Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“

Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“

Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Auglýsing

„Ég hef tekið ákvörð­un. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér og bjóða mig fram til for­manns í Sam­fylk­ing­unni, jafn­að­ar­manna­flokki Íslands.“ Þetta sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á opnum fundi í Iðnó sem hún boð­aði til og hófst klukkan 16 í dag. 

Í ræðu sinni sagð­ist hún ætla að leggja áherslu á kjarna­málin í jafn­að­ar­manna­stefn­unni. Þau séu hús­næð­is­mál, heil­brigð­is­mál, sam­göng­ur, góð atvinna og kjör fólks. 

Það sé lyk­ill­inn að breið­ari og stærri flokki og trú­verð­ug­leika. „Við eigum enga ann­arra kost á völ að mínu mati, því vand­inn sem við stöndum frammi fyrir er þessi: Kann­anir hafa sýnt að kjós­endur eiga erfitt með að festa hönd á það fyrir hvað Sam­fylk­ingin stend­ur. Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokk­ur­inn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í land­in­u.“

Það muni þurfa sjálfs­traust og aga til að ein­beita sér að kjarna­mál­um, frekar en að týn­ast í fínni blæ­brigðum þjóð­mála­um­ræð­unn­ar. „Þetta verður að birt­ast í okkar verk­lagi. Og þetta þarf að birt­ast í því hvernig við tölum við fólk, hvernig tengj­umst ósköp venju­legu fólki. Trú­verð­ug­leiki okkar byggir nefni­lega á því að fólk tengi við okk­ur. Og ég ætla að leyfa mér að segja það eins og ég sé það: Sam­fylk­ingin þarf að ná virk­ari teng­ingu við venju­legt fólk á Ísland­i,  hinn almenna launa­mann. Og það verður ekki gert öðrum hætti en maður á mann. Það er hægt að vera vel les­inn, í reglu­legu sam­bandi við sér­fræð­inga, flytja öfl­ugar ræður á þingi og skrifa fjöld­ann allan af greinum í blöð­in. En eina leiðin til að kynn­ast fólk­inu í land­inu, sækja stuðn­ing­inn og inn­blástur fyrir þing­starf­ið, sem fyrir jafn­að­ar­mann á þingi er starf í þágu fólks­ins, er forð­ast það að ein­angra sig og mæta ein­fald­lega fólki. Nákvæm­lega þar sem það er, taka því eins og það er, og hlust­a.“

Meiri sam­kennd, minni ein­stak­lings­hyggja

Kristrún sagði að hún gæti ekki ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokka jafn­að­ar­manna, og að hún gerði sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylg­ir. 

Auglýsing
Hún væri þó ekki að bjóða sig fram til for­ystu nema að því að hún telur sig vita að hægt sé að stjórna land­inu betur en nú sé gert. Ára­tugur óbreytts stjórn­ar­fars væri lið­inn, og annar slíkur mætti ekki líða. Tími væru kom­inn á nýja kyn­slóð og nýju teg­und for­ystu. „Við verðum að fara að byggja meira á sam­stöðu og sam­kennd í póli­tík­inni, fyrir sam­fé­lag­ið. Við þurfum á sam­stöðupóli­tík að halda því ofurá­herslan und­an­farin ár á ein­stak­lings­hyggj­una, hún gerir okkur ekki gott. Við verðum að hugsa hlut­ina á breið­ari grunn­i.“

Kristrún vill gera Sam­fylk­ing­una að afli í stjórn­málum sem veiti efna­hags­málum trú­verð­uga for­ystu. Þannig sé hægt að bjóða fram trú­verð­ugan val­kost við efna­hag­spóli­tík rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem bitnað hafi á vel­ferð­ar­þjón­ustu í land­inu.

Jafn­að­ar­menn þurfi að stunda jákvæða póli­tík

Kristrún sagði að jafn­að­ar­menn eigi að stunda jákvæða póli­tík og tala fyrir lausnum á áskor­unum sem þeir standi frammi fyr­ir. „Það er spilað mikið inn á póli­tík óhjá­kvæmi­leika þessa dag­ana hér á landi. Af orð­ræðu ráða­manna mætti halda að sé ein­fald­lega ekki hægt að gera betur í hús­næð­is­mál­um, heil­brigð­is­mál­um, sam­göng­um, gagn­vart fólki sem reiðir sig á almanna­trygg­ing­ar. En fólkið í land­inu veit að það er hægt að leysa þessi mál, og fólk treystir sér til þess, þetta heyri ég í sam­tölum um allt land. Það er skortur á jákvæðri póli­tík og fólki í póli­tík sem er með jákvæð­ari hug­myndir um fram­tíð­ina – að fólk upp­lifi að þetta sé í okkar hönd­um. Þessa umræðu, þessa jákvæðu póli­tík eigum við jafn­að­ar­menn auð­vitað að leiða.“

Því þurfi að sam­ein­ast um full­fjár­magnað heil­brigð­is­kerfi, að ríkið taki ábyrgð á hús­næð­is­mark­aðn­um, sam­ein­ast um að fólk á lágum tekjum og ungt fólk beri ekki hit­ann og þung­ann af verð­bólg­unni, sam­ein­ast um að styrkja almanna­þjón­ust­una og grunn­inn­viði sam­fé­lags­ins um land allt og sam­ein­ast um að verð­mæta­sköpun byggi á fram­lagi margra þátta. 

Þyngsli, nei­kvæðni og úrræða­leysi í núver­andi stjórn­ar­fari

Undir lok ræðu sinnar sendi Kristrún út ákall til jafn­að­ar­manna í land­inu og hvatti þá til að koma með í það verk­efni sem væri framund­an. „Því jafn­að­ar­menn þurfa að kom­ast til áhrifa við stjórn lands­ins. Það kemur ekk­ert annað til greina“

Hún sagði að end­ur­vekja þyrfti von og trú fólks á að það sé hægt að ​​breyta og reka sam­fé­lagið bet­ur, þannig að það virki sem best fyrir sem flesta. Núver­andi stjórn­ar­far, sem hafi ein­kennt landið í ára­tug, beri í auknum mæli með sér þyngsli og nei­kvæðni og úrræða­leysi. „For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar telja fólki ítrekað trú um að það sé ekki hægt að gera hlut­ina öðru­vísi. Það stendur ekki á fólk­inu sem hér býr að leysa stór sam­fé­lags­leg verk­efni, heldur á stjórn­mála­mönnum að trúa á sam­taka­mátt fólks. Það er ein­fald­lega þannig að stærstu áskor­anir okkar tíma verða aðeins leystar með sam­stöðu fólks­ins í land­inu og þar þarf rík­is­stjórn að veita for­ystu. Ala á ábyrgð gagn­vart sam­borg­ur­un­um.“

„Þurfum að draga línu í sand­inn“

Kristrún sagði að það væri gíf­ur­lega jákvætt að verða vitni að efn­is­legri vel­gengni margra hér á landi. En að sama skapi væri mik­il­vægt að gleyma því ekki að það væri sam­fé­lagið hér í heild sem hafi staðið við bakið á fólki sem skarar fram úr. „Það fer eng­inn neitt einn. Sama á við um fyr­ir­tæki sem skara fram úr í íslensku sam­fé­lagi. Að baki þeirra liggur fjöld­inn allur af fólki sem hefur unnið að sam­fé­lags­gerð sem styrkir for­sendur umræddra fyr­ir­tækja til að sækja fram. Það eiga ekki allir að vera eins, og útkoma fólks getur verið mis­jöfn. En ábyrgðin á góðu sam­fé­lagi er allra. Breiðu bökin þurfa að finna til ábyrgðar og vera stolt af fram­lagi sínu til sam­fé­lags­ins. Við þurfum að draga línu í sand­inn um hvað við munum ekki líða og leggja af mörkum til sam­eig­in­legra sjóða til að tryggja fólki gott líf, þora að beita rík­inu í þágu fólks­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent