Samfylkingin á miklu skriði hjá konum og yngstu kjósendunum

Degi fyrir kosningarnar 2016 sögðust eitt prósent kjósenda undir þrítugu ætla að kjósa Samfylkinguna. Nú mælist stuðningur við flokkinn hjá þeim aldurshópi 19,3 prósent. Bætt staða Samfylkingarinnar þar er lykilbreyta í auknu fylgi flokksins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Samfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, hefur oftast verið að mælast næst stærsti flokkur landsins í könnunum MMR á yfirstandandi kjörtímabili. 

Meðaltalsfylgi flokksins í síðustu tveimur könnunum fyrirtækisins hefur verið 15,9 prósent, sem er umtalsvert hærra en þau 12,1 prósent sem Samfylkingin fékk þegar talið var upp úr kjörkössunum 2017. Lægst seig fylgið í 11,5 pró­sent í febr­úar 2018 en hæst fór það í 19,8 pró­sent í sept­em­ber sama ár.

Þessi staða er ansi langt frá þeirri sem var á upphafsárum þessarar ætluðu breiðfylkingar vinstrimanna. Í þrennum kosningum á árunum 2003 til 2009 var flokkurinn með um eða yfir 30 prósent fylgi. Eftir ríkisstjórnarsetu eftir bankahrunið hrundi fylgið niður í 12,9 prósent 2013 og svo í 5,7 prósent 2016. Samfylkingin var næstum dottin út af þingi, en hékk inni með einn kjördæmakjörinn þingmann. 

Að bæta við sig rúmlega tíu prósentustigum á þeim fjórum árum sem liðin eru frá þeim botni er því ákveðinn varnarsigur. 

Úr einu prósenti í tæplega tuttugu prósent

Samfylkingin getur verið ánægð með hvernig henni er að takast að ná til yngstu kjósenda. Í könnun sem MMR birti daginn fyrir kosningarnar 2016 mældist Samfylkingin með eitt prósent fylgi í aldurshópnum 18 til 29 ára. Í kringum síðustu kosningar, sem voru ári síðar, var fylgið hjá þeim hópi orðið heldur skaplegra, eða 12,3 prósent. 

Í dag er Samfylkingin í öðru sæti yfir þá flokka sem höfða mest til þessa hóps með 19,3 prósent fylgi. Einungis Píratar mælast betur hjá yngsta aldurshópnum með 24,9 prósent stuðning. Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkur landsins, hefur nánast staðið í stað í fylgi hjá þessum hópi (18,3 prósent) á kjörtímabilinu, á sama tíma og Samfylkingin hefur bætt við sig sjö prósentustigum. 

Sennilegt verður að teljast að Samfylkingin sé að taka umtalsvert fylgi af Vinstri grænum hjá yngstu kjósendunum, enda hefur stuðningur við þann flokk hjá hópnum fallið um 12,4 prósentustig á kjörtímabilinu. 

Þrátt fyrir þetta þá er Samfylkingin að mælast með meira fylgi hjá 60 ára og eldri (18,5 prósent) en þeim kjósendum sem eru undir því aldursmarki (15,2 prósent).

Sterkust á höfuðborgarsvæðinu

Höfuðborgarsvæðið er áfram sem áður sterkasta vígi Samfylkingarinnar, en þar mælist fylgi flokksins 18,4 prósent.

Auglýsing
Athyglisvert er, þegar fylgisþróun Samfylkingarinnar er borin saman við meðaltal kannanna MMR fyrir og eftir síðustu kosningar, að stuðning við flokkinn hefur dregist saman á Vesturlandi og Vestfjörðum (farið úr 15,7 í 6,3 prósent) en aukist verulega á Austurlandi (farið úr 8,3 í 16,8 prósent) og Norðurlandi (farið úr 9,9 í 15,4 prósent). Þau landsvæði tilheyra bæði að hluta til kjördæmi formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, sem leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi.

Á Suðurlandi og Suðurnesjum er fylgi Samfylkingarinnar enn vel undir heildarfylgi líkt og það var í kringum síðustu kosningar, og mælist nú 8,6 prósent.

Flokkur sem höfðar til kvenna

Konur eru mun líklegri en karlar til að kjósa Samfylkinguna. Ef konur myndu einar kjósa væri flokkurinn með 21,4 prósent fylgi og munurinn á honum og Sjálfstæðisflokknum væri einungis 1,5 prósentustig. Ef karlar myndu einir kjósa fengi Samfylkingin 11,9 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag sæti ásamt Viðreisn í fjórða til fimmta sæti yfir stærstu flokka landsins. Staða Samfylkingarinnar hjá konum hefur styrkst umtalsvert frá síðustu kosningum, um 4,6 prósentustig, á meðan að staða flokksins hjá körlum er nánast sú sama.Heiða Björg Hilmisdóttir var endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins fyrr í þessum mánuði. Hún sigraði þingmanninn Helgu Völu Helgadóttur í varaformannsslagnum. Mynd: Aðsend Menntun og tekjur eru ekki afgerandi breytur hjá stuðningsfólki Samfylkingar. Þannig mælist fylgi flokksins 17,7 prósent bæði hjá þeim sem hafa einungis lokið grunnskólanámi og þeim sem hafa lokið háskólanámi. 

Stuðningur við Samfylkinguna mælist sömuleiðis nánast sá sami (18,3 og 18,6 prósent) hjá annars vegar þeim sem eru með á bilinu 400 til 799 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur og hins vegar þeim sem eru með 1,2 milljónir króna eða meira í slíkar tekjur. 

Vill í ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks

Formaður Samfylkingarinnar hefur verið mjög skýr með það hvert hugur hans stefnir eftir næstu kosningar, komist flokkurinn í þá stöðu að geta myndað ríkisstjórn. 

Megináhersla hans er að sú ríkisstjórn innihaldi ekki Sjálfstæðisflokkinn. 

Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­­is­­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­­legum og góðum málum á dag­­­skrá ef við myndum mynda rík­­­is­­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­­fylk­ingin væri kjöl­­­fest­u­­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­­ur.“

Á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir ári sagði Logi að líkurnar á samstarfi við Sjálfstæðisflokk væri engar og að framundan væri sögu­legt tæki­færi fyrir Sam­fylk­ing­una til að fylkja saman því sem hann kallaði „umbóta­öfl­unum í land­inu“.

Í umræðum á Alþingi um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og verkefnin framundan, sem fór fram í janúar síðastliðnum, sló hann svipaðan streng. 

Þar sagði hann að tími væri kominn til að hætta að láta Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda­laust velja sér nýja dans­fé­laga eftir kosn­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­stilltr­ar, djarfrar og víð­sýnnar stjórn­ar, án Sjálf­stæð­is­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­ara félags­legt rétt­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­ar­kraft, fram­sýni og hug­rekki.“

Í samtali við Fréttablaðið í september, vegna könnunar sem Zenter hafði gert fyrir blaðið sem sýndi að eina leiðin til að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn væri með aðkomu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sagði Logi að það væri „ekki að fara ger­ast“. Sam­starf flokk­anna gerð­ist bara í sjón­varps­þátt­um, og vís­aði þar til þáttar­að­ar­innar „Ráð­herrann“ sem þá voru til sýn­ingar á RÚV.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar