Píratar væru stærsti flokkur landsins ef ungt og tekjulítið fólk kysi einvörðungu

Píratar eru sterkir á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Ungt og tekjulítið fólk lítur frekar til þeirra en annarra flokka. Og enginn flokkur sem á þegar sæti á Alþingi hefur bætt við sig meira fylgi frá 2017 en Píratar.

Píratar
Auglýsing

Sá flokkur sem þegar er með kjörna þing­menn sem hefur bætt við sig mestu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili, sam­kvæmt könn­unum MMR, eru Pírat­ar. Í síð­ustu tveimur könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins hefur fylgi flokks­ins mælst að með­al­tali 13,9 pró­sent, sem er 3,4 pró­sentu­stigum meira en Píratar fengu í kosn­ing­unum 2017. 

Fyrir liggur að ein­hverjar breyt­ingar verða á for­ystu­sveit Pírata þegar kosið verður til Alþingis í sept­em­ber 2021, en bæði Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Smári McCart­hy, sem báðir voru odd­vitar lista í síð­ustu kosn­ing­um, hafa greint frá því að þeir ætli ekki að bjóða sig fram í næstu kosn­ing­um. 

Hall­dóra Mog­en­sen, Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir og Björn Leví Gunn­ars­son hafa öll gefið það út að þau sæk­ist eftir áfram­hald­andi þing­mennsku Jón Þór Ólafs­son hefur ekki greint opin­ber­lega frá áformum sín­um. 

Píratar hafa sýnt það að flokk­ur­inn er vel stjórn­tæk­ur, með því að vera hluti af meiri­hluta­stjórn í Reykja­vík á síð­ustu tveimur kjör­tíma­bilum þar sem sam­starf við þrjá aðra flokka, tvo í stjórn­ar­and­stöðu á þingi og einn í rík­is­stjórn, hefur gengið vel. 

Mjög sterk staða á Vest­ur­landi

Ef ein­ungis fólk undir þrí­tugu myndi kjósa á Íslandi þá væru Píratar stærsti flokkur lands­ins með 24,9 pró­sent atkvæða. Þeir væru líka eini flokk­ur­inn sem fengi yfir 20 pró­sent fylgi og hafa bætt við sig 7,1 pró­sentu­stigi hjá þessum ald­urs­hópi á kjör­tíma­bil­in­u. 

Stuðn­ingur við Pírata dalar svo eftir því sem kjós­endur eld­ast og er minnstur hjá 68 ára og eldri, þar sem hann mælist ein­ungis 5,7 pró­sent. 

Auglýsing
Það kemur lík­ast til fæstum á óvart að Píratar sækja stóran hluta af fylgi sínu á höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þar segj­ast 15,6 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn. Það sem er óvænt­ara er að Píratar hafa styrkt stöðu sína mjög á Vest­ur­landi og á Vest­fjörð­um. Þar mælist stuðn­ingur við flokk­inn 6,7 pró­sent í kringum kosn­ing­arnar 2017 en í síð­ustu tveimur könn­unum MMR hefur það land­svæði mælst sterkasta vígi Pírata, og fylgi þeirra 18,3 pró­sent. 

Það er bæt­ing upp á 11,6 pró­sentu­stig á kjör­tíma­bil­inu. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, með 21,1 pró­sent, mælist stærri á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­u­m. 

Staða Pírata er verst á Norð­ur­landi, þar sem 7,4 pró­sent aðspurðra í könnun MMR seg­ist styðja flokk­inn. 

Bæta við sig hjá öllum tekju­hópum

Þá er ljóst að Píratar eru það stjórn­mála­afl sem höfðar mest til tekju­lægstu ein­stak­ling­anna í sam­fé­lag­inu. Hjá þeim sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur mælist stuðn­ingur við þá 24,6 pró­sent. Sá flokkur sem kemst næst þeim er Sam­fylk­ingin með 13,5 pró­sent, eða 11,1 pró­sentu­stigi minna fylg­i. 

Í kringum síð­ustu kosn­ingar voru Píratar líka sá flokkur sem mæld­ist með sterk­ustu stöð­una hjá þessum tekju­hópi, en þá sögð­ust 15,8 pró­sent aðspurðra innan hans styðja flokk­inn. Það var nán­ast sama hlut­fall og studdi Vinstri græn (15,7 pró­sent) og lít­il­lega fleiri en sögð­ust ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn (14,7 pró­sent) og Flokk fólks­ins (14,4 pró­sent). 

Athygli vekur að Píratar bæta við sig fylgi í öllum tekju­hópum þótt það minnki með hverjum þeirra, og mælist minnst hjá þeim kjós­endum sem eru með 1,2 milljón krónur eða meira á mán­uði í heim­il­is­tekjur (8,9 pró­sent).

Fylgi Pírata dreif­ist nokkuð jafnt á fólk eftir mennt­un­ar­stigi og ekki er mik­ill munur á milli kynja, þótt aðeins fleiri konur seg­ist styðja flokk­inn en karl­ar. 

Vita með hverjum þeir vilja starfa

Píratar hafa verið nokkuð skýrir með hvert hugur þeirra stefnir eftir næstu kosn­ing­ar, í rík­is­stjórn.

Hall­­dóra Mog­en­sen sagði í hlað­varps­þætt­inum Arn­ar­hóli í síð­ustu viku að Sam­­fylk­ingin og Við­reisn væru aug­­ljósu kost­irnir fyrir Pírata í því rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi. „Það þyrfti vænt­an­­lega að verða fjórði aðili. Ég veit ekki hver það yrði, bara hver það yrði ekki. Það yrði klár­­lega ekki Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn og ég sé engar for­­sendur til að vinna með Mið­­flokkn­­um.“

Þar sagði Hall­­dóra að hún upp­­lifi Pírata sem frjáls­­lyndan félags­­hyggju­­flokk á miðj­unni. Hún sæi Sam­­fylk­ing­una líka sem frjáls­­lyndan flokk sem halli sér til vinstri og Við­reisn sem slíkan sem halli sér til hægri. Hún sagði að hún þoli ekki þá for­ræð­is­hyggju sem henni finnst birt­­ast víða í stjórn­­­mál­­um. „Það er ástæðan fyrir því að ég á mjög erfitt með suma flokka. Þessi íhalds­­­semi felur í sér ofboðs­­lega mikið stjórn­­­lyndi og for­ræð­is­hyggju.“

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar