Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi

Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Auglýsing

Kaup Síld­ar­vinnsl­unnar á Vísi í Grinda­vík voru sam­þykkt á hlut­hafa­fundi sem fram fór á fimmtu­dag. Til­laga um kaupin var sam­þykkt sam­hljóða með 98,51 pró­sent greiddra atkvæða en á fund­inn voru mættir hand­hafar 89,54 pró­sent hluta í Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Til­­kynnt var um kaup Síld­­ar­vinnsl­unnar á öllu hlutafé í Vísi 10. júlí síð­­ast­lið­inn. Útgerð­­ar­ris­inn frá Nes­­kaup­­stað sagð­ist vera að borga 31 millj­­arð króna fyrir Vísi. Sú tala skipt­ist þannig að skuldir upp á ell­efu millj­­arða króna yrðu yfir­­­tekn­­ar, sex millj­­arðar króna yrðu greiddir í reiðufé og 14 millj­­arðar króna með nýjum hluta­bréfum í Síld­­ar­vinnsl­unni, þar sem miðað yrði með­­al­tals­­gengi síð­­­ustu fjög­­urra vikna á undan við­­skipt­un­­um. Útgáfa þeirra nýju hluta­bréfa var líka sam­þykkt á hlut­hafa­fund­inum í gær.

Frá þeim tíma hefur gengi bréfa í Síld­­ar­vinnsl­unni hækkað um 26 pró­sent og virði þeirra hluta­bréfa sem syst­k­ina­hóp­­ur­inn sem á nú Vísi fær sem afgjald fyrir fyr­ir­tækið hefur þegar auk­ist um 3,7 millj­­arða króna, upp í 17,7 millj­­arð króna. 

Stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 32,64 pró­sent hlut og Kjálka­nes með 17,44 pró­sent hlut. Stjórn­ar­for­maður félags­ins er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Helst verið að kaupa kvóta

Helstu bók­­færðu eignir Vísis eru ann­­ars vegar afla­heim­ildir sem metnar voru á 90,9 millj­­ónir evra, alls um 13,4 millj­­arða króna á árs­loka­­gengi síð­­asta árs. Afla­heim­ildir eru nær und­an­­tekn­ing­­ar­­laust van­­metnar í reikn­ingum sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja, en fyrir við­­skiptin var heild­­ar­­upp­­­lausn­­ar­virði úthlut­aðs kvóta á Íslandi áætlað um 1.200 millj­­arðar króna, miðað við kaup Síld­­ar­vinnsl­unnar á útgerð­inni Bergi Hug­inn í fyrra.

Auglýsing
Kaupin á Vísi eru langt undir því verði. Heild­­ar­­eignir félags­­ins, miðað við gengi evru í dag, eru í árs­­reikn­ingi metnar á um 19 millj­­arða króna. Af því eru fasta­fjár­­munir – fast­­eign­ir, skip, vélar og tæki – metnir á 5,3 millj­­arða króna. 

Helstu verð­­mæti Vísis eru því úthlut­aðar afla­heim­ildir sem bók­­færðar eru á um 12,6 millj­­arða króna miðað við gengi evru í dag. Aðrar eign­ir, eins og eign­­ar­hlutir í hlut­­deild­­ar­­fé­lög­um, eru mun minna virð­i. 

Vísir heldur á 2,16 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta hér­­­lend­is, að lang­­mestu leyti í bol­­fiski­­fiski eins og þorski og ýsu. Ef miðað er við kaup­verðið á Bergi Hug­inn ætti virði afla­heim­ild­anna að vera rúm­­lega tvisvar sinnum meira, eða 25,8 millj­­arðar króna. Þá er þó horft fram­hjá því að fisk­teg­undir eru mis­­mun­andi verð­­mæt­­ar. Verð­­mæt­­ustu afla­heim­ild­­irnar í þorski, þar sem Vísir er með gríð­­ar­­lega sterka stöð­u. 

Ef horft er til nýlegra við­­skipta með afla­heim­ildir þorsks þá hefur kaup­verð á þeim verið í kringum fjögur þús­und krónur á kíló. Miðað við þá tölu ætti bara úthlut­aður kvóti Vísis í þorski – 5,4 pró­­sent alls slíks kvóta, eða í kringum tíu þús­und tonn – einn og sér að vera í kringum 40 millj­­arða króna virði. Þá á eftir að reikna með úthlut­uðum afla­heim­ildum í öðrum teg­und­­um. 

Skuld­­sett fyr­ir­tæki með þunga gjald­daga framundan

Miðað við þetta má ætla að Vísir hafi fyrst og síð­­­ast verið að selja Síld­­ar­vinnsl­unni kvóta. Og það á frekar lágu verði, þrátt fyrir að á fjórða tug millj­­arða króna sé gríð­­ar­­legir pen­ingar í hugum flestra. 

Ástæða þessa gæti verið falin í því að Vísir er afar skuld­­sett fyr­ir­tæki. Fjár­­­magns­­kostn­aður þess á árinu 2020 var um 500 millj­­ónir króna og í fyrra var hann litlu lægri, eða um 430 millj­­ónir króna.

Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Vísis fyrir árið 2020 áttu 46,3 millj­­ónir evra, um 6,4 millj­­arðar króna á gengi dags­ins í dag, af lang­­tíma­skuldum fyr­ir­tæk­is­ins við lána­­stofn­­anir að vera á gjald­daga á árinu 2022. Í nýbirtum árs­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins hefur sá þungi gjald­dagi færst til árs­ins 2023 og er nú 50,1 millj­­ónir evra, eða 6,9 millj­­arðar króna. Lang­­tíma­skuldir Vísis juk­ust um 2,2 millj­­ónir evra, um 300 millj­­ónir króna, á síð­­asta ári og voru ell­efu millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Þær skuldir tekur Síld­­ar­vinnslan yfir sam­­þykkti Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­runa félag­anna. 

Kaupin eru afar umdeild og hafa víða vakið hörð við­brögð. Verði þau sam­­þykkt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu munu núver­andi afla­­heim­ildir Síld­­­ar­vinnsl­unnar fara yfir það tólf pró­­­sent hámark sem hver útgerð má sam­­­kvæmt lögum halda á af úthlut­uðum kvóta. 

Hagn­að­ist um 6,5 millj­arða á fyrri hluta árs

Síld­ar­vinnslan birti upp­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í gær. Þar kom fram að hagn­aður félags­ins hafi verið 6,5 millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, ef miðað er við gengi Banda­ríkja­dals í dag, en útgerðin gerir upp í þeim gjald­miðli. 

Eigið fé Síld­ar­vinnsl­unnar var 61,7 millj­arðar króna um mitt þetta ár. Verð­mætasta bók­færðu eignir félags­ins eru afla­heim­ildir sem eru sagðar 37,7 millj­arða króna virð­i. 

Kaupin á Vísi eru önnur tveggja risa­við­skipta sem Síld­ar­vinnslan hefur ráð­ist í á skömmum tíma. Í júní var til­­kynnt um kaup á 34,2 pró­­sent hlut í norska lax­eld­is­­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing AS fyrir um 13,7 millj­­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­­stöðvar á Vest­­fjörðum þar sem félagið er með rúm­­lega 27 þús­und tonna leyfi fyrir eldi í sjó. Fyr­ir­tækið er auk þess í mik­illi upp­bygg­ingu á Bol­ung­ar­vík þar sem verið er að byggja laxa­slátr­un. Fyrir hlut­inn var greitt með reiðufé og láns­fé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent