Píratar væru stærsti flokkur landsins ef ungt og tekjulítið fólk kysi einvörðungu

Píratar eru sterkir á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Ungt og tekjulítið fólk lítur frekar til þeirra en annarra flokka. Og enginn flokkur sem á þegar sæti á Alþingi hefur bætt við sig meira fylgi frá 2017 en Píratar.

Píratar
Auglýsing

Sá flokkur sem þegar er með kjörna þingmenn sem hefur bætt við sig mestu fylgi það sem af er kjörtímabili, samkvæmt könnunum MMR, eru Píratar. Í síðustu tveimur könnunum fyrirtækisins hefur fylgi flokksins mælst að meðaltali 13,9 prósent, sem er 3,4 prósentustigum meira en Píratar fengu í kosningunum 2017. 

Fyrir liggur að einhverjar breytingar verða á forystusveit Pírata þegar kosið verður til Alþingis í september 2021, en bæði Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, sem báðir voru oddvitar lista í síðustu kosningum, hafa greint frá því að þeir ætli ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum. 

Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson hafa öll gefið það út að þau sækist eftir áframhaldandi þingmennsku Jón Þór Ólafsson hefur ekki greint opinberlega frá áformum sínum. 

Píratar hafa sýnt það að flokkurinn er vel stjórntækur, með því að vera hluti af meirihlutastjórn í Reykjavík á síðustu tveimur kjörtímabilum þar sem samstarf við þrjá aðra flokka, tvo í stjórnarandstöðu á þingi og einn í ríkisstjórn, hefur gengið vel. 

Mjög sterk staða á Vesturlandi

Ef einungis fólk undir þrítugu myndi kjósa á Íslandi þá væru Píratar stærsti flokkur landsins með 24,9 prósent atkvæða. Þeir væru líka eini flokkurinn sem fengi yfir 20 prósent fylgi og hafa bætt við sig 7,1 prósentustigi hjá þessum aldurshópi á kjörtímabilinu. 

Stuðningur við Pírata dalar svo eftir því sem kjósendur eldast og er minnstur hjá 68 ára og eldri, þar sem hann mælist einungis 5,7 prósent. 

Auglýsing
Það kemur líkast til fæstum á óvart að Píratar sækja stóran hluta af fylgi sínu á höfuðborgarsvæðið. Þar segjast 15,6 prósent kjósenda styðja flokkinn. Það sem er óvæntara er að Píratar hafa styrkt stöðu sína mjög á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Þar mælist stuðningur við flokkinn 6,7 prósent í kringum kosningarnar 2017 en í síðustu tveimur könnunum MMR hefur það landsvæði mælst sterkasta vígi Pírata, og fylgi þeirra 18,3 prósent. 

Það er bæting upp á 11,6 prósentustig á kjörtímabilinu. Einungis Sjálfstæðisflokkurinn, með 21,1 prósent, mælist stærri á Vesturlandi og Vestfjörðum. 

Staða Pírata er verst á Norðurlandi, þar sem 7,4 prósent aðspurðra í könnun MMR segist styðja flokkinn. 

Bæta við sig hjá öllum tekjuhópum

Þá er ljóst að Píratar eru það stjórnmálaafl sem höfðar mest til tekjulægstu einstaklinganna í samfélaginu. Hjá þeim sem eru með undir 400 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur mælist stuðningur við þá 24,6 prósent. Sá flokkur sem kemst næst þeim er Samfylkingin með 13,5 prósent, eða 11,1 prósentustigi minna fylgi. 

Í kringum síðustu kosningar voru Píratar líka sá flokkur sem mældist með sterkustu stöðuna hjá þessum tekjuhópi, en þá sögðust 15,8 prósent aðspurðra innan hans styðja flokkinn. Það var nánast sama hlutfall og studdi Vinstri græn (15,7 prósent) og lítillega fleiri en sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn (14,7 prósent) og Flokk fólksins (14,4 prósent). 

Athygli vekur að Píratar bæta við sig fylgi í öllum tekjuhópum þótt það minnki með hverjum þeirra, og mælist minnst hjá þeim kjósendum sem eru með 1,2 milljón krónur eða meira á mánuði í heimilistekjur (8,9 prósent).

Fylgi Pírata dreifist nokkuð jafnt á fólk eftir menntunarstigi og ekki er mikill munur á milli kynja, þótt aðeins fleiri konur segist styðja flokkinn en karlar. 

Vita með hverjum þeir vilja starfa

Píratar hafa verið nokkuð skýrir með hvert hugur þeirra stefnir eftir næstu kosningar, í ríkisstjórn.

Hall­dóra Mogensen sagði í hlaðvarpsþættinum Arnarhóli í síðustu viku að Sam­fylk­ingin og Við­reisn væru aug­ljósu kost­irnir fyrir Pírata í því rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. „Það þyrfti vænt­an­lega að verða fjórði aðili. Ég veit ekki hver það yrði, bara hver það yrði ekki. Það yrði klár­lega ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og ég sé engar for­sendur til að vinna með Mið­flokkn­um.“

Þar sagði Hall­dóra að hún upp­lifi Pírata sem frjáls­lyndan félags­hyggju­flokk á miðj­unni. Hún sæi Sam­fylk­ing­una líka sem frjáls­lyndan flokk sem halli sér til vinstri og Við­reisn sem slíkan sem halli sér til hægri. Hún sagði að hún þoli ekki þá for­ræð­is­hyggju sem henni finnst birt­ast víða í stjórn­mál­um. „Það er ástæðan fyrir því að ég á mjög erfitt með suma flokka. Þessi íhalds­semi felur í sér ofboðs­lega mikið stjórn­lyndi og for­ræð­is­hyggju.“

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar