Um kvótasetningu íslenskrar náttúru

Kjartan Jónsson bendir á að ósnortin íslensk nátt­úra sé tak­mörkuð gæði og því sé það í höndum Alþingis að sníða reglur sem tryggja sann­gjarnar leik­reglur um aðgengi að henni.

Auglýsing

Með afgreiðslu á leyfum til atvinnutengdrar starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði erum við að sjá fyrstu skrefin í átt til að stemma stigu við vaxandi ágangi ferðamanna inn á náttúruperlur í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Það er löngu orðið ljóst að ósnortin íslensk náttúra er takmörkuð gæði, eigi að viðhalda henni. Það er því í höndum Alþingis að sníða reglur sem tryggja sanngjarnar leikreglur um aðgengi að henni, reglur sem uppfylla nútímakröfur um jafnræði og gegnsæi. Auk þess er vaxandi krafa í samfélaginu um að auðlindarenta af sameiginlegum auðlindum, þ.e.a.s. umframarður sem verður til vegna þess að um takmörkuð gæði er að ræða, renni í sameiginlega sjóði.

Alls fengu 27 aðilar í ferðaþjónustu úthlutað kvóta, þ.e. hámarksfjölda ferðamanna í skipulögðum ferðum á tiltekin svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs á þessu ári, en eftirspurn var langt umfram framboðið. Verkefnið í ár er skilgreint sem þróunarverkefni og samningar gerðir til eins árs, með það fyrir augum að safna reynslu sem nýst geti til að móta framtíðarfyrirkomulag á þessu sviði. Um er að ræða framtíðarleikreglur í líklega mikilvægustu atvinnugrein landsins og því mikilvægt að vanda vel til verka. Við þekkjum flest söguna um tilurð annars kvótakerfis, þar sem einnig er um takmörkuð gæði og úthlutun þeirra að ræða, og þá sundrung og ósætti sem það leiddi til og ríkir enn í íslensku samfélagi.

Markmið gagnsæis í opinberri stjórnsýslu er að fyrirbyggja spillingu og gefa almenningi innsýn inn í hvernig og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar. Við úthlutun takmarkaðra gæða þarf að vera skýrt af hverju gæðin eru afhent einum, en ekki öðrum. Ég gef mér að þjóðareign á náttúruauðlindum, sem okkur ber vonandi gæfa til að festa í stjórnarskrá, kallist á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar um að fullt markaðsgjald komi fyrir eign, eins og gildir t.d. við eignaupptöku eða -nám. Það verði því aldrei réttlætanlegt að afhenda einkafyrirtækjum aðgang að takmörkuðum gæðum án endurgjalds, endurgjalds sem tengt markaðsgjaldi á gagnsæjan hátt. Auðvitað er hægt að finna einhverjar undantekningar í nafni rannsóknarstarfsemi eða almannahagsmuna, en meginreglan er skýr og í samræmi við þann ramma sem við höfum sett stærstum hluta annarrar atvinnustarfsemi á landinu.

Auglýsing

Við úthlutun á kvóta á ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð fengu allir aðilar sem sóttu um ákveðið lágmark, en hlutfallsleg skerðing jókst svo með vaxandi fjölda sem sótt var um. Ef litið er til þess hvernig kerfi úthlutunar aflaheimilda í sjávarútvegi þróaðist, er hægt að sjá fyrir hvernig þetta nýja kvótakerfi gæti þróast að óbreyttu. Fyrst í stað verður kvótinn lítils virði, en þar sem um takmörkuð gæði er að ræða, gæði sem verða eftirsóknarverðari eftir því sem fram líða stundir, mun hann verða meira virði. Væntanlega kemur fram krafa um framsal í nafni hagræðingar, þar sem fyrirtæki gæti selt kvóta sinn þannig að til geti orðið hagkvæmari rekstrareiningar. En jafnvel þótt það yrði ekki leyft myndi hagræðingin nást fram með sameiningum og samruna fyrirtækja. Einstaklingar gætu svo selt sig úr greininni og leyst út hagnað sem væri að stórum hluta til kominn vegna þess að þeir væru að selja aðgang að auðlindarentu sem þeim hafði verið afhent, nánast án endurgjalds. Einnig yrði öll nýliðun erfið og virk samkeppni myndi beina stórum hluta mögulegrar auðlindarentu í vaxandi fjármagnskostnað, líkt og hefur gerst í sjávarútvegi undanfarin ár.

Hvernig er þá hægt að tryggja að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, fái auðlindarentuna að stærstum hluta? Hægt er að ímynda sér ýmis konar útfærslu á uppboðum. Einfaldara væri kannski að setja á gjald per ferðamann, án fjöldatakmarkana, en hækka verðið og lækka í samræmi við ásókn. Innkomunni mætti svo verja til þess að byggja upp innviði innan svæðisins.

Einhver gæti spurt hvort markaðsgjald fyrir aðgengi að náttúruperlum sé ekki ósanngjarnt gagnvart efnaminna fólki. Því má svara með því að úthlutun á öðrum forsendum, t.d. þar sem litið er til hefða og fyrri ára, leiðir líka til markaðsverðs. Um er að ræða fyrirtæki á samkeppnismarkaði sem selja vöru sína, aðgengi að þessum takmörkuðu gæðum, á markaðsverði burtséð frá því hvað þau greiða til ríkisins. Rétt eins og fyrirtæki í sjávarútvegi fá úthlutað þorskkvóta sem þau greiða rúmar 10 krónur fyrir árlega til ríkisins, en markaðsverðið (sem þau geta leigt hann frá sér á) nemur um 200 kr. Þar að auki reikna ég með að fólk geti eftir sem áður ferðast án gjalds á eigin vegum, án þess að vera hluti af skipulögðum hópferðum sem málið snýst um hér.

Varanleg stefna verður væntanlega sett á næsta ári og það mun koma í hlut nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis að móta hana. En það myndi væntanlega hjálpa að komið væri í gegn auðlindaákvæði í stjórnarskrá, ákvæði sem setur skýrar og gagnsæjar línur um aðgang og nýtingu sameiginlegra auðlinda.

Höfundur er heimspekingur og formaður Okkar auðlindar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar