Mynd: Bára Huld Beck

Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum

Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár. Fyrir vikið mun skuldsetning ríkisins aukast gríðarlega á skömmum tíma enda áætlaður halli 2020 og 2021 sá mesti í Íslandssögunni.

Halli á rekstri rík­is­sjóðs í ár verður 269,2 millj­arðar króna. Það er mesti halli sem nokkru sinni hefur verið á rekstri hans. Fjár­lög fyrir árið 2020 gerðu ráð fyrir tíu millj­arða króna halla þegar þau voru sam­þykkt í nóv­em­ber 2019. 

Á næsta ári verður staðan nán­ast sú sama. Áætl­aður halli er 264,2 millj­arðar króna. Á tveimur árum verða tekjur rík­is­sjóðs því 533,4 millj­örðum krónum lægri á árunum 2020 og 2021 en útgjöld hans. Þessi munur verður fjár­magn­aður með lán­tök­um. 

Til sam­an­burðar má nefna að hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs árið 2008, þegar banka­hrunið varð, nam 194 millj­örðum króna. Mesti tekju­af­gangur sög­unnar varð árið 2016, þegar að tekjur voru 302 millj­örðum króna meiri en útgjöld í kjöl­far þess að slitabú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja greiddu stöð­ug­leika­fram­lög í rík­is­sjóð. 

Ástæðan blasir við öll­um: kór­ónu­veiru­far­aldur sem er að valda mesta sam­drætti í heila öld út um allan heim. 

Staða sem getur leitt af sér auk­inn ójöfnuð

Hér­lendis mun hann leiða til þess að 7,6 pró­sent sam­dráttur verður í ár, sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands sem birt­ist í morg­un. Þar munar mestu um 30 pró­sent minni útflutn­ings­tekj­ur. Þorri þess sam­dráttar er vegna þess að ferða­þjón­usta, sem var orðin sú stoð undir hag­kerf­inu sem skap­aði mestar útflutn­ings­tekj­ur, hefur nær lam­ast vegna far­ald­urs­ins, en sam­dráttar gætir líka í hinum tveimur útflutn­ings­stoð­un­um, sjáv­ar­út­vegi og áli sem er fram­leitt fyrir íslenska raf­orku. 

Auglýsing

Fyrir almenn­ing í land­inu fram­kallar þessi staða mikla erf­ið­leika fyrir hluta þjóð­ar­inn­ar, sér­stak­lega þá sem missa vinn­una eða treysta á tekjur þeirra. Vinnu­mála­stofnun spáir því að atvinnu­leysi verði komið upp í 10,2 pró­sent í lok þessa mán­aðar og þá verða á þriðja tug þús­und manns án atvinn­u. 

Eins snúið og það hljómar þá batnar hins vegar hagur margra ann­arra sem missa ekki vinn­una. Kaup­mátt­ar­aukn­ing hefur mælst umtals­verð und­an­farið rúmt ár, eða 4,8 pró­sent, og stýri­vextir hafa lækkað niður í sögu­legar lægð­ir, eða eitt pró­sent. Fyrir vikið hefur láns­fjár­magn, til dæmis til hús­næð­is­kaupa, orðið ódýr­ara. Sú hætta er því til staðar að yfir­stand­andi kreppa muni auka ójöfn­uð. Sér­stak­lega ef hún stendur yfir í lengri tíma. 

Tekjur og gjöld stöðug milli ára

Fjár­lög rík­is­stjórn­ar­innar fyrir næsta ár, sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti í morg­un, bera þess eðli­lega merki að vera að öllu leyti sniðin að bar­átt­unni gegn áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Fyrir liggur að það á ekki að hækka skatta til að takast á við stöð­una né heldur að ráð­ast í stór­felldan nið­ur­skurð, heldur að taka lán til að fleyta hag­kerf­inu í gegnum það sem vonir standa til að verði skamm­vinn nið­ur­sveifla. Þær vonir birt­ast meðal ann­ars í því að Hag­stofan spáir 3,9 pró­sent hag­vexti strax á næsta ári. Sú spá hlýtur þó að byggja á þeim for­sendum að bólu­efni við veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum verði til­búið á næsta ári og að það tak­ist að dreifa því víða hratt. 

Auglýsing

Tekjur rík­is­sjóðs í ár eru áætl­aðar 769 millj­arðar króna en útgjöld 1.038 millj­arðar króna. Fjár­laga­frum­varp næsta árs gerir ráð fyrir að tekj­urnar auk­ist um rúma þrjár millj­arða króna milli ára en að gjöldin lækki um tæpa tvo millj­arða króna.

Sem­sagt mjög svipuð staða sem end­ur­spegl­ast í því að hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs er áætl­aður nán­ast sá sami á báðum árun­um. 

Útgjöld vegna atvinnu­leysis 50 millj­arðar

Í fjár­laga­frum­varp­inu kemur fram að bein efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins geri það að verkum að afkoma rík­is­sjóðs versni um 192 millj­arða króna. Þar vegi sam­dráttur skatt­tekna vegna minni umsvifa mestu, en hann er áætl­aður 89 millj­arðar króna. Til við­bótar við þann sam­drátt bæt­ast þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa gripið til vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, og fela meðal ann­ars í sér tíma­bundna lækkun á sköttum og end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti.

Brotthvarf ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins er lykilbreyta í því að atvinnuleysi hérlendis stefnir í methæðir.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Útgjöld aukast líka. Þegar fjár­lög fyrir árið 2020 voru sam­þykkt fyrir tæpu ári var reiknað með að þau yrðu 919 millj­arðar króna. Í ár stefnir hins veg­ar, líkt og áður sagði, í að þau verði 1.038 millj­arðar króna, eða 119 millj­arða króna frá því sem lagt var upp með. Stóru lið­irnir þar eru útgjöld vegna mót­væg­is­að­gerða vegna far­ald­urs­ins, meðal ann­ars greiðsla á beinum styrkj­um, auk­inn kostn­aður vegna greiðslu atvinnu­leys­is­bóta og flýt­ing á fram­kvæmda­verk­efnum hins opin­bera.

Þessi útgjalda­aukn­ing heldur áfram á næsta ári þar sem gert er ráð fyrir að atvinnu­leys­is­bætur hækki alls um 23 millj­arða króna og verði 50 millj­arðar króna. Útgjöld vegna ýmissa mót­væg­is­að­gerða eru áætluð um 35 millj­arðar króna. en þar má nefna fjár­fest­ing­ar- og upp­bygg­ing­ar­átak, efl­ingu háskóla- og fram­halds­skóla­stigs til að bregð­ast við atvinnu­leysi og auknar end­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar. 

Þá er gert ráð fyrir að arð­greiðslur rík­is­sjóðs lækki um 27 millj­arða króna. Þær koma frá fyr­ir­tækjum í eigu rík­is­ins, aðal­lega Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Lands­virkj­un.

Koma á böndum á skulda­söfnun á næstu árum

Sam­hliða fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins var kynnt fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2021-2025. Í henni kemur fram að helsta áskor­unin verði að snúa við miklum halla­rekstri og koma böndum á skulda­söfn­un. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna þessa segir að við aðstæður sem þessar feli „halla­rekst­ur­inn ekki í sér þjóð­hags­legt tap. Fénu er varið til að styrkja fjár­hags­lega stöðu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og til að koma í veg fyrir að verð­mæti og störf tap­ist með var­an­legum hætti. Mark­miðið er að styðja við og örva hag­kerfið svo að út úr lægð­inni komi sam­keppn­is­hæft þjóð­fé­lag þar sem vel­sæld bygg­ist á öfl­ugum mannauði og kröft­ugu efna­hags­líf­i.“

Auglýsing

Vegna þess mikla halla sem verður á rekstri rík­is­sjóðs á árunum 2020 og 2021 er búist við að skuldir hins opin­bera fari úr því að vera 28 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í lok síð­asta árs í 48 pró­sent í lok árs 2021. Gert er ráð fyrir að skulda­söfn­unin stöðv­ist við 59 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2025 og taki svo að lækka á grunni hag­vaxt­ar­getu sem lögð er til grund­vallar í fjár­mála­á­ætl­un­inn­i. 

Rík­is­stjórn­in, sem á innan við ár eftir af stjórn­ar­setu sinni, telur mik­il­vægt að sett verði „skýrt og raun­hæft stefnumið um að stöðva hækkun á skuldum hins opin­bera sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu eigi síðar en á loka­ári fjár­mála­á­ætl­un­ar­innar og rjúfa með því víta­hring halla­rekst­urs og skulda­söfn­unar til að end­ur­heimta styrka fjár­hags­stöðu hins opin­ber­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar