Wikipedia Spói í Afríku
Wikipedia

Nýtur lífsins undir Afríkusól og bíður íslenska vorsins

Sumarmánuðunum eyddi hún í nábýli við íslenska hesta en í vetur hefur hún haldið sig á slóðum hinna klunnalegu Nílhesta. Spóinn Ékéké spókar sig nú á frjósömum leirum Bijagós-eyjaklasans en mun á nýju ári hefja undirbúning fyrir Íslandsförina.

Dýra­lífið á Bija­gós-eyjum úti fyrir ströndum Gíneu-Bissau í Vest­ur­-Afr­íku er ein­stak­lega fjöl­skrúð­ugt. Ótelj­andi spen­dýr, skrið­dýr og fiskar hafa kosið sér þetta búsvæði og millj­ónir fugla, sem eyða sum­ar­mán­uðum á norð­læg­ari slóð­um, njóta þar kossa sól­ar­innar yfir vetr­ar­mán­uð­ina. Þegar fjarar hóp­ast þeir á frjósamar leir­urn­ar, hina fornu ósa ánna Rio Geba og Rio Grande, og tína upp í sig góð­gætið sem hlýtt Atl­ants­hafið skilur eft­ir. Þeir synda svo margir milli flæktra fenja­við­anna sem aftur fóstra heilu vist­kerf­in. 

Eyj­arnar eru 88 tals­ins og fyrir nokkrum árum fengu þær sér­staka vernd UNESCO. Á sumum þeirra býr fólk, með­vitað um sér­stöðu heima­hag­anna, í sátt og sam­lyndi við dýr, jafnt stór sem smá.



Auglýsing

Og sumar dýra­teg­und­irnar á Bija­gós-eyjum eru fágætar og njóta vernd­ar. Í þeirra hópi er sæskjald­bakan Chelonia mydas sem þangað sækir til að verpa eggjum sín­um. Tvær sjald­gæfar krókó­díla­teg­undir haf­ast þar einnig við og ekki má gleyma Níl­hest­in­um, stór­vax­inni og klunna­legri teg­und flóð­hests. 

Á þessum ævin­týra­lega stað er því ekki víst að grá­brúnn, háfættur vað­fugl fangi athygli margra. Fugl sem er algengur í íslenskri nátt­úru á sumrin en hefur sig til flugs á suð­læg­ari slóðir síð­sum­ars og lætur ekki sjá sig aftur fyrr en að vori. En þarna er hann nú samt í góðu yfir­læti, innan um lit­skrúð­uga afríska ætt­ingja sína, spó­inn sem með velli sínu ein­kennir íslenska sum­ar­ið.



Einn þess­ara spóa er hún Ékéké. Við vitum að hún er þarna á leir­unum við vest­ur­strönd Afr­íku því hún ber hátækni­legan sendi svo hægt er að fylgj­ast með ferðum henn­ar.

„Jú, mér sýn­ist hún vera í fullu fjöri,“ segir Tómas Grétar Gunn­ars­son fugla­fræð­ingur í sam­tali við Kjarn­ann, spurður hvort að Ékéké sé ekki örugg­lega enn á meðal okk­ar. Hann fylgist reglu­lega með Ékéké og öðrum spóum sem merktir voru fyrir nokkrum árum í rann­sókn­ar­skyni. Það var Tómas sem fræddi les­endur Kjarn­ans um ferðir og hegðun Ékéké í byrjun ágúst þegar óra­langt flug hennar fram og til baka yfir Atl­ants­hafið hafði vakið athygli fugla­á­huga­manna hér heima og erlend­is. Hún flaug til Íslands frá Gíneu-Bissau síð­asta vor með stuttri milli­lend­ingu í Skotlandi. Flugið tók fjóra daga og fjórar næt­ur. Hún flakk­aði svo lands­horna á milli í sum­ar, fann lík­lega ekki maka og hélt því snemma til vetr­ar­stöðv­anna undir Afr­íku­sól­inni.



Ékéké er að sóla sig við strendur Afríku.
Global flyway network

Ékéké hefur síð­ustu vikur haldið sig á Babaque-eyju, einni af stærri eyjum Bija­gós-eyja­kla­s­ans. Þar flýgur hún stranda á milli, nokkra kíló­metra á degi hverj­um. Escad­in­has, karl­fugl sem einnig er merkt­ur, er sjaldan langt und­an. Spó­inn sá flaug ekki til Íslands í vor líkt og flestir þeirra gera heldur dvaldi á eyj­unum sól­ríku í sum­ar. Hvað veldur er erfitt að segja til um og þó að gaman sé að gæla við þá hug­mynd að þau Ékéké séu nú par er það lang­sótt. Spó­arnir para sig á varp­stöðv­unum en pörin eru svo aðskilin á vet­urna, segir Tóma­s. 

En sjáum til. Kannski verða þau sam­ferða til Íslands í vor og hver veit nema að þau felli hugi sam­an. 

Ékéké verður lík­lega róleg fram í apr­íl, bætir Tómas við og bendir á að „með­alspó­inn“ leggi ekki í flug­ferð­ina löngu frá Afr­íku fyrr en upp úr 20. apr­íl. Þeir hafa margir við­komu á Írlandi eða í Bret­landi og eru flestir lentir á íslenskri grund fyrstu vik­una í maí.

Spóar eru sum sé ekk­ert að flýta sér til Íslands með hækk­andi sól. Þeir vilja heldur bíða með komu sína þar til nokkuð tryggt er að aðstæður hér eru orðnar ásætt­an­legar til sum­ar­dvalar – þegar „úti er vetr­ar­þraut,“ segir Tóma­s. 



Spóar í íslenskri náttúru.
Tómas Grétar Gunnarsson

Aðrir fugl­ar, sem fljúga styttra á milli varp- og vetr­ar­stöðva, stilla komu­tíma sinn betur í takt við aðstæður hér á landi hverju sinni. Þeir mjaka sér smám saman nær og meta stöð­una. Tómas tekur sem dæmi jaðrak­ana sem dvelja yfir vet­ur­inn í Portú­gal en fara að flytja sig smám saman norður á bóg­inn strax í jan­úar og febr­ú­ar. 

En hvað mun verða til þess að Ékéké og félagar breiði út væng­ina og stefna norður í vor? 

Tómas bendir á að flestir vað­fuglar ferð­ist í hópum en að lítið sé vitað um hvað nákvæm­lega ger­ist í hópnum í aðdrag­anda „ákvörð­un­ar“ um ferða­lag­ið. „En lík­lega er þetta sam­spil ein­stak­linga,“ segir Tómas. Stærð­fræði­líkön sýni að sam­eig­in­legar ákvarð­anir séu betri en ákvarð­anir ein­stak­linga. Þetta eigi líka við um mann­fólk. „Ætli það sé ekki einn sem er óþol­in­móð­astur og aðrir skoða svo hvort þeir eru til­búnir að fljúga lík­a.“ Einn er áræðn­ari og aðrir fylgja og vona að hann viti hvað hann er að gera!



Auglýsing

Veð­ur­skil­yrði í háloft­unum þurfa líka að vera hag­stæð. Dæmi eru um að hópar fari af stað en að ein­hverjir ein­stak­lingar snúi svo við. Það getur nefni­lega tekið veru­lega á að fljúga í mót­vindi yfir heilt Atl­ants­haf.

Ékéké er ungur kven­fugl og lík­lega parað­ist hún ekki við kom­una til Íslands síð­asta vor sem skýrir óvenju­legt flakk hennar um land­ið. „Það verður mjög spenn­andi að sjá hvað hún gerir í vor ef hún nær hingað aft­ur,“ segir Tómas.

Hér getur þú fylgst með Ékéké og hinum merktu spó­un­um. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent