Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi

Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), segir að ætlað ákall eftir því að selja hlut rík­is­ins í Íslands­banka komi lík­lega frá vænt­an­legum kaup­end­um, ekki almenn­ingi. „Könnun eftir könnun hefur sýnt lít­inn stuðn­ing við söl­una, enda hefur traust eftir síð­ustu banka­sölu og hruns í kjöl­farið ekki verið end­ur­heimt.“ 

Þetta kemur fram í viku­legum pistli hennar sem birtur var í dag.

Þar vísar Drífa meðal ann­ars í könnun sem gerð var fyrir starfs­hóp sem vann hvít­bók um fjár­mála­kerfið sem skilað var til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í des­em­ber 2018. For­maður þess hóps var Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, sem gerði til­lögu um sölu á Íslands­banka í síð­asta mán­uði.

Í þeirri könnun kom fram að 61,2 pró­­sent lands­­manna var jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka. Ein­ungis 13,5 pró­­sent þeirra voru nei­­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­­sent höfðu ekki sér­­staka skoðun á því.

Auglýsing
Þegar fólk var spurt hver væri helsta ástæða þess að það væri jákvætt gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka voru algeng­­ustu svörin þau að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili, að slíku eign­­ar­haldi fylgdi öryggi og traust, að arð­­ur­inn af fjár­­­mála­­starf­­semi myndi þá fara til þjóð­­ar­innar og að minni líkur væru á spill­ingu, græðgi og slæmum enda­lok­­um.

Svo sögð­ust ein­ungis 16 pró­­sent lands­­manna treysta banka­­kerf­inu, sem þó er að langstærstu leyti í eigu íslensku þjóð­­ar­inn­­ar. Og 57 pró­­sent sögð­ust alls ekki treysta því.

Skýr­ingar og rök­semdir skortir

Í dag var einnig send út grein­ar­grerð sér­fræð­inga­hóps verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um áform­aða sölu Íslands­banka. ­Megin nið­ur­staða hóps­ins er að ­skýr­ingar og rök­semdir skorti fyrir þeirri ákvörðun að hefja sölu bank­ans nú við þær óvenju­legu aðstæð­ur­ ­sem ríkja og að ekki sé ráð­legt að stíga svo stórt skref á óvissu­tím­um. Þá er vakin athygli á þeim ­sam­fé­lags­vanda sem ófull­nægj­andi traust í garð stjórn­valda og fjár­mála­kerf­is­ins skap­ar.

Í nið­ur­lagi skýrsl­unnar segir meðal ann­ars að Íslands­banki sé ekki í eigu rík­is­ins vegna ásælni almenn­ings í að eiga banka heldur vegna þess að banka­kerfi lands­ins brást al­menn­ingi full­kom­lega í efna­hags­hrun­inu 2008. „Sú stað­reynd þarf jafn­framt að skoð­ast í sam­hengi við hina umdeildu einka­væð­ingu bank­anna í upp­hafi ald­ar­inn­ar. Þau rök sem helst eru borin á borð fyr­ir­ einka­væð­ingu Íslands­banka núna eru að um hana hafi verið samið við gerð stjórn­ar­sátt­mála. Þá virð­is­t hrað­inn öðru fremur skýr­ast af þeirri stað­reynd að Alþing­is­kosn­ingar fara fram síðar á árinu. Þess­ar rök­semdir eru ekki full­nægj­andi og með þess­ari grein­ar­gerð er kallað á nán­ari rök­semdir og skýr­ing­ar. Veiga­mikil rök standa gegn því að selja stóran hlut í bank­anum við þær aðstæður sem nú ríkja í efna­hags­líf­inu og á fjár­mála­mark­aði, jafnt hér á landi sem erlend­is.“

Kallar eftir umræðu um sam­fé­lags­banka

Drífa segir í pistli sínum að kjarni máls­ins sé sá að verið sé að taka hlut í allra eigu og selja hann til fárra. Fyrir því þurfi að vera góð rök. Einu rökin sem sett séu fram séu hins vegar hug­mynda­fræði­leg, að ríkið eigi ekki að eiga banka. „Við höfum eitt stykki banka­hrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóð­inni í hag að taka sam­eig­in­legar eignir hennar og setja í hendur fjár­magns­eig­enda. Bank­arnir eru ekki endi­lega betur settir í einka­eigu. Ef á að breyta eign­ar­haldi á bönk­unum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið við­skipti við banka í almanna­eigu, rek­inn á for­sendum almenn­ings og til hags­bóta fyrir okkur öll.“

Hún kallar síðan eftir að rykið verði dustað af þeirri hug­mynd að breyta Lands­bank­anum í sam­fé­lags­banka. „Slíkt form byggir á þeirri rót­tæku hug­mynd að fjár­mála­stofn­anir vinni í þágu almenn­ings en ekki fjár­magns­eig­enda. Að bankar þurfi ekki endi­lega að skila gróða, geti verið í almanna­eigu og stuðlað að sam­fé­lags­lega mik­il­vægum verk­efn­um. Að ein­hverju leyti þekkjum við þessa hug­mynda­fræði í gegnum spari­sjóða­kerfið eins og það var hugsað í upp­hafi. Síð­ustu ára­tugir hafa hins vegar verið und­ir­lagðir af ofur­trú á að gróða­sjón­ar­mið eigi að ráða för í fjár­mála­starf­semi og að „“fé án hirð­is”“ sé skað­leg­t.“

Selt á næstu mán­uðum

Til stendur að selja hlut af eign rík­is­ins í Íslands­banka á næstu mán­uð­um. Til­laga þess efnis var lögð fram af Banka­sýslu rík­is­ins 17. des­em­ber og sam­þykkt af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fjórum dögum síð­ar. 

Á­formin ganga út á að skrá bank­ann á markað og selja ótil­greindan hlut í honum í aðdrag­anda þess. Fyrri áform, sem lögð voru á hill­una vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, gerðu ráð fyrir að bank­inn yrði seldur í sam­hliða sölu­ferli þar sem gert var ráð fyrir beinni sölu á hluta í gegnum upp­boð, mögu­lega til erlends banka. Þá gerðu þau áform líka ráð fyrir tví­hliða skrán­ingu Íslands­banka, á íslenskan hluta­bréfa­markað og í erlenda kaup­höll. 

Nýju áformin gera ein­ungis ráð fyrir sölu í gegnum hluta­fjár­út­boð hér­lendis og skrán­ingu í íslensku kaup­höll­ina. Það er meðal ann­ars rök­stutt í til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins með því að ólík­legt sé að erlendur banki sýni áhuga á að eign­ast hlut í inn­lendum banka í núver­andi umhverfi, enda séu fá dæmi á síð­asta ári um beina sölu á bönkum í Evr­ópu til fjár­festa eða ann­arra banka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent