Loksins – eftir 13 ára seinkun

Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.

Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Auglýsing

Stundum er haft á orði að góðir hlutir ger­ist hægt þegar eitt­hvað tekur lengri tíma en ráð var fyrir gert. Árið 1996, þegar til­kynnt var að nýr flug­völlur og flug­stöð myndi, eftir ell­efu ár, árið 2007, leysa af hólmi þrjá flug­velli, Tegel, Schö­nefeld og Tempel­hof, sem fyrir voru í næsta nágrenni Berlínar þótti það hið besta mál. Tempel­hof var reyndar lokað árið 2008. Fæsta grun­aði að þessir góðu hlutir myndu ganga svo hægt að stutt yrði til loka árs­ins 2020 þegar flug­stöðin og völl­ur­inn kæmust í gagnið en nú er miðað við að það verði 31. októ­ber næst­kom­andi.Hug­myndir um nýjan flug­völl

Nokkru eftir fall Berlín­ar­múrs­ins árið 1989, og sam­ein­ingu Þýska­lands ári síð­ar, hófust umræður um að í stað þriggja, til­tölu­lega gam­alla flug­valla, skyldi gerður einn stór og nútíma­legur flug­völl­ur, í nágrenni Berlín­ar. Með öllu til­heyr­andi, eins og það var orð­að. Slíkur völlur væri um leið tákn­rænn, tákn hins sam­ein­aða Þýska­lands.

Auglýsing

2. maí árið 1991 var hald­inn stofn­fundur rekstr­ar­fé­lags þessa fyr­ir­hug­aða flug­vallar og jafn­framt ákveðið að Berlín­ar­borg og sam­bands­ríkið Brand­en­burg myndu, hvort um sig eiga 37.5% í rekstr­ar­fé­lag­inu og þýska ríkið 25%. Árið 1993 var til­kynnt að nýja flug­stöðin skyldi rísa í nágrenni Schö­nefeld vall­ar­ins, átján kíló­metrum sunnan við mið­borg Berlín­ar, og að ein flug­braut gamla Schö­nefeld yrði hluti hins nýja flug­vall­ar. Samn­inga­við­ræður og mála­ferli 

Schö­nefeld er á mörkum Berlínar og sam­bands­rík­is­ins Brand­en­burg. Þótt íbúar á þessu svæði hefðu haft Schö­nefeld flug­völl­inn í næsta nágrenni leist þeim miður vel á að fá þennan nýja ofur­flug­völl, eins og hann var kall­aður í næsta nágrenni. Á svæð­inu var 300 manna þorp, sem fyrir lá að yrði jafnað við jörðu og íbú­arnir yrðu að flytja í nýtt þorp, sem kæmi í stað hins gamla. Skemmst er frá því að segja að þessi mál end­uðu fyrir dóm­stólum og, eftir tíu ára vafst­ur, varð nið­ur­staðan sú að heim­ildin til að byggja flug­völl­inn stóð, sú nið­ur­staða lá fyrir árið árið 2006. Öllum var ljóst að nýi flug­völl­ur­inn kæm­ist ekki í gagnið árið 2007, eins og upp­haf­lega var stefnt að, sú dag­setn­ing var fokin út í veður og vind.Loftmynd af Brandenburg-flugvellinum í Berlín. Mynd: WikipediaFlug­hafen Berlin Brand­en­burg Willy Brandt

Þegar und­ir­bún­ingur vegna hins nýja flug­vallar hófst var hann kall­aður Berlin Brand­en­burg International Air­port. Allir hlut­að­eig­andi voru sáttir við nafnið og líka þriggja stafa skamm­stöf­un­ina BBI. Sú skamm­stöfun var hins vegar þegar í notkun á Ind­landi. Þá var ákveðið að skamm­stöfun vall­ar­ins yrði BER. Síðar var ákveðið að flug­völl­ur­inn skyldi kenndur við Willy Brandt, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra Berlín­ar, 1957 – 1966, og kansl­ara Vest­ur­-Þýska­lands frá 1969 til 1974. Völl­ur­inn og flug­stöðin bera þess vegna þetta langa nafn: Flug­hafen 

Berlin Brand­en­burg Willy Brandt. Skamm­stöf­unin BER stendur hins­vegar óbreytt. Seinkun á seinkun ofan

2011, 2012, 2013, 2016, 2017, 2019 (eftir hádeg­i).

Þegar ljóst var að BER yrði ekki til­bú­inn til notk­unar árið 2007, nefndu for­svars­menn ártalið 2011. Síðan fylgdu ártölin hér að ofan í kjöl­far­ið, og þegar greint var frá því að stefnt væri að opnun árið 2017 sagði sér­fræð­ingur um flug­vall­ar­mál, í við­tali, að kannski væri árið 2019 raun­hæf­ara, og bætti við „eftir hádeg­i“. Þetta þótti ýmsum óþarfa svart­sýni en löngu er komið á dag­inn að sér­fræð­ing­ur­inn hafði ekki tekið sér­lega djúpt í árinni.Fúsk á fúsk ofan

Hvernig stendur á því að flug­völl­ur, með til­heyr­andi flug­stöð, sem átti að taka í notkun árið 2007 er ekki enn, þrettán árum síð­ar, kom­inn í gagn­ið? 

Svarið við því er í stuttu máli að við bygg­ingu flug­stöðv­ar­innar (flug­braut­irnar eru löngu til­bún­ar) fór fjöl­margt úrskeið­is. Í mörg hund­ruð blað­síðna skýrslu rann­sókn­ar­nefndar sem þýska þingið skip­aði eru nefndir 150 þús­und gall­ar, stórir og smá­ir. Þar á meðal að 600 veggir sem áttu að vera eld­traustir reynd­ust ekki eld­traustir og varð að skipta um þá alla. Eld­varna- og loft­ræsti­kerfi voru ófull­nægj­andi og upp­fylltu ekki lág­marks­kröf­ur, loft í flug­stöðv­ar­bygg­ing­unni hafði ekki nægi­legt burð­ar­þol. Og svona mætti áfram telja. Mörg þeirra fyr­ir­tækja sem unnið hafa að fram­kvæmd­unum á liðnum árum eru farin á haus­inn og því erfitt að draga ein­hvern til ábyrgð­ar.Gólfin eru bónuð. Allt er að verða tilbúið. Loksins. Mynd: Wikipedia

Þýskir stjórn­mála­menn hafa margir hverjir kallað þessa fram­kvæmd mesta klúður í þýskri bygg­inga­sögu. Í umræðum í þing­inu lagði einn þing­maður til að flug­stöðin yrði gerð að „Safni mis­tak­anna“.Kostn­að­ur­inn hefur meira en tvö­fald­ast

Upp­haf­leg fjár­hags­á­ætlun vegna BER hljóð­aði uppá 3 millj­arða evra (481 millj­arð íslenskra króna) en nú er kostn­að­ur­inn orð­inn rúmir 7 millj­arðar evra (1123 millj­arðar króna) og á eftir að hækka tals­vert.Er nýja flug­stöðin kannski of lít­il?

Síðan ákvarð­anir um bygg­ingu BER voru teknar fyrir tæpum 30 árum hefur margt breyst. Ferða­manna­fjöld­inn hefur marg­faldast, þótt ástandið sé öðru­vísi akkúrat núna vegna veirunn­ar. Á þess­ari stundu veit eng­inn hvaða áhrif veiru­far­ald­ur­inn kann að hafa á ferða­lög á næstu árum. Áður en veiran kom til sög­unnar voru þýskir fjöl­miðlar farnir að velta fyrir sér hvort nýi flug­völl­ur­inn BER yrði kannski of lít­ill til að anna umferð­inni, og hvað væri þá til ráða. Mjög þröngt er um flug­stöð­ina og því erfitt um vik að stækka hana. 

Nokkrir þýskir stjórn­mála­menn hafa nefnt þann mögu­leika að Tegel flug­völl­ur­inn verði opinn áfram og þar verði gerðar nauð­syn­legar end­ur­bæt­ur.9 þús­und taka þátt í að prufu­keyra kerf­ið 

Fyrir nokkru aug­lýsti flug­vall­ar­stjórnin eftir níu þús­und sjálf­boða­lið­um, til að prufu­keyra kerf­ið, eins og fram­kvæmda­stjór­inn orð­aði það. Fyrsta æfingin fór fram fyrir nokkrum dög­um, þá mættu 400 „far­þeg­ar“ í flug­stöð­ina. Þeir fengu upp­lýs­ingar um verk­efn­ið, sumir fengu ferða­töskur til að inn­rita, aðrir bak­poka og enn aðrir svo­kall­aðan stóran far­ang­ur, sem þarf að inn­rita sér­stak­lega. Sumir voru einnig með far­angur sem ólög­legt er að fara með í flug. Síðan áttu „far­þeg­arn­ir“ að inn­rita sig, og fara að við­kom­andi brott­far­ar­hliði. Allt eins og í alvöru brott­för. En í stað þess að fara um borð í flug­vél fóru far­þeg­arnir í rútu þvert yfir völl­inn og eftir nokkra stund til baka og þá voru þeir orðnir að „komu­far­þeg­um“, þurftu að sækja far­ang­ur­inn og fara í gegnum toll­inn og út. Allt eins og í „al­vör­unn­i“.

Leitað er að sjálfboðaliðum til að taka þátt í prufukeyrslu á flugvellinum. Mynd: Wikipedia

Að sögn flug­vall­ar­stjór­ans gekk þessi fyrsta æfing vel og í við­tölum sagði hann að „far­þeg­arn­ir“ hefðu komið með alls kyns ábend­ingar og auð­vitað hefði ýmis­legt komið í ljós sem gera mætti betur og úr því yrði bætt. Grín­ar­arnir þurfa von­andi að finna nýtt við­fangs­efni

Eins og nærri má geta hefur BER og allt klúðrið varð­andi fram­kvæmd­irn­ar, um ára­bil verið skot­spónn þýskra spaug­ara. Eng­el­bert Ludke Daldrup fram­kvæmda­stjóri flug­vall­ar­ins sagð­ist þess full­viss að BER verði tek­inn í notkun 31. októ­ber næst­kom­andi „við erum búin að til­kynna þessa dag­setn­ingu og ætlum að standa við það. Og þá þurfa grín­ar­arnir að finna sér ný við­fangs­efn­i“.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar