Tvöföld landamæraskimun verður skylda

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Allir sem til Íslands koma verða skyld­aðir til þess að fara í skimun við kom­una, nema lækn­is­fræði­leg rök megi færa fyrir öðru. Reglu­gerð um þetta tekur gildi strax í dag, sam­kvæmt því sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði við frétta­menn bæði Bylgj­unnar og RÚV í hádeg­inu í dag.

Mögu­leik­inn á því að ferða­menn velji 14 daga sótt­kví í stað skimunar verður ekki lengur til stað­ar, en það er í takt við það sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði til við heil­brigð­is­ráð­herra í minn­is­blaði sínu 6. jan­ú­ar. 

Heil­brigð­is­ráð­herra hafði áður sagt að óvíst væri hvort laga­legar stoðir væri að finna í núver­andi sótt­varna­lögum til þess að hægt væri að fara eftir til­lögum sótt­varna­lækn­is.

Auglýsing

„Við teljum að lögin séu nægi­lega styðj­andi við þessa ákvörðun vegna þess hve alvar­leg staðan er. Því gríp ég til þessa neyð­ar­úr­ræð­is,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir í við­tali í hádeg­is­fréttum Bylgj­unn­ar. Hún sagði einnig að þessi ákvörðun væri tekin í ljósi fregna að nýjum og meira smit­andi afbrigðum kór­ónu­veirunnar og auk­innar smit­tíðni á landa­mærum Íslands.

Fram kom í frétt á mbl.is í morgun að alls hefðu 41 til­felli hins svo­kall­aða breska afbrigðis veirunnar greinst Íslandi til þessa, 35 hjá komu­far­þegum og sex til­felli inn­an­lands, sem hefðu í öllum til­fellum verið rakin til ferða­manna.

 „Var­færin skref“ til væg­ari landamæra­að­gerða 1. maí

Rík­is­stjórnin sam­þykkti einnig á fundi sínum í morgun að fyr­ir­komu­lag aðgerða á landa­mærum yrði með sama móti fram til 1. maí. Þá verða tek­in „var­færin skref“ til aflétt­ingar sótt­varna­að­gerða, sem munu taka mið af ástandi far­ald­urs­ins á brott­far­ar­stað komu­far­þega. 

 „Frá og með 1. maí verður byggt á reglu­lega upp­færðu áhættu­mati Sótt­varn­ar­stofn­unar Evr­ópu og ríki flokkuð í græn, app­el­sínugul, rauð og grá eftir stöðu far­ald­urs­ins,“ segir í til­kynn­inguum þetta á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Skrefin virð­ast nokkuð var­fær­in. Áfram verður gerð almenn krafa um tvær skimanir og fimm daga sótt­kví á milli hjá þeim sem koma frá grænum og app­el­sínu­gulum ríkj­um, en fólk sem þaðan kemur mun þó að geta fram­vísað nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr fyrri skimun sem fram­kvæmd er á brott­far­ar­stað. Allir verða skimaðir einu sinni við kom­una til lands­ins.

Þeir sem eru með nei­kvæða nið­ur­stöðu að utan þurfa þó ekki að fara í sótt­kví né síð­ari skimun á Íslandi.

Mótefna­vott­orð og bólu­setn­ing­ar­vott­orð verða einnig tekin gild, líka hjá þeim sem koma frá rauðum eða gráum ríkj­um, þar sem far­ald­ur­inn er í upp­sveiflu eða upp­lýs­ingar um stöðu hans liggja ekki fyr­ir. 

„Með því að greina svo snemma frá fyr­ir­komu­lagi sótt­varna­ráð­staf­ana á landa­mærum sem stefnt er að í vor er fram­kvæmd­ar- og sölu­að­ilum gert kleift að und­ir­búa breyt­ingar vel. Áhættu­mat lita­kóð­un­ar­kerfis tekur mið af óvissu um þróun far­ald­urs og gerir meiri fyr­ir­sjá­an­leika mögu­legan,“ segir í til­kynn­ing­unni á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent