Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti

Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.

Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Auglýsing

Línur eru farnar að skýrast hvað varðar framboðslista stjórnmálaflokkanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Víða er orðið ljóst hvaða fólk mun skipa efstu sæti framboðslista eða gefur kost á sér til þess að taka efstu sæti á listum.

Nokkur óvissa og spenna er þó til staðar, til dæmis hvað framboð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi varðar. Kjarninn kannaði hug nokkurra þeirra sem hafa verið nefnd á nafn í samhengi við mögulegt framboð í kjördæminu. 

Flokkurinn er í dag með tvo þingmenn í Norðausturkjördæmi, þá Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Njál Trausta Friðbertsson. Báðir eru þeir af Eyjafjarðarsvæðinu þar sem meirihluti kjósenda kjördæmisins býr, en kjördæmið er víðfemt og nær frá Siglufirði og suðaustur á Djúpavog.

Kristján Þór Júlíusson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í NA-kjördæmi. Mynd: Bára Huld Beck.

Óljóst er hvað Kristján Þór ætlar sér að gera varðandi framboð. Hann hefur ekki brugðist við fyrirspurn Kjarnans um fyrirætlanir sínar. Njáll Trausti hefur hins vegar þegar gefið það út að hann muni gefa kost á sér að nýju.


Gauti hugsar sig „mjög alvarlega“ um

Nokkur önnur nöfn hafa verið nefnd í samhengi við mögulegt framboð, meðal annarra nafn sveitarstjórans á Húsavík, Kristján Þórs Magnússonar. Hann hefur ekki brugðist við fyrirspurn Kjarnans um málið.

Það gerði hins vegar Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem áður var sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Í samtali við Kjarnann segist hann hafa „hugsað þetta mjög alvarlega“.  Hann hafi hins vegar haft í nógu öðru að snúast upp á síðkastið.

Auglýsing

Sveitarstjórn Múlaþings hefur verið að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem fylgja skriðuföllunum miklu á Seyðisfirði fyrir jól ofan á það stóra verkefni sem blasti við sveitarstjórninni, að fylgja sameiningu fjögurra sveitarfélaga úr garði.

„Ég hef bara ekki gefið mér tíma til þess að setjast og fara yfir þetta með mínu baklandi. Ég á nú svona frekar von á því að gera það fljótlega,“ segir Gauti. Hann segir í samtali við blaðamann að undir hans forystu hafi Sjálfstæðisflokkurinn unnið kosningasigur í Múlaþingi síðasta haust, en flokkurinn myndar meirihluta ásamt Framsóknarflokki í sveitarfélaginu.

Gauti segist vera þeirrar skoðunar að það sé „löngu tímabært að sjálfstæðisfólk á Austurlandi eigi fulltrúa á þingi“ en einstaklingur með fasta búsetu á Austurlandi hefur ekki setið á þingi fyrir hönd flokksins í Norðausturkjördæmi síðan árið 2009, er Arnbjörg Sveinsdóttir lét af þingmennsku. Það er þó vert að taka fram að Tryggvi Þór Herbertsson, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2009-2013 er fæddur og uppalinn í Neskaupstað.

Ásthildur og Jens Garðar í skemmtilegum störfum

Nöfn Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri og Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð, hafa einnig verið nefnd í samhengi við mögulegt framboð til efstu sæta á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.


Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri ætlar ekki að gefa kost á sér. Mynd: akureyri.is

Ekkert virðist þó hæft í slíkum samkvæmisleikjum og segja þau bæði við Kjarnann að þau séu í skemmtilegum störfum sem þau ætli sér ekki að hverfa frá. 

„Ég sinni mjög góðu starfi og skemmtilegu og hef ekki hug á því að fara í framboð eins og sakir standa,“ segir Ásthildur.

Jens Garðar segir ekkert hæft í því að hann hyggi á sókn eftir þingsæti, en hann er framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis og segir alveg „ofboðslega spennandi verkefni“ að takast á við í uppbyggingu laxeldis á Austfjörðum. Hann útilokar þó ekki að verða einhversstaðar neðar á framboðslista flokksins í kjördæminu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent