Stefán Ólafs, Ásta Guðrún og Nicole Leigh á meðal frambjóðenda Samfylkingarinnar

Samfylkingin er búin að birta lista yfir þá einstaklinga sem gætu endað á listum flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Þar má finna nokkur óvænt nöfn einstaklinga sem ekki höfðu þegar boðað að þeir ætluðu fram fyrir flokkinn.

Hluti frambjóða Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Hluti frambjóða Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin hefur birt lista yfir þá ein­stak­linga sem gefa kost á sér til þess að taka sæti á fram­boðs­listum flokks­ins í Reykja­vík. Alls eru fram­bjóð­end­urnir 49 tals­ins.

Nokkur nöfn koma á óvart á list­an­um, en þar má meðal ann­arra finna Stefán Ólafs­son pró­fessor og sér­fræð­ing hjá Efl­ingu, Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur alþing­is­mann, Karl Th. Birg­is­son blaða­mann og Nicole Leigh Mosty, fyrr­ver­andi þing­mann Bjartrar fram­tíð­ar.

Einnig er Ásta Guð­rún Helga­dóttir fyrr­ver­andi þing­maður Pírata á list­anum og sömu­leiðis Inga Auð­björg Straum­land for­maður Sið­mennt­ar. Þess má geta að hún eig­in­kona Helga Hrafns Gunn­ars­sonar þing­manns Pírata.

Auglýsing

Hjálmar Sveins gefur kost á sér í lands­málin

Nokkrir úr borg­ar­stjórn­ar­flokki Sam­fylk­ing­ar­innar eru á list­an­um, en borg­ar­full­trú­arnir Hjálmar Sveins­son og Ragna Sig­urð­ar­dóttir gefa bæði kost á sér auk vara­borg­ar­full­trú­anna Arons Leví Beck og Ellenar Calmon.

Báðir þing­menn flokks­ins í Reykja­vík, Ágúst Ólafur Ágústs­son og Helga Vala Helga­dótt­ir, gefa kost á sér til þess að vera áfram í far­ar­broddi fyrir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík. Það gerir einnig Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem gekk í þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­innar í gær, en hún er þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og óljóst var þar til nú hvort hún hefði hug á að bjóða fram krafta sína í Reykja­vík­.

Tals­verður fjöldi fólks hafði þegar stað­fest að það ætl­aði að gefa kost á sér, þeirra á meðal Kristrún Frosta­dóttir aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka, Jóhann Páll Jóhanns­son fyrr­ver­andi blaða­maður á Stund­inni og Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Afstöðu, félags fanga, svo nokkur séu nefnd.

Fram­boðs­könnun stendur yfir fram á sunnu­dag

Sam­fylk­ingin ætlar ekki að halda próf­kjör í Reykja­vík fyrir kom­andi kosn­ing­ar, eins og áður hefur verið greint frá, heldur nota svo­kall­aða „­sænska leið“ við upp­still­ingu á lista. Hún felur í sér að flokks­fé­lagar geta lýst skoðun sinni á fram­bjóð­endum og hefst fram­boðs­könnun á net­inu síð­degis í dag og stendur fram á kom­andi sunnu­dag.

Í könn­un­inni velur hver og einn 5 til 10 fram­bjóð­endur með kjör­merk­inu X en ekki með tölu­gildum eins og algeng­ast er í próf­kjörum hér­lend­is. Þessar nið­ur­stöður verða svo kynntar upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins, en úrslitin verða ekki opin­beruð. Upp­still­ing­ar­ferlið á að hefj­ast strax að lok­inni fram­boðs­könn­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá full­trúa­ráði Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík. 

Búist er við að listar flokks­ins verði kynntir í febr­ú­ar.

Listi fram­bjóð­enda í heild

 • Aldís Mjöll Geirs­dótt­ir, for­seti Norð­ur­landa­ráðs æsk­unnar
 • Alex­andra Ýr van Erven, rit­ari Sam­fylk­ing­ar­innar
 • Aron Leví Beck Rún­ars­son, mynd­list­ar­maður og vara­borg­ar­full­trúi
 • Auður Alfa Ólafs­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands
 • Axel Jón Ellen­ar­son
 • Ágúst Ólafur Ágústs­son, alþing­is­maður
 • Ásgeir Bein­teins­son, skóla­ráð­gjafi
 • Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, ráð­gjafi
 • Björn Atli Dav­íðs­son, lög­fræð­ingur
 • Bolli Héð­ins­son, hag­fræð­ingur og for­maður efna­hags­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar
 • Dag­finnur Svein­björns­son, for­stjóri Arctic Circle
 • Einar Kára­son, rit­höf­undur og vara­þing­maður
 • Ellen J. Calmon, vara­borg­ar­full­trúi
 • Eva H. Bald­urs­dótt­ir, lög­maður og jóga­kenn­ari – for­maður umhverf­is­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar
 • Finnur Birg­is­son, arki­tekt á eft­ir­launum
 • Fríða Braga­dóttir
 • Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Afstöðu
 • Gunnar Alex­ander Ólafs­son, heilsu­hag­fræð­ingur
 • Gunn­hildur Fríða Hall­gríms­dóttir
 • Halla Gunn­ars­dótt­ir, lyfja­fræð­ingur
 • Helga Vala Helga­dótt­ir, alþing­is­maður
 • Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi
 • Hlíf Steins­dótt­ir, aktí­visti og bar­áttu­kona 
 • Hlynur Már Vil­hjálms­son, stofn­andi Félags fóst­ur­barna og starfs­maður frí­stunda­heim­ilis
 • Hösk­uldur Sæmunds­son, leik­ari og mark­aðs­maður - for­maður atvinnu­vega­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar
 • Inga Auð­björg Straum­land, athafn­ar­stjóri og Kaospilot
 • Ingi­björg Gríms­dótt­ir, þjón­ustu­full­trúi hjá Vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borgar
 • Ída Finn­boga­dótt­ir, mann­fræð­ingur og deild­ar­stjóri á áfanga­heim­ili
 • Jóhann Páll Jóhanns­son, blaða­maður og stjórn­mála­hag­fræð­ingur
 • Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Almannaróms
 • Karl Th. Birg­is­son, blaða­maður
 • Kikka K. M. Sig­urð­ar­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari
 • Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, hag­fræð­ingur
 • Magnea Mar­in­ós­dótt­ir, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í jafn­rétt­is­málum
 • Magnús Árni Skjöld Magn­ús­son, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Háskól­ann á Bif­röst - for­maður alþjóða­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar
 • Magnús Davíð Norð­dahl
 • Nichole Leigh Mosty, for­maður Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi og verk­efna­stjóri í Hverf­is­verk­efni Breið­holts
 • Nikólína Hildur Sveins­dótt­ir, vef­stjóri og fyrr­ver­andi for­seti UJ
 • Óskar Steinn Ómars­son, deild­ar­stjóri á leik­skóla
 • Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti Ungra jafn­að­ar­manna og borg­ar­full­rúi í Reykja­vík
 • Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, alþing­is­maður
 • Sig­fús Ómar Hösk­ulds­son, vara­for­maður SffR
 • Sonja Björg Jóhanns­dótt­ir, deild­ar­stjóri á leik­skóla - Bs. í sál­fræði
 • Stef­anía Jóna Niel­sen, sér­fræð­ingur á kjara­sviði Sam­eykis
 • Stefán Ólafs­son, pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi
 • Stein­unn Ása Þor­valds­dótt­ir, fjöl­miðla­kona
 • Stein­unn Ýr Ein­ars­dótt­ir, forman Kvenna­hreyf­ingar Sam­fylk­ing­ar­innar
 • Viðar Egg­erts­son, leik­stjóri og verð­andi eldri borg­ari í starfs­þjálfun
 • Viktor Stef­áns­son, for­seti Hall­veigar – Ungra jafn­að­ar­manna í Reykja­vík
 • Vil­borg Odds­dóttir
 • Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent