Corbyn fær inngöngu í Verkamannaflokkinn á ný

Fyrrverandi formaður breska Verkamannaflokksins, sem vikið var tímabundið úr flokknum í október, er kominn aftur í hann. Ástæður fyrir upphaflegu brottvikningunni voru viðbrögð hans vegna skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins.

Jeremy Corbyn.
Jeremy Corbyn.
Auglýsing

Jer­emy Cor­byn, fyrr­ver­andi for­maður breska Verka­manna­flokks­ins, hefur fengið inn­göngu í flokk­inn að nýju. Sir Keir Star­mer, eft­ir­maður Cor­byn í for­manns­stóli, vék honum úr flokknum 29. októ­ber síð­ast­lið­inn vegna við­bragða Cor­byns við nýrri skýrslu frá mann­rétt­inda­­sam­tök­unum EHRC, sem skoð­aði ásak­­anir um gyð­inga­andúð innan flokks­ins.

Sam­tökin komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að flokk­­ur­inn, undir stjórn Cor­byns, væri ábyrgur fyrir póli­­tískum afskiptum af kvört­unum um gyð­inga­andúð frá félags­­­mönn­um, láðst að þjálfa starfs­­fólk flokks­ins sem tók á móti slíkum kvört­unum á við­eig­andi hátt og söm­u­­leiðis gerst sekur um áreitni.

Cor­byn greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld að hann hefði hlotið inn­göngu í flokk­inn á nýjan leik. 

Auglýsing
Hann þakk­aði flokks­mönn­um, með­limum verka­lýðs­fé­laga og stuðn­ings­mönnum sínum fyrir að hafa staðið með sér og sagði hreyf­ing­una nú þurfa að sam­ein­ast gegn þeirri „mjög eyði­leggj­andi rík­is­stjórn Íhalds­flokks­ins“ sem fer með stjórn Bret­lands um þessar mund­ir. 

Í frétt Guar­dian af mál­inu, sem birt var þegar Cor­byn var vikið tíma­bundið úr flokkn­um, sagði að Cor­­byn hafi brugð­ist við umræ­drri skýrslu með þeim orðum að mál tengd gyð­inga­andúð innan Verka­­manna­­flokks­ins hefðu verið blásin upp í póli­­tískum til­­­gangi, bæði af and­­stæð­ingum innan flokks og utan og fjöl­mið­l­­um.

Cor­­byn sagði þó jafn­­framt að hver sá sem segði að enga gyð­inga­andúð væri að finna innan flokks­ins hefði rangt fyrir sér og að hann von­að­ist til þess að flokk­­ur­inn myndi inn­­­leiða ráð­­legg­ingar frá skýrslu­höf­undum hratt og örugg­­lega, þrátt fyrir að hann væri ekki sam­­mála öllum nið­­ur­­stöð­un­­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent