Tómas Grétar Gunnarsson

Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim

Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að í þessum töluðu orðum sé hann að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið í nokkrar vikur áður en hún flaug – beinustu leið – aftur til Vestur-Afríku. Ferðinni er heitið til hinnar sólríku Gíneu-Bissau þar sem hún mun að öllum líkindum halda til í vetur og baða sig upp úr hlýju Atlantshafinu. Ferðalagið hefur vakið undrun og aðdáun margra.

Hún ákvað að fljúga til Íslands í vor. Far­sóttin breyttu engu þar um. Hún milli­lenti í Skotlandi, rétt tyllti þar niður fæti, áður en hún hélt ferð­inni áfram. Eftir að hafa jafnað sig á flug­þreyt­unni flakk­aði hún lands­hluta á milli í sumar en flaug svo héðan á dög­un­um. Búin að skoða hvert nátt­úru­und­rið á fætur öðru – tína upp í sig ber og safna kröft­um.Flugið suður á bóg­inn tók fjóra daga og fjórar næt­ur. Henni kom lík­leg­ast ekki dúr á auga en ákvað að sleppa öllum milli­lend­ingum og halda bein­ustu leið til Vest­ur­-Afr­íku. Þegar þangað var komið hafði hún lagt að baki um 5.000 kíló­metra leið yfir úthafið og átti enn um þús­und kíló­metra eftir til áfanga­stað­ar: Hinnar sól­ríku Gíneu-Bissau. Þar sem Atl­ants­hafið er mun hlýrra en við strendur Íslands. Þar sem er full­komið að dvelja yfir vet­ur­inn. Langt frá frosti og snjó.Hún heitir Ékéké. Og er spói.Auglýsing

Ékéké þýðir einmitt spói á tungu heima­manna, fólks­ins sem hún deilir hinum frjósömu leirum Bija­gós-eyja­kla­s­ans í Gineu-Bissau með á vet­urna, líkt og þús­undir ann­arra spóa. Þetta er þeirra staður að vetri. Að vori breiða þeir út væng­ina og fljúga í norð­ur­átt.   „Megnið af spóum á Íslandi, sem eru talið er að séu um 40 pró­sent af öllum spóum heims­ins, hafa vet­ur­setur í Vest­ur­-Afr­ík­u,“ segir Tómas Grétar Gunn­ars­son fugla­fræð­ingur sem hefur tekið að sér það hlut­verk að fræða les­endur Kjarn­ans um hið merka lang­flug Ékéké og félaga henn­ar. Sumir þeirra hafa flogið um 19 þús­und kíló­metra fram og til baka frá vori og þar til nú.Ékéké er meðal þeirra spóa sem hafa verið merktir með nýj­ustu og tækni­leg­ustu gerð af sendi­bún­aði á vetr­ar­stöðv­unum í Gínea-Bissau. Hún varð þar með hluti af alþjóð­lega verk­efn­inu Global Flyway Network (GFN) sem styrkt meðal ann­ars er af hol­lensku sam­tök­unum BirdLife Nether­lands. Til­gangur verk­efn­is­ins er að fylgj­ast með far­fuglum „í heimi sem er stöðugt að taka breyt­ing­um“ eins og það er orðað á heima­síðu GFN. Verk­efnið er hins vegar ekki á ábyrgð íslenskra fugla­fræð­inga en Tómas, líkt og sjálf­sagt fleiri kollegar hans hér á landi, fylgist spenntur með og deilir reglu­lega fréttum á Face­book af ferðum „ís­lensku“ spó­anna sem sjá má í nán­ast í raun­tíma á net­inu. Í verk­efn­inu er ýmsum gögnum safnað en aðeins hluta þeirra er deilt með almenn­ingi – að minnsta kosti fyrst um sinn.Tómas Grétar Gunnarsson fræðir börn um fugla. Hann er forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.
Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Meist­ara­verk­efni Tómasar í háskól­anum á sínum tíma fjall­aði einmitt um spóa. Síðan eru liðin mörg ár en rann­sóknir hans á þessum fugli, sem hefur orðið fjöl­mörgum skáldum að yrk­is­efni í gegnum tíð­ina, hafa þó haldið áfram. Í einu þeirra verk­efna voru einmitt merktir spóar á Mark­ar­fljót­saur­um. Þeir flugu á sínar vetr­ar­stöðvar að hausti en komu, eins og spóa er sið­ur, aftur til Íslands vorið eft­ir. Þá voru þeir hand­sam­aðir og sendir­inn, sem var langt í frá jafn tækni­legur og not­aður er í GFN-verk­efn­inu, tek­inn og gögnin les­in.

Því vissi Tómas vel að íslensku spó­arnir fljúga alla leið til Vest­ur­-Afr­íku. Hann hafði meira að segja kom­ist að því að spóar fljúga eitt lengsta sam­fellda flug allra fugla milli varp- og vetr­ar­stöðva. Þeir stoppa yfir­leitt ekki á leið­inni heldur halda sínu striki, jafn­vel um 24 metra á sek­úndu. Með­al­hrað­inn er um 16-18 m/s. Tómas skrif­aði grein í vís­inda­tíma­rit­ið Sci­entific Report ásamt fleirum árið 2016 þar sem nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar eru rakt­ar.

Send­arnir sem Ékéké og félagar bera eru um 5 grömm að þyngd og eru rán­dýr­ir. Hver og einn kostar um hálfa milljón króna. En þeir hafa þegar sannað gildi sitt. Enn er sendir Ékéké að senda gögn, tæpum tveimur árum eftir að hann var festur á hana.Þegar spó­arnir voru merktir á Bija­gós-eyjum var auð­vitað ekki fyr­ir­fram vitað hvert þeir myndu svo halda til að verpa. Þar sem margir kjósa að verpa hér á landi, lík­lega að jafn­aði um 250 þús­und pör á ári, mátti þó gera ráð fyrir að ein­hverjir þeirra tækju flugið til Íslands.

Og sú varð raun­in.

Þeir merktu spóar sem hingað komu í vor voru að sögn Tómasar „skemmti­lega dreifðir um alla lands­hluta“. Einn hélt til fyrir aust­an, annar á Suð­ur­landi og einn á Snæ­fells­nesi. „En svo var það einn sem flakk­aði um land­ið, miklu meira en við hefðum getað ímynda okk­ur.“

Flakk­ar­inn ferða­glaði er hún Ékéke. Lík­lega er hún ungur kven­fugl sem var hér „í sínum fyrsta rúnt­i,“ eins og Tómas orðar það. Ékeke hefur að öllum lík­indum ekki verpt. Miðað við ferða­lagið sem hún var á í allt sumar hefur hún ein­fald­lega vart haft tíma til að liggja á eggj­um, sem tekur um mánuð og að sinna svo unga­upp­eldi sem tekur annan til við­bót­ar.

Ékéké lenti á Vest­fjörðum 11. maí. „Spó­arnir vinna eftir strangri tíma­á­ætl­un,“ segir Tómas. „Þeir fara að hell­ast inn yfir Ísland fyrri hluta maí og verpa lang­flestir um mán­aða­mótin maí-júní. Ef varpið heppn­ast ekki þá eru mjög fáir sem reyna við það aft­ur. Þeir stoppa nefni­lega í raun og veru stutt á Íslandi. Hefja sig flestir til flugs til vetr­ar­stöðv­anna í lok júlí eða byrjun ágúst.“

Ékéké fór hins vegar enn fyrr. Kannski af því að hún hafði ekk­ert meira hér að gera – unga­laus. Frjáls eins og ... já, fugl­inn.Tómas hefur rannsakað spóa í um aldarfjórðung.
Tómas Grétar Gunnarsson

Þá hafði hún farið víða um land. Frá Vest­fjörðum til Vopna­fjarð­ar. Frá Vopna­firði að Skjálf­anda­flóa. Þaðan inn í Svarf­að­ar­dal. Og svo aftur að Skjálf­anda­flóa.

Þetta flakk á henni, var hún í sífelldri maka­leit í sum­ar?

„Það er erfitt að segja,“ svarar Tómas. „Senni­lega var hún bara að skoða heim­inn. Kannski að athuga hvar gott væri að verpa síð­ar. Það verður mjög fróð­legt að sjá hvernig þetta verður hjá henni á næsta ári. Þá ætti hún að setj­ast ein­hvers staðar að. Hvort það verður staður sem hún skoð­aði í sumar eða ein­hver allt annar á eftir að koma í ljós.“

Spóar sækja alltaf í sömu vetr­ar- og varp­stöðv­ar. Að vetri halda þeir flestir til í löndum Vest­ur­-Afr­íku; Márit­an­íu, Senegal, Gambíu og Gínea-Bissau. Sumir fara alla leið til Fíla­beins­strand­ar­inn­ar. „En í Gínea-Bissau kunna þeir greini­lega mjög vel við sig,“ segir Tómas.

Á far­flugi sínu lenda þeir stundum „í slag­togi“ með fuglum sem hafa aðrar vetr­ar­stöðv­ar. En þeir eru átt­haga­bundnir og þó að Ékéké hafi fyrst lent í Márit­aníu er hún snerti jörð í Afr­íku fikraði hún sig fljót­lega sunn­ar. Núna er hún í Gamb­íu, örlitla land­inu milli Senegal og Gíneu-Bissau. Þar er fugla­lífið einnig sér­lega auð­ugt en átt­hag­arnir kalla – vella jafn­vel – og því eru allar líkur á því að Ékéké færi sig á leir­urnar við Bija­gós-eyjur fljót­lega.

Spóinn hefur orðið mörgum að yrkisefni hér á landi. Eflaust er sömu sögu að segja um skáldin í Vestur-Afríku.
Tómas Grétar Gunnarsson

Tómas segir að ýmsar upp­lýs­ingar hafi þegar komið í ljós í tengslum við hol­lenska verk­efn­ið. Flakk Ékéké um Ísland í sumar sé til dæmis meira en fræð­ingar áttu von á. „Hún var stöðugt á ferð­inni og það kom okkur á óvart. Hún var að vísu ein á ferð og því laus­ari við. Við höfðum fyr­ir­fram búist við að spóar væru almennt stað­bundn­ari.“

Hann bendir þó á að kven­fugl­arnir séu almennt mun hreyf­an­legri en karl­fugl­arn­ir. Þar sem Ékéké sé ung skýri það lík­lega hversu leit­andi hún var í sum­ar.

Fyrir brott­för héðan frá Íslandi þyngja spóar sig um þriðj­ung. Troða sig út af berjum til að fá orku fyrir ferða­lag­ið. „Í berjum eru fitu­sýrur sem hægt er að nota til að búa til fitu­forða,“ útskýrir Tómas. Svo er lagt í hann. Flogið bein­ustu leið yfir úthaf­ið.

Ékéké flaug í fjóra daga og fjórar næt­ur. Í heild verður ferða­lagið fram og til baka um 11 þús­und kíló­metr­ar.Fjölmargir vaðfuglar, meðal annars spóar, halda til á frjósömum eyrum Bijagós-eyja.
Wikipedia

Tómas segir ósenni­legt að spóar leggi sig á þessu lang­flugi. Lík­lega taki þeir ekki „kríu“ eins og sumar aðrar fugla­teg­undir geri. „Þeir fljúga „aktívu“ flugi, þurfa að blaka vængj­unum allan tím­ann. Það eru aðrar teg­und­ir, þær sem geta svifið á flug­inu, sem geta tekið smá dúr.“

Hvernig heils­ast spóum eftir þetta lang­flug?

„Þeir eru oft mjög þreytt­ir, rétt blaka vængj­unum þegar þeir lenda og eru mjög horað­ir,“ segir Tómas. „Þeir ganga tals­vert nærri sér. En ekki meira en svo að þeir taka áhætt­una.“

Spóar eru klókir að velja flug­veð­ur, fara yfir­leitt af stað í með­vindi og geta valið flug­hæð­ina líka. Ef það er vont veður í 100 metra hæð hækka þeir sig jafn­vel um hálfan kíló­metra. Lang­flestir lifa lang­flugið af. Lífslíkur spóa eru háar milli ára, jafn­vel um 90 pró­sent. „Þannig að þó að ferða­lagið sé hættu­legt og að það gangi nærri þeim þá er þetta eins og fyrir þjálf­aðan mara­þon­hlaupara að hlaupa mara­þon. Honum tekst að klára hlaup­ið, verður þreyttur á eftir en er fljótur að ná sér.“Auglýsing

En para spóar sig fyrir lífs­tíð?

„Það er lík­lega ofsögum sagt að fuglar pari sig almennt fyrir lífs­tíð,“ svarar fugla­fræð­ing­ur­inn. Þeir halda vissu­lega oft tryggð við maka sinn þó að þeir séu aðskildir yfir vetr­ar­tím­ann. En það er lífs­björgin sem drífur þá áfram. Það þýðir að ef annar fugl­inn kemur fyrr til varp­stöðva bíður hann ekki endi­lega eftir hin­um. Hann kann að telja það væn­legra að velja sér nýj­an. Tómas reynir að setja sig inn í hugs­un­ar­gang fugl­anna: „Ef þú kemur á undan maka síð­asta árs þá veistu ekki hvort hann er dauður eða bara seinn á ferð. Þannig að þú hugs­ar: Á ég að taka sjens­inn eða para mig við þennan sem virð­ist til í tusk­ið?“

Ýmsar sögur eru til af fuglum sem sagðir eru hafa bund­ist tryggða­böndum í fleiri ár.

„Bóndi sagði að hjá sér hefði alltaf verpt sama álftap­ar­ið. Það var í sjálfu sér rétt en á ákveðnu tíma­bili hafði verið skipt út öðrum mak­anum fjórum sinnum og hinum fimm sinn­um,“ tekur Tómas sem dæmi. En alltaf verpti „par­ið“ á sama stað þó að ein­stak­lingar sem parið stóð saman af hafi ekki ætíð verið hinir sömu. „Stundum verða skiln­aðir jafn­vel þótt báðir fugl­arnir séu á líf­i,“ bendir hann á. „Það ger­ist frekar þegar það er ófrjó­semi. Ef illa gengur að koma upp ung­um, líkt og ger­ist hjá svona lang­lífum fugl­um, þá eru meiri líkur á skiln­að­i.“

En að öllu þessu sögðu bætir Tómas við: „Ef báðir fuglar snúa aftur til varp­stöðv­anna, alveg burt­séð frá því hvenær þeir koma, þá eru um að bil 80 pró­sent líkur á því hjá spóum að þeir haldi sig við sama maka og árið áður.“

Spóinn kann vel við sig í íslenskri náttúru á sumrin. Hann vill hins vegar njóta hlýrra veðurs í Vestur-Afríku á meðan íslenski veturinn gengur yfir.
Tómas Grétar Gunnarsson

Það vill svo til að spó­inn er upp­á­halds­fugl Tómas­ar. „Ég á kannski ekki að eiga upp­á­halds­fugl, ver­andi fugla­fræð­ing­ur, en spó­inn var fyrsta ást­in, sá fyrsti sem ég fór að rann­saka að ráði og á því sér­stakan stað í hjart­an­u.“

Þannig að það er ekki skrítið að þú fylgist spenntur með ferða­lagi Ékéké og hinna spó­anna?

„Ég er búinn að vera á refres­h-takk­anum í tölv­unni til að upp­færa kortið sem sýnir ferða­lag þeirra í allt sum­ar,“ segir Tómas og hlær létt að sjálfum sér þó að hér sé um blá­kalda stað­reynd að ræða. „Ég er mjög spenntur að fylgj­ast með þessu.“

Og það eru fleiri. Íslend­ingar eru almennt margir áhuga­samir um fugla og kunna vel að meta að sjá fréttir um þá fjöl­miðl­um. „Helst er það á vorin sem fjöl­miðlar hringja og vilja heyra hvaða fuglar eru komnir og hvernig varpið gang­i,“ segir Tómas. „Það eru færri sem eru upp­veðraðir þegar langt er liðið á sumar og far­fugl­arnir okkar á för­um. En það er ágætt að minna á að þeir bæði koma og fara. Og að ferða­lagið getur verið lang­t.“

Fyrir áhuga­sama þá er hægt að fylgj­ast með ferðum spó­anna hér. Athugið að til dæmis er hægt að velja ákveð­inn spóa og sjá ferðir hans á ákveðnu tíma­bil­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal