Wikipedia Spói í Afríku
Wikipedia

Nýtur lífsins undir Afríkusól og bíður íslenska vorsins

Sumarmánuðunum eyddi hún í nábýli við íslenska hesta en í vetur hefur hún haldið sig á slóðum hinna klunnalegu Nílhesta. Spóinn Ékéké spókar sig nú á frjósömum leirum Bijagós-eyjaklasans en mun á nýju ári hefja undirbúning fyrir Íslandsförina.

Dýra­lífið á Bija­gós-eyjum úti fyrir ströndum Gíneu-Bissau í Vest­ur­-Afr­íku er ein­stak­lega fjöl­skrúð­ugt. Ótelj­andi spen­dýr, skrið­dýr og fiskar hafa kosið sér þetta búsvæði og millj­ónir fugla, sem eyða sum­ar­mán­uðum á norð­læg­ari slóð­um, njóta þar kossa sól­ar­innar yfir vetr­ar­mán­uð­ina. Þegar fjarar hóp­ast þeir á frjósamar leir­urn­ar, hina fornu ósa ánna Rio Geba og Rio Grande, og tína upp í sig góð­gætið sem hlýtt Atl­ants­hafið skilur eft­ir. Þeir synda svo margir milli flæktra fenja­við­anna sem aftur fóstra heilu vist­kerf­in. 

Eyj­arnar eru 88 tals­ins og fyrir nokkrum árum fengu þær sér­staka vernd UNESCO. Á sumum þeirra býr fólk, með­vitað um sér­stöðu heima­hag­anna, í sátt og sam­lyndi við dýr, jafnt stór sem smá.Auglýsing

Og sumar dýra­teg­und­irnar á Bija­gós-eyjum eru fágætar og njóta vernd­ar. Í þeirra hópi er sæskjald­bakan Chelonia mydas sem þangað sækir til að verpa eggjum sín­um. Tvær sjald­gæfar krókó­díla­teg­undir haf­ast þar einnig við og ekki má gleyma Níl­hest­in­um, stór­vax­inni og klunna­legri teg­und flóð­hests. 

Á þessum ævin­týra­lega stað er því ekki víst að grá­brúnn, háfættur vað­fugl fangi athygli margra. Fugl sem er algengur í íslenskri nátt­úru á sumrin en hefur sig til flugs á suð­læg­ari slóðir síð­sum­ars og lætur ekki sjá sig aftur fyrr en að vori. En þarna er hann nú samt í góðu yfir­læti, innan um lit­skrúð­uga afríska ætt­ingja sína, spó­inn sem með velli sínu ein­kennir íslenska sum­ar­ið.Einn þess­ara spóa er hún Ékéké. Við vitum að hún er þarna á leir­unum við vest­ur­strönd Afr­íku því hún ber hátækni­legan sendi svo hægt er að fylgj­ast með ferðum henn­ar.

„Jú, mér sýn­ist hún vera í fullu fjöri,“ segir Tómas Grétar Gunn­ars­son fugla­fræð­ingur í sam­tali við Kjarn­ann, spurður hvort að Ékéké sé ekki örugg­lega enn á meðal okk­ar. Hann fylgist reglu­lega með Ékéké og öðrum spóum sem merktir voru fyrir nokkrum árum í rann­sókn­ar­skyni. Það var Tómas sem fræddi les­endur Kjarn­ans um ferðir og hegðun Ékéké í byrjun ágúst þegar óra­langt flug hennar fram og til baka yfir Atl­ants­hafið hafði vakið athygli fugla­á­huga­manna hér heima og erlend­is. Hún flaug til Íslands frá Gíneu-Bissau síð­asta vor með stuttri milli­lend­ingu í Skotlandi. Flugið tók fjóra daga og fjórar næt­ur. Hún flakk­aði svo lands­horna á milli í sum­ar, fann lík­lega ekki maka og hélt því snemma til vetr­ar­stöðv­anna undir Afr­íku­sól­inni.Ékéké er að sóla sig við strendur Afríku.
Global flyway network

Ékéké hefur síð­ustu vikur haldið sig á Babaque-eyju, einni af stærri eyjum Bija­gós-eyja­kla­s­ans. Þar flýgur hún stranda á milli, nokkra kíló­metra á degi hverj­um. Escad­in­has, karl­fugl sem einnig er merkt­ur, er sjaldan langt und­an. Spó­inn sá flaug ekki til Íslands í vor líkt og flestir þeirra gera heldur dvaldi á eyj­unum sól­ríku í sum­ar. Hvað veldur er erfitt að segja til um og þó að gaman sé að gæla við þá hug­mynd að þau Ékéké séu nú par er það lang­sótt. Spó­arnir para sig á varp­stöðv­unum en pörin eru svo aðskilin á vet­urna, segir Tóma­s. 

En sjáum til. Kannski verða þau sam­ferða til Íslands í vor og hver veit nema að þau felli hugi sam­an. 

Ékéké verður lík­lega róleg fram í apr­íl, bætir Tómas við og bendir á að „með­alspó­inn“ leggi ekki í flug­ferð­ina löngu frá Afr­íku fyrr en upp úr 20. apr­íl. Þeir hafa margir við­komu á Írlandi eða í Bret­landi og eru flestir lentir á íslenskri grund fyrstu vik­una í maí.

Spóar eru sum sé ekk­ert að flýta sér til Íslands með hækk­andi sól. Þeir vilja heldur bíða með komu sína þar til nokkuð tryggt er að aðstæður hér eru orðnar ásætt­an­legar til sum­ar­dvalar – þegar „úti er vetr­ar­þraut,“ segir Tóma­s. Spóar í íslenskri náttúru.
Tómas Grétar Gunnarsson

Aðrir fugl­ar, sem fljúga styttra á milli varp- og vetr­ar­stöðva, stilla komu­tíma sinn betur í takt við aðstæður hér á landi hverju sinni. Þeir mjaka sér smám saman nær og meta stöð­una. Tómas tekur sem dæmi jaðrak­ana sem dvelja yfir vet­ur­inn í Portú­gal en fara að flytja sig smám saman norður á bóg­inn strax í jan­úar og febr­ú­ar. 

En hvað mun verða til þess að Ékéké og félagar breiði út væng­ina og stefna norður í vor? 

Tómas bendir á að flestir vað­fuglar ferð­ist í hópum en að lítið sé vitað um hvað nákvæm­lega ger­ist í hópnum í aðdrag­anda „ákvörð­un­ar“ um ferða­lag­ið. „En lík­lega er þetta sam­spil ein­stak­linga,“ segir Tómas. Stærð­fræði­líkön sýni að sam­eig­in­legar ákvarð­anir séu betri en ákvarð­anir ein­stak­linga. Þetta eigi líka við um mann­fólk. „Ætli það sé ekki einn sem er óþol­in­móð­astur og aðrir skoða svo hvort þeir eru til­búnir að fljúga lík­a.“ Einn er áræðn­ari og aðrir fylgja og vona að hann viti hvað hann er að gera!Auglýsing

Veð­ur­skil­yrði í háloft­unum þurfa líka að vera hag­stæð. Dæmi eru um að hópar fari af stað en að ein­hverjir ein­stak­lingar snúi svo við. Það getur nefni­lega tekið veru­lega á að fljúga í mót­vindi yfir heilt Atl­ants­haf.

Ékéké er ungur kven­fugl og lík­lega parað­ist hún ekki við kom­una til Íslands síð­asta vor sem skýrir óvenju­legt flakk hennar um land­ið. „Það verður mjög spenn­andi að sjá hvað hún gerir í vor ef hún nær hingað aft­ur,“ segir Tómas.

Hér getur þú fylgst með Ékéké og hinum merktu spó­un­um. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent