Mynd: RÚV Lárus og Jón Gunnar Mynd: RÚV
Mynd: RÚV

Bankasýslan viðurkennir mistök – Umræðan sýni að almenningur hafi ekki skilið fyrirkomulagið

Bankasýsla ríkisins segir í minnisblaði til fjárlaganefndar að það hafi verið mikil vonbrigði að spurningar um mögulega bresti í framkvæmd lokaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka hafi vaknað strax í kjölfar þess. Þar eru sérstaklega nefndir hugsanlegir hagsmunaárekstrar hjá aðilum sem stóðu að framkvæmd sölunnar og mögulega ófullnægjandi athugun á hæfi fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu.

Banka­sýsla rík­is­ins telur að betur hafi mátt standa að kynn­ingu til almenn­ings á þeim sölu­að­ferðum sem beitt var við að selja 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka í síð­asta mán­uði og mis­mun­andi mark­miðum með söl­unni. Sér­stak­lega hefði mátt kynna betur fram­kvæmd útboðs með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi og þar með talið hverjir gætu tekið þátt í slíku fyr­ir­komu­lagi. „Virð­ist ljóst af umræðum í kjöl­far útboðs­ins að á meðal almenn­ings ekki hafi ríkt skiln­ingur á því hvernig útboð með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi kæmi til með að fara fram þ.á m. hverjir gætu tekið þátt.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í minn­is­blaði sem Banka­sýslan sendi fjár­laga­nefnd Alþingis í dag, 26. apr­íl. Í minn­is­blað­inu svarar stofn­unin 30 spurn­ingum í 44 liðum frá þeim sem sitja í nefnd­inn­i. ­For­svars­menn hennar mæta á opinn fund fjár­laga­nefndar í fyrra­mál­ið.

Í útboð­inu fengu alls 207 fjár­festar að kaupa áður­nefndan hlut fyrir 52,65 millj­arða króna, sem var 2,25 millj­örðum króna undir mark­aðsvirði á þeim degi. Hörð gagn­rýni hefur verið sett fram á ýmsa þætti þess, meðal ann­ars að litlum fjár­festum hafi verið seldir hlutir fyrir lágar upp­hæð­ir, að kynn­ing á útboð­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við fram­kvæmd­ina, að aðilar tengdir sölu­ráð­gjöfum hafi sjálfir keypt og að erlendum skamm­tíma­fjár­festum hafi verið seldir hlut­ir.

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði til að mynda í þing­inu í gær að kynn­ing Banka­sýsl­unnar á söl­unni hefði gengið út á að verið væri að leita að fjár­festum til lengri tíma sem gætu staðið með bank­an­um. Því hefði komið á óvart hversu margir litlir fjár­festar keypt­u. 

Þá hefur 702 millj­óna króna sölu­þóknun sem greidd var til sölu­ráð­gjafa í útboð­inu, sem stóð yfir frá 16:11 til 21:30 22. mars síð­ast­lið­inn, verið sögð allt of há.

Rík­is­end­ur­skoðun vinnur nú að gerð stjórn­sýslu­út­tektar á sölu­ferl­inu og Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands rann­sakar einnig til­tekna þætti þess.

Mikil von­brigði að spurn­ingar um mögu­lega bresti hafi vaknað

Í inn­gangi minn­is­blaðs­ins, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að starfs­fólk og stjórn Banka­sýsl­unnar hafi unnið að und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd útboðs­ins af heil­ind­um. „Það voru stofn­un­inni mikil von­brigði að strax í kjöl­far útboðs­ins hefðu vaknað spurn­ingar um mögu­lega bresti í fram­kvæmd þess, m.a. hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra hjá aðilum sem stóðu að fram­kvæmd söl­unnar og mögu­lega ófull­nægj­andi athugun á hæfi fjár­festa sem tóku þátt í útboð­inu. Er það á for­ræði umræddra sölu­að­ila, en ekki Banka­sýslu rík­is­ins, að setja og fram­fylgja reglum sem koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra.“

Gustað hefur um Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nýleg könnun sýndi að yfir 70 prósent aðspurðra vantreysi honum.
Mynd: Bára Huld Beck

Eins séu sett ströng skil­yrði í lögum varð­andi flokkun fjár­festa sem fag­fjár­festa, sem ættu að tryggja að þátt­tak­endur í útboð­inu yrðu aðeins hæfir og reynslu­miklir fjár­fest­ar. „Sú flokkun er á ábyrgð sölu­að­ila sem lúta eft­ir­liti fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Með athugun Rík­is­end­ur­skoð­unar og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á söl­unni von­ast Banka­sýsla rík­is­ins til þess að allir aðil­ar, sem komu að útboð­inu, dragi við­eig­andi lær­dóm af því og að vinnu­brögð vegna sölu á jafn­mik­il­vægum eignum eins og hluta­bréfum rík­is­ins í við­skipta­bönkum verði bætt.“

Telja að heilt yfir hafi tek­ist vel til

Banka­sýslan segir í minn­is­blað­inu að mik­il­vægt sé að gagn­rýni á útboðið sé mál­efna­leg og sann­gjörn. Heilt yfir telur hún að útboðið hafi tek­ist vel út frá fjár­hags­legum mark­miðum og að fram­kvæmd þess hafi verið í fullu sam­ræmi við lýs­ingu stofn­un­ar­innar um sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi, eins og það birt­ist í minn­is­blaði stofn­un­ar­innar með til­lögu til ráð­herra þann 20. jan­úar 2022. „Þá var það einnig í sam­ræmi við þær upp­lýs­ingar sem stofn­unin kynnti fyrir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd á fundum og grein­ar­gerð ráð­herra. Engin efn­is­leg gagn­rýni kom þar fram um fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd til­boðs­fyr­ir­komu­lags, t.d. um lág­marks­fjár­hæð, enda er lík­legt að slíkar athuga­semdir hefðu end­ur­spegl­ast í ákvörðun ráð­herra.“

Jafn­framt sé það von Banka­sýslu rík­is­ins að með því að veita nefnd­inni ítar­leg svör við spurn­ingum hennar geti umræða um útboðið í mars orðið upp­lýst, mál­efna­leg og byggð á stað­reyndum máls­ins. „Það er sér­stak­lega mik­il­vægt í ljósi þess að um hér er að ræða félag sem er skráð á markað og er enn í 42,5 pró­sent eigu rík­is­ins.“

Lárus Blön­dal er stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins og Jón Gunnar Jóns­son er for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar. For­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja hafa þegar til­kynnt að til standi að leggja stofn­un­ina niður í kjöl­far þess sem gerð­ist í síð­asta sölu­ferli og finna nýja leið til að selja hluti í rík­is­bönkum þar sem frek­ari aðkoma Alþingis sé tryggð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar