Samfylkingin á miklu skriði hjá konum og yngstu kjósendunum

Degi fyrir kosningarnar 2016 sögðust eitt prósent kjósenda undir þrítugu ætla að kjósa Samfylkinguna. Nú mælist stuðningur við flokkinn hjá þeim aldurshópi 19,3 prósent. Bætt staða Samfylkingarinnar þar er lykilbreyta í auknu fylgi flokksins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ing­in, flokkur jafn­að­ar­manna, hefur oft­ast verið að mæl­ast næst stærsti flokkur lands­ins í könn­unum MMR á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Meðaltalsfylgi flokks­ins í síð­ustu tveimur könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið 15,9 pró­sent, sem er umtals­vert hærra en þau 12,1 pró­sent sem Sam­fylk­ingin fékk þegar talið var upp úr kjör­köss­unum 2017. Lægst seig fylgið í 11,5 pró­­sent í febr­­úar 2018 en hæst fór það í 19,8 pró­­sent í sept­­em­ber sama ár.

Þessi staða er ansi langt frá þeirri sem var á upp­hafs­árum þess­arar ætl­uðu breið­fylk­ingar vinstri­manna. Í þrennum kosn­ingum á árunum 2003 til 2009 var flokk­ur­inn með um eða yfir 30 pró­sent fylgi. Eftir rík­is­stjórn­ar­setu eftir banka­hrunið hrundi fylgið niður í 12,9 pró­sent 2013 og svo í 5,7 pró­sent 2016. Sam­fylk­ingin var næstum dottin út af þingi, en hékk inni með einn kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. 

Að bæta við sig rúm­lega tíu pró­sentu­stigum á þeim fjórum árum sem liðin eru frá þeim botni er því ákveð­inn varn­ar­sig­ur. 

Úr einu pró­senti í tæp­lega tutt­ugu pró­sent

Sam­fylk­ingin getur verið ánægð með hvernig henni er að takast að ná til yngstu kjós­enda. Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­ing­arnar 2016 mæld­ist Sam­fylk­ingin með eitt pró­sent fylgi í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára. Í kringum síð­ustu kosn­ing­ar, sem voru ári síð­ar, var fylgið hjá þeim hópi orðið heldur skap­legra, eða 12,3 pró­sent. 

Í dag er Sam­fylk­ingin í öðru sæti yfir þá flokka sem höfða mest til þessa hóps með 19,3 pró­sent fylgi. Ein­ungis Píratar mæl­ast betur hjá yngsta ald­urs­hópnum með 24,9 pró­sent stuðn­ing. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, hefur nán­ast staðið í stað í fylgi hjá þessum hópi (18,3 pró­sent) á kjör­tíma­bil­inu, á sama tíma og Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig sjö pró­sentu­stig­um. 

Senni­legt verður að telj­ast að Sam­fylk­ingin sé að taka umtals­vert fylgi af Vinstri grænum hjá yngstu kjós­end­un­um, enda hefur stuðn­ingur við þann flokk hjá hópnum fallið um 12,4 pró­sentu­stig á kjör­tíma­bil­in­u. 

Þrátt fyrir þetta þá er Sam­fylk­ingin að mæl­ast með meira fylgi hjá 60 ára og eldri (18,5 pró­sent) en þeim kjós­endum sem eru undir því ald­urs­marki (15,2 pró­sent).

Sterk­ust á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Höf­uð­borg­ar­svæðið er áfram sem áður sterkasta vígi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en þar mælist fylgi flokks­ins 18,4 pró­sent.

Auglýsing
Athyglisvert er, þegar fylg­is­þróun Sam­fylk­ing­ar­innar er borin saman við með­al­tal kann­anna MMR fyrir og eftir síð­ustu kosn­ing­ar, að stuðn­ing við flokk­inn hefur dreg­ist saman á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum (farið úr 15,7 í 6,3 pró­sent) en auk­ist veru­lega á Aust­ur­landi (farið úr 8,3 í 16,8 pró­sent) og Norð­ur­landi (farið úr 9,9 í 15,4 pró­sent). Þau land­svæði til­heyra bæði að hluta til kjör­dæmi for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Loga Ein­ars­son­ar, sem leiðir lista flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum er fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar enn vel undir heild­ar­fylgi líkt og það var í kringum síð­ustu kosn­ing­ar, og mælist nú 8,6 pró­sent.

Flokkur sem höfðar til kvenna

Konur eru mun lík­legri en karlar til að kjósa Sam­fylk­ing­una. Ef konur myndu einar kjósa væri flokk­ur­inn með 21,4 pró­sent fylgi og mun­ur­inn á honum og Sjálf­stæð­is­flokknum væri ein­ungis 1,5 pró­sentu­stig. Ef karlar myndu einir kjósa fengi Sam­fylk­ingin 11,9 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag sæti ásamt Við­reisn í fjórða til fimmta sæti yfir stærstu flokka lands­ins. Staða Sam­fylk­ing­ar­innar hjá konum hefur styrkst umtals­vert frá síð­ustu kosn­ing­um, um 4,6 pró­sentu­stig, á meðan að staða flokks­ins hjá körlum er nán­ast sú sama.Heiða Björg Hilmisdóttir var endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins fyrr í þessum mánuði. Hún sigraði þingmanninn Helgu Völu Helgadóttur í varaformannsslagnum. Mynd: Aðsend Menntun og tekjur eru ekki afger­andi breytur hjá stuðn­ings­fólki Sam­fylk­ing­ar. Þannig mælist fylgi flokks­ins 17,7 pró­sent bæði hjá þeim sem hafa ein­ungis lokið grunn­skóla­námi og þeim sem hafa lokið háskóla­námi. 

Stuðn­ingur við Sam­fylk­ing­una mælist sömu­leiðis nán­ast sá sami (18,3 og 18,6 pró­sent) hjá ann­ars vegar þeim sem eru með á bil­inu 400 til 799 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur og hins vegar þeim sem eru með 1,2 millj­ónir króna eða meira í slíkar tekj­ur. 

Vill í rík­is­stjórn án Sjálf­stæð­is­flokks

For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið mjög skýr með það hvert hugur hans stefnir eftir næstu kosn­ing­ar, kom­ist flokk­ur­inn í þá stöðu að geta myndað rík­is­stjórn. 

­Meg­in­á­hersla hans er að sú rík­is­stjórn inni­haldi ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­­­is­­­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­­­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­­­legum og góðum málum á dag­­­­skrá ef við myndum mynda rík­­­­is­­­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­­­fylk­ingin væri kjöl­­­­fest­u­­­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­­­ur.“

Á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins fyrir ári sagði Logi að lík­urnar á sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk væri engar og að framundan væri sög­u­­legt tæki­­færi fyrir Sam­­fylk­ing­una til að fylkja saman því sem hann kall­aði „um­bóta­öfl­unum í land­in­u“.

Í umræðum á Alþingi um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs og verk­efnin framund­an, sem fór fram í jan­úar síð­ast­liðn­um, sló hann svip­aðan streng. 

Þar sagði hann að tími væri kom­inn til að hætta að láta Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn enda­­laust velja sér nýja dans­­fé­laga eftir kosn­­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­still­tr­­ar, djarfrar og víð­­sýnnar stjórn­­­ar, án Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­­­ara félags­­­legt rétt­­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­­ar­­kraft, fram­­sýni og hug­rekki.“

Í sam­tali við Frétta­blaðið í sept­em­ber, vegna könn­unar sem Zenter hafði gert fyrir blaðið sem sýndi að eina leiðin til að mynda þriggja flokka rík­­is­­stjórn væri með aðkomu Sam­fylk­ingar og Sjálf­stæð­is­flokks, sagði Logi að það væri „ekki að fara ger­ast“. Sam­­starf flokk­anna gerð­ist bara í sjón­­varps­þátt­um, og vís­aði þar til þátt­ar­að­­ar­innar „Ráð­herrann“ sem þá voru til sýn­ingar á RÚV.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi að taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar