Um kvótasetningu íslenskrar náttúru

Kjartan Jónsson bendir á að ósnortin íslensk nátt­úra sé tak­mörkuð gæði og því sé það í höndum Alþingis að sníða reglur sem tryggja sann­gjarnar leik­reglur um aðgengi að henni.

Auglýsing

Með afgreiðslu á leyfum til atvinnu­tengdrar starf­semi í Vatna­jök­uls­þjóð­garði erum við að sjá fyrstu skrefin í átt til að stemma stigu við vax­andi ágangi ferða­manna inn á nátt­úruperlur í sam­eig­in­legri eigu þjóð­ar­inn­ar. Það er löngu orðið ljóst að ósnortin íslensk nátt­úra er tak­mörkuð gæði, eigi að við­halda henni. Það er því í höndum Alþingis að sníða reglur sem tryggja sann­gjarnar leik­reglur um aðgengi að henni, reglur sem upp­fylla nútíma­kröfur um jafn­ræði og gegn­sæi. Auk þess er vax­andi krafa í sam­fé­lag­inu um að auð­lind­arenta af sam­eig­in­legum auð­lind­um, þ.e.a.s. umfram­arður sem verður til vegna þess að um tak­mörkuð gæði er að ræða, renni í sam­eig­in­lega sjóði.

Alls fengu 27 aðilar í ferða­þjón­ustu úthlutað kvóta, þ.e. hámarks­fjölda ferða­manna í skipu­lögðum ferðum á til­tekin svæði innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á þessu ári, en eft­ir­spurn var langt umfram fram­boð­ið. Verk­efnið í ár er skil­greint sem þró­un­ar­verk­efni og samn­ingar gerðir til eins árs, með það fyrir augum að safna reynslu sem nýst geti til að móta fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag á þessu sviði. Um er að ræða fram­tíð­ar­leik­reglur í lík­lega mik­il­væg­ustu atvinnu­grein lands­ins og því mik­il­vægt að vanda vel til verka. Við þekkjum flest sög­una um til­urð ann­ars kvóta­kerf­is, þar sem einnig er um tak­mörkuð gæði og úthlutun þeirra að ræða, og þá sundr­ung og ósætti sem það leiddi til og ríkir enn í íslensku sam­fé­lagi.

Mark­mið gagn­sæis í opin­berri stjórn­sýslu er að fyr­ir­byggja spill­ingu og gefa almenn­ingi inn­sýn inn í hvernig og á hvaða for­sendum ákvarð­anir eru tekn­ar. Við úthlutun tak­mark­aðra gæða þarf að vera skýrt af hverju gæðin eru afhent ein­um, en ekki öðr­um. Ég gef mér að þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, sem okkur ber von­andi gæfa til að festa í stjórn­ar­skrá, kall­ist á við eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar um að fullt mark­aðs­gjald komi fyrir eign, eins og gildir t.d. við eigna­upp­töku eða -nám. Það verði því aldrei rétt­læt­an­legt að afhenda einka­fyr­ir­tækjum aðgang að tak­mörk­uðum gæðum án end­ur­gjalds, end­ur­gjalds sem tengt mark­aðs­gjaldi á gagn­sæjan hátt. Auð­vitað er hægt að finna ein­hverjar und­an­tekn­ingar í nafni rann­sókn­ar­starf­semi eða almanna­hags­muna, en meg­in­reglan er skýr og í sam­ræmi við þann ramma sem við höfum sett stærstum hluta ann­arrar atvinnu­starf­semi á land­inu.

Auglýsing

Við úthlutun á kvóta á ferða­menn í Vatna­jök­uls­þjóð­garð fengu allir aðilar sem sóttu um ákveðið lág­mark, en hlut­falls­leg skerð­ing jókst svo með vax­andi fjölda sem sótt var um. Ef litið er til þess hvernig kerfi úthlut­unar afla­heim­ilda í sjáv­ar­út­vegi þró­að­ist, er hægt að sjá fyrir hvernig þetta nýja kvóta­kerfi gæti þró­ast að óbreyttu. Fyrst í stað verður kvót­inn lít­ils virði, en þar sem um tak­mörkuð gæði er að ræða, gæði sem verða eft­ir­sókn­ar­verð­ari eftir því sem fram líða stund­ir, mun hann verða meira virði. Vænt­an­lega kemur fram krafa um fram­sal í nafni hag­ræð­ing­ar, þar sem fyr­ir­tæki gæti selt kvóta sinn þannig að til geti orðið hag­kvæm­ari rekstr­ar­ein­ing­ar. En jafn­vel þótt það yrði ekki leyft myndi hag­ræð­ingin nást fram með sam­ein­ingum og sam­runa fyr­ir­tækja. Ein­stak­lingar gætu svo selt sig úr grein­inni og leyst út hagnað sem væri að stórum hluta til kom­inn vegna þess að þeir væru að selja aðgang að auð­lind­arentu sem þeim hafði verið afhent, nán­ast án end­ur­gjalds. Einnig yrði öll nýliðun erfið og virk sam­keppni myndi beina stórum hluta mögu­legrar auð­lind­arentu í vax­andi fjár­magns­kostn­að, líkt og hefur gerst í sjáv­ar­út­vegi und­an­farin ár.

Hvernig er þá hægt að tryggja að rík­ið, fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar, fái auð­lind­arent­una að stærstum hluta? Hægt er að ímynda sér ýmis konar útfærslu á upp­boð­um. Ein­fald­ara væri kannski að setja á gjald per ferða­mann, án fjölda­tak­markana, en hækka verðið og lækka í sam­ræmi við ásókn. Inn­kom­unni mætti svo verja til þess að byggja upp inn­viði innan svæð­is­ins.

Ein­hver gæti spurt hvort mark­aðs­gjald fyrir aðgengi að nátt­úruperlum sé ekki ósann­gjarnt gagn­vart efna­m­inna fólki. Því má svara með því að úthlutun á öðrum for­send­um, t.d. þar sem litið er til hefða og fyrri ára, leiðir líka til mark­aðs­verðs. Um er að ræða fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði sem selja vöru sína, aðgengi að þessum tak­mörk­uðu gæð­um, á mark­aðs­verði burt­séð frá því hvað þau greiða til rík­is­ins. Rétt eins og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi fá úthlutað þorsk­kvóta sem þau greiða rúmar 10 krónur fyrir árlega til rík­is­ins, en mark­aðs­verðið (sem þau geta leigt hann frá sér á) nemur um 200 kr. Þar að auki reikna ég með að fólk geti eftir sem áður ferð­ast án gjalds á eigin veg­um, án þess að vera hluti af skipu­lögðum hóp­ferðum sem málið snýst um hér.

Var­an­leg stefna verður vænt­an­lega sett á næsta ári og það mun koma í hlut nýrrar rík­is­stjórnar og Alþingis að móta hana. En það myndi vænt­an­lega hjálpa að komið væri í gegn auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá, ákvæði sem setur skýrar og gagn­sæjar línur um aðgang og nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda.

Höf­undur er heim­spek­ingur og for­maður Okkar auð­lind­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar