Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins vilja að stjórn­völd haldi áfram að end­ur­greiða 100 pró­sent virð­is­auka­skatts af vinnu manna á bygg­ing­ar­stað til að stuðla að auk­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu.

Þetta kemur fram í umsögn sam­tak­anna um fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2023 til 2027 sem skilað var inn til fjár­laga­nefndar í síð­ustu viku. Um er að ræða end­ur­greiðslur undir hatti átaks sem kall­ast „Allir vinna“ og felur í sér end­­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatt vegna ýmiss konar iðn­­að­­ar­vinnu, þar á meðal bygg­ingar og við­hald hús­næðis og bíla­við­­gerð­­ir. 

Átak­inu var fyrst hrundið af stað í kjöl­far fjár­­­mála­hruns­ins frá 2010 til 2015, en það var svo komið aftur á árið 2020, þegar búist var við hruni í bygg­ing­­ar­iðn­­að­inum vegna heims­far­ald­­ur­s­ins.

Í minn­is­­blaði fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins sem lagt var fram í des­em­ber í fyrra kom fram að auknar og útvíkk­aðar end­­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti frá byrjun far­ald­­ur­s­ins til árs­loka 2021 hafi numið 16,5 millj­­örðum króna. Þar sagði einnig að ef úrræðin yrðu fram­­lengd í óbreyttri mynd út árið 2022 gæti rík­­is­­sjóður orðið af 12 millj­­örðum króna á næsta ári. 

Ráðu­neytið lagð­ist gegn fram­leng­ingu

Þegar fjár­lög vegna árs­ins 2022 voru til umfjöll­unar á Alþingi í fyrra var þó ákveðið að fram­lengja úrræðið í tak­mark­aðri mynd út ágúst­mán­uð 2022 í kjöl­far beiðni um slíkt frá Sam­­tökum iðn­­að­­ar­ins. Það gerð­ist í nefnd­ar­störfum innan efna­hags- og við­skipta­nefndar og fjár­laga­nefnd­ar. Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hafði hins vegar mælt gegn slíkri fram­­leng­ingu í áður­nefndu minn­is­­blaði sem það sendi til efna­hags- og við­­skipta­­nefndar þings­ins, en þar stóð að hún fæli í sér inn­­­spýt­ingu á fjár­­­magni í hag­­kerfi sem sé nú þegar þan­ið.

Auglýsing
Í upp­­haf­­legu fjár­­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­­sonar hafði verið gert ráð fyrir að þessar end­­ur­greiðslur myndu tak­markast við 60 pró­­sent frá ára­­mót­um, eins og var fyrir kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn, en það breytt­ist í með­­­förum þings­ins. Einnig var ákveðið að áfram yrði hægt að fá fulla end­­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti vegna vinnu við hönnun og eft­ir­lit íbúð­­ar- og frí­­stunda­hús­næð­is, nýbygg­ingar og við­hald frí­­stunda­hús­næðis og annað hús­næði sveit­­ar­­fé­laga fram til 30. júní, en að þeim tíma liðnum falla þær end­­ur­greiðslur alveg nið­­ur.

Áætl­­aður tekju­missir rík­­is­­sjóðs vegna þess­­ara breyt­inga nemur 7,2 millj­­örðum króna á árinu 2022. Til þess að setja þá tölu í sam­hengi, þá er það sam­­bæri­­leg upp­­hæð og áætlað er að verja til bygg­ingar nýs Land­­spít­­ala á árinu.

Vinni gegn svartri atvinnu­starf­semi

Nú vilja Sam­tök iðn­að­ar­ins að 100 pró­sent end­ur­greiðslan verði lengur við lýði. Í umsögn sinni um fjár­mála­á­ætlun segja þau að átakið hafi leitt til þess að upp­bygg­ingu og við­haldi hús­næðis var betur sinnt en áður bæði hjá neyt­endum og ekki síður sveit­ar­fé­lögum á far­ald­urs­tím­an­um. „Verk­efn­inu hefur einnig fylgt ávinn­ingur í bar­átt­unni gegn svartri atvinnu­starf­semi, ásamt því að skapa störf og við­halda verð­mæti eigna.“

Sam­tökin segja að óhætt sé að full­yrða að átakið hafi átt sinn þátt í því að nið­ur­sveiflan í bygg­ing­ar­iðn­aði og mann­virkja­gerð hafi verið minni en oft áður í fyrri efna­hags­nið­ur­sveifl­um. „Átakið hefur verið vel nýtt af neyt­endum sem hafa með við­haldi og end­ur­bótum stutt við starf­semi ein­yrkja og minni fyr­ir­tækja sem starfa á við­halds­mark­aði. Á þeim mark­aði eru fag­lærðir iðn­að­ar­menn oft í sam­keppni við rétt­inda­lausa aðila og svarta atvinnu­starf­semi en átakið dregur í eðli sínu úr slíkum við­skipta­háttum og styður því við fyr­ir­tæki sem vinna eftir lögum og regl­u­m.“

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar sem lagði til að úrræðið yrði framlengt í lok árs í fyrra. Kristrún Frostadóttir hefur beðið um niðurbrot á kostnaði vegna þess en engin svör fengið.

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, lagði fram for­m­­lega fyr­ir­­spurn til fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra þann 17. jan­úar síð­ast­lið­inn um hvernig end­­ur­greiðslu­­upp­­hæðir vegna verk­efn­is­ins „Allir vinna“ árin 2020 og 2021 skipt­ust eftir sveit­­ar­­fé­lög­um, lög­­að­il­um, ein­stak­l­ingum og tekju­­tí­und­­um. Auk þess spurði hún hvort meintur ávinn­ingur rík­­is­­sjóðs vegna átaks­ins, sem Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­­maður efna­hags- og við­­skipta­­nefnd­ar, sagði að væri „óyggj­and­i“, hefði verið met­inn. 

Nú, fjórum mán­uðum eftir að fyr­ir­spurnin var lögð fram, hefur henni enn ekki verið svar­að.

Fjár­mála­á­ætlun er á dag­skrá fundar fjár­laga­nefndar í dag þegar Alþingi tekur aftur til starfa að loknum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar