Leggja á ný til að ríkið selji hluta Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins lagði í dag fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tillaga um sölu bankans var afturkölluð vegna óvissu í efnahagsmálum í mars, en nú er lagt til að ráðist verði í almennt útboð.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins lagði í dag á ný fram til­lögu til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um sölu á hluta rík­is­ins í Íslands­banka. Banka­sýslan lagði hið sama til í mars­mán­uði, en féll frá til­lögu sinni skömmu síðar vegna skjótra svipt­inga í efna­hags­málum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Nú, öfugt við í mars, felur til­lagan ekki í sér að hluti eign­ar­hluta rík­is­ins verði seldur hæst­bjóð­anda í beinni sölu, heldur er ein­ungis lagt til af hálfu banka­sýsl­unar að stefna að skrán­ingu eign­ar­hluta á verð­bréfa­markað hér­lendis í kjöl­far almenns útboðs.

Banka­sýslan segir í minn­is­blaði til ráð­herra að ekki sé talið rétt að ákveða á þessum tíma­punkti hversu stóran hlut í bank­anum eigi að bjóða til sölu í útboð­inu, „þar sem áætluð eft­ir­spurn fjár­festa eftir hlutum í Íslands­banka, bæði varð­andi fjölda hluta og verð á hlut, muni ein­ungis liggja fyrir eftir fjár­festa­kynn­ingar undir lok sölu­ferl­is.“

Auglýsing

Lagt er til að sölu­ferli bank­ans hefj­ist í jan­úar og gert er ráð fyrir því að því gæti lokið í maí.

Staða mark­aða betri en vonir stóðu til 

Sem áður segir lagði Banka­sýslan fram til­lögu um sölu Íslands­banka í mars, nánar til­tekið þann 4. mars. Til­lagan var svo aft­ur­kölluð 16. mars vegna breyttra aðstæðna og mik­illar óvissu á mörk­uðum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Í rök­stuðn­ingi sínum fyrir því að leggja til­lögu um sölu á bank­anum fram nú segir Banka­sýslan að þróun á fjár­mála­mörk­uðum og afkomu Íslands­banka hafi reynst mun betri en vonir stóðu til um miðjan mars.

Frá 16. mars til 16. des­em­ber hafi hluta­bréf í íslenskum félögum hækkað um helm­ing (50,0 pró­sent) og hluta­bréf í evr­ópskum bönkum (STOXX Euro 600 banka vísi­talan) hækkað um tæpan þriðj­ung (32,4 pró­sent). Einnig hafi á þessu tíma­bili átt sér stað far­sæl hluta­bréfa­út­boð inn­an­lands með mik­illi þátt­töku almenn­ings.

Þá segir Banka­sýslan að afkoma Íslands­banka það sem af er árinu hafi verið betri heldur en álykta megi af sviðs­mynda­spá ­Seðla­banka Íslands frá því í byrjun júlí.

For­menn stjórn­ar­flokk­anna allir sam­mála um banka­sölu áður en veiran fór að grass­era

Sala á ein­hverjum hluta rík­is­ins í Íslands­banka var mikið til umræðu áður en kór­ónu­veiran fór að trufla allt venju­legt líf, stjórn­málin og fjár­mála­mark­aði. Kjarn­inn sagði frá því í febr­úar að allir leið­togar stjórn­ar­flokk­anna þriggja hefðu lýst sig til­búna til þess að hefja sölu­ferli á öðrum rík­is­bank­anum í nán­ustu fram­tíð.Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í byrjun febr­úar að sala á 25 til 50 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka á næstu árum myndi opna á stór tæki­­færi til fjár­­­fest­inga. „Á und­an­­förnum árum hefur mikið verið rætt um gjald­­töku til að fjár­­­magna sam­­göng­u­bætur og það er skilj­an­­legt, vegna þess að við þurfum að hraða fram­­kvæmd­um, en nær­tæk­­ari leið er að losa um þessa verð­­mætu eign og afmarka gjald­­töku í fram­­tíð­inni við stærri fram­­kvæmdir á borð við Sunda­braut, Hval­fjarð­­ar­­göng og aðra ganga­­gerð. Núna er góður tími til að huga að átaki í þessum efn­um, efna­hags­lífið er til­­­búið fyrir opin­berar fram­­kvæmd­ir,“ skrif­aði Bjarni.Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra sagði sömu­leiðis við Frétta­blaðið að hann teldi skyn­sam­legt setja Íslands­banka í sölu­ferli og Katrín Jak­obs­dóttir stað­festi einnig við Kjarn­ann að sala á hlut í Íslands­banka væri skyn­sam­leg, ef hægt yrði að nota ávinn­ing­inn af söl­unni í inn­viða­fjár­fest­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent