Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Auglýsing

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavík, hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi, þar sem fram mun fara forval líkt og hjá flokknum í öllum öðrum kjördæmum. 

Í tilkynningu segir Kolbeinn að ættir sínar liggi í uppsveitum Árnessýslu og að hann hafi eytt ófáum stundum í Þjórsárdal þar sem ætt hans hafi búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu sinni og afa og svo í sumarbústað fjölskyldunnar. „Ekki skemmir heldur að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt er í Skaftholtsréttir. Þess naut ég þegar ég leiddi lista VG í kjördæminu árið 2003, þó ekki hafi það skilað þingsæti þá.“ 

Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í kjördæminu 2017 en hann hefur ákveðið að láta gott heita og verður ekki í framboði í haust.

Auglýsing
Kolbeinn segir að fjölmörg verkefni séu framundan, sérstaklega vegna heimsfaraldurs og efnahagslægðar sem hann hefur leitt af sér. „Viðspyrnan er hafin og hún verður stóra verkefni næstu missera. Við þurfum að skapa störf og vinna á því atvinnuleysi sem hrjáir allt of marga. Þar eru ærin verkefni í Suðurkjördæmi, allt of mörg hafa misst vinnuna og huga þarf sérstaklega að þeim.“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, tilkynnti í gærkvöldi að hún hygðist sækjast áfram eftir því að leiða lista flokksins þar. 

Talið er nær öruggt að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra muni áfram sækjast eftir því að leiða Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og líklegt er að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og varaformaður flokksins, muni sækjast eftir því að leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi. Þar var Rósa Björk Brynjólfsdóttir í oddvitasæti haustið 2017 en hún sagði sig úr Vinstri grænum á síðasta ári og gekk síðar til liðs við Samfylkinguna.

Í Norðausturkjördæmi verður barátta um oddvitasætið þar sem Steingrímur J. Sigfússon, einn stofnenda flokksins og formaður hans um margra ára skeið, mun ekki verða í framboði. Það verður í fyrsta sinn síðan að Vinstri græn voru stofnuð 1999 sem Steingrímur leiðir ekki í því kjördæmi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu, og Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi og fyrrverandi varaformannsframbjóðandi, hafa bæði tilkynnt um að þau vilji taka við oddvitasæti Steingríms.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent