Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins vilja að stjórn­völd haldi áfram að end­ur­greiða 100 pró­sent virð­is­auka­skatts af vinnu manna á bygg­ing­ar­stað til að stuðla að auk­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu.

Þetta kemur fram í umsögn sam­tak­anna um fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2023 til 2027 sem skilað var inn til fjár­laga­nefndar í síð­ustu viku. Um er að ræða end­ur­greiðslur undir hatti átaks sem kall­ast „Allir vinna“ og felur í sér end­­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatt vegna ýmiss konar iðn­­að­­ar­vinnu, þar á meðal bygg­ingar og við­hald hús­næðis og bíla­við­­gerð­­ir. 

Átak­inu var fyrst hrundið af stað í kjöl­far fjár­­­mála­hruns­ins frá 2010 til 2015, en það var svo komið aftur á árið 2020, þegar búist var við hruni í bygg­ing­­ar­iðn­­að­inum vegna heims­far­ald­­ur­s­ins.

Í minn­is­­blaði fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins sem lagt var fram í des­em­ber í fyrra kom fram að auknar og útvíkk­aðar end­­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti frá byrjun far­ald­­ur­s­ins til árs­loka 2021 hafi numið 16,5 millj­­örðum króna. Þar sagði einnig að ef úrræðin yrðu fram­­lengd í óbreyttri mynd út árið 2022 gæti rík­­is­­sjóður orðið af 12 millj­­örðum króna á næsta ári. 

Ráðu­neytið lagð­ist gegn fram­leng­ingu

Þegar fjár­lög vegna árs­ins 2022 voru til umfjöll­unar á Alþingi í fyrra var þó ákveðið að fram­lengja úrræðið í tak­mark­aðri mynd út ágúst­mán­uð 2022 í kjöl­far beiðni um slíkt frá Sam­­tökum iðn­­að­­ar­ins. Það gerð­ist í nefnd­ar­störfum innan efna­hags- og við­skipta­nefndar og fjár­laga­nefnd­ar. Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hafði hins vegar mælt gegn slíkri fram­­leng­ingu í áður­nefndu minn­is­­blaði sem það sendi til efna­hags- og við­­skipta­­nefndar þings­ins, en þar stóð að hún fæli í sér inn­­­spýt­ingu á fjár­­­magni í hag­­kerfi sem sé nú þegar þan­ið.

Auglýsing
Í upp­­haf­­legu fjár­­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­­sonar hafði verið gert ráð fyrir að þessar end­­ur­greiðslur myndu tak­markast við 60 pró­­sent frá ára­­mót­um, eins og var fyrir kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn, en það breytt­ist í með­­­förum þings­ins. Einnig var ákveðið að áfram yrði hægt að fá fulla end­­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti vegna vinnu við hönnun og eft­ir­lit íbúð­­ar- og frí­­stunda­hús­næð­is, nýbygg­ingar og við­hald frí­­stunda­hús­næðis og annað hús­næði sveit­­ar­­fé­laga fram til 30. júní, en að þeim tíma liðnum falla þær end­­ur­greiðslur alveg nið­­ur.

Áætl­­aður tekju­missir rík­­is­­sjóðs vegna þess­­ara breyt­inga nemur 7,2 millj­­örðum króna á árinu 2022. Til þess að setja þá tölu í sam­hengi, þá er það sam­­bæri­­leg upp­­hæð og áætlað er að verja til bygg­ingar nýs Land­­spít­­ala á árinu.

Vinni gegn svartri atvinnu­starf­semi

Nú vilja Sam­tök iðn­að­ar­ins að 100 pró­sent end­ur­greiðslan verði lengur við lýði. Í umsögn sinni um fjár­mála­á­ætlun segja þau að átakið hafi leitt til þess að upp­bygg­ingu og við­haldi hús­næðis var betur sinnt en áður bæði hjá neyt­endum og ekki síður sveit­ar­fé­lögum á far­ald­urs­tím­an­um. „Verk­efn­inu hefur einnig fylgt ávinn­ingur í bar­átt­unni gegn svartri atvinnu­starf­semi, ásamt því að skapa störf og við­halda verð­mæti eigna.“

Sam­tökin segja að óhætt sé að full­yrða að átakið hafi átt sinn þátt í því að nið­ur­sveiflan í bygg­ing­ar­iðn­aði og mann­virkja­gerð hafi verið minni en oft áður í fyrri efna­hags­nið­ur­sveifl­um. „Átakið hefur verið vel nýtt af neyt­endum sem hafa með við­haldi og end­ur­bótum stutt við starf­semi ein­yrkja og minni fyr­ir­tækja sem starfa á við­halds­mark­aði. Á þeim mark­aði eru fag­lærðir iðn­að­ar­menn oft í sam­keppni við rétt­inda­lausa aðila og svarta atvinnu­starf­semi en átakið dregur í eðli sínu úr slíkum við­skipta­háttum og styður því við fyr­ir­tæki sem vinna eftir lögum og regl­u­m.“

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar sem lagði til að úrræðið yrði framlengt í lok árs í fyrra. Kristrún Frostadóttir hefur beðið um niðurbrot á kostnaði vegna þess en engin svör fengið.

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, lagði fram for­m­­lega fyr­ir­­spurn til fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra þann 17. jan­úar síð­ast­lið­inn um hvernig end­­ur­greiðslu­­upp­­hæðir vegna verk­efn­is­ins „Allir vinna“ árin 2020 og 2021 skipt­ust eftir sveit­­ar­­fé­lög­um, lög­­að­il­um, ein­stak­l­ingum og tekju­­tí­und­­um. Auk þess spurði hún hvort meintur ávinn­ingur rík­­is­­sjóðs vegna átaks­ins, sem Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­­maður efna­hags- og við­­skipta­­nefnd­ar, sagði að væri „óyggj­and­i“, hefði verið met­inn. 

Nú, fjórum mán­uðum eftir að fyr­ir­spurnin var lögð fram, hefur henni enn ekki verið svar­að.

Fjár­mála­á­ætlun er á dag­skrá fundar fjár­laga­nefndar í dag þegar Alþingi tekur aftur til starfa að loknum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar