Tvær lykilástæður til að gleðjast yfir jákvæðum niðurstöðum Moderna

Jákvæð tíðindi um þróun bóluefnis frá Moderna eru jafnvel enn gleðilegri en þau sem bárust af bóluefni Pfizer í síðustu viku. Þau sýna nefnilega að aðferðin sem bæði fyrirtækin nota virðist virka og einnig virðist geymsla og dreifing vera einfaldari.

Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.
Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.
Auglýsing

Rétt eins og í síð­ustu viku gleðst heims­byggðin í dag yfir góðum tíð­indum af bólu­efni gegn COVID-19.  Fyr­ir­tækið Moderna, sem er eitt þeirra sem fékk þró­un­arfé úr „Oper­ation Warp Speed“-verk­efn­inu sem Banda­ríkja­stjórn setti á lagg­irnar til þess að flýta þró­un­inni, gaf út í dag að bólu­efni þess hefði sýnt fram á 94,5 pró­sent virkni gegn COVID-19.

Tíð­indin frá Moderna eru jafn­vel enn gleði­legri en þau sem bár­ust af bólu­efn­is­þróun Pfizer og BioNTech í síð­ustu viku, sem einnig sýndi fram á yfir 90 pró­sent virkni. Fyrir því eru tvær lyk­ilá­stæð­ur.

1. Gefur til kynna að aðferðin virki

Rétt eins og bólu­efni Pfizer og BioNTech not­ast Moderna við gena­upp­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadd­prótein sem er að finna á yfir­borði kór­ónu­veirunn­ar, SAR­S-CoV-2. Þegar bólu­efn­inu er sprautað í ein­stak­linga byrja frumur lík­am­ans þannig að fram­leiða sín eigin gadd­prótein og þjálfa sig í að takast á við veiruna.

Ónæm­is­kerfið lítur á gadd­próteinin sem fram­andi fyr­ir­bæri og tekur til varna með því að fram­leiða mótefni og T-frum­ur, sem gera kór­ónu­veirunni erf­ið­ara um vik við að valda bólu­settum skaða. 

Í nið­ur­stöðum Moderna kemur fram að 90 ein­stak­lingar sem fengu lyf­leysu hafi nú smit­ast af COVID-19, en ein­ungis 5 sem voru spraut­aðir með bólu­efn­inu, af alls 30 þátt­tak­endum í til­raunum fyr­ir­tæk­is­ins. Ell­efu af þessum 95 veikt­ust alvar­lega og allir voru þeir í lyf­leysu­hópn­um.

Að tvö fyr­ir­tæki sem eru að beita þess­ari sömu aðferð, sem hefur aldrei áður verið beitt við þróun bólu­efna fyrir mann­eskj­ur, nái bæði afbragðs­góðum árangri í umfangs­miklum til­raunum á sam­an­burð­ar­hóp­um, er afar jákvætt.

2. Minna vesen að geyma og dreifa

Einnig er ástæða til að gleðj­ast yfir því, varð­andi bólu­efni Moderna, að það þarf ekki að geyma við jafn ofboðs­legan kulda og bólu­efni Pfizer og BioNTech. 

Hið síð­ar­nefnda er sagt þurfa að geym­ast við allt að -80°C, sem þýðir að það þyrfti að flytja í sér­út­búnum kæli­tækjum á milli staða, á meðan að bólu­efni Moderna er sagt geym­ast vel við hærra hita­stig og síðan í allt að mánuð við 2-4 gráð­ur, sem er um það bil sama hita­stig og í ísskápnum heima hjá okkur flest­um.

Dýrt og Banda­ríkin njóta for­gangs

Þó er vakin athygli á því, í umfjöllun Guar­dian um tíð­indin í dag, að búist sé við að verð­mið­inn á hverjum skammti af Moderna-­bólu­efn­inu verði hærri en á öðrum bólu­efn­um, eða jafn­vel 37 doll­arar hver skammt­ur. Á meðan stefnir John­son & John­son á að bólu­efni þeirra kosti 10 doll­ara skammt­ur­inn og Pfizer er að horfa á 20 doll­ara sem við­mið­un­ar­verð. 

Auglýsing

Bólu­efnið gæti því orðið of dýrt til þess að vera fýsi­legur eða raun­hæfur kostur fyrir fátæk­ari ríki, jafn­vel eftir að bólu­efn­is­sjóður Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN Covax) hefur komið að borð­inu með nið­ur­greiðslu. Moderna hefur reyndar gefið það út að það muni ekki skrá einka­leyfi á bólu­efnið fyrr en far­ald­ur­inn er yfir­stað­inn, sem þýðir að það gæti verið hægt að fram­leiða það á ódýr­ari hátt.

Einnig er vert að hafa í huga að þar sem Moderna fékk tæp­lega tvo og hálfan millj­arð banda­ríkja­dala frá banda­rískum stjórn­völdum í þeim til­gangi að þróa þetta bólu­efni, verður áherslan á dreif­ingu í Banda­ríkj­unum til að byrja með og búist er við 20 milljón skammtar gætu verið til­búnir fyrir lok árs­ins 2020. Afgang­ur­inn af heim­inum mun þurfa að bíða að sinni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent