Leggja á ný til að ríkið selji hluta Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins lagði í dag fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tillaga um sölu bankans var afturkölluð vegna óvissu í efnahagsmálum í mars, en nú er lagt til að ráðist verði í almennt útboð.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Auglýsing

Bankasýsla ríkisins lagði í dag á ný fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan lagði hið sama til í marsmánuði, en féll frá tillögu sinni skömmu síðar vegna skjótra sviptinga í efnahagsmálum vegna heimsfaraldursins.

Nú, öfugt við í mars, felur tillagan ekki í sér að hluti eignarhluta ríkisins verði seldur hæstbjóðanda í beinni sölu, heldur er einungis lagt til af hálfu bankasýslunar að stefna að skráningu eignarhluta á verðbréfamarkað hérlendis í kjölfar almenns útboðs.

Bankasýslan segir í minnisblaði til ráðherra að ekki sé talið rétt að ákveða á þessum tímapunkti hversu stóran hlut í bankanum eigi að bjóða til sölu í útboðinu, „þar sem áætluð eftirspurn fjárfesta eftir hlutum í Íslandsbanka, bæði varðandi fjölda hluta og verð á hlut, muni einungis liggja fyrir eftir fjárfestakynningar undir lok söluferlis.“

Auglýsing

Lagt er til að söluferli bankans hefjist í janúar og gert er ráð fyrir því að því gæti lokið í maí.

Staða markaða betri en vonir stóðu til 

Sem áður segir lagði Bankasýslan fram tillögu um sölu Íslandsbanka í mars, nánar tiltekið þann 4. mars. Tillagan var svo afturkölluð 16. mars vegna breyttra aðstæðna og mikillar óvissu á mörkuðum vegna heimsfaraldursins.

Í rökstuðningi sínum fyrir því að leggja tillögu um sölu á bankanum fram nú segir Bankasýslan að þróun á fjármálamörkuðum og afkomu Íslandsbanka hafi reynst mun betri en vonir stóðu til um miðjan mars.

Frá 16. mars til 16. desember hafi hlutabréf í íslenskum félögum hækkað um helming (50,0 prósent) og hlutabréf í evrópskum bönkum (STOXX Euro 600 banka vísitalan) hækkað um tæpan þriðjung (32,4 prósent). Einnig hafi á þessu tímabili átt sér stað farsæl hlutabréfaútboð innanlands með mikilli þátttöku almennings.

Þá segir Bankasýslan að afkoma Íslandsbanka það sem af er árinu hafi verið betri heldur en álykta megi af sviðsmyndaspá Seðlabanka Íslands frá því í byrjun júlí.

Formenn stjórnarflokkanna allir sammála um bankasölu áður en veiran fór að grassera

Sala á einhverjum hluta ríkisins í Íslandsbanka var mikið til umræðu áður en kórónuveiran fór að trufla allt venjulegt líf, stjórnmálin og fjármálamarkaði. Kjarninn sagði frá því í febrúar að allir leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja hefðu lýst sig tilbúna til þess að hefja söluferli á öðrum ríkisbankanum í nánustu framtíð.


Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í byrjun febrúar að sala á 25 til 50 pró­sent hlut í Íslands­banka á næstu árum myndi opna á stór tæki­færi til fjár­fest­inga. 


„Á und­an­förnum árum hefur mikið verið rætt um gjald­töku til að fjár­magna sam­göngu­bætur og það er skilj­an­legt, vegna þess að við þurfum að hraða fram­kvæmd­um, en nær­tæk­ari leið er að losa um þessa verð­mætu eign og afmarka gjald­töku í fram­tíð­inni við stærri fram­kvæmdir á borð við Sunda­braut, Hval­fjarð­ar­göng og aðra ganga­gerð. Núna er góður tími til að huga að átaki í þessum efn­um, efna­hags­lífið er til­búið fyrir opin­berar fram­kvæmd­ir,“ skrifaði Bjarni.


Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði sömuleiðis við Fréttablaðið að hann teldi skynsamlegt setja Íslandsbanka í söluferli og Katrín Jakobsdóttir staðfesti einnig við Kjarnann að sala á hlut í Íslandsbanka væri skynsamleg, ef hægt yrði að nota ávinninginn af sölunni í innviðafjárfestingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent