Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum

Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík suð­ur, mun ekki vera á fram­boðs­lista flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Þar segir Ágúst Ólafur að honum þyki dap­ur­legt fyrir sig að upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins hafi ekki talið rétt að hann yrði í lík­legu þing­sæti fyrir næstu kosn­ing­ar. Þó gagn­rýna megi ýmis­legt varð­andi aðferð­ina sem beitt hafi verið við upp­still­ingu virði hann rétt nefnd­ar­innar til að taka sína ákvörð­un. 

Ágúst Ólafur seg­ist hafa boðið upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins sátta­til­lögu sem fælist í því að hann færi úr odd­vita­sæt­inu í kjör­dæm­inu í nafni nýlið­unar og tæki annað sætið á lista. „Þeirri til­lögu var hafnað af meiri­hluta upp­still­ing­ar­nefnd­ar. Þessi nið­ur­staða er mér vissu­lega von­brigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórn­málum og er ég mjög þakk­látur fyrir að hafa fengið tæki­færi til að vinna að betra sam­fé­lag­i.“

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að Ágústi Ólafi hafi verið boðið þriðja sætið á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður en að hann hafi hafnað því boð­i. 

Auglýsing
Lokafrágangur á því hverjir muni sitja í þremur efstu sætum á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur stendur nú yfir og verður greint frá nið­ur­stöð­unum á allra næstu dög­um. 

Flokk­ur­inn lét fram­kvæma skoð­ana­könnun á meðal félags­manna í Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík í aðdrag­anda upp­still­ing­ar­innar í síð­asta mán­uði. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu hennar lent­u Helga Vala Helga­dóttir þing­­mað­­ur, Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­­hag­fræð­ingur Kviku banka, Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir þing­­mað­­ur, Jóhann Páll Jóhanns­­son, fyrr­ver­andi blaða­­maður og núver­andi starfs­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, og Ragna Sig­­urð­­ar­dótt­ir, for­­seti ungra jafn­­að­­ar­­manna, í fimm efstu sæt­un­um. 

Búast má við því að þrjú eða fjögur þeirra hið minnsta verði í efstu sæt­unum hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík. Ekki liggur fyrir hvort Rósa Björk ætli að taka slag­inn þar eða bjóða sig fram til að leiða flokk­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem hún var odd­viti Vinstri grænna í kosn­ing­unum 2017. 

Skoð­ana­könn­unin var ekki bind­andi heldur var henni ætlað að ­upp­­still­ing­­ar­­nefnd flokks­ins, sem í sitja 17 manns, sýn á vilja flokks­­manna í höf­uð­­borg­inni þegar hún raðar á lista fyrir næstu kosn­­ing­­ar. Nefndin er þó ekki bundin af nið­­ur­­stöð­unni.

Í nýlegri umfjöllun Kjarn­ans, sem byggði á nið­­ur­­stöðu tveggja kann­ana MMR sem gerðar voru um mán­aða­­mótin októ­ber/nóv­­em­ber, mæld­ist fylgi Sam­­fylk­ing­­ar­innar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu 18,4 pró­­sent. Fylgi á þeim slóðum myndi skila flokknum 4-5 þing­­sætum í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­unum tveim­­ur. Ef hann vinnur kosn­­inga­­sigur í borg­inni gætu þau orðið sex. Lík­­­leg upp­­­skera í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, miðað við stöðu mála í könn­unum um þessar mund­ir, yrðu tvö þing­­sæti.

Í sömu umfjöllun kom fram að Sam­­fylk­ingin væri á miklu skriði hjá yngstu kjós­­end­unum og kon­­um. Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­­­ing­­­arnar 2016 mæld­ist Sam­­­fylk­ingin með eitt pró­­­sent fylgi í ald­­­ur­s­hópnum 18 til 29 ára. Í haust var Sam­­­fylk­ingin með 19,3 pró­­­sent fylgi hjá þeim ald­­ur­s­­flokki. Þá kom fram í umfjöll­un­inni að Sam­­fylk­ingin nyti stuðn­­ings 21,4 pró­­sent kvenna en ein­ungis 11,9 pró­­sent karla. 

Fyrir liggur að Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður flokks­ins, muni leiða í Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi en óljóst er hvernig málum verður háttað í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, þar sem þing­­mað­­ur­inn Guð­jón Brjáns­­son leiddi síð­­ast, og í Suð­­ur­­kjör­­dæmi, þar sem Oddný Harð­­ar­dóttir er sitj­andi odd­viti. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vilji sé hjá mörgum áhrifa­­mönnum innan flokks að gera breyt­ingar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og sækja fastar fylgi í þétt­býl­­ari sveit­­ar­­fé­lög innan þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent