Tónlistarskólarnir okkar

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segir að ný ríkisstjórn þurfi að fara í gagngera endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla, mynda sér stefnu og gera aðgerðaráætlun til þess að Ísland haldi stöðu sinni á heimsvísu í tónlistarmenntun barna og ungmenna.

Auglýsing

Tón­list­ar­nám er í eðli sínu dýrt. Það krefst hljóð­færa, sér­hæfðra kenn­ara, kennslu í tón­fræð­um, einka­tíma og tíma með und­ir­leik­ara ef vel á að vera. Því er það svo, víða um heim, að tón­list­ar­menntun er aðeins aðgengi­leg börnum ríka fólks­ins. Á Íslandi hefur reyndin verið önnur og tón­list­ar­menntun verið jafnt á færi barna bænda sem og ráð­herra, í þétt- og dreif­býli. Má meðal ann­ars þakka góðan árangur íslensks tón­list­ar­fólks á alþjóða­vett­vangi þessum jöfnu tæki­færum til náms. Óháð árangri fólks á alþjóða­vett­vangi þá er tón­list­ar­kennsla barna mjög mik­il­væg. Rann­sóknir hafa sýnt að tón­list­ar­nám styður við annað nám barna, hefur jákvæð áhrif á sam­hæf­ingu, minni og hefur auk þess for­varn­ar­gildi og veitir mik­il­væga lífs­fyll­ingu.

Lang­tíma stefnu­mörkun fyrir tón­list­ar­nám hefur þó verið ábóta­vant, t.a.m. er Aðal­námskrá fyrir tón­list­ar­skóla tutt­ugu ára gömul og lög um fjár­hags­legan stuðn­ing við tón­list­ar­skóla komin til ára sinna og þurfa gagn­gera end­ur­skoð­un.

Mætti jafn­vel segja að stjórn­völd hafi sofnað á verð­inum þegar kemur að því að hlúa að tón­list­ar­menntun og nú eru víða alltof langir biðlistar í tón­list­ar­nám auk þess sem kostn­aður við námið hefur auk­ist mjög, sem skapar gíf­ur­legan ójöfn­uð. Efna­meiri fjöl­skyldur hafi frekar efni á að greiða fyrir einka­tíma á meðan beðið er eftir inn­göngu í opin­bera tón­list­ar­skóla og skóla­gjöld í þá opin­beru hafa líka hækk­að. Algengur kostn­aður við fullt nám á grunn­stigi í hljóð­færa­leik er 100.000-180.000 kr. fyrir skóla­árið og hefur nærri tvö­fald­ast á ára­tug.

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að tryggja að tón­list­ar­skólar geti boðið öllum börnum tón­list­ar­kennslu, um allt land, óháð efna­hags­stöðu, upp­runa þeirra, fötlun og öðrum þátt­um. Kort­leggja þarf biðlista um allt land sem og hlut­fall nem­enda í námi eftir upp­runa, en hlut­fall barna af erlendum upp­runa í tón­list­ar­námi er mun lægra en í sam­fé­lag­inu almennt. Tryggja þarf að upp­lýs­ingar um námið nái til inn­flytj­enda og ráða þarf kenn­ara sem tala önnur mál en íslensku. Þá þurfa tón­list­ar­skólar að fá stuðn­ing til þess að bjóða upp á nám fyrir nem­endur með ólíkar þarf­ir, t.d. fatl­aða nem­end­ur. Þá þarf að tryggja aðgengi nem­enda tón­list­ar­skól­anna á lands­byggð­inni að námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þegar þeir fara í nám þar, með fjár­stuðn­ingi.

Tón­mennt er mik­il­vægur þáttur í að kynna nem­endur fyrir tón­list en skortur er á tón­mennta­kenn­ur­um, sér í lagi á lands­byggð­inni. Efla þarf sam­starf milli grunn­skóla og tón­list­ar­skóla, enda tón­mennta­kennsla oft fyrsta skref nem­enda til að kynn­ast tón­list­ar­námi. Gæta þarf þess að tón­mennta­kennsla komi ekki í stað tón­list­ar­kennslu, þar sem nem­endur fá aðgang að sér­hæfðu námi á til­tekið hljóð­færi, góða kennslu í tón­fræði og tón­list­ar­sögu og einka­tíma með kenn­ur­um. Á sama tíma og tón­mennt á grunn­skóla­stigi er efld má hún ekki draga úr aðgengi barna úr öllum hópum sam­fé­lags­ins að tón­list­ar­skól­um.

Ný rík­is­stjórn sem tekur við í haust þarf að fara í gagn­gera end­ur­skoðun á aðal­námskrá tón­list­ar­skóla, mynda sér stefnu og gera aðgerð­ar­á­ætlun til þess að takast á við fyrr­nefndar áskor­anir til þess að Ísland haldi stöðu sinni á heims­vísu í tón­list­ar­menntun barna og ung­menna.

Inga Björk Mar­grétar Bjarna­dótt­ir, list­fræð­ingur og bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks, skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar – jafn­að­ar­manna­flokks Íslands í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar