Seðlabankinn lækkar vexti niður í 0,75 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­­­stefn­u­­­­nefnd Seðla­­­­banka Íslands hefur ákveðið að meg­in­vextir bank­ans verði 0,75 pró­sent, og því lækka þeir um 0,25 pró­sent frá því sem áður var. Vextir hafa verið lækk­­­­­aðir fjórum sinnum frá því að yfir­­­­stand­andi efna­hags­á­­­­stand vegna COVID-19 far­ald­­­­ur­s­ins hóf­st, og alls hafa stýri­vextir lækkað um fjögur pró­­­­­­­­sent­u­­­­­­­­stig frá því í maí í fyrra.

Vext­irnir lækk­uðu síðar í maí, þegar þeir voru lækk­aðir um 0,75 pró­sentu­stig niður í eitt pró­sent.  

Vext­irnir nú, 0,75 pró­sent, eru lægstu meg­in­vextir sem Seðla­banki Íslands hefur nokkru sinni boðið upp á. 

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar segir að mikil fjölgun COVID-19-smita á haust­dögum og hertar sótt­varnir valdi því að dregið hefur úr þeirri við­spyrnu í efna­hags­líf­inu sem hófst á þriðja fjórð­ungi árs­ins eftir sögu­legan sam­drátt á öðrum árs­fjórð­ungi. „Efna­hags­horfur hafa því versnað og gerir nóv­em­ber­spá Pen­inga­mála ráð fyrir 8,5 pró­sent sam­drætti lands­fram­leiðslu á þessu ári sem er ríf­lega 1 pró­sentu meiri sam­dráttur en spáð var í ágúst. Einnig er spáð minni hag­vexti á næsta ári. Óvissa um efna­hags­horfur er mikil og mun þróun efna­hags­mála að tölu­verðu leyti ráð­ast af fram­vindu far­sótt­ar­inn­ar.“

Auglýsing
Þótt verð­bólga hafi auk­ist frá því í vor, og sé nú 3,6 pró­sent, hafi verð­bólgu­vænt­ingar til með­al­langs og langs tíma lítið breyst. ­Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans eru horfur á að verð­bólga verði um 3,7 pró­sent að með­al­tali fram á næsta ár en taki þá að hjaðna enda sé slak­inn í þjóð­ar­bú­inu mik­ill. „Þótt verð­bólga hafi auk­ist tíma­bundið og horfur séu á að hún verði meiri en búist var við í ágúst gerir traust­ari kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga pen­inga­stefnu­nefnd kleift að bregð­ast við versn­andi efna­hags­horfum með afger­andi hætti. Lækkun vaxta og aðrar aðgerðir sem Seðla­bank­inn hefur gripið til und­an­farna mán­uði hafa stutt við inn­lenda eft­ir­spurn og dregið úr nei­kvæðum áhrifum efna­hags­á­falls­ins.“

Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á Seðla­bank­ann að kaupa rík­is­skulda­bréf af meiri þrótti, líkt og hann boð­aði að yrði gert í vor. Ástæðan er meðal ann­ars sú að ávöxt­un­ar­krafa langra verð­tryggðra rík­is­skulda­bréfa hefur hækk­að, sem hefur aftur leitt til vaxta­hækanna. 

Sú aðgerð ­kall­­ast magn­bundin íhlutun (e. quantita­tive easing) og hefur hún verið notuð af seðla­­bönkum víða um heim­inn til að örva fjár­­­fest­ingar og lán­­töku með því að færa lang­­tíma­vexti nið­­ur. Í apríl til­kynnti bank­inn að hann ætl­aði að kaupa bréf fyrir allt að 150 millj­arða króna. Af þessum 150 millj­­örðum til­­kynnti bank­inn að hann gæti keypt fyrir allt að 60 millj­­örðum króna á þessu ári, eða fyrir allt að 20 millj­­örðum á hverjum árs­fjórð­ungi í mesta lag­i.  

Hins vegar hefur lítið orðið af þeim kaupum hingað til. Á milli apr­íl- og jún­í­mán­aðar keypti Seðla­­bank­inn rík­­is­skulda­bréf fyrir ein­ungis tæp­­lega 900 millj­­ónir króna og á þriðja árs­fjórð­ungi keypti hann ekk­ert. Sam­­kvæmt efna­hags­­reikn­ingi Seðla­­bank­ans virð­ist hann svo hafa selt rík­­is­skulda­bréf í síð­­asta mán­uði, þar sem rík­­is­skulda­bréfa­­eign hans minn­k­aði um 40 millj­­ónir króna. 

Kaupin hafa verið aukin á und­an­förnum vikum og Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að frá­ 9. októ­ber og til þess hefði bank­inn keypt fyrir rúma 1,5 millj­­arða í rík­­is­skulda­bréfum með gjald­daga árið 2028 og 2031 (RIK­B28 og RIK­B31). 

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar í dag segir að hún muni áfram „nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða, m.a. kaup Seðla­bank­ans á rík­is­skulda­bréf­um, til að styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn og tryggja að laus­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar miðlist með eðli­legum hætti til heim­ila og fyr­ir­tækja.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent