„Sannleikssamfélagi“ Trump lýst sem hörmung

Samfélagsmiðill Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur ekki gengið sem skyldi frá því að hann var gefinn út í febrúar. Tveir reynslumiklir frumkvöðlar í tæknigeiranum hafa sagt skilið við Truth Social og Trump er ævareiður.

Donald Trump á fjöldafundi í Suður-Karólínu í síðasta mánuði. Samfélagsmiðill hans, Truth Social, hefur ekki gengið eins vel og forsetinn fyrrverandi vonaðist til.
Donald Trump á fjöldafundi í Suður-Karólínu í síðasta mánuði. Samfélagsmiðill hans, Truth Social, hefur ekki gengið eins vel og forsetinn fyrrverandi vonaðist til.
Auglýsing

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, til­kynnti í októ­ber að hann ætl­aði að stofna „bylt­ing­ar­kennt tækni­fyr­ir­tæki“. Úr varð nýr sam­fé­lags­mið­ill, Truth Soci­al.

„Ég stofn­aði Truth Social til að standa uppi í hár­inu á alræði stóru tækni­fyr­ir­tækj­anna,“ sagði Trump þegar hann greindi frá sam­fé­lags­miðl­inum síð­ast­liðið haust. „Við lifum í heimi þar sem talí­banar hafa greiðan aðgang að Twitter en á sama tíma hefur verið þaggað niður í upp­á­halds for­set­anum ykk­ar.“

Trump not­aði sam­fé­lags­miðla óspart í kosn­inga­bar­áttu sinni til emb­ættis Banda­ríkja­for­seta sem og eftir að hann náði kjöri. Trump var oft sak­aður um gróf­ar, sví­virði­legar og falskar upp­lýs­ingar í færslum sínum og voru sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tæki á borð við Face­book og Twitter oft krafin um að banna Trump á miðlum sínum eða tak­marka efni sem hann birti. Það gerð­ist hins vegar ekki fyrr en að for­seta­tíð hans lauk og eftir árás­ina á þing­húsið í byrjun jan­úar 2021. Bann Trump á Face­book gildir í að minnsta kosti tvö ár en Trump var settur í lífs­tíð­ar­bann á Twitt­er.

Auglýsing

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Truth Soci­al, „Sann­leiks­sam­fé­lag­ið“, fór í loftið 21. febr­ú­ar, á sjálfum for­seta­deg­in­um, sem þótti styrkja þær sögu­sagnir að Trump stefni á for­seta­fram­boð 2024.

Nærri ein og hálf milljón á biðlista

En vand­ræðin hafa hlað­ist upp síð­ustu sex vik­ur. Sú ein­kenni­lega staða er til að mynda uppi núna að nýir not­endur fá ekki aðgang að miðl­inum en enda þess í stað á biðlista. Blaða­maður BBC sem bjó til aðgang að Truth Social varð að láta sér nægja að vera númer 1.419.631 í röð­inni. Ástæðan er sögð tækni­legir örð­ug­leik­ar.

Truth Social minnir um margt á Twitter en aðgengið er tak­mark­að. Ekki er hægt að hlaða smá­forrit­inu niður í snjall­tækjum með Android-­stýri­kerfi og mið­ill­inn er óað­gengi­legur að mestu leyti utan Banda­ríkj­anna.

„Þetta er algjör hörm­ung,“ segir Jos­hua Tucker, yfir­maður sam­fé­lags­miðla- og stjórn­mála­stofn­unar New York háskóla. Banda­maður Trump úr röðum repúblikana, sem vill ekki láta nafns síns get­ið, segir engan vita hvað sé í raun og veru á seyði.

Dag­inn sem Truth Social var gefið út var það á meðal mest sóttu smá­forrit­anna í App Store, en margir sem sóttu mið­il­inn gátu ekki notað hann. Búist var við að fljótt yrði greitt úr þessum byrj­un­arörð­ug­leikum og að fylgj­endur for­set­ans fyrr­ver­andi gætu fljótt fylgst með „sann­leiks­færsl­um“ hans. En hvor­ugt gerð­ist. Truth Social hefur hrunið niður vin­sæld­ar­list­ann á App Store og nær ekki lengur inn á lista yfir 100 vin­sæl­ustu smá­forritin á meðan YouTu­be, TikT­ok, Instagram og Face­book halda sínum sætum yfir tíu vin­sæl­ustu smá­forrit­in.

Umræða um Truth Social hefur skap­ast á öðrum sam­fé­lags­miðl­um. „Trump verður orð­inn for­seti aftur áður en ég kemst af biðlist­anum og far­inn að nota Truth Social fyrir alvöru,“ tístir einn.

Trump ævar­eiður og spyr af hverju not­end­urnir séu ekki fleiri

Engar skýr­ingar hafa verið gefnar á tækni­legu örð­ug­leik­un­um. Ein­hverjir hafa bent á að sam­starf Truth Social við Rumble, mynd­skeiða­for­rit sem nýtur vin­sælda meðal hægri sinn­aðra Banda­ríkja­manna, hægt á virkni mið­ils­ins. Á sama tíma er bent á að það útskýri ekki sex vikna tækni­lega örð­ug­leika.

Tveir helstu tækni­frum­kvöðlar Truth Social sögðu upp störfum á mánu­dag. Josh Adams, yfir­maður tækni­mála, og Billy Booz­er, yfir­maður vöru­þró­un­ar, eru reynslu­miklir frum­kvöðlar í tækni­geir­anum og íhalds­samir í stjórn­mála­skoð­unum sín­um, nokkuð sem er ekki algengt í tækni­geir­an­um. Þeir voru því akkúrat það sem Trump þurfi á halda, en hafa nú sagt skilið við hann og sann­leiks­sam­fé­lag­ið.

Trump hefur ekki birt „sannleik“ á nýja samfélagsmiðli sínum í meira en mánuð. Skjáskot: Truth Social/BBC

Fylgj­endur Trump á miðl­inum eru um 750 þús­und en sjálfur hefur hann ekki birt „sann­leika“ í meira en mán­uð. „Verið við­bú­in! Upp­á­halds for­set­inn ykkar mun sjá ykkur fljót­lega!“ segir í síð­ustu færslu hans á sann­leiks­sam­fé­lag­inu sem birt­ist í byrjun mars. Síðan þá hefur ekk­ert gerst. Trump er sagður ævar­eiður og spyr hvers vegna fleiri séu ekki að nota Truth Soci­al?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent