Fjöldatakmarkanir hins opinbera

Björn Leví Gunnarsson fjallar um tillögu Pírata um endurskoðun á hjúskaparlögum þannig að hjúskapur og skráð sambúð geti átt við um fleiri en tvo einstaklinga, skylda sem óskylda.

Auglýsing

Nei, þetta er ekki pist­ill um hversu margir geta verið í kirkju eða safni á sama tíma. Þetta er pist­ill um fjölda­tak­mark­anir á sam­búð. Í dag birtu Píratar til­lögu og beiðni um sam­ráð um end­ur­skoðun á hjú­skap­ar­lögum þannig að hjú­skapur og skráð sam­búð geti átt við um fleiri en tvo ein­stak­linga, skylda sem óskylda. 

Fyrir um ára­tug var hjú­skap­ar­lögum breytt þannig að hjú­skapur eða skráð sam­búð væri á milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Hér er bætt við að slíkur samn­ingur sé óháður fjölda­tak­mörk­unum af hálfu hins opin­bera. Þrír í hjú­skap? Af hverju ekki? Fjórar að ætt­leiða sam­an? Af hverju ekki? Fimm í sam­búð sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á leigu­samn­ingi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samn­inga?

Umræðan fer mögu­lega í sögu­legar vanga­veltur um fjöl­kvæni og inn á trú­ar­legar braut­ir. Barn á bara tvo líf­fræði­lega for­eldra og það stjórnar því hvað hjú­skapur eða skráð sam­búð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær tak­mark­an­ir. Börn eiga alls konar for­eldra: Líf­fræði­lega for­eldra, fóst­ur­for­eldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða and­lát, tvo pabba eða tvær mæð­ur. Og af hverju ekki þrjár sam­kvæmt hjú­skap­ar- eða ætt­leið­ing­ar­lög­um?

Auglýsing

Aukin þekk­ing á kyn­vit­und og kyn­hneigð und­ir­strikar fjöl­breyti­leika mann­fólks­ins. Það eru líka til sam­bönd milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga sem eru ekki kyn­ferð­is­leg á neinn hátt. For­sendur sam­búðar eftir kyn­vit­und eða kyn­hneigð koma lög­gjaf­anum ekki við.

Rík­is­varðar hefð­ir?

Við setjum ýmsar sam­fé­lags­venjur í lög: Hvaða nafn fólk má bera, hvaða trú­ar­söfn­uður er þjóð­kirkja og hvernig það mátti ekki spila bingó á pásk­un­um. Ef til vill eru þetta góðar og gildar hefðir en til hvers þurfa góðar hefðir lög­vernd­un? 

Til­laga um að hjú­skapur og sam­búð geti verið milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga, óháð skyld­leika, breytir í raun engum hefð­um. Ein­ungis er skil­greint að samn­ingar milli ein­stak­linga um ákveðna ábyrgð, skyldur og rétt­indi geti verið milli fleiri en tveggja. Auð­vitað ættu slíkir samn­ingar að geta verið milli allra þeirra sem vilja gera slíkan samn­ing – ekki tak­mörkum við aðra samn­inga við ein­ungis tvo ein­stak­linga. Þrjár systur geta keypt saman hús en mega sam­kvæmt núver­andi lögum ekki vera skráðar í sam­búð í því húsi og geta ekki nýtt sér þau rétt­indi sem það hefði í för með sér.

Ég skil vel að þessi til­laga vefj­ist fyrir sum­um, á sama hátt og ein­hverjum finnst enn flókið að hjú­skapur geti verið milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Það er skoðun og er fólki frjálst að haga sínum hjú­skap sam­kvæmt þeirri sann­fær­ingu sinni. Skoðun eins á hins vegar ekki að hafa áhrif á hjú­skap­ar­á­kvörðun ann­arra, hvað þá með hjálp rík­is­valds­ins.

Ég vil hvetja öll til að segja skoðun sína á þess­ari til­lögu, koma með ábend­ingar og athuga­semd­ir. Það er hægt að gera með því að smella hér, þar sem jafn­framt má finna nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar