Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.

Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er með til skoð­unar ætlað brot fyrrum eig­anda Bræðra­borg­ar­stígs 1 á bygg­ing­ar­reglu­gerð. Þetta stað­festir Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, sviðs­stjóri ákæru­sviðs lög­regl­unn­ar, við Kjarn­ann.Þrír lét­ust í elds­voða í hús­inu 25. júní síð­asta sum­ar, allt ungt fólk frá Pól­landi. Tveir slös­uð­ust alvar­lega. Húsið var þá í eigu félags­ins HD Verks en í byrjun jan­úar gengu kaup Þorps­ins vist­fé­lags á bruna­rúst­unum og á hús­inu við hlið­ina í gegn. Eig­andi HD Verks er Krist­inn Jón Gísla­son.

AuglýsingSam­kvæmt rann­sókn bæði lög­reglu og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar var eldur lík­lega kveiktur í hús­inu á tveimur stöð­um. Karl­maður á sjö­tugs­aldri, sem var íbúi í hús­inu, var í haust ákærður fyrir íkveikj­una, þrjú mann­dráp og tíu mann­dráp­stil­raun­ir. Sam­kvæmt mati geð­læknis var hann ósak­hæfur á verkn­að­ar­stund en tveir yfir­mats­menn voru fengnir til að fara yfir geð­matið og liggur nið­ur­staða þeirra enn ekki fyr­ir. Dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefur þó þegar ákveðið að þing­haldið verði opið en ekki lokað að hluta eða í heild líkt og verj­andi manns­ins fór fram á.­Rann­sak­endur Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar telja að, óháð því hvort um íkveikju hafi verið að ræða, þá hafi fleiri sam­verk­andi þættir haft áhrif á að elds­voð­inn varð jafn mann­skæður og raun bar vitni. Um var að ræða yfir hund­rað ára gam­alt for­skalað timb­ur­hús sem ekki var vel úr garði gert með til­liti til bruna­varna í upp­hafi.Í skýrslu stofn­un­ar­innar um brun­ann, sem gefin var út um miðjan des­em­ber, kemur fram að upp­haf­legar teikn­ingar liggi ekki fyr­ir, en nýj­ustu sam­þykktu teikn­ing­arnar af hús­inu sé frá árinu 2000. „Þær bruna­varnir sem þær teikn­ingar gerðu ráð fyrir voru ekki til staðar þegar brun­inn varð,“ segir í skýrsl­unni. Her­bergja­skipan var líka önn­ur. Bruna­hólfun að stiga­húsi var ekki til staðar né þau björg­un­arop sem voru á sam­þykktum teikn­ing­um. Eins hefur inn­gangi á 2. hæð húss­ins á ein­hverjum tíma­punkti verið lokað með þeim afleið­ingum að í stað tveggja flótta­leiða úr íbúð­inni var bara ein flótta­leið. 

Eig­andi ber ábyrgð á bruna­vörnum

Skýrslu­höf­undar harma að loka­út­tekt eft­ir­lits­að­ila sem fram fór á árinu 2000 hafi ein­ungis tekið til 1. hæðar húss­ins þar sem dag­vist­un­ar­heim­ili var rekið á þeim tíma en efri hæðir húss­ins voru ekki skoð­að­ar. Var því ekki hægt að full­yrða hvort efri hæðir húss­ins hafi á ein­hverjum tíma verið til sam­ræmis við sam­þykktar teikn­ing­ar. „Eig­andi húss­ins á hverjum tíma bar ábyrgð á ástandi húss­ins, var skylt að sækja um til­skilin leyfi vegna breyt­inga á hús­næð­inu og eins bar honum að tryggja við­un­andi bruna­varn­ir,“ segir í skýrsl­unni. Í henni kemur fram að notkun húss­ins var önnur en teikn­ingar gerðu ráð fyrir og for­sendur allt aðrar gagn­vart bruna­ör­yggi. Húsið var í raun notað til útleigu á her­bergjum en ekki sem tvær íbúð­ir. Breytt notkun kall­aði á auknar bruna­varnir og eld­varn­ar­eft­ir­lit.

Vasile Tibor Andor bjó á rishæðinni og varð innlyksa í eldhafinu. Hann sagði sögu sína og frá björguninni sem hér sést í viðtali við Kjarnann í nóvember. Mynd: AðsendÍ ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um elds­voð­ann og eft­ir­mál hans, sem birt var í nóv­em­ber, sögð­ust íbúar sem rætt var við ekki hafa heyrt í reyk­skynj­urum er eld­ur­inn kvikn­aði. Þeir hefðu ekki orðið hans varir fyrr en þeir heyrðu öskur sam­býl­inga sinna.Í skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar kom fram að aðeins einn reyk­skynj­ari hafi fund­ist í rústum húss­ins að Bræðra­borg­ar­stíg. Hann var án raf­hlöðu. Nið­ur­staða stofn­un­ar­innar á rann­sókn brun­ans er m.a. sú að bruna­vörnum í hús­inu hafi verið veru­lega ábóta­vant og ekki í sam­ræmi við lög.Brot á lögum um mann­virki og reglu­gerðum settum sam­kvæmt þeim varða sektum eða fang­elsi allt að tveimur árum nema þyngri refs­ing liggi við sam­kvæmt öðrum lög­um.Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg er sá mann­skæð­asti sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent