Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að nýta verði auðlindir miklu betur, sóa minna og búa til verðmæti og nýjar vörur úr úrgangi.

Auglýsing

Fram­tíð­ar­sýnin þarf að vera skýr: Sjálf­bær nýt­ing auð­linda, þar sem hugað er að góðri nýt­ingu hrá­efna og löngum end­ing­ar­tíma vöru strax við hönnun og fram­leiðslu. Ný úrgangs­stefna inn­leiðir kerfi sem ýtir undir deili­hag­kerf­ið, við­gerð­ir, end­ur­notkun og end­ur­vinnslu. Hún ýtir undir að við umgöng­umst úrgang sem verð­mæti sem hægt er að búa til eitt­hvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrás­ar­hag­kerfi, þar sem hrá­efnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hag­kerfi þarf að koma á í stað línu­legs fram­leiðslu­ferl­is, þar sem vörur eru not­að­ar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan ein­fald­lega hent. Hættum slíkri sóun.

Komum á hringrás­ar­hag­kerfi

En til þess að hringrás­ar­hag­kerfið verði að veru­leika þarf að gera breyt­ingar á gang­verk­inu; gera íslenskt sam­fé­lag að end­ur­vinnslu­sam­fé­lagi. Í því miði þarf að setja fram efna­hags­lega hvata, skýrar reglur og ábyrgð og auka fræðslu. Í gær lagði ráðu­neyti mitt drög að stefnu um með­höndlun úrgangs í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þar sem settar eru fram 24 aðgerðir í átt að hringrás­ar­hag­kerfi. Á yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þingi verður frum­varp um breyt­ingar á úrgangs­lög­gjöf­inni lagt fram á Alþingi. Und­ir­bún­ingur að stefn­unni og frum­varp­inu hefur staðið yfir í á þriðja ár hjá Umhverf­is­stofnun og í ráðu­neyt­inu.

Minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Mark­mið nýrrar stefnu er að hringrás­ar­hag­kerfi verði virkt, dregið verði veru­lega úr myndun úrgangs, end­ur­vinnsla aukin og urðun hætt. Um leið myndi draga veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá með­höndlun úrgangs, sem styður við alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar og mark­mið Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Fram­tíð­ar­sýnin er sú að Ísland verði meðal leið­andi þjóða í lofts­lags­málum og sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda til hags­bóta fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. 

Auglýsing

Rót­tækra breyt­inga er þörf

Magn heim­il­is­úr­gangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem ger­ist meðal EES-­ríkja og er end­ur­vinnsla heim­il­is­úr­gangs of lítil og of mikið af honum urð­að. Þessu verðum við að breyta hið snarasta, því við erum að sóa verð­mætum með því að henda of miklu og end­ur­vinna of lít­ið, auk þess sem urð­unin veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og skiptir því máli í lofts­lags­bók­haldi Íslands. Ný úrgangs­stefna miðar að því að breyta þessu.  

Skyldum flokkun og bönnum urðun

Af aðgerð­unum 24 sem settar eru fram í stefn­unni er stefnt að því að 12 verði lög­festar strax á þessu ári. Þetta eru meðal ann­ars aðgerðir sem ganga út á að skylda flokkun úrgangs frá heim­ilum og fyr­ir­tækj­um, sam­ræma merk­ingar fyrir mis­mun­andi gerðir af úrgangi, safna líf­rænum úrgangi sér og einnig plasti, pappír og pappa, gleri, textíl og spilli­efn­um. Þannig verða þessir úrgangs­straumar sem hrein­astir og henta því betur til end­ur­vinnslu. Jafn­framt verði bannað að urða þessar mis­mun­andi teg­undir af úrgangi sem safnað er sér­stak­lega. 

Borgum minna ef við flokkum og end­ur­vinnum

Með aðgerðum í stefn­unni  verða líka inn­leiddir efna­hags­legir hvatar þannig að neyt­endur og fyr­ir­tæki borgi fyrir það sem þau henda og borgi minna fyrir það sem fer til end­ur­vinnslu en til urð­un­ar. Einnig verður lagt til að allar umbúðir og ýmsar vörur úr plasti verði færðar undir fram­lengda fram­leið­enda­á­byrgð. Það þýðir að fram­leið­endur og inn­flytj­endur fjár­magna og tryggja með­höndlun vör­unnar þegar hún er orðin að úrgangi, í stað þess að neyt­endur beri kostn­að­inn. Þá verða gerðar ráð­staf­anir til þess að hefja löngu tíma­bæra end­ur­vinnslu á gler­i. 

Stuðn­ingur við  end­ur­vinnslu

Mik­il­vægur þáttur í bættri með­höndlun á úrgangi er að bæta töl­fræði yfir úrgang og að tryggja að úrgangur sem fluttur er úr landi endi í við­eig­andi með­höndl­un. Þá er í stefnu­drög­unum gert ráð fyrir sér­stökum stuðn­ingi við heima­jarð­gerð og við upp­bygg­ingu inn­viða sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja sem styðja við end­ur­vinnslu, ekki síst hér­lend­is. Jafn­framt er í drög­unum að finna aðgerðir sem styðja eiga sér­stak­lega við sveit­ar­fé­lög við að inn­leiða bætta úrgangs­stjórn­un.  

Skýr fram­tíð­ar­sýn

Fram­tíð­ar­sýnin er skýr: Að nýta auð­lindir miklu bet­ur, sóa minna og búa til verð­mæti og nýjar vörur úr úrgangi. Þetta er mik­il­vægur hluti hringrás­ar­hag­kerfis sem ný úrgangs­stefna inn­leið­ir. Ég hvet sem flesta til að senda inn athuga­semdir við drögin.  

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar