Pláss fyrir alla á heilbrigðum húsnæðismarkaði

Kristrún Frostadóttir segir að húsnæðistefna stjórnvalda sendi þau skilaboð til fólks að gríðarlegar verðhækkanir á húsnæði séu almenningi í hag. Það sé selt þannig að ávinningur eins hljóti að vera á kostnað annars. Þannig þurfi hlutirnir ekki að vera.

Auglýsing

Stærsti ótti margra sem nýttu ástandið í fyrra til að kaupa íbúð, stækka við sig eða end­ur­fjár­magna eru hækk­andi vextir og of þung greiðslu­byrði. Fólk tók lang­tíma­lán á lágum vöxtum sem komu til vegna efna­hags­á­falls. Vaxta­þróun til næstu ára skiptir veru­legu máli. Áfram­hald­andi hiti á fast­eigna­mark­aðnum mun ekki hjálp­a. 

Fast­eigna­verð er stór liður í verð­bólgu. Kostn­aður við að leigja íbúð eða borga af fast­eigna­láni hefur mikil áhrif á launa­kröfur fólks, enda stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn í heim­il­is­bók­hald­inu hjá lang­flest­um. Í ofaná­lag leiðir hærra fast­eigna­verð til hærri fast­eigna­skatta fyrir þá sem eru nú þegar á mark­aðn­um. Síhækk­andi fast­eigna­verð, langt umfram eðli­legar verð­lags­hækk­an­ir, skapar þannig víta­hring almennra útgjalda, launa­hækk­ana og verð­bólgu – og þar með vaxta­hækk­ana. Það er því eng­inn óhultur þó gluggi hafi mynd­ast í kreppu­vöxtum í fyrra. 

Vissu­lega hækkar núver­andi eign í verði, en það gerir líka sú næsta sem þú hefur auga­stað á. Þá hefj­ast áhyggjur af börn­un­um. Því hér á landi er að fest­ast sú krafa í sessi að heim­ili komi sér upp fast­eigna­sjóði fyrir unga fólk­ið. 

Fólki er seld sú saga að hver og einn eigi að sjá um sig og sína, það sé ekki til neitt sam­fé­lag, aðeins ein­stak­lingar og fjöl­skyld­ur. Við eigum hlið­stætt dæmi í Banda­ríkj­unum þar sem eigna­staða for­eldra ákvarðar hversu góða menntun ung­menni fá og for­eldrar byrja að leggja fyrir í háskóla­sjóð um leið og barnið fæð­ist. 

Auglýsing
Allt venju­legt fólk, óháð því hvort það leigir í dag og ætlar alltaf að leigja, leigir en er að leita að íbúð til að kaupa, eða er komið inn á mark­að­inn, hefur þannig stór­kost­legan hag af því að það dragi úr hröðum verð­hækk­unum á fast­eigna­mark­að­in­um. 

Samt sendir hús­næð­is­stefna stjórn­valda þau skila­boð til fólks að gríð­ar­legar verð­hækk­anir á hús­næð­is­verði séu almenn­ingi í hag. Hús­næðisúr­ræðin ganga öll út á að binda sem mest fjár­magn í steypu og bíða eftir að eignin hækki og hækki og hækki. Mynda þannig stöð­ug­leika í heim­il­is­bók­hald­inu, með auknu eigin fé. Þetta er selt sem núllsummu­leikur þar sem ávinn­ingur eins hljóti alltaf að vera á kostnað ann­ars. Fólk er hvatt til að hlaupa út á mark­að­inn og yfir­bjóða í eignir þegar kreppa skellur á og vextir lækka tíma­bund­ið. Eðli­legt sé að hópum sé kýtt saman á mark­aðn­um, tekju­lágum á móti ungum kaup­endum sem dæmi. 

Ótrú­legt en satt þá þarf þetta ekki að vera svona. Stefna sem stillir af hækk­anir á lægri enda fast­eigna­mark­að­ar­ins, styður við tekju­lága og eykur fram­boð félags­legs hús­næðis skapar kjöl­festu á fast­eigna­mark­aðn­um. Kemur í veg fyrir að verð­hækk­anir leki upp allan mark­að­inn. Dregur úr fast­eigna­verð­bólgu, launa­verð­bólgu og heldur þannig vöxt­um, vaxta­kostn­aði og greiðslu­byrði allra í skefjum til lengri tíma. 

Þetta er bæði rétt­læt­is­mál og góð hag­stjórn. Gott fyrir heim­il­is­bók­hald allra sem líta á fast­eign­ina sína sem það sem hún á að vera: húsa­skjól á við­ráð­an­legum kjör­um. Gott fyrir fólk sem nægir eitt þak yfir höf­uð­ið, stórt sem smátt.

Sam­fylk­ingin vill að ríkið skapi kjöl­festu á fast­eigna­mark­aði með lang­tíma­sýn að leið­ar­ljósi, ekki eins kjör­tíma­bils redd­ingu. Smelltu hér ef þú vilt vita hvernig hús­næð­is­mark­að­ur­inn raun­veru­lega virkar og hvað er til ráða. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur og leiðir lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suður í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar