Tónlistarskólarnir okkar

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segir að ný ríkisstjórn þurfi að fara í gagngera endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla, mynda sér stefnu og gera aðgerðaráætlun til þess að Ísland haldi stöðu sinni á heimsvísu í tónlistarmenntun barna og ungmenna.

Auglýsing

Tón­list­ar­nám er í eðli sínu dýrt. Það krefst hljóð­færa, sér­hæfðra kenn­ara, kennslu í tón­fræð­um, einka­tíma og tíma með und­ir­leik­ara ef vel á að vera. Því er það svo, víða um heim, að tón­list­ar­menntun er aðeins aðgengi­leg börnum ríka fólks­ins. Á Íslandi hefur reyndin verið önnur og tón­list­ar­menntun verið jafnt á færi barna bænda sem og ráð­herra, í þétt- og dreif­býli. Má meðal ann­ars þakka góðan árangur íslensks tón­list­ar­fólks á alþjóða­vett­vangi þessum jöfnu tæki­færum til náms. Óháð árangri fólks á alþjóða­vett­vangi þá er tón­list­ar­kennsla barna mjög mik­il­væg. Rann­sóknir hafa sýnt að tón­list­ar­nám styður við annað nám barna, hefur jákvæð áhrif á sam­hæf­ingu, minni og hefur auk þess for­varn­ar­gildi og veitir mik­il­væga lífs­fyll­ingu.

Lang­tíma stefnu­mörkun fyrir tón­list­ar­nám hefur þó verið ábóta­vant, t.a.m. er Aðal­námskrá fyrir tón­list­ar­skóla tutt­ugu ára gömul og lög um fjár­hags­legan stuðn­ing við tón­list­ar­skóla komin til ára sinna og þurfa gagn­gera end­ur­skoð­un.

Mætti jafn­vel segja að stjórn­völd hafi sofnað á verð­inum þegar kemur að því að hlúa að tón­list­ar­menntun og nú eru víða alltof langir biðlistar í tón­list­ar­nám auk þess sem kostn­aður við námið hefur auk­ist mjög, sem skapar gíf­ur­legan ójöfn­uð. Efna­meiri fjöl­skyldur hafi frekar efni á að greiða fyrir einka­tíma á meðan beðið er eftir inn­göngu í opin­bera tón­list­ar­skóla og skóla­gjöld í þá opin­beru hafa líka hækk­að. Algengur kostn­aður við fullt nám á grunn­stigi í hljóð­færa­leik er 100.000-180.000 kr. fyrir skóla­árið og hefur nærri tvö­fald­ast á ára­tug.

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að tryggja að tón­list­ar­skólar geti boðið öllum börnum tón­list­ar­kennslu, um allt land, óháð efna­hags­stöðu, upp­runa þeirra, fötlun og öðrum þátt­um. Kort­leggja þarf biðlista um allt land sem og hlut­fall nem­enda í námi eftir upp­runa, en hlut­fall barna af erlendum upp­runa í tón­list­ar­námi er mun lægra en í sam­fé­lag­inu almennt. Tryggja þarf að upp­lýs­ingar um námið nái til inn­flytj­enda og ráða þarf kenn­ara sem tala önnur mál en íslensku. Þá þurfa tón­list­ar­skólar að fá stuðn­ing til þess að bjóða upp á nám fyrir nem­endur með ólíkar þarf­ir, t.d. fatl­aða nem­end­ur. Þá þarf að tryggja aðgengi nem­enda tón­list­ar­skól­anna á lands­byggð­inni að námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þegar þeir fara í nám þar, með fjár­stuðn­ingi.

Tón­mennt er mik­il­vægur þáttur í að kynna nem­endur fyrir tón­list en skortur er á tón­mennta­kenn­ur­um, sér í lagi á lands­byggð­inni. Efla þarf sam­starf milli grunn­skóla og tón­list­ar­skóla, enda tón­mennta­kennsla oft fyrsta skref nem­enda til að kynn­ast tón­list­ar­námi. Gæta þarf þess að tón­mennta­kennsla komi ekki í stað tón­list­ar­kennslu, þar sem nem­endur fá aðgang að sér­hæfðu námi á til­tekið hljóð­færi, góða kennslu í tón­fræði og tón­list­ar­sögu og einka­tíma með kenn­ur­um. Á sama tíma og tón­mennt á grunn­skóla­stigi er efld má hún ekki draga úr aðgengi barna úr öllum hópum sam­fé­lags­ins að tón­list­ar­skól­um.

Ný rík­is­stjórn sem tekur við í haust þarf að fara í gagn­gera end­ur­skoðun á aðal­námskrá tón­list­ar­skóla, mynda sér stefnu og gera aðgerð­ar­á­ætlun til þess að takast á við fyrr­nefndar áskor­anir til þess að Ísland haldi stöðu sinni á heims­vísu í tón­list­ar­menntun barna og ung­menna.

Inga Björk Mar­grétar Bjarna­dótt­ir, list­fræð­ingur og bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks, skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar – jafn­að­ar­manna­flokks Íslands í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar