Hvar eru Íslendingarnir?

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, spyr hvað hafi orðið af öllum Íslendingunum sem áður gegndu störfum sem fólk að erlendu bergi brotið gegnir að uppistöðu á Íslandi í dag.

Auglýsing

Við hjónin erum orðin öldruð. Munum tíma tvenna. Vegna Covid-far­ald­urs­ins höfum við s.l. tvö sumur ein­ungis ferð­ast um landið okk­ar. Frá suðri til aust­urs, frá austri til norð­urs, frá norðri til vest­urs og frá vestri aftur heim. Margt hefur breyst á til­tölu­lega fáum árum. Þeim fáu árum, sem liðið hafa frá því að slík ferða­lög voru óað­skilj­an­legur hluti af ævi­starfi stjórn­mála­manns. Þá fór ég mikið um alla lands­hluta í þeim erindum að hitta fólk, kynn­ast atvinnu­lífi, skoða aðstæður og ræða við fólk í öllum atvinnu­stétt­um, við mis­jöfn starfs­skil­yrði, með ólíka starfs­getu og við ólíka afkomu.

Ger­ó­líkt umhverfi

Núna þótti mér ég ekki kann­ast við umhverfi það, sem ég þótt­ist áður þekkja. Öfl­ugir og fjöl­mennir vinnu­staðir þar sem ég og félagar mínir störf­uðum ötult á æsku­árum innan um fjöl­marga sam­tíma­menn eldri og yngri eru ekki lengur til. Á öðrum slíkum vinnu­stöðum var orðin mikil fólks­fækkun vegna tækni­fram­fara – en stór hluti vinnu­aflsins var ekki lengur íslensk­ur.

Auglýsing
Víða þurftum við hjónin að gista á okkar löngu leiðum í sumar og í fyrra­sum­ar, en hittum þar sjaldn­ast fyrir íslensku­mæl­andi starfs­fólk. Sama máli gegndi um veit­inga­staði þar sem við höfðum við­komu. Ýkja oft var okkur fagnað þar af ensku­mæl­andi fólki. Mest á óvart kom okkur þó að jafn­vel á stöðum þar sem reist höfðu verið söfn til minn­ingar um íslenska sögu, um íslenska við­burði eða þekkta Íslend­inga með ívitn­unum frá ævi þeirra, verkum og við­fangs­efnum voru það ekki íslensku­mæl­andi „safn­verð­ir“ sem okkur mættu – heldur fólk af öðrum upp­runa og með annað tungu­tak. Því var svo ætlað að fræða ekki bara útlenda gesti heldur jafn­framt íslenska um merka sögu, um merka karla og merkar kon­ur.

Gott fólk

Til þess að forða öllum mis­skiln­ingi viljum við hjónin taka sér­stak­lega fram, að allt þetta útlensku­mæl­andi fólk, sem veitti okkur við­töku á veit­inga­hús­um, á gisti­stöð­um, í söfn­um, á vinnu­stöðum og við hittum á veg­ferð okkar var hið ánægju­leg­asta í sam­skipt­um. Sinnti sínum störfum vel og var þægi­legt og hlý­legt í öllu við­móti. Sam­skipti við það var hins vegar erfitt að hafa nema á erlendum tungu­máli. Söm var reyndar reynslan okkar hér í Reykja­vík þegar við, sem sjaldan ger­ist, þurftum að nýta okkur almenn­ings­sam­göng­ur. Urðum þar áþreif­an­lega vör við að þegar eldra fólk af íslenskum upp­runa þurfti að leita til strætó­bíl­stjóra um leið­ar­upp­lýs­ingar reynd­ist erfitt fyrir það bæði að bera fram spurn­ing­arnar og að skilja svör­in.

Hvar eru þeir?

Sú spurn­ing, sem í mínum huga vaknar eftir þessa reynslu er ekki sú, hvað allt þetta útlenda fólk er hér að gera. Svarið við þeirri spurn­ingu er aug­ljóst sem og að þetta fólk stendur vel fyrir sínu. Spurn­ingin sem í mínum huga vaknar er:  Hvar eru allir Íslend­ing­arn­ir? All­ir, sem þessum ívitn­uðu störfum sinntu áður? Ég leit­aði svara við þeirri spurn­ingu. Fékk þau mörg. „Ís­lend­ingar vilja ekki vinna þessi störf“ var eitt þeirra. „Við viljum heldur útlendan vinnu­kraft en íslenskan“ er annað svar, sem ég heyrði – sem og útskýr­ingu á af hverju. „Þetta fólk sættir sig við lægri laun en Íslend­ing­ar“ var enn ann­að. Ég spurði suma erlendu starfs­menn­ina um hvort svo væri en fékk algera neit­un. Þeir sögð­ust margir gegna störfum við hlið þeirra Íslend­inga, sem stör­f­unum gegna enn og vera á sömu launa­kjörum og þeir.

Spurn­ingin stendur

Hið rétta svar þekki ég sem sé ekki. Spurn­ingin stendur hins vegar óhögguð. Hvað er orðið af þeim Íslend­ing­um, sem þessum störfum sinntu áður? Vissu­lega hefur sumum stör­f­unum fjölgað – m.a. með öfl­ugri ferða­þjón­ustu. En hvað er orðið af þeim Íslend­ing­um, sem áður sinntu veru­legum hluta þeirra starfa. Og þeim, sem áður óku strætó? Og þeim, sem áður báru uppi mann­afla­frekan fisk­iðn­að? Og þeim, sem sintu öllum verk­efnum við hús­bygg­ing­ar, garð­yrkju, þjón­ustu og aðbúnað aldr­aðra? Og þeim, sem áður kynntu fyrir okkur menn­ing­ar­söfn um þjóð­þekkta Íslend­inga og sögu þess­arar þjóð­ar? 

Ein­föld spurn­ing

Þess­arar ein­földu spurn­ingar er hægt að spyrja á svo mörgum öðrum svið­um. Hvað um grunn­þjón­ustu við okkar eldri borg­ara sem þurfa að geta leitað svara þeirra sem þeim sinna á eigin tungu­máli? Hvað um grunn­þjón­ustu við þá lands­menn, sem þurfa á heilsu­fars­hjálp að halda? Er komið að því að til þess að leysa vanda­mál heil­brigð­is­þjón­ust­unnar neyð­umst við til þess að hug­leiða að flytja inn sér­menntað fólk á heil­brigð­is­sviði, sem ekki getur tjáð sig á tungu­máli þjóð­ar­innar við þá, sem þurfa á hjálp að halda? Og ef svo verður – þá hvers vegna?

Flókið svar

Ein­föld er spurn­ingin – en svarið virð­ist vera næsta flók­ið. En er ekki tími kom­inn til þess að svars sé leit­að? Við horf­umst í augu við það, sem er. Það er svona. Hvers vegna? Hver er ástæð­an? Hvað er orðið af öllum þeim Íslend­ing­um, sem áður gegndu þessum störf­um? 

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar