Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti

Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.

Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Auglýsing

Línur eru farnar að skýr­ast hvað varðar fram­boðs­lista stjórn­mála­flokk­anna fyrir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar. Víða er orðið ljóst hvaða fólk mun skipa efstu sæti fram­boðs­lista eða gefur kost á sér til þess að taka efstu sæti á list­um.

Nokkur óvissa og spenna er þó til stað­ar, til dæmis hvað fram­boð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi varð­ar. Kjarn­inn kann­aði hug nokk­urra þeirra sem hafa verið nefnd á nafn í sam­hengi við mögu­legt fram­boð í kjör­dæm­in­u. 

Flokk­ur­inn er í dag með tvo þing­menn í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þá Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Njál Trausta Frið­berts­son. Báðir eru þeir af Eyja­fjarð­ar­svæð­inu þar sem meiri­hluti kjós­enda kjör­dæm­is­ins býr, en kjör­dæmið er víð­femt og nær frá Siglu­firði og suð­austur á Djúpa­vog.

Kristján Þór Júlíusson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í NA-kjördæmi. Mynd: Bára Huld Beck.

Óljóst er hvað Krist­ján Þór ætlar sér að gera varð­andi fram­boð. Hann hefur ekki brugð­ist við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fyr­ir­ætl­anir sín­ar. Njáll Trausti hefur hins vegar þegar gefið það út að hann muni gefa kost á sér að nýju.Gauti hugsar sig „mjög alvar­lega“ um

Nokkur önnur nöfn hafa verið nefnd í sam­hengi við mögu­legt fram­boð, meðal ann­arra nafn sveit­ar­stjór­ans á Húsa­vík, Krist­ján Þórs Magn­ús­son­ar. Hann hefur ekki brugð­ist við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Það gerði hins vegar Gauti Jóhann­es­son, for­seti sveit­ar­stjórnar Múla­þings, sem áður var sveit­ar­stjóri Djúpa­vogs­hrepps. Í sam­tali við Kjarn­ann seg­ist hann hafa „hugsað þetta mjög alvar­lega“.  Hann hafi hins vegar haft í nógu öðru að snú­ast upp á síðkast­ið.

Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Múla­þings hefur verið að takast á við þau fjöl­mörgu verk­efni sem fylgja skriðu­föll­unum miklu á Seyð­is­firði fyrir jól ofan á það stóra verk­efni sem blasti við sveit­ar­stjórn­inni, að fylgja sam­ein­ingu fjög­urra sveit­ar­fé­laga úr garði.

„Ég hef bara ekki gefið mér tíma til þess að setj­ast og fara yfir þetta með mínu bak­landi. Ég á nú svona frekar von á því að gera það fljót­lega,“ segir Gauti. Hann segir í sam­tali við blaða­mann að undir hans for­ystu hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn unnið kosn­inga­sigur í Múla­þingi síð­asta haust, en flokk­ur­inn myndar meiri­hluta ásamt Fram­sókn­ar­flokki í sveit­ar­fé­lag­inu.

Gauti seg­ist vera þeirrar skoð­unar að það sé „löngu tíma­bært að sjálf­stæð­is­fólk á Aust­ur­landi eigi full­trúa á þingi“ en ein­stak­lingur með fasta búsetu á Aust­ur­landi hefur ekki setið á þingi fyrir hönd flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi síðan árið 2009, er Arn­björg Sveins­dóttir lét af þing­mennsku. Það er þó vert að taka fram að Tryggvi Þór Her­berts­son, sem sat á þingi fyrir flokk­inn frá 2009-2013 er fæddur og upp­al­inn í Nes­kaup­stað.

Ást­hildur og Jens Garðar í skemmti­legum störfum

Nöfn Ást­hildar Sturlu­dóttur bæj­ar­stjóra á Akur­eyri og Jens Garð­ars Helga­son­ar, for­manns Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og bæj­ar­full­trúa í Fjarða­byggð, hafa einnig verið nefnd í sam­hengi við mögu­legt fram­boð til efstu sæta á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri ætlar ekki að gefa kost á sér. Mynd: akureyri.is

Ekk­ert virð­ist þó hæft í slíkum sam­kvæm­is­leikjum og segja þau bæði við Kjarn­ann að þau séu í skemmti­legum störfum sem þau ætli sér ekki að hverfa frá. 

„Ég sinni mjög góðu starfi og skemmti­legu og hef ekki hug á því að fara í fram­boð eins og sakir standa,“ segir Ást­hild­ur.

Jens Garðar segir ekk­ert hæft í því að hann hyggi á sókn eftir þing­sæti, en hann er fram­kvæmda­stjóri Laxa-­fisk­eldis og segir alveg „of­boðs­lega spenn­andi verk­efni“ að takast á við í upp­bygg­ingu lax­eldis á Aust­fjörð­um. Hann úti­lokar þó ekki að verða ein­hvers­staðar neðar á fram­boðs­lista flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent