Steingrímur segir orð sín um „grenjandi minnihluta“ ekki hafa neitt með grát að gera

Steingrímur J. Sigfússon útskýrir í grein í Morgunblaðinu í dag að með orðum sínum um „grenjandi minnihluta“ hafi hann verið að vísa til mikils minnihluta, en ekki þess að einhver væri að grenja. Það samræmist hans norðlenska tungutaki eða málvitund.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Auglýsing

„Sam­kvæmt mínu norð­lenska tungu­taki eða mál­vit­und þýðir orðið grenj­andi minni­hluti = mik­ill minni­hluti. Sam­an­ber einnig grenj­andi stór­hríð eða grenj­andi rign­ing, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekk­ert með grát að ger­a,“ skrifar Stein­grímur J. Sig­fús­son þing­maður Vinstri grænna og for­seti Alþingis í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar svarar hann Guðna Ágústs­syni fyrr­ver­andi ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem reit blaða­grein á sama vett­vangi sem birt­ist á mið­viku­dag, sem hafði einmitt fyr­ir­sögn­ina „Ör­lít­ill grenj­andi minni­hluti“. Var þar ítrekað vísað til sömu orða Stein­gríms sem hann lét falla í þing­ræðu um Hálend­is­þjóð­garð í síð­ustu viku.Ýmsir hafa tekið orðum Stein­gríms illa, eða sem svo að hann hafi verið að tala um ein­hvern vælandi og skælandi minni­hluta. Í grein sinni í dag útskýrir Stein­grímur að svo sé ekki. Hann hafi verið að vísa til þess að mik­ill minni­hluti, eða um 10 pró­sent, hafi í nýj­ustu skoð­ana­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sagt á móti hug­mynd­inni um að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu.„Tíu pró­sentin sem lýstu and­stöðu leyfði ég mér sem sagt að kalla örlít­inn eða mjög mik­inn („grenj­and­i“) minni­hluta. Það er töl­fræði­legt mat en hefur ekk­ert með skoð­ana­frelsi eða virð­ingu fyrir ólíkum sjón­ar­miðum að ger­a,“ skrifar Stein­grím­ur.

Auglýsing


Norð­lenskt tungu­tak for­seta Alþingis hefur sem áður segir farið fyrir brjóstið á sumum and­stæð­ingum Hálend­is­þjóð­garðs. „Þetta er skandall að for­­seti Alþingis láti svona út úr sér. Hann er í raun að gera lítið úr Alþingi með þessum ummæl­­um. Hvernig eiga lands­­menn að geta treyst þess­­ari stofnun þegar for­­seti Alþingis talar svona um hluta lands­­manna?“ sagði Krist­inn Snær Sig­ur­jóns­son, sem heldur utan um und­ir­skrifta­söfnun gegn þjóð­garðs­á­form­um, í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku.

Ítrekar að ekki sé verið að taka neitt af neinum

Í grein sinni rekur hann einnig að það sé „þvætt­ing­ur“ sem hvergi eigi sér stoð í frum­varpi Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að „taka eigi stjórn­ina af sveit­ar­fé­lög­unum og bænd­um“ og að „rík­is­stofnun í Reykja­vík taki að sér afrétt­ar­lönd­in, sekti og rukki alla unn­endur hálend­is­ins, reki bændur og sauð­kind­ina til byggða“ eins og Guðni hélt fram í áður­nefndri grein sinni.Stein­grímur leggur áherslu á, rétt eins og hann gerði í þing­ræðu sinni um mál­ið, að sveit­ar­fé­lögum yrði tryggð mjög sterk staða í stjórn­kerfi fyr­ir­hug­aðs þjóð­garðs og að með frum­varp­inu væri ekki verið að taka neitt frá nein­um.„Þetta snýst um að leyfa okkur og kom­andi kyn­slóðum að eiga hálendið áfram sam­an. Þeim sem landið byggja og gestum þeirra að njóta þess án þess að það spillist, og varð­veita og nýta á sjálf­bæran hátt mestu auð­lind Íslands, með fullri virð­ingu fyrir fiski­mið­un­um, landið okk­ar,“ skrifar Stein­grím­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent