EPA

Black Lives Matter: Frá myllumerki til mótmælaöldu

Alicia Garza fann nístandi sorg læsast um sig þegar morðingi Trayvon Martin var sýknaður. Hún settist við tölvuna og skrifaði að það kæmi sér alltaf jafn mikið á óvart „hversu litlu máli líf svartra skipta“. Þarna hafði hún hitt naglann á höfðuðið: „Black lives matter“.

Í júlí árið 2013 fór Alicia Garza út með vinum sín­um. Þau voru að bíða. Bíða eftir nið­ur­stöðu í dóms­máli sem var að vænta á hverri mín­útu. Þau höfðu ekki sér­stakar áhyggj­ur. Áttu ekki von á öðru en að sá sem án alls vafa skaut unga mann­inn til bana yrði fund­inn sekur og tæki í kjöl­farið út sína refs­ing­u.  

En svo var hann sýkn­aður af öllum ákæru­lið­um. George Zimmerman, sem hafði verið ákærður fyrir morðið á hinum sautján ára gamla Tra­y­von Mart­in, var laus allra mála.  

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem svartur maður var skot­inn til bana í Banda­ríkj­unum án þess að það hefði nokkrar afleið­ingar fyrir ger­and­ann. Og þetta var heldur ekki í síð­asta skipt­ið.Auglýsing

Sýknu­dóm­ur­inn varð Garza mikið áfall. Um nótt­ina vakn­aði hún hágrát­andi. Hún hafði séð þetta ger­ast of oft. Hún sett­ist því við tölv­una og hóf að skrifa færslu á Face­book um líðan sína og sárar til­finn­ing­ar. Hún skrif­aði að það kæmi henni alltaf á óvart „hversu litlu máli líf svartra virð­ast skipta“. Þarna hafði hún hitt naglann á höfð­uð­ið: „Black lives matt­er“.

Þessi þrjú orð hreyfðu við mörg­um, m.a. Pat­rissu Coll­ors, vin­konu Garza, sem bjó til myllu­merkið #BlackLi­vesMatt­er. Það fór sam­stundis á mikið flug um netheima. Var marg­sinnis notað næstu árin þegar upp komst um ofbeldi gegn svört­um, jafn­vel morð, sem yfir­völd sinntu ekki að rann­saka vel – eða rann­saka yfir höf­uð. 

Í upp­hafi árs­ins 2020 var það ítrekað notað vegna dauða þriggja svartra Banda­ríkja­manna: Ahmaud Arbery, Bre­onnu Taylor og George Floyd.Dauði þess síð­ast­nefnda í lok maí var drop­inn sem fyllti mæl­inn. Eld­fimi drop­inn sem kveikti neista og gerði millj­ónir manna bál­reið­ar. Og vik­urnar og mán­uð­ina á eftir log­uðu Banda­ríkin stranda á milli.

Floyd bjó í Minn­ea­polis, einni þeirra borga þar sem ójöfn­uður milli svartra og hvítra íbúa er mik­ill. Þann 25. maí gekk hann inn í verslun og borg­aði fyrir sígar­ettu­pakka með pen­inga­seðli sem afgreiðslu­mann­inn grun­aði að væri fals­að­ur. Hann hringdi því í lög­regl­una sem kom skömmu síðar á vett­vang. Floyd var hand­tek­inn og einn lög­reglu­mann­anna setti hné sitt að hálsi hans. Floyd, liggj­andi á jörð­inni í hand­járn­um, sagð­ist ekki ná and­anum en það breytti engu, áfram var hnénu haldið að hálsi hans. Í átta mín­útur og 46 sek­únd­ur. 

Þar til Floyd hætti að anda. Mótmælendur standa við veggmynd af George Floyd.
EPA

Reiðin sem hefur ólgað í Minn­ea­polis og víðar í Banda­ríkj­unum í kjöl­farið er ekki til­komin vegna morðs á einum svörtum manni. Hún er heldur ekki vegna níð­ings­háttar eins lög­reglu­manns. Hún blossar upp vegna þess að George Floyd var enn einn svartur maður sem lætur lífið vegna hátt­ar­lags enn eins lög­reglu­manns­ins. Kerf­is­bundin mis­munun gegn svörtum er enn að eiga sér stað. Rætur reið­innar má rekja til þján­inga sem kyn­slóð eftir kyn­slóð hefur búið við.

Þó að orðin „Black Lives Matt­er“ hafi á síð­ustu árum hlotið hljóm­grunn, verið notuð sem myllu­merki og slag­orð, voru þau ekki á allra vörum fyrr en eftir morðið á George Floyd. Form­leg sam­tök höfðu verið stofnuð undir nafn­inu Black Lives Matter fyrir nokkrum árum. Þau höfðu mann­rétt­indi svartra á stefnu­skrá sinni og bentu á hið rót­gróna og kerfi­bundna ofbeldi sem lög­reglan hefur beitt svarta í ára­tugi. Eitt stefnu­málið hefur verið að umbylta lög­regl­unni og draga úr fjár­fram­lögum til henn­ar. Þó að það bar­áttu­mál hafi ekki hlotið víð­tækan hljóm­grunn hafa sam­tökin notið vax­andi stuðn­ings. Annað og nýrra stefnu­mál, að banna lög­reglu­mönnum að beita því fanta­bragði sem Floyd var beittur og dró hann til dauða, hefur hins vegar fengið byr undir báða vængi. Árið 2017 fengu sam­tökin nafnið Black Lives Matter Global Network Founda­tion, Inc., og starfið varð í kjöl­farið form­legra og skipu­lagð­ar­a. Lögreglumenn umkringja mótmælanda í Washington-borg.
EPA

Bar­áttu­hreyf­ingin sem mynd­ast hefur með slag­orðið að vopni er þó ekki skipu­lögð nema að litlu leyti. Í henni taka fjöl­margir þátt sem vita vart að sam­tökin eru til en nota myllu­merkið á sam­fé­lags­miðlum og hrópa orðin þrjú í mót­mæla­göng­um. 

Því mis­munun svartra og hvítra í Banda­ríkj­unum er ekki aðeins ein­hver til­finn­ing fólks. Hún er raun­veru­leg og hefur verið marg­sönnuð í rann­sóknum og sést greini­lega í allri töl­fræði. Rann­sóknir hafa sýnt að aðskiln­aður milli svartra og hvítra er ekki eitt­hvað sem til­heyrir for­tíð­inni. Hann er raun­veru­leiki sem margir svartir þurfa að búa við enn þann dag í dag í mörgum borgum Banda­ríkj­anna.  Lög­reglu­menn eru fjórum sinnum lík­legri til að beita valdi í sam­skiptum sínum við svarta en hvíta borg­ara. Svartir eru í miklum meiri­hluta þeirra sem dæmdir eru til fang­els­is­vist­ar. Svartir hafa ekki jafn góðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og hvítir nágrannar þeirra og þegar kemur að aðgengi að góðri menntun hallar veru­lega á svört börn og ung­menni.EPA

Á sama tíma og hreyf­ing fólks undir slag­orð­unum Black Lives Matter hefur orðið meira áber­andi hefur gagn­rýn­is­rödd­unum fjölg­að. Þó að stuðn­ingur við bar­átt­una sé mun víð­tæk­ari meðal hvítra í dag en hann var fyrir nokkrum árum, þykir sumum nóg um og telja aðferð­irnar rang­ar. Væri ekki nær að hrópa „Öll manns­líf skipta máli“ frekar en „líf svartra skipta máli“ – hafa sumir spurt.

Einn þeirra er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands og nú for­maður Mið­flokks­ins. Í grein sem hann birti í Morg­un­blað­inu í lok júlí, þegar mót­mæla­aldan í Banda­ríkj­unum stóð enn sem hæst, skrif­aði hann að þótt allt „viti­borið fólk“ hljóti að vera sam­mála full­yrð­ing­unni um að líf svartra skipti máli sé það „óneit­an­lega sér­kenni­legt að lit­greina líf sem svört, hvít eða eitt­hvað ann­að“. Sagði hann að þessi „nýja menn­ing­ar­bylt­ing“ fæli í sér end­ur­vakn­ingu kyn­þátta­hyggju, þess að flokka fólk eftir hút­lit. „Menn­ing­ar­bylt­ing Vest­ur­landa er byggð á því sem kallað hefur verið fórn­ar­lamba­menn­ing. Til­hneig­ingu til að skipa fólki í hópa sem njóta mis­mik­illa rétt­inda eftir því hversu hátt þeir skora á óform­legum fórn­ar­lamba­skala.“

Í nið­ur­lagi grein­ar­innar skrif­aði Sig­mundur Dav­íð: „Nú þarf að standa vörð um grunn­gildi vest­rænnar sið­menn­ing­ar. Þau gildi sem skilað hafa sam­fé­lögum meiri árangri en nokkuð annað í mann­kyns­sög­unni. Þar ber hæst hug­sjón­ina um að allir skuli telj­ast jafn­rétt­háir óháð lík­am­legum ein­kenn­um.“Samstöðumótmæli á Austurvelli í byrjun júní.
Bára Huld Beck

Hug­sjónin sem Sig­mundur nefnir er langt frá þeim veru­leika sem margar svartar mann­eskjur búa við í Banda­ríkj­un­um. „Þegar Sig­mundur ræðst gegn Black Lives Matter er hann [...] ekki að verja jafnan rétt fólks,“ skrif­aði stór hópur fólks í aðsendri grein sem birt var á Vísi í kjöl­far skrifa for­manns Mið­flokks­ins. „Þvert á móti er hann að gera mann­rétt­inda­bar­áttu tor­tryggi­lega og boða rasíska, fóbíska og kven­fjand­sam­lega hug­mynda­fræði. Slík hug­mynda­fræði mun ein­göngu geta af sér meiri sundr­ungu og djúp­stæð­ara órétt­læti.

Sig­mundur er að verja valda­kerfi undir for­merkjum „vest­rænnar sið­menn­ing­ar“, sem hyglir körlum eins og honum á kostnað jað­ar­setts fólks. Hann er að verja harð­línu­kap­ít­al­isma sem bein­línis hvetur til arð­ráns ríks fólks á fátæku fólki.“

Don­ald Trump tap­aði í for­seta­kosn­ing­unum í byrjun nóv­em­ber fyrir Joe Biden. Trump hafði litla eða enga samúð sem mál­stað þeirra sem mót­mæltu kyn­þátta­mis­rétt­inu í sum­ar. Þrátt fyrir að hann fari senn frá völdum stendur mis­réttið rót­gróna enn eft­ir. Og hann lét það verða eitt sitt síð­asta verk að náða lög­reglu­mann sem hafði verið sak­felldur fyrir að siga hundi á hand­járn­að­an, heim­il­is­lausan, svartan mann. 

Auglýsing

En hvað ætlar Joe Biden er að gera í mál­inu?

Í fyrstu ræð­unni sem hann hélt eftir að úrslit kosn­ing­anna voru ljós sagði hann að ein stærsta áskor­unin sem taka þyrfti á væri „kerf­is­bund­inn ras­is­mi“. Hann sagði einnig að þegar á bratt­ann var að sækja í kosn­inga­bar­átt­unni hafi það verið svartir Banda­ríkja­menn sem stóðu með hon­um. „Þeir hafa alltaf staðið við bakið á mér og ég mun standa við bakið á ykk­ur.“

Biden hefur við­ur­kennt að þetta var sá hópur sem átti stóran þátt í því að koma honum til valda. For­svars­menn Black Lives Matter hreyf­ing­ar­innar vilja aðgerðir strax. Þeir vilja að Biden taki þegar í stað til hend­inni í hús­næð­is-, heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu. Eitt helsta bar­áttu­mál­ið, að umbylta lög­regl­unni, er svo enn efst á baug­i. 

Veru­leik­inn sem margir af öðrum lit­ar­hætti en hvítum búa við í Banda­ríkj­unum er ekki alltaf jafn sýni­legur og á mynd­band­inu af lög­reglu­þjón­inum að murka lífið úr George Floyd. 

„Kyn­þátta­hatur í Banda­ríkj­unum er eins og ryk í loft­in­u,“ skrifar Kareem Abdul-Jabb­ar, fyrr­ver­andi körfu­bolta­maður í NBA-­deild­inni, í Los Ang­eles Times. „Það virð­ist ósýni­legt – jafn­vel þó að þú sért að kafna – þar til þú hleypir sól­inni inn. Þá sést það greini­lega um allt. Á meðan við látum ljósið skína á það þá höfum við mögu­leika á því að hreinsa það hvar sem það lend­ir. En við verðum að halda árvekni því það er áfram í loft­in­u.“

Svart fólk hefur ekki áhyggjur af því að halda of lít­illi fjar­lægð sín á milli þótt kór­ónu­veiran sé enn á sveimi, heldur Abdul-Jabbar áfram. Svart fólk hefur ein­fald­lega of miklar áhyggjur af því að synir þeirra, eig­in­menn, feður og bræður verði myrtir af lög­regl­unni.

„Það sem þú ættir að sjá þegar þú sérð svarta mót­mæl­endur á tímum Trump og kór­ónu­veirunnar er fólk sem hefur verið ýtt út á ystu nöf, ekki vegna þess að það vill að barir og hár­greiðslu­stofur verði opn­aðar heldur af því að það vill lifa. Og anda.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar