Búa Landspítala undir að taka við COVID-veikum börnum

Styrkja á getu Landspítalans til að taka við börnum sem veikst hafa af COVID. Reynslan frá Norðurlöndunum sýnir að 1,5 sinnum fleiri smitaðra þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna hins breska afbrigðis veirunnar.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

„Vegna þess að nú er það breska afbrigðið sem komið er á kreik þá má búast við fleiri innlögnum hlutfallslega en við höfum áður séð, sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. Reynslan frá Norðurlöndum sýni að 1,5 sinnum fleiri þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda en áður. Hingað til hefur um 4 prósent smitaðra þurft innlögn hér á landi en nú má búast við allt að 10 prósent.

Því er hafinn víðtækur undirbúningur innan heilbrigðiskerfisins, ekki síst á Landspítala. COVID-göngudeildin hefur verið styrkt sem og geta spítalans til að taka við börnum sem gætu þurft innlögn. „Það eru allir í viðbragðsstöðu og búa yfir mikilli reynslu til að takast á við faraldurinn.“

Hún sagði að við ættum enn eftir að læra á þetta breska afbrigði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að væri „allsráðandi“ á t.d. Norðurlöndunum. Alma benti á að nú væru nokkrir í eftirliti hjá COVID-göngudeildinni vegna mikilla einkenna, fólk sem gæti þurft á innlögn að halda síðar.

Síðustu sólarhringa hefur orðið mikil aukning í greindum smitum á höfuðborgarsvæðinu. Þau tengjast þremur hópsýkingum sem upp hafa komið – sýkinga af völdum breska afbrigðis veirunnar. Tvær þeirra er hægt að rekja saman en þá þriðju, hefur ekki verið hægt að rekja til landamæraskimunar. Sá sem bar hana hingað til lands hefur sum sé ekki farið í skimun eða ekki greinst í þeim skimunum sem hann undirgekkst.

Auglýsing

Þetta hópsmit greindist fyrir fjórum dögum og hefur leitt til þess að um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví. Í heildina hafa tuttugu manns greinst í tengslum við það en búast má við fleiri tilfellum á næstu dögum. „En vonandi verða þeir allir í sóttkví við greiningu,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins.

Í gær greindust átta innanlands og allir voru þeir í sóttkví. Allir tengjast þeir klasasmitinu sem kom upp síðustu helgi. Það hópsmit hefur nú teygt sig inn í fleiri grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.

„Því er ljóst að það er komin töluverð útbreiðsla af veirunni í samfélagið af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur og benti á að í raun hefði tvö afbrigði af því breska greinst.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins. Mynd: Almannavarnir

„Þessi þróun veldur áhyggjum því ekki er þetta afbrigði bara meira smitandi heldur veldur alvarlegum veikindum í öllum aldurshópum nema hjá yngsta aldurshópnum, yngri en 6 ára.“

Reynslan frá Noregi sýni að fleiri börn eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins nú en áður og í Danmörku hefur einnig sést marktæk aukning smita hjá börnum.

„Til að stemma stigu við frekari útbreiðslu taldi ég nauðsynlegt að bregðast hratt og hart við stöðunni,“ sagði Þórólfur en hertar aðgerðir, með tíu manna fjöldatakmörkunum, tóku gildi á miðnætti. „Með því að ganga svona hart fram núna bind ég vonir við að böndum verði náð á faraldurinn sem fyrst og að fljótlega verði hægt að hefja afléttingar að nýju.“ Það verður þó tæplega fyrr en eftir 2-3 vikur.

Þórólfur sagði vissulega vonbrigði að þessi staða væri komin upp. „En það á í sjálfu sér ekki að koma á óvart miðað við þróunina erlendis og hvernig hún hefur verið hér á landamærum og hvaða reynslu við höfum af því að fást við þennan faraldur. En ég bind miklar vonir við að við náum tökum fyrr en áður því við beitum hörðum aðgerðum strax í upphafi.“

Hann benti á að við vitum núna hvað þurfi að gera. „Við verðum áfram að standa saman í því að binda enda á faraldurinn því samstaðan er lykilatriði í þessari baráttu og hefur einkennt okkar árangur til þessa.“

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, benti fólki á að taka upp páskakúlur – sambærilegar jólakúlunum sem fólk gerði í desember. Sum sé: Hitta aðeins fáa – muna tíu manna fjöldatakmarkanir. „Hvaða hóp ætlar þú að hafa í kringum þig,“ sagði hann vera spurningu sem fólk ætti nú að huga að. Og eins og áður: Allir verða að hafa sóttvarnir efst í huga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent