Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.

Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Auglýsing

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam rúmum 3,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og arðsemi eigin fjár bankans var 7,7 prósent á ársgrundvelli. Þetta er mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra, en bankinn tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðung síðasta árs.

Eigið fé bankans nam 185 milljörðum króna í lok mars og heildar eiginfjárhlutfall bankans nam 21,9 prósenti, sem er yfir markmiði bankans um að hafa heildar eiginfjárhlutfall á bilinu 17,5-19 prósent.

Birna Einarsdóttir bankastjóri segir í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá að afkoman sé í þróun við það sem var á seinni hluta síðasta árs.

„Fjárfestingar undanfarinna ára í innviðum og stafrænum lausnum og aukin stafræn notkun viðskiptavina leiddu til lækkunar á kostnaðarhlutfalli bankans á milli ára. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 2,8% og útlán til viðskiptavina jukust um 2,3% frá árslokum. Aukninguna í útlánum má aðallega rekja til áframhaldandi aukinnar eftirspurnar á húsnæðislánamarkaði en mun styttri biðtími er eftir afgreiðslu húsnæðislána en áður og mælist mikil ánægja með þjónustuna. Við finnum að eftirspurnin er líka orðin fjölbreyttari og nú býður bankinn viðskiptavinum sínum græn húsnæðislán við fjármögnun á vistvænu húsnæði á hagstæðari kjörum,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu bankans.

Hreinar vaxtatekjur bankans námu 8,2 milljörðum króna á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið við 8,6 milljarða króna. á sama tíma í fyrra. Hækkun í hreinum þóknanatekjum var 14,9 prósent á milli ára, en þær fóru úr 2,5 milljörðum upp í 2,9 milljarða. Bankinn segir hækkunina tilkomna vegna aukningar í bæði þóknanatekjum og -gjöldum.

Stjórnunarkostnaður bankans hækkaði lítillega á milli ára og nam 5,9 milljörðum króna á fjórðungnum. Hækkun í launalið skýrist einkum af samningsbundnum kjarahækkunum og starfslokagreiðslum á meðan annar rekstrarkostnaður lækkar á milli ára, segir bankinn.

99 prósent allra snertinga við viðskiptavini stafrænar

Kostnaðarhlutfall bankans lækkar á milli ára og var 52 prósent á fyrsta fjórðungi samanborið við 62,9 prósent á sama tíma í fyrra. Aukning í notkun á stafrænum lausnum spilar þar lykilhlutverk. Haft er eftir bankastjóranum Birnu í tilkynningu að nú séu 99 prósent allra snertinga bankans við einstaklinga orðnar stafrænar.

Auglýsing

Batnandi efnahagsaðstæður segir bankinn að skýri mun lægri neikvæða virðisbreytingu útlána en á sama tímabili í fyrra, eða 518 milljónir samanborið við rúma 3,5 milljarða í upphafi árs 2020. Útlán til viðskiptavina bankans jukust um 2,3 prósent á fjórðungnum en þar vegur þyngst að meira er lánað fyrir húsnæðiskaupum. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 19 milljarða króna. eða 2,8 prósent frá áramótum.

Spennandi tímar séu framundan

Haft er eftir Birnu í tilkynningu bankans að staða hans sé sterk og undirstöður traustar. „Efnahagsreikningur bankans er traustur með eigin- og lausafjárhlutföll vel yfir innri markmiðum og kröfum eftirlitsaðila. Fjárhagsleg markmið bankans hafa verið uppfærð með það að markmiði að gefa skýrari mynd af þróun og áherslum í stefnu bankans.“

Að lokum ávarpar Birna væntanlega sölu ríkisins á hluta bankans með útboði og skráningu hluta á hlutabréfamarkað.

„Fjármála- og efnahagsráðherra hefur á opinberum vettvangi lýst því yfir að unnið sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði, og að stefnt sé að því að hún eigi sér stað í júní. Það er því ljóst að spennandi tímar eru framundan,“ er haft eftir Birnu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent