Seðlabankinn lækkar vexti niður í 0,75 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands hefur ákveðið að meg­in­vextir bank­ans verði 0,75 prósent, og því lækka þeir um 0,25 prósent frá því sem áður var. Vextir hafa verið lækk­­­­aðir fjórum sinnum frá því að yfir­­­stand­andi efna­hags­á­­­stand vegna COVID-19 far­ald­­­ur­s­ins hóf­st, og alls hafa stýri­vextir lækkað um fjögur pró­­­­­­­sent­u­­­­­­­stig frá því í maí í fyrra.

Vextirnir lækkuðu síðar í maí, þegar þeir voru lækkaðir um 0,75 prósentustig niður í eitt prósent.  

Vextirnir nú, 0,75 prósent, eru lægstu meginvextir sem Seðlabanki Íslands hefur nokkru sinni boðið upp á. 

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að mikil fjölgun COVID-19-smita á haustdögum og hertar sóttvarnir valdi því að dregið hefur úr þeirri viðspyrnu í efnahagslífinu sem hófst á þriðja fjórðungi ársins eftir sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi. „Efnahagshorfur hafa því versnað og gerir nóvemberspá Peningamála ráð fyrir 8,5 prósent samdrætti landsframleiðslu á þessu ári sem er ríflega 1 prósentu meiri samdráttur en spáð var í ágúst. Einnig er spáð minni hagvexti á næsta ári. Óvissa um efnahagshorfur er mikil og mun þróun efnahagsmála að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar.“

Auglýsing
Þótt verðbólga hafi aukist frá því í vor, og sé nú 3,6 prósent, hafi verðbólguvæntingar til meðallangs og langs tíma lítið breyst. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði um 3,7 prósent að meðaltali fram á næsta ár en taki þá að hjaðna enda sé slakinn í þjóðarbúinu mikill. „Þótt verðbólga hafi aukist tímabundið og horfur séu á að hún verði meiri en búist var við í ágúst gerir traustari kjölfesta verðbólguvæntinga peningastefnunefnd kleift að bregðast við versnandi efnahagshorfum með afgerandi hætti. Lækkun vaxta og aðrar aðgerðir sem Seðlabankinn hefur gripið til undanfarna mánuði hafa stutt við innlenda eftirspurn og dregið úr neikvæðum áhrifum efnahagsáfallsins.“

Mikill þrýstingur hefur verið á Seðlabankann að kaupa ríkisskuldabréf af meiri þrótti, líkt og hann boðaði að yrði gert í vor. Ástæðan er meðal annars sú að ávöxtunarkrafa langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa hefur hækkað, sem hefur aftur leitt til vaxtahækanna. 

Sú aðgerð kall­ast magn­bundin íhlutun (e. quantita­tive easing) og hefur hún verið notuð af seðla­bönkum víða um heim­inn til að örva fjár­fest­ingar og lán­töku með því að færa lang­tíma­vexti nið­ur. Í apríl tilkynnti bankinn að hann ætlaði að kaupa bréf fyrir allt að 150 milljarða króna. Af þessum 150 millj­örðum til­kynnti bank­inn að hann gæti keypt fyrir allt að 60 millj­örðum króna á þessu ári, eða fyrir allt að 20 millj­örðum á hverjum árs­fjórð­ungi í mesta lag­i.  

Hins vegar hefur lítið orðið af þeim kaupum hingað til. Á milli apr­íl- og júní­mán­aðar keypti Seðla­bank­inn rík­is­skulda­bréf fyrir ein­ungis tæp­lega 900 millj­ónir króna og á þriðja árs­fjórð­ungi keypti hann ekk­ert. Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi Seðla­bank­ans virð­ist hann svo hafa selt rík­is­skulda­bréf í síð­asta mán­uði, þar sem rík­is­skulda­bréfa­eign hans minnk­aði um 40 millj­ónir króna. 

Kaupin hafa verið aukin á undanförnum vikum og Kjarninn greindi frá því á mánudag að frá 9. októ­ber og til þess hefði bank­inn keypt fyrir rúma 1,5 millj­arða í rík­is­skulda­bréfum með gjald­daga árið 2028 og 2031 (RIK­B28 og RIK­B31). 

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í dag segir að hún muni áfram „nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða, m.a. kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum, til að styðja við þjóðarbúskapinn og tryggja að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent