Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum

Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, mun ekki vera á framboðslista flokksins í komandi kosningum. Frá þessu greinir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 

Þar segir Ágúst Ólafur að honum þyki dapurlegt fyrir sig að uppstillingarnefnd flokksins hafi ekki talið rétt að hann yrði í líklegu þingsæti fyrir næstu kosningar. Þó gagnrýna megi ýmislegt varðandi aðferðina sem beitt hafi verið við uppstillingu virði hann rétt nefndarinnar til að taka sína ákvörðun. 

Ágúst Ólafur segist hafa boðið uppstillingarnefnd flokksins sáttatillögu sem fælist í því að hann færi úr oddvitasætinu í kjördæminu í nafni nýliðunar og tæki annað sætið á lista. „Þeirri tillögu var hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar. Þessi niðurstaða er mér vissulega vonbrigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórnmálum og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að betra samfélagi.“

Kjarninn hefur heimildir fyrir því að Ágústi Ólafi hafi verið boðið þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en að hann hafi hafnað því boði. 

Auglýsing
Lokafrágangur á því hverjir muni sitja í þremur efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur stendur nú yfir og verður greint frá niðurstöðunum á allra næstu dögum. 

Flokkurinn lét framkvæma skoðanakönnun á meðal félagsmanna í Samfylkingunni í Reykjavík í aðdraganda uppstillingarinnar í síðasta mánuði. Samkvæmt niðurstöðu hennar lentu Helga Vala Helga­dóttir þing­mað­ur, Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­mað­ur, Jóhann Páll Jóhanns­son, fyrr­ver­andi blaða­maður og núver­andi starfs­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti ungra jafn­að­ar­manna, í fimm efstu sæt­unum. 

Búast má við því að þrjú eða fjögur þeirra hið minnsta verði í efstu sætunum hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ekki liggur fyrir hvort Rósa Björk ætli að taka slaginn þar eða bjóða sig fram til að leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún var oddviti Vinstri grænna í kosningunum 2017. 

Skoðanakönnunin var ekki bindandi heldur var henni ætlað að upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins, sem í sitja 17 manns, sýn á vilja flokks­manna í höf­uð­borg­inni þegar hún raðar á lista fyrir næstu kosn­ing­ar. Nefndin er þó ekki bundin af nið­ur­stöð­unni.

Í nýlegri umfjöllun Kjarn­ans, sem byggði á nið­ur­stöðu tveggja kann­ana MMR sem gerðar voru um mán­aða­mótin októ­ber/nóv­em­ber, mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 18,4 pró­sent. Fylgi á þeim slóðum myndi skila flokknum 4-5 þing­sætum í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Ef hann vinnur kosn­inga­sigur í borg­inni gætu þau orðið sex. Lík­leg upp­skera í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, miðað við stöðu mála í könn­unum um þessar mund­ir, yrðu tvö þing­sæti.

Í sömu umfjöllun kom fram að Sam­fylk­ingin væri á miklu skriði hjá yngstu kjós­end­unum og kon­um. Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­­ing­­arnar 2016 mæld­ist Sam­­fylk­ingin með eitt pró­­sent fylgi í ald­­ur­s­hópnum 18 til 29 ára. Í haust var Sam­­fylk­ingin með 19,3 pró­­sent fylgi hjá þeim ald­urs­flokki. Þá kom fram í umfjöll­un­inni að Sam­fylk­ingin nyti stuðn­ings 21,4 pró­sent kvenna en ein­ungis 11,9 pró­sent karla. 

Fyrir liggur að Logi Ein­ars­son, for­maður flokks­ins, muni leiða í Norð­aust­ur­kjör­dæmi en óljóst er hvernig málum verður háttað í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem þing­mað­ur­inn Guð­jón Brjáns­son leiddi síð­ast, og í Suð­ur­kjör­dæmi, þar sem Oddný Harð­ar­dóttir er sitj­andi odd­viti. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vilji sé hjá mörgum áhrifa­mönnum innan flokks að gera breyt­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og sækja fastar fylgi í þétt­býl­ari sveit­ar­fé­lög innan þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent