Ísland með Norðurlandamet í hækkun leiguverðs

Leiguverð hérlendis er íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa, en fá iðnríki hafa upplifað jafnmiklar verðhækkanir á leigumarkaðnum og Ísland frá árinu 2005, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Verðhækkunin er langmest allra Norðurlanda.

Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Auglýsing

Leigu­verð hefur meira en tvö­fald­ast hér á landi á síð­ustu árum, sem er rúm­lega fjórum sinnum meiri hækkun en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Einnig eru Íslend­ingar mun óánægð­ari með hús­næð­is­verð í sínu nærum­hverfi heldur en íbúar ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og gögnum frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD), sem snýr að hús­næð­is­málum í yfir­stand­andi kreppu í lönd­unum sem tengj­ast sam­tök­un­um. 

Auglýsing

Íþyngj­andi leigu­verð hér á landi

Sam­kvæmt skýrsl­unni er leigu­verð tölu­vert íþyngj­andi fyrir lág­tekju­fólk á almenna leigu­mark­að­inum hér á landi, en árið 2019 fóru 43 pró­sent af tekjum þeirra í greiðslu á húsa­leigu. Þetta er tölu­vert hærra en með­al­talið í OECD-­ríkj­um, þar sem lág­tekju­fólk á almennum leigu­mark­aði greiðir rúm­lega þriðj­ung tekna sinna í leigu. Hlut­fallið er einnig hærra en í Sví­þjóð, Nor­egi og Dan­mörku, en aftur á móti nokkuð lægra en í Finn­land­i. 

Langtum meiri hækkun en á Norð­ur­lönd­unum

Þegar litið er á þróun leigu­verðs síð­ustu árin eru þó fá lönd sem hafa upp­lifað jafn­mikla verð­hækkun og Ísland, en sam­kvæmt skýrsl­unni hefur verðið á leigu­hús­næði tvö­fald­ast á tíma­bil­inu 2005 til 2019. Þetta er rúm­lega fjórum sinnum meiri hækkun á öðrum Norð­ur­lönd­um, þar sem leigu­verðið hefur hækkað um 20 til 30 pró­sent á sama tíma. Af öllum þeim 38 löndum sem OECD mældi í skýrsl­unni sinni mátti aðeins sjá við­líka hækkun í Tyrk­landi, Lit­háen og Eist­landi.

Með þeim óánægð­ustu

Einnig má gæta mik­inn mun í ánægju með hús­næð­is­verð milli landa. Sam­kvæmt könnun sem OECD lét gera segj­ast yfir 70 pró­sent Dana og Finna vera ánægð með verðið á hús­næði í sínu nærum­hverfi, á meðan um helm­ingur Norð­manna og Svía gera það. Hins vegar segj­ast aðeins 37 pró­sent Íslend­inga vera sátt með hús­næð­is­verð í sínu nágrenni.Heimild: OECD

Mun­inn má sjá á mynd hér að ofan, en könnun OECD fór fram á milli 2017 og 2019. Með­al­tal allra íbúa OECD-­ríkj­anna er mun hærra en á Íslandi, eða nálægt 50 pró­sent­um. Á meðal Evr­ópu­þjóða eru ein­ungis Lettar, Lit­háar og Pól­verjar óánægð­ari með hús­næð­is­verð í sínu nærum­hverfi, en meiri óánægju má einnig gæta meðal Tyrkja, Ísra­ela, Argent­ínu­manna og Chile­bú­a.  

Aðgerðir fyrir fyrstu kaup­endur ekki eins mark­vissar

Í skýrsl­unni er einnig farið yfir mis­mun­andi aðgerðir OECD-landa í hús­næð­is­málum í yfir­stand­andi kreppu, en sam­kvæmt henni hefur hið opin­bera ráð­ist í aðgerðir til að auka hús­næð­is­ör­yggi tekju­lágra í flestum þess­ara landa, annað hvort með útleigu á félags­legu hús­næði eða með greiðslu hús­næð­is­bóta. 

Hins vegar segja sam­tökin að sum lönd kjósi frekar að beina sínum aðgerðum að fyrstu kaup­endum eða þá sem hafa keypt hús­næði, en þær séu lík­legri til að gagn­ast milli­tekju­fólki og séu ekki best til þess fallnar að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. 

Aukin fjár­fest­ing í félags­legu hús­næði

OECD kallar eftir auk­inni fjár­fest­ingu, bæði af hálfu hins opin­bera og hjá einka­geir­an­um, í félags­legu hús­næði. Í skýrsl­unni segja þau að þess háttar aðgerðir gætu gegnt meg­in­hlut­verki í að tryggja að við­spyrnan frá krepp­unni muni gagn­ast sem flest­u­m.  

Til skamms tíma telja þau tíma­bundnar stuðn­ings­að­gerðir vera mik­il­vægastar til að styðja við þá sem búa við mikið óör­yggi á hús­næð­is­mark­aðn­um, en leggja þó til að hugað sé að lang­tíma­þátt­um, líkt og breyttri eft­ir­spurn á hús­næði vegna auk­innar fjar­vinnu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent