Bestseller og herforingjastjórnin í Myanmar

Getur hugsast að stærsti fataframleiðandi Danmerkur styðji, með óbeinum hætti, herforingjastjórnina, og mannréttindabrot í Myanmar? Ekki bara hugsanlegt, heldur staðreynd segir danski utanríkisráðherrann, sem varar fyrirtækið við.

bestseller
Auglýsing

Fyr­ir­tækj­a­nafnið Bestseller hljómar kannski ekki sér­lega kunn­ug­lega. Það gera hins­vegar búða­heitin Vero Moda, Jack & Jones, Only, Name It, Sel­ected Homme og að minnsta kosti 15 til við­bót­ar. Þessar versl­anir eiga það sam­eig­in­legt að vera í eigu Bestseller fyr­ir­tæk­is­ins.

Bestseller var stofnað árið 1975. Stofn­endur voru hjónin Mer­ete Bech Povl­sen og Troels Holch Povl­sen. Fyrst í stað ein­beitti fyr­ir­tækið sér að fram­leiðslu og sölu á kven­fatn­aði. Rekst­ur­inn gekk frá upp­hafi vel og árið 1986 hófst fram­leiðsla á barna­fötum og karl­manna­fatn­aði tveimur árum síð­ar. 

Þús­undir versl­ana

Fyr­ir­tækið stækk­aði jafnt og þétt og versl­anir Bestseller skipta nú þús­und­um, Vero Moda versl­an­irnar eru rúm­lega 8 hund­ruð og Jack & Jones 12 hund­ruð tals­ins. Tals­verður hluti þess­ara versl­ana er undir stjórn móð­ur­fyr­ir­tæk­is­ins Bestseller en aðrar reknar með sér­leyfi. Starfs­fólk Bestseller er um það bil 17 þús­und og þar við bæt­ist að minnsta kosti álíka fjöldi und­ir­verk­taka hjá fyr­ir­tæk­inu. Bestseller á auk þess hlut í nokkrum stórum fyr­ir­tækja­sam­steyp­um, þar á meðal Bestseller Fas­hion Group China. Það fyr­ir­tæki hannar og fram­leiðir fatnað sem seldur er í 5 þús­und versl­unum í Kína.

Auglýsing
Bestseller er í dag meðal stærstu fyr­ir­tækja í Dan­mörku. Árið 2000 tók And­ers Holch Povl­sen, sonur stofn­end­anna, við sem for­stjóri og er nú eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins. Hann og eig­in­kona hans Anne Storm Ped­er­sen eru í hópi rík­ustu íbúa Dan­merk­ur.

Misstu þrjú börn  

Um pásk­ana 2019 voru þau hjónin And­ers Holch Povl­sen og Anne Storm Peder­sen, ásamt fjórum börnum sín­um, í fríi á Sri Lanka. Að morgni páska­dags réð­ust hryðju­verka­menn til atlögu á nokkrum stöðum í land­inu, þar á meðal á hót­el­inu þar sem fjöl­skyldan bjó.

Hjónin Anders Holch Povlsen og Anne Storm Pedersen. Mynd: EPA

Hátt í 300 lét­ust í þessum til­ræðum og að minnsta kosti 500 særð­ust. Meðal þeirra sem lét­ust voru þrjú börn And­ers og Anne, dæt­urnar Alma og Agnes og son­ur­inn Alfred. Ári síðar eign­uð­ust hjónin tví­bura. 

Fyrst til Suð­ur- Evr­ópu og þaðan til Asíu

Í upp­hafi sjö­unda ára­tugar síð­ustu aldar flutt­ist megnið af vest­ur- evr­ópskri fata­fram­leiðslu til Suð­ur- Evr­ópu. Þar var fram­leiðslu­kostn­að­ur­inn, þar með talin laun­in, lægri. Síðar flutt­ist fram­leiðslan að stórum hluta til Asíu. Til Kína, Ind­lands, Pakistan, Bangla­dess, Tælands, Sri Lanka, og fleiri landa. 

Myan­mar

Myan­mar, sem líka gengur undir nafn­inu Búr­ma, hefur lengi verið mjög lokað land, ára­tugum saman undir stjórn her­for­ingja. Um miðjan síð­asta ára­tug varð nokkur breyt­ing á, stjórn­völd í Myan­mar vildu opna land­ið, eins og það var orð­að. Til að skapa störf og afla gjald­eyr­is­tekna. Fjöl­mörg erlend fyr­ir­tæki sáu sér hag í sam­starfi við stjórn­völd, meðal þeirra var hið danska Bestsell­er. Í árs­byrjun 2019 var Bestseller með samn­inga um fata­fram­leiðslu við 36 fata­verk­smiðjur og sauma­stof­ur, með sam­tals um 50 þús­und starfs­menn, mik­ill meiri­hluti kon­ur.

Aung San Suu Kyi

Eins og áður var nefnt hefur her­inn ráðið lögum og lofum í Myan­mar ára­tugum sam­an. Kosn­ingar hafa þar engu breytt. 

Í þessu sam­bandi má geta þess að fyrir kosn­ingar í land­inu árið 1990 var leið­togi Lýð­ræð­is­fylk­ing­ar­inn­ar, Aung San Suu Kyi, hand­tekin og sett í stofu­fang­elsi. Lýð­ræð­is­fylk­ingin vann stór­sigur í kosn­ing­un­um, en her­inn virti þau úrslit að vett­ungi og Aung San Suu Kyi mátti dúsa í stofu­fang­elsi, í sam­tals 15 ár. Í árs­lok 2015 fóru fram kosn­ingar í land­inu og þar fékk Lýð­ræð­is­fylk­ingin mik­inn meiri­hluta atkvæða. Her­inn hélt eftir sem áður völd­unum í land­inu, að mestu leyti. Aung San Suu Kyi gat ekki orðið for­seti eða for­sæt­is­ráð­herra vegna ákvæða í lög­um, sem heim­ila ekki að ein­stak­lingur sem á börn með erlent rík­is­fang gegni slíku emb­ætti. Tveir synir Aung San Suu Kyi sem hún eign­að­ist með breskum eig­in­manni sín­um, sem er lát­inn, eru breskir rík­is­borg­ar­ar. Hún fékk því starfs­heitið rík­is­ráð­gjafi. Áfram var það þó her­inn sem öllu réð­i. 

Mikil mótmæli hafa verið eftir að Aung San Suu Kyi var tekin höndum. Mynd: EPA

Enn var kosið til þings árið 2020 og þar vann Lýð­ræð­is­fylk­ingin öruggan sig­ur, fékk 396 þing­sæti af 476 sætum á þing­inu. Lepp­flokkur her­for­ingja­stjórn­ar­innar sak­aði Lýð­ræð­is­fylk­ing­una um kosn­inga­svindl og fyrsta febr­úar síð­ast­lið­inn hrifs­aði her­inn völdin og Aung San Suu Kyi var enn á ný sett í stofu­fang­elsi. 

Skýrsla Mann­réttinda­ráðs­ins

Árið 2019 sendi Mann­réttinda­ráð Sam­ein­uðu Þjóð­anna frá sér skýrslu. Til­drög hennar voru ofsóknir her­stjórn­ar­innar i Myan­mar gegn þjóð­ar­broti Rohingja. Talið er að fleiri en 700 hafi fallið í aðgerðum hers­ins og meira en hálf milljón flúið land, einkum til Bangla­dess. Mann­réttinda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur lýst Rohingj­um, sem eru sam­tals innan við tvær millj­ón­ir, einum mest ofsótta minni­hluta­hópi í heim­in­um.

Auglýsing
Í skýrsl­unni kom fram að sterk tengsl væru milli hers­ins í Myan­mar og stórrar fyr­ir­tækja­sam­steypu í land­inu. Eig­endur sam­steypunnar eru ein­stak­lingar og deildir innan hers­ins, þar á meðal yfir­hers­höfð­ing­inn Min Aung Hla­ing. Fyr­ir­tækja­sam­steyp­unni Myan­mar Economic Hold­ings Limited, MEHL, er ætlað að útvega fjár­magn til hers­ins og hers­höfð­ingj­anna, gjarna fram­hjá opin­beru kerfi, þannig má kom­ast fram­hjá reglum um gagn­sæi. Í skýrslu Mann­réttinda­ráðs­ins er því slegið föstu að MEHL stjórni stórum hluta efna­hags­lífs­ins í Myan­mar. 

Bestseller og verk­smiðj­urnar

Í skýrsl­unni áður­nefndu koma fram nöfn að minnsta kosti tveggja mjög stórra fata­verk­smiðja sem fram­leiða mikið fyrir Bestsell­er. Þessar verk­smiðj­ur, Guotai Guohua Gar­ment og Saung Oo Shwe Nay, greiða háar fjár­hæðir til MEHL, og þeir pen­ingar eru að veru­legu leyti til­komnir vegna tekna frá Bestsell­er. MEHL á enn­fremur land­svæðið sem áður­nefndar verk­smiðjur standa á og verk­smiðj­urnar borga háa leigu fyrir afnot lands­ins. 

Efna­hags­þving­an­ir, utan­rík­is­ráð­herra og Bestseller

Síð­ast­lið­inn mánu­dag, 19. apr­íl, sam­þykkti Evr­ópu­sam­bandið hertar efna­hags­þving­anir gegn Myan­mar á grund­velli mann­rétt­inda­brota í land­inu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar ákvarð­anir eru teknar en þving­an­irnar nú ganga lengra en áður. Eitt ákvæði í þessum þving­un­ar­að­gerðum er að fyr­ir­tæki innan ESB hætti við­skiptum við Myan­mar. Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra Dana gagn­rýndi í lið­inni viku Bestseller harð­lega fyrir að hafa látið nið­ur­stöður skýrslu Mann­réttinda­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2019 sem vind um eyru þjóta. Það er fremur óvenju­legt að danskur utan­rík­is­ráð­herra sé svo harð­orður í garð eins fyr­ir­tæk­is. Danska atvinnu- og eft­ir­lits­stofn­unin (Er­hvervs­styrel­sen) tekur sömu­leiðis djúpt í árinni og hefur bein­línis í hót­unum við Bestseller ef það hætti ekki sam­vinnu við fyr­ir­tæki í Myan­mar. Pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla sagð­ist, í blaða­við­tali, ekki minn­ast þess að hafa séð jafn sterkt til orða tekið eins og í yfir­lýs­ingu atvinnu- og eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar. Hlut­verk stofn­un­ar­innar er meðal ann­ars að fylgj­ast með að sam­þykktum ESB varð­andi efna­hags­þving­anir sé fram­fylgt. Pró­fess­or­inn sagði að svo virt­ist sem Bestseller hefði talið hót­anir og efna­hags­þving­anir golu­þyt sem liði hjá. „Nú ætti stjórn­endum Bestseller að vera ljóst að hér verður kné látið fylgja kvið­i.“  

Segj­ast hafa látið athuga málið

Tals­maður Bestseller sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að eftir útkomu skýrslu Mann­rétt­inda­stofn­un­ar­innar árið 2019 hafi fyr­ir­tækið látið kanna hvort tengsl væru milli hers­ins í Myan­mar og verk­smiðj­anna sem Bestseller skiptir við. Tals­mað­ur­inn sagði að sú könnun hefði ekki leitt í ljós að fata­verk­smiðj­urnar greiddu stórfé til hers­ins. Í bréfi til Politi­ken frá Bestsell­er, fyrir nokkrum dög­um, kom fram að fyr­ir­tækið hafi nú ákveðið að ekki verði um frek­ari við­skipti við fata­verk­smiðj­urnar í Myan­mar að ræða fyrr en slíkt verði for­svar­an­legt, etisk for­svar­ligt, eins og það var orð­að. 

Auglýsing
Í við­tali við Politi­ken fyrir nokkrum dögum sagði And­ers Holch Povl­sen for­stjóri og eig­andi Bestseller að á næstu dög­um, í síð­asta lagi 10. maí, myndi fyr­ir­tækið leggja fram alla papp­íra sem varða við­skipti þess við fata­verk­smiðjur og önnur fyr­ir­tæki í Myan­mar. Hann lýsti einnig eftir leið­bein­ingum frá Evr­ópu­sam­band­inu um hvernig fyr­ir­tækjum eins og Bestseller bæri að bera sig að varð­andi sam­skipti við fram­leið­endur í Myan­mar. „Við berum mikla ábyrgð gagn­vart þeim tug­þús­undum íbúa Myan­mar sem starfa bein­línis fyrir okkur og hafa af því sitt lifi­brauð.“ 

Nán­ari útfærsla á þeim efna­hags­þving­unum sem ESB hefur ákveðið verður vænt­an­lega kynnt innan tíð­ar­.     

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar