbólgan komin upp í 7,2 prósent

Enn heldur verðlag áfram að hækka, samkvæmt mælingum Hagstofu á vísitölu neysluverðs. Verðhækkanir á mat- og drykkjarvörum hafa vegið þungt síðasta mánuðinn, en flugfargjöld hafa einnig hækkað umtalsvert í verði.

Grænmeti
Auglýsing

Verð­bólgan, mæld sem 12 mán­aða hækkun í vísi­tölu neyslu­verðs, mæld­ist 7,2 pró­sent í apr­íl. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stofu.

Þetta er í fyrsta skiptið sem verð­bólgan mælist yfir sjö pró­sentum hér á landi síðan um mitt ár 2010.

Sem fyrr er hús­næð­is­verð stærsti ein­staki áhrifa­þátt­ur­inn, en án hækk­ana á því mælist verð­bólgan rúmum þremur pró­sentu­stigum minni.

Auglýsing

Verð á bens­íni og olíum heldur einnig áfram að hækka, en vöru­flokk­ur­inn er nú orð­inn 26 pró­sentum dýr­ari en hann var í apríl í fyrra. Ef ekki væri fyrir þessum verð­hækk­unum væri verð­bólgan einu pró­sentu­stigi minni.

Á mynd hér að neðan má sjá þróun und­ir­liða verð­bólg­unnar frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Þar sést að hús­næð­islið­ur­inn heldur áfram að vega þungt í þróun verð­lags­hækk­un­ar­inn­ar, en á síð­ustu tólf mán­uðum hefur vægi mat­vöru og elds­neytis hækkað jafnt og þétt. Þessir þrír vöru­flokkar útskýra nú tvo þriðju af verð­bólg­unni, sem væri í 2,2 pró­sentum ef þeir hefðu ekki hækkað í verði.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Á milli mán­aða hækk­aði vísi­talan um 1,25 pró­sent. Þar hafði verð á mat- og drykkja­vörum hefur jákvæð áhrif, en verð á þeim er nú 1,4 pró­sentum hærra en í síð­asta mán­uði. Hús­næð­islið­ur­inn hækk­aði svo um 2,4 pró­sent á milli mán­aða og verð á flug­far­gjöldum til útlanda hækk­aði um tæp 23 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent