Tvær lykilástæður til að gleðjast yfir jákvæðum niðurstöðum Moderna

Jákvæð tíðindi um þróun bóluefnis frá Moderna eru jafnvel enn gleðilegri en þau sem bárust af bóluefni Pfizer í síðustu viku. Þau sýna nefnilega að aðferðin sem bæði fyrirtækin nota virðist virka og einnig virðist geymsla og dreifing vera einfaldari.

Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.
Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.
Auglýsing

Rétt eins og í síðustu viku gleðst heimsbyggðin í dag yfir góðum tíðindum af bóluefni gegn COVID-19.  Fyrirtækið Moderna, sem er eitt þeirra sem fékk þróunarfé úr „Operation Warp Speed“-verkefninu sem Bandaríkjastjórn setti á laggirnar til þess að flýta þróuninni, gaf út í dag að bóluefni þess hefði sýnt fram á 94,5 prósent virkni gegn COVID-19.

Tíðindin frá Moderna eru jafnvel enn gleðilegri en þau sem bárust af bóluefnisþróun Pfizer og BioNTech í síðustu viku, sem einnig sýndi fram á yfir 90 prósent virkni. Fyrir því eru tvær lykilástæður.

1. Gefur til kynna að aðferðin virki

Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2. Þegar bóluefninu er sprautað í einstaklinga byrja frumur líkamans þannig að framleiða sín eigin gaddprótein og þjálfa sig í að takast á við veiruna.

Ónæmiskerfið lítur á gaddpróteinin sem framandi fyrirbæri og tekur til varna með því að framleiða mótefni og T-frumur, sem gera kórónuveirunni erfiðara um vik við að valda bólusettum skaða. 

Í niðurstöðum Moderna kemur fram að 90 einstaklingar sem fengu lyfleysu hafi nú smitast af COVID-19, en einungis 5 sem voru sprautaðir með bóluefninu, af alls 30 þátttakendum í tilraunum fyrirtækisins. Ellefu af þessum 95 veiktust alvarlega og allir voru þeir í lyfleysuhópnum.

Að tvö fyrirtæki sem eru að beita þessari sömu aðferð, sem hefur aldrei áður verið beitt við þróun bóluefna fyrir manneskjur, nái bæði afbragðsgóðum árangri í umfangsmiklum tilraunum á samanburðarhópum, er afar jákvætt.

2. Minna vesen að geyma og dreifa

Einnig er ástæða til að gleðjast yfir því, varðandi bóluefni Moderna, að það þarf ekki að geyma við jafn ofboðslegan kulda og bóluefni Pfizer og BioNTech. 

Hið síðarnefnda er sagt þurfa að geymast við allt að -80°C, sem þýðir að það þyrfti að flytja í sérútbúnum kælitækjum á milli staða, á meðan að bóluefni Moderna er sagt geymast vel við hærra hitastig og síðan í allt að mánuð við 2-4 gráður, sem er um það bil sama hitastig og í ísskápnum heima hjá okkur flestum.

Dýrt og Bandaríkin njóta forgangs

Þó er vakin athygli á því, í umfjöllun Guardian um tíðindin í dag, að búist sé við að verðmiðinn á hverjum skammti af Moderna-bóluefninu verði hærri en á öðrum bóluefnum, eða jafnvel 37 dollarar hver skammtur. Á meðan stefnir Johnson & Johnson á að bóluefni þeirra kosti 10 dollara skammturinn og Pfizer er að horfa á 20 dollara sem viðmiðunarverð. 

Auglýsing

Bóluefnið gæti því orðið of dýrt til þess að vera fýsilegur eða raunhæfur kostur fyrir fátækari ríki, jafnvel eftir að bóluefnissjóður Sameinuðu þjóðanna (UN Covax) hefur komið að borðinu með niðurgreiðslu. Moderna hefur reyndar gefið það út að það muni ekki skrá einkaleyfi á bóluefnið fyrr en faraldurinn er yfirstaðinn, sem þýðir að það gæti verið hægt að framleiða það á ódýrari hátt.

Einnig er vert að hafa í huga að þar sem Moderna fékk tæplega tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala frá bandarískum stjórnvöldum í þeim tilgangi að þróa þetta bóluefni, verður áherslan á dreifingu í Bandaríkjunum til að byrja með og búist er við 20 milljón skammtar gætu verið tilbúnir fyrir lok ársins 2020. Afgangurinn af heiminum mun þurfa að bíða að sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent