Forstjóri Bankasýslunnar þáði vínflöskur, flugelda, konfekt og málsverði frá ráðgjöfum

Kjarninn spurði Bankasýsluna hvort stjórn eða starfsfólk hennar hefði þegið gjafir eða boðsferðir frá söluráðgjöfum fyrir 17 dögum síðan. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir ítrekun.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Auglýsing

„Við fengum þarna ein­hverjar vín­flöskur og flug­elda og konfekt­kassa. Svo nátt­úru­leg eigum við ein­hverja hádeg­is­verði og kvöld­verði með ráð­gjöfum og svo fram­veg­is. En ekk­ert ann­að.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, þegar Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, spurði hann á opnum fundi fjár­laga­nefndar í morgun hvort hann hefði þegið boð, gjafir, risnu eða annað slíkt í kjöl­far eða í aðdrag­anda beggja útboða sem fram hafa farið með hluti rík­is­ins í Íslands­banka. Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unn­ar, svar­aði sömu spurn­ingu neit­andi fyrir sitt leyti.

Nefnd­ar­menn fóru í kjöl­farið fram á frek­ari svör um málið og Jón Gunnar sagð­ist ætla að taka saman minn­is­blað um þessar gjafir og greiddu hádeg­is­verð­i. 

Fund­ur­inn í morgun kom til vegna mik­illar gagn­rýni á sölu á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn á 52,65 millj­arða króna. Alls 207 fjár­festar fengu þá að kaupa hluti á verði sem var sam­an­lagt 2,25 millj­örðum króna undir mark­aðsvirði bank­ans í lok­uðu útboði sem fór fram sam­kvæmt til­boðs­leið.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Banka­sýslu rík­is­ins, stjórn­ar­for­mann hennar og for­stjóra þann 10. apríl síð­ast­lið­inn þar sem spurt var: „Hafa stjórn­ar­menn eða starfs­menn þegið ein­hverjar gjafir eða boðs­ferðir frá ein­hverjum þeirra ráð­gjafa sem ráðnir voru til að sinna sölu­með­ferð á hlut í Íslands­banka í síð­asta mán­uð­i?“

Auglýsing
Þegar ekk­ert svar hafði borist níu dögum síðar var fyr­ir­spurnin ítrek­uð. Ekk­ert svar hefur enn borist og í ljósi þess að stofn­unin svar­aði ekki fyr­ir­spurn frá fjöl­miðli með neinum hætti var ákveðið að vísa henni til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem Banka­sýsla rík­is­ins heyrir und­ir, þann 22. apríl síð­ast­lið­inn. Ekk­ert svar hefur heldur borist það­an.

Hags­mun­ar­á­rekstrar til skoð­unar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands er að skoða hátt­semi ein­hverra þeirra fimm inn­lendu sölu­að­ila sem Banka­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að skoða mögu­lega hags­muna­á­rekstra, meðal ann­ars vegna þess að starfs­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­in­u. 

Þegar listi yfir kaup­endur á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka var birtur kom þetta í ljós. Alls átta starfs­menn Íslands­banka tóku þátt í útboð­inu og stærsti eig­andi Íslenskra Verð­bréfa, sem er einnig eig­in­kona for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, keypti auk þess hlut. 

Aðrir inn­lendir sölu­ráð­gjafar voru Fossar mark­að­ir, sem var aðal inn­lendi sölu­ráð­gjafi Banka­sýsl­unn­ar, ACRO verð­bréf og Lands­bank­inn.

Í minn­is­blaði Banka­sýsl­unnar til fjár­laga­nefnd­ar, sem birt var í gær, kom fram að það væri stofn­un­inni „mikil von­brigði að strax í kjöl­far útboðs­ins hefðu vaknað spurn­ingar um mögu­lega bresti í fram­kvæmd þess, m.a. hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra hjá aðilum sem stóðu að fram­kvæmd söl­unnar og mögu­lega ófull­nægj­andi athugun á hæfi fjár­festa sem tóku þátt í útboð­in­u.“

Á fundi fjár­laga­nefndar í dag sagði Jón Gunnar að allir fimm inn­lendu sölu­ráð­gjaf­arnir hefðu fengið fyr­ir­spurnir frá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands vegna rann­sóknar þess, en að það lægi ekki fyrir að grunur væri um mögu­leg brot á reglum eða lögum gagn­vart þeim öll­u­m. 

Búið að greiða út stóran hluta af grunn­þóknun

Allir sölu­ráð­gjaf­arnir sem Banka­sýslan valdi áttu sam­tals að fá 703 millj­ónir króna fyrir starf sitt við útboð­ið. Þar af áttu inn­lendir sölu­ráð­gjafar að fá 322,5 millj­ónir króna. Sú upp­hæð skipt­ist þannig að 193,5 millj­ónir króna áttu að greið­ast í svo­kall­aða grunn­þóknun en 129 millj­ónir króna í svo­kall­aða val­kvæða þókn­un. Banka­sýslan hefur þegar greitt 79 millj­ónir króna í grunn­þóknun en lög­menn hennar skoða nú hvort mögu­leiki sé að halda þeim 114,5 millj­ónum króna sem eftir standa af henni eft­ir. Aðspurður um greiðslu val­kvæðu þókn­un­ar­innar sagði Jón Gunn­ar: „Val­kvæða þókn­un­in, við þurfum ekki að greiða hana.“

Staðan er öðru­vísi hvað varðar erlendu sölu­ráð­gjaf­anna í útboð­inu Þeir eru þegar búnir að fá 158 af 201,4 milljón króna grunn­þóknun sinni greidda og ógreidd val­kvæð þóknun til þeirra er 134,4 millj­ónir króna. 

Í áður­nefndu minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins, sem birt var í gær, segir að engin ákvörðun verði tekin um greiðslu á val­kvæðri þóknun „fyrr en að nið­ur­staða athug­unar Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka („F­ME“) liggur fyrir og hefur stofn­unin sagt opin­ber­lega að ef ein­hverjir sölu­ráð­gjafar hafi brugð­ist stofn­un­inni þá muni val­kvæð þóknun vera skert eða ekki greidd út.“

Fjár­mála­ráð­gjafi Banka­sýsl­unnar er búinn að fá allar þær 39,5 millj­ónir króna sem hann átti að fá greiddar og lög­menn sem unnu fyrir hana í ferl­inu 3,6 af 5,1 milljón króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent