Fjöldatakmarkanir hins opinbera

Björn Leví Gunnarsson fjallar um tillögu Pírata um endurskoðun á hjúskaparlögum þannig að hjúskapur og skráð sambúð geti átt við um fleiri en tvo einstaklinga, skylda sem óskylda.

Auglýsing

Nei, þetta er ekki pist­ill um hversu margir geta verið í kirkju eða safni á sama tíma. Þetta er pist­ill um fjölda­tak­mark­anir á sam­búð. Í dag birtu Píratar til­lögu og beiðni um sam­ráð um end­ur­skoðun á hjú­skap­ar­lögum þannig að hjú­skapur og skráð sam­búð geti átt við um fleiri en tvo ein­stak­linga, skylda sem óskylda. 

Fyrir um ára­tug var hjú­skap­ar­lögum breytt þannig að hjú­skapur eða skráð sam­búð væri á milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Hér er bætt við að slíkur samn­ingur sé óháður fjölda­tak­mörk­unum af hálfu hins opin­bera. Þrír í hjú­skap? Af hverju ekki? Fjórar að ætt­leiða sam­an? Af hverju ekki? Fimm í sam­búð sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á leigu­samn­ingi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samn­inga?

Umræðan fer mögu­lega í sögu­legar vanga­veltur um fjöl­kvæni og inn á trú­ar­legar braut­ir. Barn á bara tvo líf­fræði­lega for­eldra og það stjórnar því hvað hjú­skapur eða skráð sam­búð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær tak­mark­an­ir. Börn eiga alls konar for­eldra: Líf­fræði­lega for­eldra, fóst­ur­for­eldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða and­lát, tvo pabba eða tvær mæð­ur. Og af hverju ekki þrjár sam­kvæmt hjú­skap­ar- eða ætt­leið­ing­ar­lög­um?

Auglýsing

Aukin þekk­ing á kyn­vit­und og kyn­hneigð und­ir­strikar fjöl­breyti­leika mann­fólks­ins. Það eru líka til sam­bönd milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga sem eru ekki kyn­ferð­is­leg á neinn hátt. For­sendur sam­búðar eftir kyn­vit­und eða kyn­hneigð koma lög­gjaf­anum ekki við.

Rík­is­varðar hefð­ir?

Við setjum ýmsar sam­fé­lags­venjur í lög: Hvaða nafn fólk má bera, hvaða trú­ar­söfn­uður er þjóð­kirkja og hvernig það mátti ekki spila bingó á pásk­un­um. Ef til vill eru þetta góðar og gildar hefðir en til hvers þurfa góðar hefðir lög­vernd­un? 

Til­laga um að hjú­skapur og sam­búð geti verið milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga, óháð skyld­leika, breytir í raun engum hefð­um. Ein­ungis er skil­greint að samn­ingar milli ein­stak­linga um ákveðna ábyrgð, skyldur og rétt­indi geti verið milli fleiri en tveggja. Auð­vitað ættu slíkir samn­ingar að geta verið milli allra þeirra sem vilja gera slíkan samn­ing – ekki tak­mörkum við aðra samn­inga við ein­ungis tvo ein­stak­linga. Þrjár systur geta keypt saman hús en mega sam­kvæmt núver­andi lögum ekki vera skráðar í sam­búð í því húsi og geta ekki nýtt sér þau rétt­indi sem það hefði í för með sér.

Ég skil vel að þessi til­laga vefj­ist fyrir sum­um, á sama hátt og ein­hverjum finnst enn flókið að hjú­skapur geti verið milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Það er skoðun og er fólki frjálst að haga sínum hjú­skap sam­kvæmt þeirri sann­fær­ingu sinni. Skoðun eins á hins vegar ekki að hafa áhrif á hjú­skap­ar­á­kvörðun ann­arra, hvað þá með hjálp rík­is­valds­ins.

Ég vil hvetja öll til að segja skoðun sína á þess­ari til­lögu, koma með ábend­ingar og athuga­semd­ir. Það er hægt að gera með því að smella hér, þar sem jafn­framt má finna nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar