Hvar eru Íslendingarnir?

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, spyr hvað hafi orðið af öllum Íslendingunum sem áður gegndu störfum sem fólk að erlendu bergi brotið gegnir að uppistöðu á Íslandi í dag.

Auglýsing

Við hjónin erum orðin öldruð. Munum tíma tvenna. Vegna Covid-far­ald­urs­ins höfum við s.l. tvö sumur ein­ungis ferð­ast um landið okk­ar. Frá suðri til aust­urs, frá austri til norð­urs, frá norðri til vest­urs og frá vestri aftur heim. Margt hefur breyst á til­tölu­lega fáum árum. Þeim fáu árum, sem liðið hafa frá því að slík ferða­lög voru óað­skilj­an­legur hluti af ævi­starfi stjórn­mála­manns. Þá fór ég mikið um alla lands­hluta í þeim erindum að hitta fólk, kynn­ast atvinnu­lífi, skoða aðstæður og ræða við fólk í öllum atvinnu­stétt­um, við mis­jöfn starfs­skil­yrði, með ólíka starfs­getu og við ólíka afkomu.

Ger­ó­líkt umhverfi

Núna þótti mér ég ekki kann­ast við umhverfi það, sem ég þótt­ist áður þekkja. Öfl­ugir og fjöl­mennir vinnu­staðir þar sem ég og félagar mínir störf­uðum ötult á æsku­árum innan um fjöl­marga sam­tíma­menn eldri og yngri eru ekki lengur til. Á öðrum slíkum vinnu­stöðum var orðin mikil fólks­fækkun vegna tækni­fram­fara – en stór hluti vinnu­aflsins var ekki lengur íslensk­ur.

Auglýsing
Víða þurftum við hjónin að gista á okkar löngu leiðum í sumar og í fyrra­sum­ar, en hittum þar sjaldn­ast fyrir íslensku­mæl­andi starfs­fólk. Sama máli gegndi um veit­inga­staði þar sem við höfðum við­komu. Ýkja oft var okkur fagnað þar af ensku­mæl­andi fólki. Mest á óvart kom okkur þó að jafn­vel á stöðum þar sem reist höfðu verið söfn til minn­ingar um íslenska sögu, um íslenska við­burði eða þekkta Íslend­inga með ívitn­unum frá ævi þeirra, verkum og við­fangs­efnum voru það ekki íslensku­mæl­andi „safn­verð­ir“ sem okkur mættu – heldur fólk af öðrum upp­runa og með annað tungu­tak. Því var svo ætlað að fræða ekki bara útlenda gesti heldur jafn­framt íslenska um merka sögu, um merka karla og merkar kon­ur.

Gott fólk

Til þess að forða öllum mis­skiln­ingi viljum við hjónin taka sér­stak­lega fram, að allt þetta útlensku­mæl­andi fólk, sem veitti okkur við­töku á veit­inga­hús­um, á gisti­stöð­um, í söfn­um, á vinnu­stöðum og við hittum á veg­ferð okkar var hið ánægju­leg­asta í sam­skipt­um. Sinnti sínum störfum vel og var þægi­legt og hlý­legt í öllu við­móti. Sam­skipti við það var hins vegar erfitt að hafa nema á erlendum tungu­máli. Söm var reyndar reynslan okkar hér í Reykja­vík þegar við, sem sjaldan ger­ist, þurftum að nýta okkur almenn­ings­sam­göng­ur. Urðum þar áþreif­an­lega vör við að þegar eldra fólk af íslenskum upp­runa þurfti að leita til strætó­bíl­stjóra um leið­ar­upp­lýs­ingar reynd­ist erfitt fyrir það bæði að bera fram spurn­ing­arnar og að skilja svör­in.

Hvar eru þeir?

Sú spurn­ing, sem í mínum huga vaknar eftir þessa reynslu er ekki sú, hvað allt þetta útlenda fólk er hér að gera. Svarið við þeirri spurn­ingu er aug­ljóst sem og að þetta fólk stendur vel fyrir sínu. Spurn­ingin sem í mínum huga vaknar er:  Hvar eru allir Íslend­ing­arn­ir? All­ir, sem þessum ívitn­uðu störfum sinntu áður? Ég leit­aði svara við þeirri spurn­ingu. Fékk þau mörg. „Ís­lend­ingar vilja ekki vinna þessi störf“ var eitt þeirra. „Við viljum heldur útlendan vinnu­kraft en íslenskan“ er annað svar, sem ég heyrði – sem og útskýr­ingu á af hverju. „Þetta fólk sættir sig við lægri laun en Íslend­ing­ar“ var enn ann­að. Ég spurði suma erlendu starfs­menn­ina um hvort svo væri en fékk algera neit­un. Þeir sögð­ust margir gegna störfum við hlið þeirra Íslend­inga, sem stör­f­unum gegna enn og vera á sömu launa­kjörum og þeir.

Spurn­ingin stendur

Hið rétta svar þekki ég sem sé ekki. Spurn­ingin stendur hins vegar óhögguð. Hvað er orðið af þeim Íslend­ing­um, sem þessum störfum sinntu áður? Vissu­lega hefur sumum stör­f­unum fjölgað – m.a. með öfl­ugri ferða­þjón­ustu. En hvað er orðið af þeim Íslend­ing­um, sem áður sinntu veru­legum hluta þeirra starfa. Og þeim, sem áður óku strætó? Og þeim, sem áður báru uppi mann­afla­frekan fisk­iðn­að? Og þeim, sem sintu öllum verk­efnum við hús­bygg­ing­ar, garð­yrkju, þjón­ustu og aðbúnað aldr­aðra? Og þeim, sem áður kynntu fyrir okkur menn­ing­ar­söfn um þjóð­þekkta Íslend­inga og sögu þess­arar þjóð­ar? 

Ein­föld spurn­ing

Þess­arar ein­földu spurn­ingar er hægt að spyrja á svo mörgum öðrum svið­um. Hvað um grunn­þjón­ustu við okkar eldri borg­ara sem þurfa að geta leitað svara þeirra sem þeim sinna á eigin tungu­máli? Hvað um grunn­þjón­ustu við þá lands­menn, sem þurfa á heilsu­fars­hjálp að halda? Er komið að því að til þess að leysa vanda­mál heil­brigð­is­þjón­ust­unnar neyð­umst við til þess að hug­leiða að flytja inn sér­menntað fólk á heil­brigð­is­sviði, sem ekki getur tjáð sig á tungu­máli þjóð­ar­innar við þá, sem þurfa á hjálp að halda? Og ef svo verður – þá hvers vegna?

Flókið svar

Ein­föld er spurn­ingin – en svarið virð­ist vera næsta flók­ið. En er ekki tími kom­inn til þess að svars sé leit­að? Við horf­umst í augu við það, sem er. Það er svona. Hvers vegna? Hver er ástæð­an? Hvað er orðið af öllum þeim Íslend­ing­um, sem áður gegndu þessum störf­um? 

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar