Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að nýta verði auðlindir miklu betur, sóa minna og búa til verðmæti og nýjar vörur úr úrgangi.

Auglýsing

Fram­tíð­ar­sýnin þarf að vera skýr: Sjálf­bær nýt­ing auð­linda, þar sem hugað er að góðri nýt­ingu hrá­efna og löngum end­ing­ar­tíma vöru strax við hönnun og fram­leiðslu. Ný úrgangs­stefna inn­leiðir kerfi sem ýtir undir deili­hag­kerf­ið, við­gerð­ir, end­ur­notkun og end­ur­vinnslu. Hún ýtir undir að við umgöng­umst úrgang sem verð­mæti sem hægt er að búa til eitt­hvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrás­ar­hag­kerfi, þar sem hrá­efnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hag­kerfi þarf að koma á í stað línu­legs fram­leiðslu­ferl­is, þar sem vörur eru not­að­ar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan ein­fald­lega hent. Hættum slíkri sóun.

Komum á hringrás­ar­hag­kerfi

En til þess að hringrás­ar­hag­kerfið verði að veru­leika þarf að gera breyt­ingar á gang­verk­inu; gera íslenskt sam­fé­lag að end­ur­vinnslu­sam­fé­lagi. Í því miði þarf að setja fram efna­hags­lega hvata, skýrar reglur og ábyrgð og auka fræðslu. Í gær lagði ráðu­neyti mitt drög að stefnu um með­höndlun úrgangs í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þar sem settar eru fram 24 aðgerðir í átt að hringrás­ar­hag­kerfi. Á yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þingi verður frum­varp um breyt­ingar á úrgangs­lög­gjöf­inni lagt fram á Alþingi. Und­ir­bún­ingur að stefn­unni og frum­varp­inu hefur staðið yfir í á þriðja ár hjá Umhverf­is­stofnun og í ráðu­neyt­inu.

Minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Mark­mið nýrrar stefnu er að hringrás­ar­hag­kerfi verði virkt, dregið verði veru­lega úr myndun úrgangs, end­ur­vinnsla aukin og urðun hætt. Um leið myndi draga veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá með­höndlun úrgangs, sem styður við alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar og mark­mið Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Fram­tíð­ar­sýnin er sú að Ísland verði meðal leið­andi þjóða í lofts­lags­málum og sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda til hags­bóta fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. 

Auglýsing

Rót­tækra breyt­inga er þörf

Magn heim­il­is­úr­gangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem ger­ist meðal EES-­ríkja og er end­ur­vinnsla heim­il­is­úr­gangs of lítil og of mikið af honum urð­að. Þessu verðum við að breyta hið snarasta, því við erum að sóa verð­mætum með því að henda of miklu og end­ur­vinna of lít­ið, auk þess sem urð­unin veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og skiptir því máli í lofts­lags­bók­haldi Íslands. Ný úrgangs­stefna miðar að því að breyta þessu.  

Skyldum flokkun og bönnum urðun

Af aðgerð­unum 24 sem settar eru fram í stefn­unni er stefnt að því að 12 verði lög­festar strax á þessu ári. Þetta eru meðal ann­ars aðgerðir sem ganga út á að skylda flokkun úrgangs frá heim­ilum og fyr­ir­tækj­um, sam­ræma merk­ingar fyrir mis­mun­andi gerðir af úrgangi, safna líf­rænum úrgangi sér og einnig plasti, pappír og pappa, gleri, textíl og spilli­efn­um. Þannig verða þessir úrgangs­straumar sem hrein­astir og henta því betur til end­ur­vinnslu. Jafn­framt verði bannað að urða þessar mis­mun­andi teg­undir af úrgangi sem safnað er sér­stak­lega. 

Borgum minna ef við flokkum og end­ur­vinnum

Með aðgerðum í stefn­unni  verða líka inn­leiddir efna­hags­legir hvatar þannig að neyt­endur og fyr­ir­tæki borgi fyrir það sem þau henda og borgi minna fyrir það sem fer til end­ur­vinnslu en til urð­un­ar. Einnig verður lagt til að allar umbúðir og ýmsar vörur úr plasti verði færðar undir fram­lengda fram­leið­enda­á­byrgð. Það þýðir að fram­leið­endur og inn­flytj­endur fjár­magna og tryggja með­höndlun vör­unnar þegar hún er orðin að úrgangi, í stað þess að neyt­endur beri kostn­að­inn. Þá verða gerðar ráð­staf­anir til þess að hefja löngu tíma­bæra end­ur­vinnslu á gler­i. 

Stuðn­ingur við  end­ur­vinnslu

Mik­il­vægur þáttur í bættri með­höndlun á úrgangi er að bæta töl­fræði yfir úrgang og að tryggja að úrgangur sem fluttur er úr landi endi í við­eig­andi með­höndl­un. Þá er í stefnu­drög­unum gert ráð fyrir sér­stökum stuðn­ingi við heima­jarð­gerð og við upp­bygg­ingu inn­viða sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja sem styðja við end­ur­vinnslu, ekki síst hér­lend­is. Jafn­framt er í drög­unum að finna aðgerðir sem styðja eiga sér­stak­lega við sveit­ar­fé­lög við að inn­leiða bætta úrgangs­stjórn­un.  

Skýr fram­tíð­ar­sýn

Fram­tíð­ar­sýnin er skýr: Að nýta auð­lindir miklu bet­ur, sóa minna og búa til verð­mæti og nýjar vörur úr úrgangi. Þetta er mik­il­vægur hluti hringrás­ar­hag­kerfis sem ný úrgangs­stefna inn­leið­ir. Ég hvet sem flesta til að senda inn athuga­semdir við drögin.  

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar