Steingrímur segir orð sín um „grenjandi minnihluta“ ekki hafa neitt með grát að gera

Steingrímur J. Sigfússon útskýrir í grein í Morgunblaðinu í dag að með orðum sínum um „grenjandi minnihluta“ hafi hann verið að vísa til mikils minnihluta, en ekki þess að einhver væri að grenja. Það samræmist hans norðlenska tungutaki eða málvitund.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Auglýsing

„Sam­kvæmt mínu norð­lenska tungu­taki eða mál­vit­und þýðir orðið grenj­andi minni­hluti = mik­ill minni­hluti. Sam­an­ber einnig grenj­andi stór­hríð eða grenj­andi rign­ing, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekk­ert með grát að ger­a,“ skrifar Stein­grímur J. Sig­fús­son þing­maður Vinstri grænna og for­seti Alþingis í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar svarar hann Guðna Ágústs­syni fyrr­ver­andi ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem reit blaða­grein á sama vett­vangi sem birt­ist á mið­viku­dag, sem hafði einmitt fyr­ir­sögn­ina „Ör­lít­ill grenj­andi minni­hluti“. Var þar ítrekað vísað til sömu orða Stein­gríms sem hann lét falla í þing­ræðu um Hálend­is­þjóð­garð í síð­ustu viku.Ýmsir hafa tekið orðum Stein­gríms illa, eða sem svo að hann hafi verið að tala um ein­hvern vælandi og skælandi minni­hluta. Í grein sinni í dag útskýrir Stein­grímur að svo sé ekki. Hann hafi verið að vísa til þess að mik­ill minni­hluti, eða um 10 pró­sent, hafi í nýj­ustu skoð­ana­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sagt á móti hug­mynd­inni um að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu.„Tíu pró­sentin sem lýstu and­stöðu leyfði ég mér sem sagt að kalla örlít­inn eða mjög mik­inn („grenj­and­i“) minni­hluta. Það er töl­fræði­legt mat en hefur ekk­ert með skoð­ana­frelsi eða virð­ingu fyrir ólíkum sjón­ar­miðum að ger­a,“ skrifar Stein­grím­ur.

Auglýsing


Norð­lenskt tungu­tak for­seta Alþingis hefur sem áður segir farið fyrir brjóstið á sumum and­stæð­ingum Hálend­is­þjóð­garðs. „Þetta er skandall að for­­seti Alþingis láti svona út úr sér. Hann er í raun að gera lítið úr Alþingi með þessum ummæl­­um. Hvernig eiga lands­­menn að geta treyst þess­­ari stofnun þegar for­­seti Alþingis talar svona um hluta lands­­manna?“ sagði Krist­inn Snær Sig­ur­jóns­son, sem heldur utan um und­ir­skrifta­söfnun gegn þjóð­garðs­á­form­um, í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku.

Ítrekar að ekki sé verið að taka neitt af neinum

Í grein sinni rekur hann einnig að það sé „þvætt­ing­ur“ sem hvergi eigi sér stoð í frum­varpi Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að „taka eigi stjórn­ina af sveit­ar­fé­lög­unum og bænd­um“ og að „rík­is­stofnun í Reykja­vík taki að sér afrétt­ar­lönd­in, sekti og rukki alla unn­endur hálend­is­ins, reki bændur og sauð­kind­ina til byggða“ eins og Guðni hélt fram í áður­nefndri grein sinni.Stein­grímur leggur áherslu á, rétt eins og hann gerði í þing­ræðu sinni um mál­ið, að sveit­ar­fé­lögum yrði tryggð mjög sterk staða í stjórn­kerfi fyr­ir­hug­aðs þjóð­garðs og að með frum­varp­inu væri ekki verið að taka neitt frá nein­um.„Þetta snýst um að leyfa okkur og kom­andi kyn­slóðum að eiga hálendið áfram sam­an. Þeim sem landið byggja og gestum þeirra að njóta þess án þess að það spillist, og varð­veita og nýta á sjálf­bæran hátt mestu auð­lind Íslands, með fullri virð­ingu fyrir fiski­mið­un­um, landið okk­ar,“ skrifar Stein­grím­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent