Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.

Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er með til skoð­unar ætlað brot fyrrum eig­anda Bræðra­borg­ar­stígs 1 á bygg­ing­ar­reglu­gerð. Þetta stað­festir Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, sviðs­stjóri ákæru­sviðs lög­regl­unn­ar, við Kjarn­ann.Þrír lét­ust í elds­voða í hús­inu 25. júní síð­asta sum­ar, allt ungt fólk frá Pól­landi. Tveir slös­uð­ust alvar­lega. Húsið var þá í eigu félags­ins HD Verks en í byrjun jan­úar gengu kaup Þorps­ins vist­fé­lags á bruna­rúst­unum og á hús­inu við hlið­ina í gegn. Eig­andi HD Verks er Krist­inn Jón Gísla­son.

AuglýsingSam­kvæmt rann­sókn bæði lög­reglu og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar var eldur lík­lega kveiktur í hús­inu á tveimur stöð­um. Karl­maður á sjö­tugs­aldri, sem var íbúi í hús­inu, var í haust ákærður fyrir íkveikj­una, þrjú mann­dráp og tíu mann­dráp­stil­raun­ir. Sam­kvæmt mati geð­læknis var hann ósak­hæfur á verkn­að­ar­stund en tveir yfir­mats­menn voru fengnir til að fara yfir geð­matið og liggur nið­ur­staða þeirra enn ekki fyr­ir. Dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefur þó þegar ákveðið að þing­haldið verði opið en ekki lokað að hluta eða í heild líkt og verj­andi manns­ins fór fram á.­Rann­sak­endur Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar telja að, óháð því hvort um íkveikju hafi verið að ræða, þá hafi fleiri sam­verk­andi þættir haft áhrif á að elds­voð­inn varð jafn mann­skæður og raun bar vitni. Um var að ræða yfir hund­rað ára gam­alt for­skalað timb­ur­hús sem ekki var vel úr garði gert með til­liti til bruna­varna í upp­hafi.Í skýrslu stofn­un­ar­innar um brun­ann, sem gefin var út um miðjan des­em­ber, kemur fram að upp­haf­legar teikn­ingar liggi ekki fyr­ir, en nýj­ustu sam­þykktu teikn­ing­arnar af hús­inu sé frá árinu 2000. „Þær bruna­varnir sem þær teikn­ingar gerðu ráð fyrir voru ekki til staðar þegar brun­inn varð,“ segir í skýrsl­unni. Her­bergja­skipan var líka önn­ur. Bruna­hólfun að stiga­húsi var ekki til staðar né þau björg­un­arop sem voru á sam­þykktum teikn­ing­um. Eins hefur inn­gangi á 2. hæð húss­ins á ein­hverjum tíma­punkti verið lokað með þeim afleið­ingum að í stað tveggja flótta­leiða úr íbúð­inni var bara ein flótta­leið. 

Eig­andi ber ábyrgð á bruna­vörnum

Skýrslu­höf­undar harma að loka­út­tekt eft­ir­lits­að­ila sem fram fór á árinu 2000 hafi ein­ungis tekið til 1. hæðar húss­ins þar sem dag­vist­un­ar­heim­ili var rekið á þeim tíma en efri hæðir húss­ins voru ekki skoð­að­ar. Var því ekki hægt að full­yrða hvort efri hæðir húss­ins hafi á ein­hverjum tíma verið til sam­ræmis við sam­þykktar teikn­ing­ar. „Eig­andi húss­ins á hverjum tíma bar ábyrgð á ástandi húss­ins, var skylt að sækja um til­skilin leyfi vegna breyt­inga á hús­næð­inu og eins bar honum að tryggja við­un­andi bruna­varn­ir,“ segir í skýrsl­unni. Í henni kemur fram að notkun húss­ins var önnur en teikn­ingar gerðu ráð fyrir og for­sendur allt aðrar gagn­vart bruna­ör­yggi. Húsið var í raun notað til útleigu á her­bergjum en ekki sem tvær íbúð­ir. Breytt notkun kall­aði á auknar bruna­varnir og eld­varn­ar­eft­ir­lit.

Vasile Tibor Andor bjó á rishæðinni og varð innlyksa í eldhafinu. Hann sagði sögu sína og frá björguninni sem hér sést í viðtali við Kjarnann í nóvember. Mynd: AðsendÍ ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um elds­voð­ann og eft­ir­mál hans, sem birt var í nóv­em­ber, sögð­ust íbúar sem rætt var við ekki hafa heyrt í reyk­skynj­urum er eld­ur­inn kvikn­aði. Þeir hefðu ekki orðið hans varir fyrr en þeir heyrðu öskur sam­býl­inga sinna.Í skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar kom fram að aðeins einn reyk­skynj­ari hafi fund­ist í rústum húss­ins að Bræðra­borg­ar­stíg. Hann var án raf­hlöðu. Nið­ur­staða stofn­un­ar­innar á rann­sókn brun­ans er m.a. sú að bruna­vörnum í hús­inu hafi verið veru­lega ábóta­vant og ekki í sam­ræmi við lög.Brot á lögum um mann­virki og reglu­gerðum settum sam­kvæmt þeim varða sektum eða fang­elsi allt að tveimur árum nema þyngri refs­ing liggi við sam­kvæmt öðrum lög­um.Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg er sá mann­skæð­asti sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent