Corbyn fær inngöngu í Verkamannaflokkinn á ný

Fyrrverandi formaður breska Verkamannaflokksins, sem vikið var tímabundið úr flokknum í október, er kominn aftur í hann. Ástæður fyrir upphaflegu brottvikningunni voru viðbrögð hans vegna skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins.

Jeremy Corbyn.
Jeremy Corbyn.
Auglýsing

Jer­emy Cor­byn, fyrr­ver­andi for­maður breska Verka­manna­flokks­ins, hefur fengið inn­göngu í flokk­inn að nýju. Sir Keir Star­mer, eft­ir­maður Cor­byn í for­manns­stóli, vék honum úr flokknum 29. októ­ber síð­ast­lið­inn vegna við­bragða Cor­byns við nýrri skýrslu frá mann­rétt­inda­­sam­tök­unum EHRC, sem skoð­aði ásak­­anir um gyð­inga­andúð innan flokks­ins.

Sam­tökin komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að flokk­­ur­inn, undir stjórn Cor­byns, væri ábyrgur fyrir póli­­tískum afskiptum af kvört­unum um gyð­inga­andúð frá félags­­­mönn­um, láðst að þjálfa starfs­­fólk flokks­ins sem tók á móti slíkum kvört­unum á við­eig­andi hátt og söm­u­­leiðis gerst sekur um áreitni.

Cor­byn greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld að hann hefði hlotið inn­göngu í flokk­inn á nýjan leik. 

Auglýsing
Hann þakk­aði flokks­mönn­um, með­limum verka­lýðs­fé­laga og stuðn­ings­mönnum sínum fyrir að hafa staðið með sér og sagði hreyf­ing­una nú þurfa að sam­ein­ast gegn þeirri „mjög eyði­leggj­andi rík­is­stjórn Íhalds­flokks­ins“ sem fer með stjórn Bret­lands um þessar mund­ir. 

Í frétt Guar­dian af mál­inu, sem birt var þegar Cor­byn var vikið tíma­bundið úr flokkn­um, sagði að Cor­­byn hafi brugð­ist við umræ­drri skýrslu með þeim orðum að mál tengd gyð­inga­andúð innan Verka­­manna­­flokks­ins hefðu verið blásin upp í póli­­tískum til­­­gangi, bæði af and­­stæð­ingum innan flokks og utan og fjöl­mið­l­­um.

Cor­­byn sagði þó jafn­­framt að hver sá sem segði að enga gyð­inga­andúð væri að finna innan flokks­ins hefði rangt fyrir sér og að hann von­að­ist til þess að flokk­­ur­inn myndi inn­­­leiða ráð­­legg­ingar frá skýrslu­höf­undum hratt og örugg­­lega, þrátt fyrir að hann væri ekki sam­­mála öllum nið­­ur­­stöð­un­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent