Seðlabankinn spáir dýpri kreppu og hægari efnahagsbata en hann gerði í sumarlok

Seðlabankinn telur að 750 þúsund ferðamenn muni heimsækja Ísland á næsta ári. Það eru 250 þúsund færri en bankinn spáði í ágúst og 150 þúsund færri en forsendur fjárlaga segja til um. Afleiðingin verður minni hagvöxtur 2021 en reiknað hafði verið með.

Það verður bið á því að örtröð myndist við landganga í Leifsstöð, samkvæmt spá Seðlabanka Íslands.
Það verður bið á því að örtröð myndist við landganga í Leifsstöð, samkvæmt spá Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

„Mikil fjölgun COVID-19-smita á haustdögum og hertar sótt varnir valda því að dregið hefur úr þeirri viðspyrnu í efnahagslífinu sem hófst á þriðja fjórðungi ársins eftir sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi. Efnahagshorfur hafa því versnað og gerir nóvemberspá Peningamála ráð fyrir 8,5 prósent samdrætti landsframleiðslu á þessu ári sem er ríflega 1 prósentu meiri samdráttur en spáð var í ágúst.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem birt var í morgun samhliða ákvörðun hennar um að lækka stýrivexti á Íslandi í fyrsta sinn niður fyrir eitt prósent. Þeir eru nú 0,75 prósent. 

Í spá Seðlabankans er auk þess spáð minni hagvexti á næsta ári en áður var gert, að hann verði 2,3 prósent í stað 3,4 prósent líkt og spáð var í ágúst. 

Að mati nefndarinnar er óvissa um efnahagshorfur mikil og mun þróun efnahagsmála að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar. „Gert er ráð fyrir að hún verði að mestu gengin niður í lok þessa árs og að víðtæk bólusetning hafi náðst hér á landi og í helstu viðskiptalöndum um mitt næsta ár. Efnahagsbatinn verður enn hægari ef erfiðara reynist að ráða niðurlögum farsóttarinnar. Hið sama á við ef heimilin ganga hægar á þann sparnað sem byggst hefur upp í far - sóttinni. Gangi betur í viðureigninni við farsóttina eða ef heimilin ganga hraðar á eigin sparnað verður efnahagsbatinn með sama hætti kröftugri.“

Ferðamenn verða færri en forsendur fjárlaga segja til um

Í ritinu Peningamál, sem Seðlabankinn birti samhliða vaxatáákvörðun sinni í dag, segir að ástæða þess að spá bankans fyrir næsta ár er svartari nú en í ágúst er sú að hann telur horfur á að færri ferðamenn komi til landsins  á árinu 2021 en áður var reiknað með, en í forsendum fjárlaga var til að mynda gengið út frá því að þeir yrðu 900 þúsund. „Atvinnuleysi eykst því meira og verður þrálátara. Þótt spáð sé kröftugum hagvexti árin 2022-2023 næst framleiðslustig ársins 2019 ekki fyrr en árið 2023,“ segir í Peningamálum.

Mikil óvissa sé um horfur í ferðaþjónustu um heim allan og um hvenær verði horfið frá  hömlum á ferðalög milli heimsálfa, einkum milli Evrópu og Norður-Ameríku. 

Auglýsing
„Bandaríkjamenn voru fjölmennasti hópur ferðamanna sem hingað komu áður en faraldurinn hófst eða um fimmtungur þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að ferðalögum fjölgi að ráði fram á annan fjórðung næsta árs en þá er talið að ferðaþjónusta taki við sér þegar farsóttin rénar og dregið verður úr takmörkunum á ferðalögum milli landa.„ 

Seðlabankinn áætlar því að um 750 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á næsta ári sem eru umtalsvert færri ferðamenn en í ágústspánni sem áætlaði að þá kæmu um ein milljón farþegar, og um 150 þúsund færri en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. 

Jákvæðu tíðindin eru þó þau að gert er ráð fyrir að framleiðslugeta ferðaþjónustu varðveitist að miklu leyti og því geti efnahagsbatinn orðið hraður þegar fólk fer aftur að ferðast milli landa og að um 1,5 milljónir farþega komi til landsins árið 2022. 

Búinn að kaupa fyrir tvo milljarða

Fjármögnunarþörf ríkissjóðs hefur aukist eftir því sem áhrif faraldursins verða langvinnari og vega væntingar um aukna skuldsetningu ríkissjóðs. Seðlabankinn telur að hún vegi þungt í hækkun langtímavaxta að undanförnu ásamt því að erlendir aðilar, meðal annars evrópska skuldastýringarfyrirtækið BluBay Asset Management, hafi selt ríkisskuldabréf fyrir um 45 milljarða króna frá því í byrjun ágúst.

Bankinn hefur verið gagnrýndur fyrir að eiga sinn þátt í þeirri hækkun sjálfur vegna þess að bankinn hefur ekki verið eins virkur í að kaupa ríkisskuldabréf og hann boðaði í vor. Þá tilkynnti  bankinn að hann myndi hefja kaup á ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði til að tryggja enn frekar að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist til heimila og fyrirtækja og að kaupin gætu numið allt að 150 milljörðum króna. Hingað til hefur Seðlabankinn keypt fyrir tvo milljarða króna. 

Í grein­ingu Íslands­banka á stöð­unni, sem birt var í síð­ustu viku, keom fram að ávöxt­un­ar­krafa langra verð­tryggðra rík­is­skulda­bréfa sé nú tæpu pró­sentu­stigi hærra en í lok ágúst­mán­að­ar, en hún leiðir af sér hækkun langtímavaxta. Sam­kvæmt Íslands­banka á þessi þróun engan sinn líka meðal ann­arra þró­aðra ríkja, þar sem stjórn­völd hafi víð­ast hvar reynt að halda vöxtum niðri í kór­ónu­krepp­unn­i. 

Í grein­ingu sinni bætir Íslands­banki við að hærri lang­tíma­vextir séu farnir að end­ur­spegl­ast í versn­andi láns­kjörum heim­ila og fyr­ir­tækja, en hann hækk­aði sjálfur vexti á hús­næð­is­lánum sínum í lok síð­asta mán­aðar vegna þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar