Um kvótasetningu íslenskrar náttúru

Kjartan Jónsson bendir á að ósnortin íslensk nátt­úra sé tak­mörkuð gæði og því sé það í höndum Alþingis að sníða reglur sem tryggja sann­gjarnar leik­reglur um aðgengi að henni.

Auglýsing

Með afgreiðslu á leyfum til atvinnu­tengdrar starf­semi í Vatna­jök­uls­þjóð­garði erum við að sjá fyrstu skrefin í átt til að stemma stigu við vax­andi ágangi ferða­manna inn á nátt­úruperlur í sam­eig­in­legri eigu þjóð­ar­inn­ar. Það er löngu orðið ljóst að ósnortin íslensk nátt­úra er tak­mörkuð gæði, eigi að við­halda henni. Það er því í höndum Alþingis að sníða reglur sem tryggja sann­gjarnar leik­reglur um aðgengi að henni, reglur sem upp­fylla nútíma­kröfur um jafn­ræði og gegn­sæi. Auk þess er vax­andi krafa í sam­fé­lag­inu um að auð­lind­arenta af sam­eig­in­legum auð­lind­um, þ.e.a.s. umfram­arður sem verður til vegna þess að um tak­mörkuð gæði er að ræða, renni í sam­eig­in­lega sjóði.

Alls fengu 27 aðilar í ferða­þjón­ustu úthlutað kvóta, þ.e. hámarks­fjölda ferða­manna í skipu­lögðum ferðum á til­tekin svæði innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á þessu ári, en eft­ir­spurn var langt umfram fram­boð­ið. Verk­efnið í ár er skil­greint sem þró­un­ar­verk­efni og samn­ingar gerðir til eins árs, með það fyrir augum að safna reynslu sem nýst geti til að móta fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag á þessu sviði. Um er að ræða fram­tíð­ar­leik­reglur í lík­lega mik­il­væg­ustu atvinnu­grein lands­ins og því mik­il­vægt að vanda vel til verka. Við þekkjum flest sög­una um til­urð ann­ars kvóta­kerf­is, þar sem einnig er um tak­mörkuð gæði og úthlutun þeirra að ræða, og þá sundr­ung og ósætti sem það leiddi til og ríkir enn í íslensku sam­fé­lagi.

Mark­mið gagn­sæis í opin­berri stjórn­sýslu er að fyr­ir­byggja spill­ingu og gefa almenn­ingi inn­sýn inn í hvernig og á hvaða for­sendum ákvarð­anir eru tekn­ar. Við úthlutun tak­mark­aðra gæða þarf að vera skýrt af hverju gæðin eru afhent ein­um, en ekki öðr­um. Ég gef mér að þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, sem okkur ber von­andi gæfa til að festa í stjórn­ar­skrá, kall­ist á við eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar um að fullt mark­aðs­gjald komi fyrir eign, eins og gildir t.d. við eigna­upp­töku eða -nám. Það verði því aldrei rétt­læt­an­legt að afhenda einka­fyr­ir­tækjum aðgang að tak­mörk­uðum gæðum án end­ur­gjalds, end­ur­gjalds sem tengt mark­aðs­gjaldi á gagn­sæjan hátt. Auð­vitað er hægt að finna ein­hverjar und­an­tekn­ingar í nafni rann­sókn­ar­starf­semi eða almanna­hags­muna, en meg­in­reglan er skýr og í sam­ræmi við þann ramma sem við höfum sett stærstum hluta ann­arrar atvinnu­starf­semi á land­inu.

Auglýsing

Við úthlutun á kvóta á ferða­menn í Vatna­jök­uls­þjóð­garð fengu allir aðilar sem sóttu um ákveðið lág­mark, en hlut­falls­leg skerð­ing jókst svo með vax­andi fjölda sem sótt var um. Ef litið er til þess hvernig kerfi úthlut­unar afla­heim­ilda í sjáv­ar­út­vegi þró­að­ist, er hægt að sjá fyrir hvernig þetta nýja kvóta­kerfi gæti þró­ast að óbreyttu. Fyrst í stað verður kvót­inn lít­ils virði, en þar sem um tak­mörkuð gæði er að ræða, gæði sem verða eft­ir­sókn­ar­verð­ari eftir því sem fram líða stund­ir, mun hann verða meira virði. Vænt­an­lega kemur fram krafa um fram­sal í nafni hag­ræð­ing­ar, þar sem fyr­ir­tæki gæti selt kvóta sinn þannig að til geti orðið hag­kvæm­ari rekstr­ar­ein­ing­ar. En jafn­vel þótt það yrði ekki leyft myndi hag­ræð­ingin nást fram með sam­ein­ingum og sam­runa fyr­ir­tækja. Ein­stak­lingar gætu svo selt sig úr grein­inni og leyst út hagnað sem væri að stórum hluta til kom­inn vegna þess að þeir væru að selja aðgang að auð­lind­arentu sem þeim hafði verið afhent, nán­ast án end­ur­gjalds. Einnig yrði öll nýliðun erfið og virk sam­keppni myndi beina stórum hluta mögu­legrar auð­lind­arentu í vax­andi fjár­magns­kostn­að, líkt og hefur gerst í sjáv­ar­út­vegi und­an­farin ár.

Hvernig er þá hægt að tryggja að rík­ið, fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar, fái auð­lind­arent­una að stærstum hluta? Hægt er að ímynda sér ýmis konar útfærslu á upp­boð­um. Ein­fald­ara væri kannski að setja á gjald per ferða­mann, án fjölda­tak­markana, en hækka verðið og lækka í sam­ræmi við ásókn. Inn­kom­unni mætti svo verja til þess að byggja upp inn­viði innan svæð­is­ins.

Ein­hver gæti spurt hvort mark­aðs­gjald fyrir aðgengi að nátt­úruperlum sé ekki ósann­gjarnt gagn­vart efna­m­inna fólki. Því má svara með því að úthlutun á öðrum for­send­um, t.d. þar sem litið er til hefða og fyrri ára, leiðir líka til mark­aðs­verðs. Um er að ræða fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði sem selja vöru sína, aðgengi að þessum tak­mörk­uðu gæð­um, á mark­aðs­verði burt­séð frá því hvað þau greiða til rík­is­ins. Rétt eins og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi fá úthlutað þorsk­kvóta sem þau greiða rúmar 10 krónur fyrir árlega til rík­is­ins, en mark­aðs­verðið (sem þau geta leigt hann frá sér á) nemur um 200 kr. Þar að auki reikna ég með að fólk geti eftir sem áður ferð­ast án gjalds á eigin veg­um, án þess að vera hluti af skipu­lögðum hóp­ferðum sem málið snýst um hér.

Var­an­leg stefna verður vænt­an­lega sett á næsta ári og það mun koma í hlut nýrrar rík­is­stjórnar og Alþingis að móta hana. En það myndi vænt­an­lega hjálpa að komið væri í gegn auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá, ákvæði sem setur skýrar og gagn­sæjar línur um aðgang og nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda.

Höf­undur er heim­spek­ingur og for­maður Okkar auð­lind­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar