Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun

Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.

Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Auglýsing

Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, sem keypti 31,2 pró­sent hlut Lands­bank­ans í Borgun í nóv­em­ber 2014 á tæp­lega 2,2 millj­arða króna, hefur rúm­lega tvö­faldað þá fjár­fest­ingu á þeim tæpu sex árum sem liðin eru frá því að kaupin áttu sér stað. Síðan þá hefur félagið fengið rúm­legt kaup­verðið til baka í formi arð­greiðslna, selt hlut­inn sinn til alþjóð­legs greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækis og fengið bréf hlut í félagi sem heldur á bréfum í Visa Inc. Sam­tals er virði ofan­greinds um 4,5 millj­arðar króna því sem fram kemur í opin­berum gögnum og umfjöllun fjöl­miðla. 

Lands­bank­inn hefur stefnt Eign­ar­halds­fé­lag­inu Borg­un, Borg­un, BPS ehf. og fyrr­ver­andi for­stjóra Borg­unar vegna upp­haf­lega við­skipt­anna vegna þess að rík­is­bank­inn telur að ekki hafi verið upp­lýst um sann­virði Borg­unar þegar þau fóru fram. Lands­bank­inn telur sig hafa verið blekktan til að selja hlut sinn á hrakvirði og áætlar að tjón sitt hafi verið 1,9 millj­arðar króna. Vinni Lands­bank­inn það mál, og Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun þarf að greiða sinn hluta af því tjóni, má ætla að félagið þurfi að greiða um 590 millj­ónir króna til rík­is­bank­ans. 

Grun­semdir um að virði hafi verið falið

Kaupin á hlut Lands­bank­ans í Borgun áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­­son, með heim­il­is­­­festi á Möltu, setti sig í sam­­­band við rík­­­is­­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­­­festa. 

Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­­endur Borg­un­­­ar. Þrír stærstu aðil­­­arnir sem stóðu að Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækið Stál­­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­­son ehf. (Í eigu Pét­­­urs Stef­áns­­­son­­­ar). 

Salan fór fram á bak við luktar dyr og hlut­ur­inn var ekki aug­lýstur til sölu. 

Auglýsing
Fljótlega vökn­uðu grun­semdir um að Borgun væri mun verð­mæt­ara fyr­ir­tæki en árs­reikn­ingar þess gáfu til kynna, sér­stak­lega vegna þess að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu eftir að kaupin gengu í gegn. Þessi eign­­­ar­hlutur var marga millj­­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­­ar­hlut Lands­­­bank­ans. Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­­samn­ingnum um við­­­­bót­­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc., en slíkur fyr­ir­vari var til að mynda verið gerður þegar Arion banki keypti hlut Lands­bank­ans í öðru greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæki sem átti hlut í Visa Europe, Valitor. 

Mik­ill hagn­aður og háar arð­greiðslur

Næstu árin hagn­að­ist Borgun veru­lega. Greiddar voru út 800 millj­ónir króna í arð til eig­enda á árinu 2015 vegna frammi­stöðu fyrra árs. Ári síðar nam arð­greiðslan 2,2 millj­örðum króna og árið 2017 voru greiddir út 4,7 millj­arðar króna vegna frammi­stöðu árs­ins 2016, þegar hlut­irnir í Visa Europe voru seld­ir.

Á rúmum þremur árum fengu fjár­fest­arnir sem keyptu 31,2 pró­sent hlut rík­is­bank­ans Lands­bank­ans því allt útlagt kaup­verð til baka og græddu til við­bótar 218 millj­ónir króna í reiðu­fé. Árið 2017 var hagn­að­ur­inn svo 350 millj­ónir króna en engin arður greiddur út. 

Ofan á það áttu þeir auð­vitað enn hlut­inn í Borg­un.

Halla fer undan fæti og Borgun selt

Á árunum 2018 og 2019 fór rekst­­ur­inn hins vegar að versna til muna. Sam­an­lagt tap á þeim árum nam um tveimur millj­­örðum króna og á fyrri hluta árs­ins 2020 var tap­ið 635 millj­­ónir króna.

Fyrr á þessu ári sam­þykktu svo eig­endur 96 pró­sent hluta­fjár í Borg­un, þar á meðal stærsti eig­and­inn Íslands­banki og Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, að selja hluti sína til alþjóð­­lega greiðslu­mið­l­un­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Salt Pay. Form­lega var gengið frá söl­unni 7. júlí síð­ast­lið­inn. 

Kaup­verðið var sagt trún­að­ar­mál en  en Frétta­­blaðið greindi frá því viku síðar að það hafi verið sam­tals 27 millj­­ónir evra, um 4,3 millj­­arðar króna. Það hafði lækkað um átta millj­­ónir evra, um 1,3 millj­­arða króna, frá því að kaup­­samn­ingur var und­ir­­rit­aður 11. mars 2020. Helsta ástæða þess að verðið lækk­­aði voru áhrif COVID-19 far­ald­­ur­s­ins á starf­­semi Borg­un­­ar. Sé það rétt er hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar í kaup­verð­inu ætti sam­kvæmt því að vera um 1,3 millj­arðar króna. 

Áður en að gengið var frá söl­unni á Borgun var hlutafé í félag­inu lækk­­að. Sú lækkun fór fram þannig að for­­gangs­hluta­bréf í Visa Inc, sem Borgun eign­að­ist árið 2016 við að selja hlut sinn í Visa Europe, voru færð inn í félagið Borg­un-VS ehf. Frá­­far­andi eig­endur Borg­unar eign­uð­ust svo það félag. Virði for­­gangs­hluta­bréf­anna er sagt vera rúm­­lega 3,1 millj­­arður króna í árs­hluta­­upp­­­gjöri Íslands­­­banka. Hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar í Borg­un-VS ehf. ætti því að vera um eins millj­arðs króna virði.

Því ætti félagið að hafa fengið um 2,3 millj­arða króna út úr söl­unni. Sam­tals hefur Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun því breytt tæp­lega 2,2 millj­arða króna fjár­fest­ingu sem ráð­ist var í haustið 2014 í 4,5 millj­arða króna. Á tæpum sex árum hefur fjár­fest­ingin tvöld­ast í krónum talið, og fjár­fest­arnir leyst út þorra þeirrar virð­is­aukn­ingar í formi arð­greiðslna og sölu­and­virð­is. Ein­ungis hlut­ur­inn í Borg­un-VS er enn bund­inn í bréf­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar