Kristrún: „Það er ekki hægt að skera sig niður í lægra skuldahlutfall“

Ríkisstjórnin ætti ekki að ráðast í fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir innan tveggja ára á meðan búist er við háu atvinnuleysi, að mati hagfræðings og þingframbjóðanda Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar, segir það vera óásættanlegt að ríkisstjórnin skeri niður í opinberri þjónustu eða hækki skatta innan tveggja ára, þegar búist er við 6-7 prósenta atvinnuleysi á þeim tíma. Samkvæmt henni er aukin verðmætasköpun forsenda þess að hægt sé að lækka skuldahlutfall ríkisins.

Í færslu á Facebook-síðu sinni í gær fjallaði Kristrún um nýbirtu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið 2022-2026. Þar stefnir ríkisstjórnin á að draga úr hallarekstri í opinberum fjárlögum á næstu árum og stöðva skuldasöfnun árið 2025.

Allt að 50 milljarða króna aðhaldsaðgerðir

Kjarninn hefur áður fjallað um áætlunina, en samkvæmt henni mun hið opinbera ráðast í svokallaðar „afkomubætandi ráðstafanir“, sem fela annað hvort í sér skattahækkanir eða niðurskurð á gjöldum ríkissjóðs, á tímabilinu 2023-2025. Ráðist yrði í þessar ráðstafanir til að halda skuldahlutfallinu innan ákveðinna marka.

Auglýsing

Búist er við að niðurskurður eða skattahækkanir muni nema um 34 milljörðum króna á hverju ári í grunnsviðsmynd ríkisstjórnarinnar, en þær gætu farið upp í allt að 50 milljarða króna á ári ef efnahagsástandið verður verra en áður var spáð.

Aukin verðmæti forsenda lægri skulda

Samkvæmt Kristrúnu er hins vegar ekki hægt fyrir hið opinbera að skera sig niður í lægra skuldahlutfall, sú tilraun hafi verið reynd á meðal annarra Evrópuríkja og mistekist.

„Forsenda þess að skuldahlutföll falli er að tekjurnar sem undir þeim standa geti vaxið,“ segir Kristrún í Facebook-færslunni sinni. „Fjöldaatvinnuleysi er sóun og hagkerfi þar sem atvinnuleysi er viðvarandi nýtir ekki auðlindir sínar sem skyldi. Það er fólkið í landinu sem skapar verðmætin,“ bætir hún við.

Börnin erfi meira en skuldir

Kristrún gagnrýnir einnig ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að núverandi vanda verði ekki velt yfir á framtíðarkynslóðir: „Þetta er dogmatísk orðræða sem gengur út frá að það eina sem börn erfi séu fjárhagslegar skuldir. Þessi börn erfa líka samfélagsgerðina sem út úr þessu ástandi kemur,“ stendur í færslunni og minnist Kristrún í því samhengi á niðurstöðum rannsókna sem sýna að langtímaatvinnuleysi hafi áhrif á lífstekjur einstaklinga og barna þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent