Árni Páll tilkynnir ákvörðun um formannsframboð í dag

Árni Páll Árnason tilkynnir á blaðamannafundi í dag hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á næsta landsfundi.

Árni Páll Árnason hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2013.
Árni Páll Árnason hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2013.
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur boðað til blaða­manna­fundar á Alþingi í dag klukkan 15. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun hann þar til­kynna fjöl­miðlum ákvörðun sína varð­andi hvort hann ætli að gefa kost á sér til end­ur­kjörs sem for­maður flokks­ins á kom­andi lands­fundi. Fram kom í úttekt Kjarn­ans í síð­ustu viku að Árni Páll ætlar að gefa kost á sér áfram til þing­mennsku í kom­andi kosn­ing­um.

Ákveðið var að flýta lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar í ljósi slaks fylgis flokks­ins í skoð­ana­könn­un­um. Hann verður hald­inn í byrjun júní næst­kom­andi og verður ný for­ysta kjör­in. Þeir sem hafa boðið sig fram til for­manns flokks­ins eru Helgi Hjörvar þing­flokks­for­mað­ur, Magnús Orri Schram, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, og Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son, bæj­ar­full­trúi á Sel­tjarn­ar­nesi og starfs­maður í félags­mið­stöð. 

Katrín Júl­í­us­dóttir vara­for­maður hefur ákveðið að hætta á þingi eftir þetta kjör­tíma­bil. Sema Erla Serdar, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður flokks­ins í Kópa­vogi, hefur boðið sig fram í emb­ætt­ið.  

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None