Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun

Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.

Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Auglýsing

Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, sem keypti 31,2 pró­sent hlut Lands­bank­ans í Borgun í nóv­em­ber 2014 á tæp­lega 2,2 millj­arða króna, hefur rúm­lega tvö­faldað þá fjár­fest­ingu á þeim tæpu sex árum sem liðin eru frá því að kaupin áttu sér stað. Síðan þá hefur félagið fengið rúm­legt kaup­verðið til baka í formi arð­greiðslna, selt hlut­inn sinn til alþjóð­legs greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækis og fengið bréf hlut í félagi sem heldur á bréfum í Visa Inc. Sam­tals er virði ofan­greinds um 4,5 millj­arðar króna því sem fram kemur í opin­berum gögnum og umfjöllun fjöl­miðla. 

Lands­bank­inn hefur stefnt Eign­ar­halds­fé­lag­inu Borg­un, Borg­un, BPS ehf. og fyrr­ver­andi for­stjóra Borg­unar vegna upp­haf­lega við­skipt­anna vegna þess að rík­is­bank­inn telur að ekki hafi verið upp­lýst um sann­virði Borg­unar þegar þau fóru fram. Lands­bank­inn telur sig hafa verið blekktan til að selja hlut sinn á hrakvirði og áætlar að tjón sitt hafi verið 1,9 millj­arðar króna. Vinni Lands­bank­inn það mál, og Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun þarf að greiða sinn hluta af því tjóni, má ætla að félagið þurfi að greiða um 590 millj­ónir króna til rík­is­bank­ans. 

Grun­semdir um að virði hafi verið falið

Kaupin á hlut Lands­bank­ans í Borgun áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­­son, með heim­il­is­­­festi á Möltu, setti sig í sam­­­band við rík­­­is­­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­­­festa. 

Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­­endur Borg­un­­­ar. Þrír stærstu aðil­­­arnir sem stóðu að Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækið Stál­­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­­son ehf. (Í eigu Pét­­­urs Stef­áns­­­son­­­ar). 

Salan fór fram á bak við luktar dyr og hlut­ur­inn var ekki aug­lýstur til sölu. 

Auglýsing
Fljótlega vökn­uðu grun­semdir um að Borgun væri mun verð­mæt­ara fyr­ir­tæki en árs­reikn­ingar þess gáfu til kynna, sér­stak­lega vegna þess að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu eftir að kaupin gengu í gegn. Þessi eign­­­ar­hlutur var marga millj­­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­­ar­hlut Lands­­­bank­ans. Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­­samn­ingnum um við­­­­bót­­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc., en slíkur fyr­ir­vari var til að mynda verið gerður þegar Arion banki keypti hlut Lands­bank­ans í öðru greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæki sem átti hlut í Visa Europe, Valitor. 

Mik­ill hagn­aður og háar arð­greiðslur

Næstu árin hagn­að­ist Borgun veru­lega. Greiddar voru út 800 millj­ónir króna í arð til eig­enda á árinu 2015 vegna frammi­stöðu fyrra árs. Ári síðar nam arð­greiðslan 2,2 millj­örðum króna og árið 2017 voru greiddir út 4,7 millj­arðar króna vegna frammi­stöðu árs­ins 2016, þegar hlut­irnir í Visa Europe voru seld­ir.

Á rúmum þremur árum fengu fjár­fest­arnir sem keyptu 31,2 pró­sent hlut rík­is­bank­ans Lands­bank­ans því allt útlagt kaup­verð til baka og græddu til við­bótar 218 millj­ónir króna í reiðu­fé. Árið 2017 var hagn­að­ur­inn svo 350 millj­ónir króna en engin arður greiddur út. 

Ofan á það áttu þeir auð­vitað enn hlut­inn í Borg­un.

Halla fer undan fæti og Borgun selt

Á árunum 2018 og 2019 fór rekst­­ur­inn hins vegar að versna til muna. Sam­an­lagt tap á þeim árum nam um tveimur millj­­örðum króna og á fyrri hluta árs­ins 2020 var tap­ið 635 millj­­ónir króna.

Fyrr á þessu ári sam­þykktu svo eig­endur 96 pró­sent hluta­fjár í Borg­un, þar á meðal stærsti eig­and­inn Íslands­banki og Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, að selja hluti sína til alþjóð­­lega greiðslu­mið­l­un­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Salt Pay. Form­lega var gengið frá söl­unni 7. júlí síð­ast­lið­inn. 

Kaup­verðið var sagt trún­að­ar­mál en  en Frétta­­blaðið greindi frá því viku síðar að það hafi verið sam­tals 27 millj­­ónir evra, um 4,3 millj­­arðar króna. Það hafði lækkað um átta millj­­ónir evra, um 1,3 millj­­arða króna, frá því að kaup­­samn­ingur var und­ir­­rit­aður 11. mars 2020. Helsta ástæða þess að verðið lækk­­aði voru áhrif COVID-19 far­ald­­ur­s­ins á starf­­semi Borg­un­­ar. Sé það rétt er hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar í kaup­verð­inu ætti sam­kvæmt því að vera um 1,3 millj­arðar króna. 

Áður en að gengið var frá söl­unni á Borgun var hlutafé í félag­inu lækk­­að. Sú lækkun fór fram þannig að for­­gangs­hluta­bréf í Visa Inc, sem Borgun eign­að­ist árið 2016 við að selja hlut sinn í Visa Europe, voru færð inn í félagið Borg­un-VS ehf. Frá­­far­andi eig­endur Borg­unar eign­uð­ust svo það félag. Virði for­­gangs­hluta­bréf­anna er sagt vera rúm­­lega 3,1 millj­­arður króna í árs­hluta­­upp­­­gjöri Íslands­­­banka. Hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar í Borg­un-VS ehf. ætti því að vera um eins millj­arðs króna virði.

Því ætti félagið að hafa fengið um 2,3 millj­arða króna út úr söl­unni. Sam­tals hefur Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun því breytt tæp­lega 2,2 millj­arða króna fjár­fest­ingu sem ráð­ist var í haustið 2014 í 4,5 millj­arða króna. Á tæpum sex árum hefur fjár­fest­ingin tvöld­ast í krónum talið, og fjár­fest­arnir leyst út þorra þeirrar virð­is­aukn­ingar í formi arð­greiðslna og sölu­and­virð­is. Ein­ungis hlut­ur­inn í Borg­un-VS er enn bund­inn í bréf­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar