Aukinn kraftur í magnbundna íhlutun Seðlabankans

Þrátt fyrir að hafa tilkynnt allt að 150 milljarða króna kaup á ríkisskuldabréfum í vor hafði Seðlabankinn aðeins keypt innan við eitt prósent af þeim fimm mánuðum seinna. Á síðustu vikum hefur bankinn þó aukið kaup sín töluvert.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Auglýsing

Seðla­bank­inn hefur keypt rík­is­skulda­bréf fyrir einn og hálfan millj­arð króna á síð­ustu fimm vik­um, en þar af keypti hann fyrir tæpar 500 millj­ónir króna í gær. Þetta er virkasta tíma­bil Seðla­bank­ans á skulda­bréfa­mark­aði frá því að hann hóf magn­bundna íhlutun í apríl síð­ast­liðn­um.  

Magn­bundin íhlutun

Þann 23. mars til­kynnti pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands fyrst að bank­inn hygð­ist hefja kaup á rík­is­skulda­bréf­um. Þessi aðgerð kall­ast magn­bundin íhlutun (e. quantita­tive easing) og hefur hún verið notuð af seðla­bönkum víða um heim­inn til að örva fjár­fest­ingar og lán­töku með því að færa lang­tíma­vexti nið­ur. 

Mán­uði seinna kom nán­ari útlistun á fyr­ir­hug­uðum kaupum bank­ans, en þá var til­kynnt að heild­ar­fjár­hæð hennar gæti numið allt að 150 millj­örðum króna. Af þessum 150 millj­örðum til­kynnti bank­inn að hann gæti keypt fyrir allt að 60 millj­örðum króna á þessu ári, eða fyrir allt að 20 millj­örðum á hverjum árs­fjórð­ungi í mesta lag­i.  

Auglýsing

Hins vegar hefur lítið orðið af þeim kaupum hingað til. Á milli apr­íl- og júní­mán­aðar keypti Seðla­bank­inn rík­is­skulda­bréf fyrir ein­ungis tæp­lega 900 millj­ónir króna og á þriðja árs­fjórð­ungi keypti hann ekk­ert. Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi Seðla­bank­ans virð­ist hann svo hafa selt rík­is­skulda­bréf í síð­asta mán­uði, þar sem rík­is­skulda­bréfa­eign hans minnk­aði um 40 millj­ónir króna. 

Í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans við síð­ustu vaxta­á­kvörðun í byrjun októ­ber skrifar hún að ekki hafi verið ástæða til umfangs­mik­illar íhlut­unar þar sem fram­boð á rík­is­bréfum hefði enn ekki auk­ist til muna og verð­myndun og virkni mark­aða hefði verið eðli­leg. Nefnd­ar­menn væru sam­mála um að ekki væri til­efni til kröft­ugri við­bragða að þessu sinn­i. 

Lang­tíma­vextir hafa hækk­að 

Á sama tíma og Seðla­bank­inn hefur haldið aftur að sér í rík­is­skulda­bréfa­kaupum hefur svo krafan á rík­is­skulda­bréfum til langs tíma hækkað nokk­uð, en slíka þróun á magn­bundin íhlutun að koma í veg fyr­ir.

Í grein­ingu Íslands­banka á stöð­unni, sem birt var í síð­ustu viku, kemur fram að ávöxt­un­ar­krafa langra verð­tryggðra rík­is­skulda­bréfa sé nú tæpu pró­sentu­stigi hærra en í lok ágúst­mán­að­ar. Sam­kvæmt Íslands­banka á þessi þróun engan sinn líka meðal ann­arra þró­aðra ríkja, þar sem stjórn­völd hafi víð­ast hvar reynt að halda vöxtum niðri í kór­ónu­krepp­unn­i. 

Þessar vaxta­hækk­anir hafa haft áhrif á lang­tíma­horf­ur, ef marka má árs­fjórð­ungs­lega könnun Seðla­bank­ans á vænt­ingum mark­aða. Í síð­ustu könn­un, sem birt var á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku, vænta mark­aðs­að­ilar þess að lang­tíma­vextir verði 0,7 pró­sent á næstu tíu árum. Þetta er ekki langt frá vænt­ingum þeirra á fyrsta árs­fjórð­ungi, þar sem þeir töldu vext­ina munu verða 0,9 pró­sent. Með öðrum orðum hefur magn­bundin íhlutun Seðla­bank­ans haft til­tölu­lega lítil áhrif á vænt­ingar á skulda­bréfa­mark­aði.

Í grein­ingu sinni bætir Íslands­banki við að hærri lang­tíma­vextir séu farnir að end­ur­spegl­ast í versn­andi láns­kjörum heim­ila og fyr­ir­tækja, en hann hækk­aði sjálfur vexti á hús­næð­is­lánum sínum í lok síð­asta mán­aðar vegna þess.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið síð­asta fimmtu­dag var haft eftir Agn­ari Tómasi Möll­er, sjóðs­stjóra skulda­bréfa hjá Kviku banka, að líkur væru á að allir fastir vextir á íbúða­lánum bank­ana myndi hækka á næst­unni, að öllu óbreyttu, vegna þess­arar þró­un­ar. 

Kaupin aukast

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu var talið að Seðla­bank­inn hefði ákveðið að vera í bið­stöðu eftir að þangað til þrýst­ingur á mark­aði vegna sölu evr­ópska skulda­bréfa­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins BlueBay Asset Mana­gement á íslenskum rík­is­skulda­bréfum minnk­aði. BlueBay seldi öll útistand­andi rík­is­skulda­bréf sín fyrir meira en 20 millj­arða króna síð­ustu vik­una í októ­ber.

Í kjöl­farið hafa svo kaup Seðla­bank­ans á rík­is­skulda­bréfum auk­ist nokk­uð, þótt þau sé enn langt undir yfir­lýstu 20 millj­arða króna hámarki á þessum fjórð­ungi. Frá 9. októ­ber hefur bank­inn keypt fyrir rúma 1,5 millj­arða í rík­is­skulda­bréfum með gjald­daga árið 2028 og 2031 (RIK­B28 og RIK­B31), en tæpur þriðj­ungur af þeirri upp­hæð var keyptur í gær, sam­kvæmt við­skipta­kerfi Kaup­hall­ar­inn­ar. Því hafa kaupin á rík­is­skulda­bréfin verið meiri á síð­ustu fimm vikum heldur en þau voru í á fyrstu fimm mán­uðum magn­bund­innar íhlut­un­ar. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent