Sjálfstæðisflokkur styrkir stöðu sína sem fyrsti valkostur elstu og tekjuhæstu kjósendanna

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt könnunum og hefur ekki tapað á ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi flokksins á Austurlandi hefur hríðlækkað og hann virðist aðallega vera að slást við Miðflokkinn um atkvæði.

Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem var kosin á landsfundi 2018.
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem var kosin á landsfundi 2018.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skil­greinir sig sem flokk stöð­ug­leika. Þótt hug­myndin á bak­við það sé fyrst og síð­ast sú að breyta kerfum hægt eða ekki og sýna íhalds­semi í rík­is­rekstri þá virð­ist hún einnig eiga við fylg­is­þróun flokks­ins. 

Þótt þeir dagar þar sem hann var að jafn­aði með 35-40 pró­sent fylgi séu löngu liðnir þá mælist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nær ætið stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins í gjör­breyttu lands­lagi síð­ustu ára og fylgi flokks­ins nú er nán­ast nákvæm­lega það sama og það mæld­ist fyrir rúmum þremur árum. 

Stöð­ug­leik­inn birt­ist líka í því að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur nú setið á þingi í 17 ár og verið for­maður hans í næstum tólf. Ekk­ert bendir til ann­ars en að Bjarni ætli að leiða flokk­inn í gegnum næstu kosn­ingar en lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem átti að fara fram um liðna helgi, var frestað í sept­em­ber vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Hann mun fara fram á fyrri hluta næsta árs, í síð­asta lagi í apr­íl­mán­uð­i. 

Bjarni sagði í Kast­ljós­við­tali 23. febr­úar síð­ast­lið­inn að sér liði þannig að hann væri ekki búinn og að hann hefði stuðn­ing. „Mig langar til að halda áfram, hvað getur verið meira ­spenn­andi í líf­inu en að fást við það að móta fram­­tíð lands og þjóðar og ver­a að leggja á borðið til­­lög­­ur? Ég get ekki séð neitt annað sem gæti ver­ið ­merki­­legra og skemmti­­legra að ger­a.“

Síðan þá hefur reyndar skollið á heims­far­aldur kór­ónu­veiru og verk­efni stjórn­mál­anna breyst veru­lega. Í stað þess að takast á við mjúka lend­ingu í efna­hags­málum er Bjarni, sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að takast á við fjár­laga­halla sem er áætl­aður 533 millj­arðar króna sam­an­lagt á árunum 2020 og 2021.

Eldri kjós­endur hryggjar­stykkið í flokknum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með aðeins minna fylgi en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Þá settu 25,3 pró­sent kjós­enda X við D en í síð­ustu tveimur könn­unum MMR hefur fylgið mælst 23,5 pró­sent. Líkt og svo oft áður þá reynd­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fá meira upp úr kjör­köss­unum en kann­anir bentu til, en í tveimur könn­unum í kringum kosn­ing­arnar 2017 – sem fram­kvæmdar voru ann­ars vegar rétt fyrir og hins vegar rétt eftir þær – var með­al­tals­fylgi flokks­ins 22,8 pró­sent. 

Auglýsing
Munurinn á því fylgi og fylgi flokks­ins í dag er vel innan skekkju­marka. Því má segja að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi haldið sínu það sem af er kjör­tíma­bili og sé á mjög svip­uðu róli og flokk­ur­inn var haustið 2017.

Þegar fylgi Sjálf­stæð­is­flokks er skoðað eftir land­svæðum kemur í ljós að það er nokkuð stöðugt á þeim flest­um, þegar miðað er við með­al­tal kann­anna frá 2017. Flokk­ur­inn er með aðeins sterk­ari stöðu nú en þá á Norð­ur­landi og Suð­ur­landi – þar sem fylgið mælist 24 pró­sent – og er á svip­uðu róli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem Sjálf­stæð­is­flokkur mælist allra flokka stærstur með 24,3 pró­sent fylgi.

Fylgið hefur lækkað aðeins á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum en mesta breyt­ingin hefur orðið á Aust­ur­landi, þar sem stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk hefur farið úr 24,1 pró­sent í kringum kosn­ing­arnar 2017 í 11,7 pró­sent að með­al­tali í síð­ustu tveimur könn­unum MMR. 

Áfram sem áður er aldur ráð­andi breyta í stuðn­ingi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Því eldri sem við­kom­andi er, því lík­legri er hann til að kjósa flokk­inn. Fylgið er minnst hjá ald­urs­hópnum 18-29 ára, þar sem 18,3 pró­sent aðspurðra segj­ast styðja flokk­inn. Það er aðeins minna en haustið 2017. Fylgið hefur líka dreg­ist saman hjá kjós­endum á fer­tugs- og fimm­tugs­aldri en auk­ist umtals­vert hjá þeim sem eru á aldr­inum 50-67 ára, úr 22,5 í 27,6 pró­sent. Mestur er stuðn­ing­ur­inn hjá 68 ára og eldri þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í algjörum sér­flokki með 31,5 pró­sent fylg­i. 

Sú  breyt­ing hefur orðið frá 2017 að nú nýtur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mestra vin­sælda hjá þeim sem lokið hafa háskóla­prófi en fyrir rúmum þremur árum var flokk­ur­inn stærstur hjá þeim hópi kjós­enda sem hafði fram­halds­skóla­próf sem æðstu mennt­un.

Lang­mest fylgi hjá tekju­hæsta hópnum

Árið 2017 sýndu kann­anir að því hærri sem tekjur kjós­enda voru, því lík­legri voru þeir til að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Sú staða hefur orðið enn ýkt­ari á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Fyrir rúmum þremur árum var staðan þannig að 14,7 pró­sent kjós­enda sem voru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur studdu flokk­inn. Stuðn­ing­ur­inn jókst síðan eftir því sem tekj­urnar hækk­uðu og náði hámarki hjá efsta tekju­hópnum – þeim sem er með meira en 1,2 millj­ónir króna í heim­il­is­tekjur – þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn naut stuðn­ings 29,7 pró­sent kjós­enda.

Í dag hefur stuðn­ing­ur­inn hjá lægsta tekju­hópnum dreg­ist saman og er ein­ungis 11,9 pró­sent. Bæði Píratar og Sam­fylk­ing mæl­ast með meira fylgi en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hjá þeim tekju­hóp og Mið­flokk­ur­inn er ekki langt und­an. Fylgi flokks­ins dregst líka saman hjá þeim sem eru með 400-799 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur en eykst hjá öðrum tekju­hóp­um, og nær hámarki hjá tekju­hæsta hópn­um. Þar mælist fylgi Sjálf­stæð­is­flokks 34,2 pró­sent. Eng­inn annar flokkur kemst nálægt því að vera svo sterkur hjá efn­að­asta kjós­enda­hópn­um. Raunar eru bara tveir aðrir flokk­ar, Sam­fylk­ing (18,6 pró­sent) og Við­reisn (12,5 pró­sent), sem mæl­ast með meira fylgi hjá tekju­hópnum sem er með meira en 1,2 milljón krónur á mán­uði en heild­ar­fylg­i. 

Þegar Mið­flokk­ur­inn lækk­ar, þá hækkar Sjálf­stæð­is­flokkur

Í síð­ustu viku, þegar MMR greindi frá nið­ur­stöðu nýj­ustu könn­unar sinnar á fylgi stjórn­mála­flokka, vakti fyr­ir­tækið sér­staka athygli á því í til­kynn­ingu að stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sveiflist í gagn­stæða átt við fylgi Mið­flokks­ins. 

Um­tals­verð fylgni hefði verið þar á milli frá því að Mið­flokk­ur­inn var stofn­aður árið 2017 og fyr­ir­tækið hóf að mæla stuðn­ing við hann. 

Í könnun sem MMR birti nið­ur­stöð­una úr 22. nóv­em­ber 2019, fyrir tæpu ári síð­an, mæld­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn til að mynda með minnsta fylgi sem hann hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins, 18,1 pró­sent. Í sömu könnun mæld­ist Mið­flokk­ur­inn með mesta fylgi sem hann hefur nokkru sinni mælst með, eða 16,8 pró­sent. Sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna var 34,9 pró­sent í þeirri könn­un.

Í síð­ustu tveimur könn­unum MMR mæld­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með 23,5 pró­sent fylgi, og hafði þar með bætt við sig 5,4 pró­sentu­stigum frá lág­punkt­inum fyrir ári síð­an, og Mið­flokk­ur­inn með 10,3 pró­sent, og hafði tapað 6,5 pró­sentu­stig­um. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna nú er 33,8 pró­sent. 

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar