Hvað ætlar ríkasti maður heims að gera við Twitter?

Mörgum spurningum um framtíð Twitter er ósvarað eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti yfirtökutilboð Elon Musk. Verður ritskoðun afnumin? Verður tjáningarfrelsið algjörlega óheft? Mun Donald Trump snúa aftur?

Elon Musk, forstjóri Tesla, framkvæmdastjóri SpaceX og, ef allt gengur eftir, verðandi eigandi Twitter.
Elon Musk, forstjóri Tesla, framkvæmdastjóri SpaceX og, ef allt gengur eftir, verðandi eigandi Twitter.
Auglýsing

Stjórn Twitter hefur sam­þykkt 44 millj­arða Banda­ríkja­dala yfir­tökutil­boð Elon Musk, rík­asta manns heims, á sam­fé­lags­miðl­in­um. Musk hefur lofað að draga úr rit­skoðun á miðl­in­um, nokkuð sem hefur vakið upp ótal spurn­ingar um hvaða þýð­ingu þessi nálgun mun hafa fyrir „sta­f­ræna bæj­ar­torg­ið“, líkt og Musk lýsti miðl­inum í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér á mánu­dag eftir að til­boð hans var sam­þykkt.

Musk keypti fyrst hluta­bréf í Twitter í jan­úar og greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að hlutur hans í fyr­ir­tæk­inu væri orð­inn meira en níu pró­sent. Við það vökn­uðu alls konar spurn­ing­ar. Hvað ætl­aði Musk sér að gera? Á þessum tíma­punkti var hann orð­inn einn stærsti hlut­hafi í Twitter og bauðst honum þá sæti í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins en afþakk­aði boðið og sagði ljóst að sam­­fé­lags­mið­ill­inn gæti hvorki dafnað né þjónað til­­­gangi sínum í núver­andi formi.

44 millj­arðar Banda­ríkja­dalir – 5.700 millj­arðar króna

Twitter hafn­aði til­boði Musk í fyrstu en eftir sam­þykki stjórn­ar­innar á mánu­dag kemur það nú í hlut hlut­hafa að ganga að til­boð­inu. Heild­ar­upp­hæð til­boðs­ins sem Musk gerði í Twitter er rúmir 44 millj­arðar Banda­ríkja­dal­ir, eða sem nemur rúm­lega 5.700 millj­örðum íslenskra króna. Musk greiðir 54,2 Banda­ríkja­dali fyrir hvern hlut, sem er 38 pró­sentum hærra en núver­andi hluta­bréfa­verð í fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing

Musk náði þeim áfanga í jan­úar í fyrra að verða rík­asti maður heims þegar hann tók topp­sætið af Jeff Bezos, stofn­anda Amazon. Musk er met­inn á 273 millj­arða Banda­ríkja­dala, sem jafn­gildir rúmum 35.577 millj­örðum íslenskra króna.

Musk hefur gefið það út að hann ætli að taka Twitter af mark­aði, en fyr­ir­tækið var skráð á markað 2013. Geri hann það verður það stærsta fyr­ir­tæki sem tekið hefur verið af mark­aði í að minnsta kosti tvo ára­tugi, sam­kvæmt gögnum frá Dea­logic.

„Tján­ing­ar­frelsi er und­ir­staða virks lýð­ræðis og Twitter er staf­ræna bæj­ar­torgið þar sem tek­ist er á um mik­il­væg mál­efni sem varða fram­tíð mann­kyns,“ er haft eftir Musk í yfir­lýs­ingu sem gefin var út eftir að yfir­tökutil­boð hans var sam­þykkt. Musk segir mögu­leika Twitter gríð­ar­stóra og hann hlakki til að vinna með fyr­ir­tæk­inu og not­endum mið­ils­ins til að láta þá verða að veru­leika.

Stóra spurn­ing er einmitt: Hvernig ætlar Musk að nýta þennan gríð­ar­stóra vett­vang, sér­stak­lega þegar litið er til mál- og tján­ing­ar­frels­is.

Sjálfur er Musk með um 85 millj­ónir fylgj­enda á Twitter þar sem honum er nán­ast ekk­ert óvið­kom­andi, líkt og nýlegt dæmi sýnir þar sem hann birti sam­setta mynd af Bill Gates og tjákni (e. emoji) af óléttum karl­manni. Túlki hver fyrir sig.

Fyr­ir­hug­aðar aðgerðir Musk að minnka rit­skoðun á Twitter munu að öllum lík­indum leiða til auk­ins utan­að­kom­andi aðhalds, eða að minnsta kosti kröfu um það. Musk hefur gefið það út að hann ætli aðeins að banna ólög­legt efni á Twitter en ekki tekið fram hvernig hann ætli að taka á hat­urs­orð­ræðu, kyn­þátta­hatri eða net­níði, svo dæmi séu nefnd. Þá hefur Evr­ópu­sam­bandið minnt Musk góð­fús­lega á að Twitter verði að fara eftir Evr­ópu­lög­gjöf sem verndar not­endur gegn hat­urs­orð­ræðu, upp­lýs­inga­óreiðu og öðru skað­legu efni sem ratar á mið­il­inn. Lög­gjöfin tekur gildi innan nokk­urra mán­aða en á aðeins við í Evr­ópu en ekki Banda­ríkj­un­um, eðli máls­ins sam­kvæmt.

Mann­rétt­inda­sam­tök hafa nú þegar viðrað áhyggjur sínar af því að yfir­taka Musk muni leiða til auk­innar hat­urs­orð­ræðu á Twitt­er. Þannig hefur Amnesty International áhyggjur af þeim skrefum sem Musk hyggst taka sem grafi undan stefnu fyr­ir­tæk­is­ins sem snýr að því að vernda not­endur þess. Þá hafa mann­rétt­inda­sam­tökin Human Rights Watch áhyggjur af því að hat­urs­orð­ræða fái að standa óáreitt á Twitter ef áætl­anir Musk ganga eft­ir.

Trump ætlar að halda kyrru fyrir í „Sann­leiks­sam­fé­lag­inu“

Twitter hefur verið gagn­rýnt und­an­farin ár fyrir að vera vett­vangur upp­lýs­inga­óreiðu og fyrir að gera not­endum kleift að dreifa fals­frétt­um. Twitter brást við með auk­inni rit­skoðun og en varð þá einnig fyrir gagn­rýni, ekki síst frá ein­stak­l­ingum á hægri­­væng stjórn­mál­anna.

Meðal þeirra sem varð fyrir barð­inu á þess­­ari rit­­skoðun er Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­­ríkja­­for­­seti, en aðgangi hans á Twitter var end­an­lega lokað tveimur dögum eftir inn­­rás stuðn­­ings­­manna hans í þing­hús Banda­­ríkj­anna í jan­úar á síð­­asta ári. Fjöl­margir hafa velt því fyrir sér hvort áform Musk greiði leið Trump að Twitter á nýjan leik.

Donald Trump ætlar ekki að snúa aftur á Twitter, jafnvel þótt honum standi það til boða.

Trump þagg­aði niður í orðrómum þess efnis í sam­tali við Fox-frétta­stof­una á mánu­dags­kvöld þegar hann gaf það út að hann ætli að halda sig við sinn eigin nýstofn­aða sam­fé­lags­mið­il, Truth Soci­al. Sann­leiks­sam­fé­lag Trump hefur ekki gengið sem skyldi frá því að það kom út í febr­ú­ar. Almenn­ingi gengur illa að fá aðgang að miðl­inum og tveir reynslu­miklir frum­kvöðlar í tækni­geir­anum hafa sagt skilið við Truth Social og Trump er ævar­eið­ur. Sjálfur hefur hann ekki birt „sann­leik“ í tæpa tvo mán­uði.

„Ég ætla ekki á Twitt­er,“ sagði Trump, sem von­ast þó til að yfir­taka Musk á Twitter gangi end­an­lega í gegn þar sem hann trúir því að Musk geti bætt mið­il­inn umtals­vert. Þó hefur verið bent á að með kaupum Musk á Twitter hafi hann end­an­lega gert út um sann­leiks­sam­fé­lag Trump.

Repúblikanar eru jákvæðir í garð yfir­töku Musk á Twitt­er. Marsha Black­burn, öld­unga­deild­ar­þing­maður fyrir Tenn­essee, seg­ist von­góð að Musk muni binda endi á rit­skoðun not­enda sem hafi önnur og öðru­vísi sjón­ar­mið á mál­um.

Demókratar hafa efa­semdir og Jen Psaki, fjöl­miðla­full­trúi Hvíta húss­ins, vildi ekki ræða til­boð Musk við fjöl­miðla þegar eftir því var leitað en sagði Joe Biden Banda­ríkja­for­seta lengi hafa haft áhyggjur af þeim völdum sem gríð­ar­stór vett­vangur sam­fé­lags­miðla veit­ir.

Er hægt að stjórna Twitt­er, Tesla og SpaceX sam­tím­is?

Mörgum spurn­ingum er enn ósvarað um fram­tíð Twitter og hvernig Musk hyggst haga mál­um. Hver á að leiða fyr­ir­tækið og hversu mikil afskipti mun hann sjálfur hafa af starf­semi Twitt­er? Rík­asti maður heims hefur nefni­lega mörgum hnöppum að hneppa, meðal ann­ars sem for­stjóri og stærsti eig­andi raf­bíla­fyr­ir­tæk­is­ins Tesla og stjórn­andi geim­ferða­fyr­ir­tæk­is­ins SpaceX.

Parag Agrawal, fram­kvæmda­stjóri Twitt­er, hefur setið við stjórn­völ­inn síðan í nóv­em­ber. Hann segir allt óráðið enn­þá, það verði ekki fyrr en gengið verður frá samn­ingn­um, sem stjórn Twitter hefur mælt með að hlut­hafar sam­þykki, sem koma muni í ljós í hvaða átt fyr­ir­tækið mun stefna. Talið er að staða Agrawal sé tryggð fram að því, en hvað tekur svo við mun tím­inn einn leiða í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar