Stjórnendur Íslandsbanka segjast hlusta á gagnrýni og að verið sé að rýna reglur

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú mögulega hagsmunaárekstra vegna þátttöku starfsmanna söluráðgjafa í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka. Alls átta starfsmenn bankans, eða aðilar þeim tengdir, tóku þátt.

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Stjórn­endur Íslands­banka segj­ast hlusta á þá gagn­rýni sem fram hefur komið um þátt­töku starfs­fólks hans í lok­uðu útboði á hlutum íslenska rík­is­ins í bank­anum sem fór fram fyrir rúmum mán­uði. Reglur um þátt­töku starfs­manna séu nú rýndar í kjöl­far þessa. 

Þetta kemur fram í svari Íslands­banka við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þar segir að alls átta starfs­menn, eða aðilar tengdir starfs­mönn­um, hafi tekið þátt í útboð­inu, en fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf og verð­bréfa­miðlun Íslands­­­banka voru á meðal umsjón­­ar­að­ila þess. 

Fjár­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­banka Íslands er að rann­saka hátt­­semi ein­hverra þeirra fimm inn­­­lendu sölu­að­ila sem Banka­­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að skoða mög­u­­lega hags­muna­á­­rekstra, meðal ann­­ars vegna þess að starfs­­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­in­u. Þar sé að minnsta kosti verið að horfa á þátt­töku áður­nefndra átta starfs­manna eða tengdra aðila innan Íslands­banka og kaup stærsta eig­anda Íslenskra Verð­bréfa, sem er einnig eig­in­­kona for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, keypti auk þess hlut. 

Aldrei tíðkast erlendis

Í minn­is­­blaði Banka­­sýsl­u rík­is­ins til fjár­­laga­­nefnd­­ar, sem birt var í fyrra­dag, kom fram að það væri stofn­un­inni „mikil von­brigði að strax í kjöl­far útboðs­ins hefðu vaknað spurn­ingar um mög­u­­lega bresti í fram­­kvæmd þess, m.a. hugs­an­­lega hags­muna­á­­rekstra hjá aðilum sem stóðu að fram­­kvæmd söl­unnar og mög­u­­lega ófull­nægj­andi athugun á hæfi fjár­­­festa sem tóku þátt í útboð­in­u.“

Auglýsing
Á fundi fjár­­laga­­nefndar í gær sagði Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, að allir fimm inn­­­lendu sölu­ráð­gjaf­­arnir hefðu fengið fyr­ir­­spurnir frá Fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands vegna rann­­sóknar þess, en að það lægi ekki fyrir að grunur væri um mög­u­­leg brot á reglum eða lögum gagn­vart þeim öll­u­m. 

Hann hafi rekið augun í nafn starfs­manns Íslands­banka á væntum kaup­enda­lista þegar verið var að safna áskriftum og spurt bank­ann út í það, en fengið þau svör að reglu­vörður hefði sam­þykkt þetta. Jón Gunnar sagði að erlendis hefði það aldrei tíðkast að starfs­menn sölu­ráð­gjafa tækju þátt í útboði og að það hefði verið litið horn­auga. 

Stjórn­endur bank­ans með­vit­aðir um regl­urnar

Tveir starfs­­menn verð­bréfa­mið­l­unar Íslands­bank­a, sem var á meðal sölu­ráð­gjafa, keyptu hlut í útboð­inu. Ómar Özcan, sem keypti fyrir 27 millj­­ónir króna, og Geir Oddur Ólafs­­son, sem keypti minnst allra þeirra sem voru sam­­þykkt­ir, eða fyrir rúm­­lega 1,1 milljón króna. 

Þá keypti Brynjólfur Stef­áns­­son, sjóðs­­stjóri hjá Íslands­­­sjóð­um, sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækis í eigu Íslands­­­banka, fyrir 4,5 millj­­ónir króna, Guð­­mundur Magnús Daða­­son, sem starfar í gjald­eyr­is­miðlun bank­ans, keypti fyrir 5,5 millj­­ónir króna og Ásmundur Tryggva­­son, sem er fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja- og fjár­­­fest­inga­sviðs, keypti fyrir 11 millj­­ónir króna.

Ari Dan­í­els­­­­son, stjórn­­­­­­­ar­­­­maður í Íslands­­­­­­­banka, keypti fyrir 55 millj­­­­ónir króna, og Rík­­­­harður Daða­­­­son, sam­býl­is­­­­maður Eddu Her­­­­manns­dóttur mark­aðs- og sam­­­­skipta­­­­stjóra bank­ans, keypti fyrir tæpar 27 millj­­­­ónir króna.

Kjarn­inn hefur ekki upp­lýs­ingar um hver átt­undi aðil­inn er. 

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, komu fyrir fjárlaganefnd í gær. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Í svörum Íslands­banka við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að allir ofan­greindir séu flokk­aðir sem fag­fjár­festar og hafi fengið leyfi reglu­varðar til að kaupa í sam­ræmi við reglur bank­ans þar að lút­andi. „Starfs­fólk þurfti að sækja um heim­ild til reglu­varðar og höfðu þrengri tímara­mma en aðrir til þátt­töku, kveðið var á um lág­marks­eign­ar­halds­tíma og hámarks­fjár­hæð kaupa í sam­ræmi við regl­ur. Allir ofan­greindir starfs­menn sóttu um heim­ild í sam­ræmi við reglur bank­ans og var á þeim grund­velli veitt heim­ild.“

Aðspurð um hvort aðrir stjórn­endur bank­ans hafi komið að ákvörðun um hvort starfs­menn mættu kaupa svar­aði upp­lýs­ingateymi Íslands­banka: „Stjórn­endur bank­ans eru með­vit­aðir um þær reglur sem bank­inn fylg­ir.“

​​Búið að greiða út stóran hluta af grunn­þóknun

Allir sölu­ráð­gjaf­­arnir sem Banka­­sýslan valdi áttu sam­tals að fá 703 millj­­ónir króna fyrir starf sitt við útboð­ið. Þar af áttu inn­­­lendir sölu­ráð­gjafar að fá 322,5 millj­­ónir króna. Sú upp­­hæð skipt­ist þannig að 193,5 millj­­ónir króna áttu að greið­­ast í svo­­kall­aða grunn­þóknun en 129 millj­­ónir króna í svo­­kall­aða val­­kvæða þókn­un.

­Banka­­sýslan hefur þegar greitt 79 millj­­ónir króna í grunn­þóknun en lög­­­menn hennar skoða nú hvort mög­u­­leiki sé að halda þeim 114,5 millj­­ónum króna sem eftir standa af henni eft­­ir. Aðspurður um greiðslu val­­kvæðu þókn­un­­ar­innar sagði Jón Gunn­ar á fund­inum í gær: „Val­­kvæða þókn­un­in, við þurfum ekki að greiða hana.“

Staðan er öðru­­vísi hvað varðar erlendu sölu­ráð­gjaf­anna í útboð­inu Þeir eru þegar búnir að fá 158 af 201,4 milljón króna grunn­þóknun sinni greidda og ógreidd val­­kvæð þóknun til þeirra er 134,4 millj­­ónir króna. 

Í áður­­­nefndu minn­is­­blaði Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem birt var á þriðju­dag, segir að engin ákvörðun verði tekin um greiðslu á val­­kvæðri þóknun „fyrr en að nið­­ur­­staða athug­unar Fjár­­­mála­eft­ir­lits Seðla­­banka („F­ME“) liggur fyrir og hefur stofn­unin sagt opin­ber­­lega að ef ein­hverjir sölu­ráð­gjafar hafi brugð­ist stofn­un­inni þá muni val­­kvæð þóknun vera skert eða ekki greidd út.“

Fjár­­­mála­ráð­gjafi Banka­­sýsl­unnar er búinn að fá allar þær 39,5 millj­­ónir króna sem hann átti að fá greiddar og lög­­­menn sem unnu fyrir hana í ferl­inu 3,6 af 5,1 milljón króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent