Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey

Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.

Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Auglýsing

Skip eru orðin það stór og munu fara stækk­andi í fram­tíð­inni, að nauð­syn­legt er að ráð­ast í dýpkun og að bæta aðstöðu í Sunda­höfn. Þetta eru rök­semdir Faxa­flóa­hafna fyrir því að fara í frek­ari land­fyll­ingar á athafna­svæð­inu og dýpkun Við­eyj­ar­sunds. Til­laga að mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar hefur nú verið lögð fram til kynn­ing­ar. Fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum er hægt að skipta í þrennt; dýpkun Við­eyj­ar­sunds, efn­islosun við Engey og land­fyll­ingar og hafn­ar­gerð á athafna­svæði Sunda­hafn­ar.Faxa­flóa­hafnir fyr­ir­huga að lengja Skarfa­bakka til suð­urs, færa Klepps­bakka utar og lengja Sunda­bakka og Voga­bakka svo að þeir nái sam­an. Við Kletta­garða er stefnt að stækkun núver­andi land­fyll­ingar utan við skólp­hreinsi­stöð Veitna. Í heild­ina er áætlað að taka 3.150.000 rúmmetra (m3) af efni af hafs­botni við dýpkun Við­eyj­ar­sunds en heild­ar­efn­is­þörf allra land­fyll­inga er metin um tvær millj­ónir rúmmetra.

Auglýsing


Með fram­kvæmd­unum myndu hafn­ar­bakkar aðeins lengj­ast um 190 metra sam­an­lagt enda eru fram­kvæmd­irnar aðal­lega ætl­aðar til að auð­velda mót­töku stærri skipa, einkum nýrra flutn­inga­skipa, en einnig til að taka á móti stærri skemmti­ferða­skip­um. Ströndin á þessum kafla er öll mann­gerð land­fyll­ing og í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að engri nátt­úru­legri strand­lengju verði rask­að.

Fyrirhugað dýpkunarsvæði á Viðeyjarsundi. Mynd: Úr tillögu að matsáætlunÞar sem fyr­ir­huguð efn­istaka og haug­setn­ing nemur meira en 150 þús­und rúmmetrum á svæði sem er yfir fimm hekt­arar er fram­kvæmdin háð umhverf­is­mati. Til­laga að mats­á­ætlun er eitt skref í þeirri vinnu. Í fram­hald­inu verður unnin frum­mats­skýrsla og er stefnt að því að senda hana til með­ferðar Skipu­lags­stofn­unar í apríl og von­ast er til þess að álit stofn­un­ar­innar liggi fyrir næsta haust.

Botn­inum að mestu leyti þegar raskað

Á Við­eyj­ar­sundi er fyr­ir­hugað að dýpka botn­inn og fjar­lægja alls 3.150.000 rúmmetra af efni á 113 hekt­ara svæði. Fyr­ir­hugað er að botn­inn verði á 10 og 12,5 metra dýpi að fram­kvæmdum lokn­um. Dýpk­un­ar­svæðið er allt innan athafna­svæðis Sunda­hafnar og í til­lögu að mats­á­ætlun segir að nátt­úru­legum botni hafi að miklu leyti þegar verið raskað með fyrri dýpk­un­ar­að­gerð­um.Efni úr dýpk­un­inni er meira fyll­ing­ar­efni en Faxa­flóa­hafnir þurfa í sínar land­fyll­ingar og verður leit­ast við að nýta efnið í aðrar land­fyll­ing­ar, verði þess nokkur kost­ur, t.d. á vegum Reykja­vík­ur­borgar eða nálægra sveit­ar­fé­laga.

Fyrirhugað losunarsvæði er merkt með svörtum hring norðvestan við Engey. Mynd: Úr tillögu að matsáætlunTil stendur að umfram­efni úr dýpk­un­ar­fram­kvæmd­um, sem ekki er hægt að nýta í land­fyll­ing­ar, verði að hluta losað í sjó­inn við Eng­ey. Í til­lögu að mats­á­ætlun kemur fram að efni hafi verið losað við Engey frá árinu 2005 og þá aðal­lega í aflagða efn­is­námu austan við hana. Þessar gömlu efn­is­námur eru að fyllast, auk þess sem þær eru nálægt núver­andi efn­is­töku­svæði Björg­un­ar. Því hyggj­ast Faxa­flóa­hafnir losa efni í fram­tíð­inni í gamlar efn­is­námur norð­vestan við Eng­ey.Engin nátt­úru­leg strand­lengja er eftir innan fram­kvæmda­svæð­is­ins og engar þekktar nátt­úru- né menn­ing­arminjar eru innan þess. Í næsta nágrenni eru þó svæði á nátt­úru­minja­skrá; Eng­ey, Við­ey, Gufu­nes­höfði og vest­ur­horn Laug­ar­ness. Fram­kvæmdir munu ekki hrófla við umræddum nátt­úru­minja­svæð­um, segir í til­lögu Faxa­flóa­hafna.

Mengun á hafs­botni

Beint og var­an­legt rask yrði á því svæði sem fyr­ir­hugað er að dýpka.  Þá munu land­fyll­ingar breyta ásýnd strand­lengj­unnar til fram­búð­ar. Efn­islosun við Engey mun jafn­framt hylja sjáv­ar­botn­inn stað­bund­ið. Land­fyll­ing­arnar eru allar stækk­anir á fyrri land­fyll­ingum og því mun, að sögn fram­kvæmda­að­ila, engin búsvæði fugla eða gróður á landi raskast.

Landfyllingar við Skarfabakka, 7,8 hektarar, og Kleppsbakka, 2 hektarar..Mynd: Tillaga að matsáætlun

Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­víkur um dýpkun Sunda­hafnar sem gefin var í júní í fyrra er þó minnt á að í Engey og á hinum eyj­unum í sund­inu eru varp­svæði fugla sem sækja fæðu sína í sjó­inn umhverfis þær. Einnig kemur fram í umsögn­inni að nið­ur­stöður rann­sókna á botns­eti sýni að á sumum svæðum á þessum slóðum séu meng­un­ar­efni á borð við PCB og þung­málma. Kanna þurfi hvort mengun frá dýpk­un­ar­efni geti haft áhrif á fæðu fugl­anna en í set­inu eru m.a. þung­málmar sem safn­ast geta saman í líf­keðj­unni. Í til­lögu Faxa­flóa­hafna kemur fram að efni í var­úð­ar- og hættu­flokki sam­kvæmt skil­grein­ingu Umhverf­is­stofn­un­ar, verði lokað af í land­fyll­ing­um. Fyr­ir­hugað er að stærsta land­fyll­ingin við Vatna­garða eða land­fyll­ing norðan við Laug­ar­nes verði notuð til þess.

Getur haft áhrif á lax­fiska

Í til­lögu Faxa­flóa­hafna að mats­á­ætlun þró­unar Sunda­hafnar er fjallað um að fram­kvæmdin sem þar er lýst geti haft áhrif á lax­gengd í Elliða­án­um. Allir lax­fiskar á leið í árnar fara um eða rétt fram hjá fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði. Sömu­leiðis fara seiði á leið til sjávar um og fram hjá fram­kvæmda­svæð­inu og því verða áhrif fram­kvæmd­ar­innar á lax­fiska metin í frum­mats­skýrslu – næsta skrefi umhverf­is­mats­ins.

AuglýsingÍ til­lög­unni er bent á að fyr­ir­hug­aðar land­fyll­ingar muni ekki þrengja frekar að Við­eyj­ar­sundi. „Göngu­leiðir lax­fiska verða því áfram óhindr­að­ar, mögu­lega þá stækka þær með auknu dýpi á Við­eyj­ar­sundi. Grugg og umsvif vinnu­véla á fram­kvæmda­tíma gætu þó mögu­lega haft ein­hver áhrif á far lax­fiska.“

Allir geta kynnt sér til­lögu Faxa­flóa­hafna að mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum þró­unar Sunda­hafnar og lagt fram athuga­semd­ir. Athuga­semdir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 4. febr­úar 2021 til Skipu­lags­stofn­unar bréfleiðis eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent