Forstjóri Bankasýslunnar þáði vínflöskur, flugelda, konfekt og málsverði frá ráðgjöfum

Kjarninn spurði Bankasýsluna hvort stjórn eða starfsfólk hennar hefði þegið gjafir eða boðsferðir frá söluráðgjöfum fyrir 17 dögum síðan. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir ítrekun.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Auglýsing

„Við fengum þarna ein­hverjar vín­flöskur og flug­elda og konfekt­kassa. Svo nátt­úru­leg eigum við ein­hverja hádeg­is­verði og kvöld­verði með ráð­gjöfum og svo fram­veg­is. En ekk­ert ann­að.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, þegar Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, spurði hann á opnum fundi fjár­laga­nefndar í morgun hvort hann hefði þegið boð, gjafir, risnu eða annað slíkt í kjöl­far eða í aðdrag­anda beggja útboða sem fram hafa farið með hluti rík­is­ins í Íslands­banka. Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unn­ar, svar­aði sömu spurn­ingu neit­andi fyrir sitt leyti.

Nefnd­ar­menn fóru í kjöl­farið fram á frek­ari svör um málið og Jón Gunnar sagð­ist ætla að taka saman minn­is­blað um þessar gjafir og greiddu hádeg­is­verð­i. 

Fund­ur­inn í morgun kom til vegna mik­illar gagn­rýni á sölu á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn á 52,65 millj­arða króna. Alls 207 fjár­festar fengu þá að kaupa hluti á verði sem var sam­an­lagt 2,25 millj­örðum króna undir mark­aðsvirði bank­ans í lok­uðu útboði sem fór fram sam­kvæmt til­boðs­leið.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Banka­sýslu rík­is­ins, stjórn­ar­for­mann hennar og for­stjóra þann 10. apríl síð­ast­lið­inn þar sem spurt var: „Hafa stjórn­ar­menn eða starfs­menn þegið ein­hverjar gjafir eða boðs­ferðir frá ein­hverjum þeirra ráð­gjafa sem ráðnir voru til að sinna sölu­með­ferð á hlut í Íslands­banka í síð­asta mán­uð­i?“

Auglýsing
Þegar ekk­ert svar hafði borist níu dögum síðar var fyr­ir­spurnin ítrek­uð. Ekk­ert svar hefur enn borist og í ljósi þess að stofn­unin svar­aði ekki fyr­ir­spurn frá fjöl­miðli með neinum hætti var ákveðið að vísa henni til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem Banka­sýsla rík­is­ins heyrir und­ir, þann 22. apríl síð­ast­lið­inn. Ekk­ert svar hefur heldur borist það­an.

Hags­mun­ar­á­rekstrar til skoð­unar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands er að skoða hátt­semi ein­hverra þeirra fimm inn­lendu sölu­að­ila sem Banka­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að skoða mögu­lega hags­muna­á­rekstra, meðal ann­ars vegna þess að starfs­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­in­u. 

Þegar listi yfir kaup­endur á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka var birtur kom þetta í ljós. Alls átta starfs­menn Íslands­banka tóku þátt í útboð­inu og stærsti eig­andi Íslenskra Verð­bréfa, sem er einnig eig­in­kona for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, keypti auk þess hlut. 

Aðrir inn­lendir sölu­ráð­gjafar voru Fossar mark­að­ir, sem var aðal inn­lendi sölu­ráð­gjafi Banka­sýsl­unn­ar, ACRO verð­bréf og Lands­bank­inn.

Í minn­is­blaði Banka­sýsl­unnar til fjár­laga­nefnd­ar, sem birt var í gær, kom fram að það væri stofn­un­inni „mikil von­brigði að strax í kjöl­far útboðs­ins hefðu vaknað spurn­ingar um mögu­lega bresti í fram­kvæmd þess, m.a. hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra hjá aðilum sem stóðu að fram­kvæmd söl­unnar og mögu­lega ófull­nægj­andi athugun á hæfi fjár­festa sem tóku þátt í útboð­in­u.“

Á fundi fjár­laga­nefndar í dag sagði Jón Gunnar að allir fimm inn­lendu sölu­ráð­gjaf­arnir hefðu fengið fyr­ir­spurnir frá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands vegna rann­sóknar þess, en að það lægi ekki fyrir að grunur væri um mögu­leg brot á reglum eða lögum gagn­vart þeim öll­u­m. 

Búið að greiða út stóran hluta af grunn­þóknun

Allir sölu­ráð­gjaf­arnir sem Banka­sýslan valdi áttu sam­tals að fá 703 millj­ónir króna fyrir starf sitt við útboð­ið. Þar af áttu inn­lendir sölu­ráð­gjafar að fá 322,5 millj­ónir króna. Sú upp­hæð skipt­ist þannig að 193,5 millj­ónir króna áttu að greið­ast í svo­kall­aða grunn­þóknun en 129 millj­ónir króna í svo­kall­aða val­kvæða þókn­un. Banka­sýslan hefur þegar greitt 79 millj­ónir króna í grunn­þóknun en lög­menn hennar skoða nú hvort mögu­leiki sé að halda þeim 114,5 millj­ónum króna sem eftir standa af henni eft­ir. Aðspurður um greiðslu val­kvæðu þókn­un­ar­innar sagði Jón Gunn­ar: „Val­kvæða þókn­un­in, við þurfum ekki að greiða hana.“

Staðan er öðru­vísi hvað varðar erlendu sölu­ráð­gjaf­anna í útboð­inu Þeir eru þegar búnir að fá 158 af 201,4 milljón króna grunn­þóknun sinni greidda og ógreidd val­kvæð þóknun til þeirra er 134,4 millj­ónir króna. 

Í áður­nefndu minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins, sem birt var í gær, segir að engin ákvörðun verði tekin um greiðslu á val­kvæðri þóknun „fyrr en að nið­ur­staða athug­unar Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka („F­ME“) liggur fyrir og hefur stofn­unin sagt opin­ber­lega að ef ein­hverjir sölu­ráð­gjafar hafi brugð­ist stofn­un­inni þá muni val­kvæð þóknun vera skert eða ekki greidd út.“

Fjár­mála­ráð­gjafi Banka­sýsl­unnar er búinn að fá allar þær 39,5 millj­ónir króna sem hann átti að fá greiddar og lög­menn sem unnu fyrir hana í ferl­inu 3,6 af 5,1 milljón króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent