Tónlistarskólarnir okkar

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segir að ný ríkisstjórn þurfi að fara í gagngera endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla, mynda sér stefnu og gera aðgerðaráætlun til þess að Ísland haldi stöðu sinni á heimsvísu í tónlistarmenntun barna og ungmenna.

Auglýsing

Tón­list­ar­nám er í eðli sínu dýrt. Það krefst hljóð­færa, sér­hæfðra kenn­ara, kennslu í tón­fræð­um, einka­tíma og tíma með und­ir­leik­ara ef vel á að vera. Því er það svo, víða um heim, að tón­list­ar­menntun er aðeins aðgengi­leg börnum ríka fólks­ins. Á Íslandi hefur reyndin verið önnur og tón­list­ar­menntun verið jafnt á færi barna bænda sem og ráð­herra, í þétt- og dreif­býli. Má meðal ann­ars þakka góðan árangur íslensks tón­list­ar­fólks á alþjóða­vett­vangi þessum jöfnu tæki­færum til náms. Óháð árangri fólks á alþjóða­vett­vangi þá er tón­list­ar­kennsla barna mjög mik­il­væg. Rann­sóknir hafa sýnt að tón­list­ar­nám styður við annað nám barna, hefur jákvæð áhrif á sam­hæf­ingu, minni og hefur auk þess for­varn­ar­gildi og veitir mik­il­væga lífs­fyll­ingu.

Lang­tíma stefnu­mörkun fyrir tón­list­ar­nám hefur þó verið ábóta­vant, t.a.m. er Aðal­námskrá fyrir tón­list­ar­skóla tutt­ugu ára gömul og lög um fjár­hags­legan stuðn­ing við tón­list­ar­skóla komin til ára sinna og þurfa gagn­gera end­ur­skoð­un.

Mætti jafn­vel segja að stjórn­völd hafi sofnað á verð­inum þegar kemur að því að hlúa að tón­list­ar­menntun og nú eru víða alltof langir biðlistar í tón­list­ar­nám auk þess sem kostn­aður við námið hefur auk­ist mjög, sem skapar gíf­ur­legan ójöfn­uð. Efna­meiri fjöl­skyldur hafi frekar efni á að greiða fyrir einka­tíma á meðan beðið er eftir inn­göngu í opin­bera tón­list­ar­skóla og skóla­gjöld í þá opin­beru hafa líka hækk­að. Algengur kostn­aður við fullt nám á grunn­stigi í hljóð­færa­leik er 100.000-180.000 kr. fyrir skóla­árið og hefur nærri tvö­fald­ast á ára­tug.

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að tryggja að tón­list­ar­skólar geti boðið öllum börnum tón­list­ar­kennslu, um allt land, óháð efna­hags­stöðu, upp­runa þeirra, fötlun og öðrum þátt­um. Kort­leggja þarf biðlista um allt land sem og hlut­fall nem­enda í námi eftir upp­runa, en hlut­fall barna af erlendum upp­runa í tón­list­ar­námi er mun lægra en í sam­fé­lag­inu almennt. Tryggja þarf að upp­lýs­ingar um námið nái til inn­flytj­enda og ráða þarf kenn­ara sem tala önnur mál en íslensku. Þá þurfa tón­list­ar­skólar að fá stuðn­ing til þess að bjóða upp á nám fyrir nem­endur með ólíkar þarf­ir, t.d. fatl­aða nem­end­ur. Þá þarf að tryggja aðgengi nem­enda tón­list­ar­skól­anna á lands­byggð­inni að námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þegar þeir fara í nám þar, með fjár­stuðn­ingi.

Tón­mennt er mik­il­vægur þáttur í að kynna nem­endur fyrir tón­list en skortur er á tón­mennta­kenn­ur­um, sér í lagi á lands­byggð­inni. Efla þarf sam­starf milli grunn­skóla og tón­list­ar­skóla, enda tón­mennta­kennsla oft fyrsta skref nem­enda til að kynn­ast tón­list­ar­námi. Gæta þarf þess að tón­mennta­kennsla komi ekki í stað tón­list­ar­kennslu, þar sem nem­endur fá aðgang að sér­hæfðu námi á til­tekið hljóð­færi, góða kennslu í tón­fræði og tón­list­ar­sögu og einka­tíma með kenn­ur­um. Á sama tíma og tón­mennt á grunn­skóla­stigi er efld má hún ekki draga úr aðgengi barna úr öllum hópum sam­fé­lags­ins að tón­list­ar­skól­um.

Ný rík­is­stjórn sem tekur við í haust þarf að fara í gagn­gera end­ur­skoðun á aðal­námskrá tón­list­ar­skóla, mynda sér stefnu og gera aðgerð­ar­á­ætlun til þess að takast á við fyrr­nefndar áskor­anir til þess að Ísland haldi stöðu sinni á heims­vísu í tón­list­ar­menntun barna og ung­menna.

Inga Björk Mar­grétar Bjarna­dótt­ir, list­fræð­ingur og bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks, skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar – jafn­að­ar­manna­flokks Íslands í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar