Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.

Leifsstöð
Auglýsing

Minni tak­mark­anir á komu ferða­manna hingað til lands, með ásætt­an­legri áhættu með til­liti til sótt­varna, er for­senda þess að umtals­verður efna­hags­bati geti haf­ist á þessu ári. Slíkar aðgerðir gætu falið í sér að tvö­faldri skimun fyrir COVID-19 verði hliðrað fyrir ferða­menn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heima­landi þeirra, en sú aðgerð gæti aukið hag­vöxt um sex pró­sentu­stig og minnkað atvinnu­leysi um 1,5 pró­sentu­stig.

Þetta eru meðal nið­ur­staðna úr loka­skýrslu starfs­hóps fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg áhrif sótt­varn­ar­að­gerða hér­lend­is. Skýrslan var birt í dag, en sam­kvæmt henni hafa áhrif far­ald­urs­ins á inn­lend efna­hags­um­svif verið minni hér á landi en víða ann­ars­stað­ar, þökk sé árang­urs­ríkum og vel tíma­settum sótt­varn­ar­að­gerð­u­m.  

Hins vegar telur starfs­hóp­ur­inn að mik­il­vægt sé að auð­velda ferða­mönnum að koma hingað til lands eins mikið og unnt er á meðan á far­aldr­inum stend­ur. Í við­auka skýrsl­unnar stendur að slíkar breyt­ingar séu for­senda þess að umtals­verður efna­hags­bati geti haf­ist á þessu ári, að því gefnu að víð­tækt ónæmi gegn veirunni byrji ekki að mynd­ast á fyrstu mán­uðum árs­ins. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni er vikið að þremur til­lögum um breytt fyr­ir­komu­lag á landa­mær­un­um. Tvær þeirra komu frá Icelandair og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, en ein þeirra var unnin í sam­tali starfs­hóps­ins við Thor Aspelund pró­fessor í líf­töl­fræði við Háskóla Íslands.

Til­lög­urnar eru eft­ir­far­andi:

  1. Að tvö­faldri skimun verði hliðrað fyrir ferða­menn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heima­landi ferða­manns­ins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landa­mærum Íslands.
  2. Að ferða­menn fái að fara í svo­kall­aða ferða­manna­smit­gát í stað sótt­kvíar á milli fyrri og seinni skimun­ar. Þar verði ferða­menn frjálsir ferða sinna um landið en þurfi þó að fara sér­stak­lega var­lega, rétt eins og heim­komusmit­gát var í sum­ar. 
  3. Að báðar ofan­greindar til­lögur taki gildi, svo að landamæra­skimun væri tækni­lega séð þre­föld, en að ferða­menn sæti smit­gát milli ann­arrar og þriðju skimun­ar. 

Sam­kvæmt starfs­hópnum myndi fyrsta til­lagan leiða til þess að 700 þús­und fleiri erlendir ferða­menn kæmu til lands­ins á árinu og að vöxtur útflutn­ings væri nær fimmt­ungi meiri en ann­ars. Hag­vöxtur myndi þá einnig aukast um sex pró­sentu­stig og atvinnu­leysi yrði 1,5 pró­sentu­stigum minna. Væntur fjöldi ferða­manna er minni í hinum til­lög­unum og eru jákvæð áhrif þeirra á þjóð­hags­stærðir því minni, en enn umtals­verð. 

Í loka­orðum við­aukans segir starfs­hóp­ur­inn að það sé mik­il­vægt að freista þess að finna lausn varð­andi fyr­ir­komu­lag aðgerða við landa­mæri Íslands sem gagn­ast ferða­þjón­ust­unni bet­ur en núver­andi fyr­ir­komu­lag og getur varað þar til far­sóttin er ekki lengur ógn við lýð­heilsu. Tals­verðir efna­hags­legir hags­munir séu í húfi en mik­il­vægt sé að vanda til verka varð­and­i á­hættu­mat og útfærslu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent